Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 2
Sýning helguð Halldóri Laxness í Varsjá SÝNING helguð Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness verður opnuð í Bókmenntasafninu í Varsjá, Muzeum Literatui'y, á mánudag- inn kemur. Á sýningunni, sem menntamála- ráðuneytið gengst fyrir, er að finna marg- víslegar upplýsingar um skáldið, líf þess og störf. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra mun opna sýninguna en ráðgert er að hún standi fram yfir opinbera heimsókn for- seta íslands til Póllands um miðjan næsta mánuð. Að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur í menntamálaráðuneytinu er um farandsýn- ingu að ræða, einfalda í sniðum. I Varsjá munu einkum verða sýnd textar og ljós- Ljósmynd- arar á TVEIR erlendir ljósmyndarar, Anton Cor- bijn og Mark Seliger, flytja fyrirlestra og sýna myndir á Fagstefnu Ljósmyndarafé- lags íslands núna um helgina. Fyrirlestr- arnir verða í Salnum í Kópavogi en ljós- mynda- og tónlistarmyndbandasýningin á neðri hæð Gerðarsafns. Anton Corbijn heldur sinn fyrirlestur í dag, laugardag, kl. 15. Corbijn er aðalljós- myndari og leikstjóri tónlistarmyndbanda fyrir U2, Depeche Mode og Metallica, og er ljósmyndari í auglýsingaherferðum BMW og Tag Heuer. Mark Seliger heldur fyrir- lestur sinn á morgun, sunnudag, kl. 15. Seli- ger er aðalljósmyndari Rolling Stone tíma- ritsins, U2 Magazine og Mens Journal. Báð- ir þessir ljósmyndarar hafa undanfarna ára- tugi ljósmyndað þekkt tónlistarfólk og kvik- myndastjörnur, s.s. Kurt Cobain, Brad Pitt, Michelle Pfeiffer og Madonnu, Johnny Cash og Luciano Pavarotti. Aðgangur að íyiir- lestrunum er ókeypis. Einnig verða haldnar 15 mínútna íjöl- skyggnusýningar frá Hasselblad mynda- vélaframleiðandanum, fyrirlestrar um staf- ræna ljósmyndun og tækjasýning með öllu því nýjasta sem er að gerast í ljósmyndun. Nú stendur yfir ljósmyndasýning Ljós- myndarafélagsins og Blaðaljósmyndarafé- lags íslands í efri sölum Gerðarsafns. Sjá bls. 6, 7 og 8. -------------- Cookson selur mest London. Reuters. CATHERINE Cookson, sem þekkt er fyrir sögulegar skáldsögur sínar, var á fimmtudag útnefnd söluhæsti rithöfundur áratugarins á Bretlandseyjum. Öllum að óvörum reyndist síðan lítið þekktur garðyrkjumaður í öðru sæti. Bækur Cookson hafa selst í meira en eitt hundrað milljónum eintaka í þrjátíu löndum en skáldkonan lést á síðasta ári, 91 árs að aldri. Náði hún örugglega efsta sæti sölu- lista samtakanna Bookwatch. Dr. David Hessayon, sem íylgdi í kjölfar Cookson, hefur skrifað átján „Vertu þinn eigin sérfræðingur“-garðyrkjubækur og hafa þær selst í tíu og hálfri milljón eintaka á þessum áratug. „Bækur mínar hafa selst í einni milljón eintaka alveg frá upphafi," seg- ir Hessayon sem reyndist með meiri sölu en víðfrægir höfundar eins og Danielle Steel, Stephen King og Dick Francis. „Eg hef meðvitað reynt að halda mér frá sviðsljós- inu,“ sagði Hessayon. myndir en að sögn Laufeyjar er einfalt að spinna við hana síðar, bæta til dæmis við hljóðefni og myndefni. Engin handrit eru á sýningunni. Hönnuður sýningarinnar er Björn G. Björnsson. Ekki hefur verið ákveðið hvert sýningin fer frá Varsjá en Laufey segir hægan leik að setja hana upp með skömmum fyrirvara. Segir hún einkum horft til hátíðarhalda í til- efni af landafundaafmælinu og kynninga á íslenskum bókmenntum erlendis sem fær- ast stöðugt í vöxt. Sýningin verður í vörslu Bókmenntakynningarsjóðs. Laufey segir ástæðuna fyrir því að Var- sjá varð fyrir valinu sem fyrsti sýningar- Nútímalistasafnið í New York, MoMA, hyggst auka fyrirferð samtímamyndlist- ar í starfsemi sinni með samruna við lít- ið en alþjóðlega þekkt samtímalistasafn, P.S. 1, sem er í Long Island City í Qu- eens skammt austur af Manhattan-eyju. HIÐ 70 ára gamla Nútímalistasafn hef- ur legið undir ámæli fyrir að vera um of bundið við sitt fasta safn um 100 þúsund meistaraverka nútímamyndlistar og sinna lítt því sem hæst ber í myndlist dagsins í dag. Hefur safnið borið fyrir sig aðstöðuleysi sem það hyggst nú bæta úr en auk sýningarsala P.S. 1 hef- ur MoMA fest kaup á vörugeymslum og skrifstofuhúsnæði í næsta nágrenni nýja útibúsins. „Framtíðarmöguleikar safns- ins byggjast á stuðningi okkar við það sem hæst ber í myndlistinni í dag,“ seg- ir framkvæmdastjóri MoMA, Glenn Lowry, í umfjöllun The New York Times um samrunann í vikunni. „Mögu- leikarnir sem þessi viðbót færir okkur eru óviðjafnanlegir." P.S. 1 er gömul skólabygging sem hefur verið nýtt nndir sýningarstarf- semi frá 1976. Byggingin hefur verið í eigu borgarinnar sem hefur styrkt rekstur safnsins með árlegum fjárfram- lögum og mun áfram gera svo eftir sam- runann. Sýningar í P.S. 1 voru 68 á síð- asta ári en árlegur fjöldi sýningagesta er rétt yfir 100 þúsund. staður þá að Lech Sokol, fyrrverandi sendi- herra Póllands á Islandi og núverandi pró- fessor í bókmenntum í Varsjá, hæfi fært þennan möguleika í tal við menntamálaráð- herra. „Ráðherra leist strax vel á hugmynd- ina og nú er sýningin að verða að veru- leika.“ Laufey segir ráðuneytið og Bókmennta- kynningarsjóð binda vonir við sýninguna, hún verði til þess fallin að að auka áhuga á Halldóri Laxness og íslenskum bókmennt- um almennt á þessum slóðum og vonandi víðar þegar fram líða stundir. Margar bækur Halldórs hafa verið þýdd- ar og gefnar út á pólsku. Listaverkaeign safnsins er ekki telj- anleg. Til samanburðar má nefna að ár- legt rekstrarfé MoMA nemur um 300 milljónum dollara, rúmum 2 milljörðum ísl. króna, og um 1,6 milljónir gesta sækja safnið á hveiju ári. I nóvember- mánuði sl. efndi MoMA til mikillar fjár- öflunarherferðar þar sem stefnt er að því að safna 650 milljónum Bandaríkja- dollara. Þetta er stærsta fjáröflunarher- ferð sem listasafn í Bandaríkjunum hef- ur gengist fyrir og fregnir herma að þegar hafi tekist að safna fyrir um helmingi upphæðarinnar. Kaup safnsins nú eru aðeins einn liður í útþenslu þess á næstu árum en fyrir þremur árum festi MoMA kaup á hótelbyggingu sem liggur að safninu á 53. stræti á Manhatt- an. Framkvæmdir við að samræma byggingarnar tvær hefjast árið 2001 og verður þá hluta núverandi safns tíma- bundið lokað. Með þessu útspili sínu má segja að Nútímalistasafnið sé að svara einum helsta keppinaut sínum í borginni, Gug- genheim-listasafninu, sem fyrir 7 árum jók við safn sitt á ofanverðri Manhattan með útibúi í galleríhverfinu SoHo. Gug- genheim ku nú hafa uppi áætlanir um byggingu nýs safnhúss meðfram Hud- son-ánni á vestanverðri eyjunni, ekki langt frá nýjasta galleríhverfi borgar- innar í Chelseá. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU mmammmmmtm Ásmundarsafn - Sigtúni Yflrlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar. Gallerí Horn Sveinbjörn Halldórsson. Til 10. febr. Gallerí Bílar & list Gunnar Þjóðbjörn Jóhsson. Gallerí Stöðlakot Guðmundur Oddur Magnússon. Til 14. febr. Gallerí Sævars Karls Gabríela Friðriksdóttir. Til 19. febr. Gerðarsafn Ljósmyndasýning: Blaðaijósmyndara og Ljós- myndarafélag Islands. Til 14. febr. Menningarmiðstöðin Gerðut)erg Þetta vii ég sjá: Kristján Davíðsson, Magnús Kjartansson og Sigtryggur Bjami Baldvins- son. Tii 28. febr. Hallgrímskirkja Þorbjörg Höskuldsdóttir. Til 18. febr. Hafnarborg Kaffe Fasett. Tii 8. febr. Ingólfsstræti 8 Ásgerður Búadóttir. Til 14. febr. Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarvai. Til 24. maí. Vestursalur: Britt Smelvær. Til 7. mars. Mið- rými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASI Asmundarsalur og Gryfja: Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Til 14. febr. Arinstofa: Ný aðföng. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið iaugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn fslands Carnegie Art Awaúd - Nordic Painting/Nor- ræn málaralist í sölum 1 og 3. Til 21. febr. Fjórir frumherjar; Þórarinn B. Þorláksson, Ás- grímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjaiwai. Til 18. apríl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Norræna húsið Samískar listakonur: Maj Lis Skaltje, Marja Helander, Britta Marakatt Labba, Merja- Aietta Ranttila og Ingunn Utsi. I anddyri: ljós- myndasýning: Forboðnar myndir eftir Maj Lis Skaltje. Til 14. febr. Nýlistasafnið Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunn- ar Straumland og Jón Sæmundur Auðarson. Súmsalur: Safnsýning. Til 28. feb. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Tjarnarsalur: Ljósmyndasýningin Indland-Tí- bet. Til 14. febr. SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb. LEIKUST Þjóðleikhúsið Brúðuheimili, fös. 12. febr. Tveir tvöfaldir, lau. 6. febr. Bróðir minn Ijónshjarta, sun. 7. febr. Solveig, sun. 7. febr. Abel Snorko býr einn, lau. 6. febr. Maður í mislitum sokkum, lau. 6., sun. 7., fös. 12. febr. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 6., sun. 7. febr. Horft frá brúnni, lau. 6. febr. Búa saga, lau. 6. febr. Mávahlátur, sun. 7. febr. Islenski dansflokkurinn Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta. Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur, fim. 11. febr. íslenska Óperan Ávaxtakarfan, lau. 6., sun. 7. febr. Hellisbúinn, lau. 6., mið. 10., fös. 12. febr. Hinn fullkomni jafningi, þrið. 9., föst. 12. fcbr. Iðnó Frú Klein, sun. 7. febr. Þjónn í súpunni, lau. 6., fim. 11., fös. 12. febr. Dimmalimm, sun. 7. febr. Hafnarfjarðarlcikhúsiö Vírus, tölvuskoplcikur, lau. 6. febr. Hugleikur: Nóbelsdraumur, lau. 6., fös. 12. febr. Kaffileikhúsið Hótel Hekla, frums. 7. febr. Fös. 12. febr. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 6. febr. Mögulcikhúsið v. Hlemm Hafrún, sun. 7. febr. Snuðra og Tuðra, sun. 7. febr.. Góðan dag Einar Áskell, lau. 6. febr. Leikfólag Akureyrar Pétur Gautur, lau. 6., fös. 12. febr. Bing Dao-Renniverkstæðið á Akurcyri Rommí, frum. 12. febr. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist brcflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringíunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. , Morgunblaðiö/Einar Falur UR húsakynnum MoMA. MoMA eykur umsvif sin Morgrinblaðið. New York. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.