Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999 5 Helgu prófastsfrú virðist hafa létt nokkuð við brennu þeirra Jóns og Er- lendar,; að minnsta kosti flutti fjölskyld- an aftur í Selárdal\ en þó ekkifyrr en búið var að brenna og síðan endur- byggja hluta bæjar- húsa þar sem ásókn- ir djöfulsins höfðu orðið harðastar. Itrasta prófe sem Nást kann ofann skrifudu Naudsinlegu Málefne, Séra Pálz Biomsson- ar - (Dómab. Þorl. Kortss., 63r-63v). Benti lögmaðurinn þeim sýslumönnum ennfremur á að það væri ekki tilgangur al- þingissamþykktarinnar frá 3. júlí 1677 að vera „skálka skiól [_] edur Illmannlegra vercha ijfer hilming, sem och þess vegna merkt hefe, ad þid virdulegu valldzmenn hier utj einginn mótmæle audsijna villdud, Ein- kunn ef mijna breflega Ávijsun þar um adlu- dust“ (Dómab. ÞK, 63v). Svo mörg voru þau orð, og þarf vart að ítreka málalyktir: Þau mæðgin voru brennd héraðsbrennu skömmu síðar, og málsmeðferðin blessuð á alþingi um sumarið (Alþb. VII, 405). Hjaðningar Eitt síðasta galdramálið sem upp kom á Vestfjörðum var að undirlagi dóttur þeirra hjóna, Helgu Pálsdóttur sem gift var Sigurði prófasti Jónssyni í Holti í Önundai’firði. Sú kona var sögð „óstjómlega eyðslusöm og mjög drykkfelld og taugaveikluð" (Annálar III, 164). Eiginmaður hennar kærði Svein nokkurn Ámason árið 1683 fyrir að valda veikindum konu sinnar, og lyktaði því máli svoað Sveinn var brenndur í héraði skömmu síðar. I Eyrarannál kemur fram að Heidem- ann landfógeti hafi ætlað að ríða vestur til Selárdals á útmánuðum 1684 og var erindi hans talið fyrst og fremst það að gera at- hugasemdir við málsmeðferð og líflát Sveins Árnasonar (HÞ: Ævir lærðra, 55). En hver svo sem tilgangur landfógeta hefur verið, er hitt jafn víst, að hann komst aldrei alla leið. Á meðan djöfulgangurinn í Selárdal stóð sem hæst virðast starfsbræður og sveitung- ar séra Páls hafa tekið að minnsta kosti óbeinan þátt í því sem fram fór. Til dæmis var haldin almenn bænagerð í ílestöllum kirkjum vestanlands og guð beðinn að létta ógnunum af þeim góða guðsmanni séra Páli og fólki hans. Þegar fram liðu stundir hjöðn- uðu þó djöfulsásóknirnar á Selárdalsfólkið - jafnhliða því sem almennur áhugi fyrir galdramálum dofnaði og augu manna tóku að opnast fyrir því að líklega væri nóg að gert og vel það. Hannes Þorsteinsson telur vitnis- burð þann sem séra Páll lét lesa sér á alþingi árið 1690 benda til þess að honum hafi þótt almenningsálitið vera farið að snúast gegn sér (HÞ 1922, 73-74). Vitnisburðurinn er tví- þættur, annars vegar umsögn lærðra manna við Hafnarháskóla frá árinu 1644, hinsvegar lærðra og leikra í Barðastrandarsýslu og sóknarfólks í Selárdal... ... hverir allir samþykkilega svo sem einum munni upp lúka og sannyrða þennan góð- fræga guðsmann um hans háloflegar æru- dyggðir og mannkosti í guðrækni og góðum kenningum, stórum lærdómi og loflegu framferði, utan kirkju sem innan ... (Alþb. VIII, 296) Sú fróma ósk er að lokum látin í ljós, að drottinn láti „svoddan ljós og læriföður síns safnaðar bæði lengi og lukkusamlega við haldast sínu nafni til dýrðar, sem guðsbörn- um til gleði og góðra nota“ (Álþb. VIII, 296). Sinnaskipti séra Páls Þegar þarna er komið sögu séra Páls í Sel- árdal er ljóst að viðfangs- og hugðarefni hans hafa tekið allnokkrum breytingum í tímans rás. Á meðan galdrafár Arnarfjai-ðar- dalanna var í algleymi var hann mjög hneigður að dulspeki og lagði stund á þau fræði í frístundum sínum, einkum austur- lenska töfraspeki. Hefur það vafalaust ráðið nokkru um hugrenningar hans og fram- göngu í galdramálum, enda hefur verið á það bent, að framkoma hans í þeim efnum hafi gjörbreyst með breyttum viðfangsefnum upp úr 1680, þegar vísindastarf hans tekur skyndilega nýja stefnu: Hann leggur austurlensku dulfræðina, hindurvitnin og heimspekilega myrkviðrið að öllu leyti á hilluna, hættir að þruma gegn galdramönnum, en snýr sjer að þýðingum á ritum Biblíunnar úr frummálinu á íslensku, þar á meðal að þýðingu Davíðssálma, en sjerstaklega snýr hann þá inn á svið fagnað- arerindisins til Krists og nýja testamentis- ins, því að þá byrjar hann að snúa því úr Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. fmmmálinu á íslensku að tilhlutan Þórðar biskups. (HÞ 1922, 89) Ekki er óhugsandi að trúarlegar skýring- ar liggi til grundvallar að sinnaskiptum Páls í Selárdal, eins og málum hans var háttað. Hitt mun þó ekki áhrifaminna, að þegar hér er komið sögu er Páll orðinn einn eftir í valdahring brennumanna á Vestfjörðum. Eggert bróður sinn missti hann 1681, en hann var það yfirvald „sem jafnan var boðið og búið til að beita valdi sínu sem óþyrmileg- ast við þá „illræðismenn“, sem prófasturinn í Selárdal, bróðir hans, benti honum á“ (HÞ 1922, 72). Þorleifur Kortsson var einnig vik- inn úr embætti og orðinn valdalaus. Sjálfur viðurkenndi Páll aldrei að hafa far- ið offari gegn „galdramönnunum" sveitung- um sínum, en í bréfi sem hann skrifaði séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði, 3. mars 1703, má greina djúp lífsvonbrigði. Páll er þá orðinn saddur lífdaga og kveðst hafa alið ald- ur sinn í þögn og dáðleysi eins og skynlaus skepna. Má með fullum rétti segja að þau ummæli Selárdalsklerksins varpi döpru ljósi á hlutskipti manns sem hafði allt til að bera annað en gæfuna (HÞ 1922, 75). Af veikindum Helgu prófastsfrúar í Selár- dal er það að segja, að galdraásóknimar virðast ekki hafa veiklað lífsorku hennar var- anlega. Hún andaðist í háiri elli árið 1704, þá á níræðis aldri. Sigurjón Jónsson læknir tel- ur að Helga hafi verið taugaveikluð að eðlis- fari „og væri þá sízt að furða, þótt sambúðin við séra Pál og það andlega loftslag, sem hún hefur þar lifað í, reyndist heilsu hennar ofraun" (SJ 1944, 216). Hann er þeirrar skoðunnar að líkamleg veikindi hafi hugsan- lega verið orsök vanlíðunar hennar til að byi'ja með en „víst er um það, að sú mynd af veikindunum, sem sýnd er í annálum, er vafalaust af magnaðri móðursýki eða skyldri sálsýki" (SJ 1944, 216). Ógæfa ættarinnar Börn þeirra Selárdalshjóna urðu ekki far- sælt fólk. Af átta systkinum lifðu aðeins fjög- ur foreldra sína. Þegar er getið um þá „drykkfelldu og eyðslusömu" konu Helgu Pálsdóttur, prófastsfrú í Holti, sem varð undirrót að brennu Sveins Ámasonar 1683. Af syninum Birni fara fáar sögur aðrar en sú sem þegar er getið í sambandi við brennu Lassa Diðrikssonar 1675. Bróðir hans, Hall- dór eldri, sem átti aðild að sama máli, varð ekki langlífur. Yngri bróðir hans og nafni vai'ð prófastur eftir fóður sinn í Selárdal. Honum famaðist þó ekki vel í embætti og var loks dæmdur frá því „fyrir slark og tráss“ enda „drykkjumaður og all svakafeng- inn“ (HÞ 1922, 77). Systirin Ingibjörg átti frænda sinn Jón eldra Magnússon á Sveins- eyri og var dóttir þeirra Olöf, kona Sigurðar sýslumanns á Hvítárvöllum. Sonur þeirra vai' sá eini af afkomendum Páls í Selárdal sem bar nafn hans. Þótti hann efnilegur maður og varð stúdent, en endalok hans urðu harmsöguleg. Hann fórst í bruna á Hvítárvöllum í janúai-1751. Hafði hann hætt sér um of við björgun tveggja ungmenna, en örmagnaðist og „fanst dauður í bæjardyrum með sinn ungling undir hvorri hendi“ (HÞ 1922, 77). Ekki er laust við að Hannesi Þor- steinssyni þyki það táknræn endalok eina niðjans sem beinlínis bar nafn Páls í Selár- dal, „og hefir hjátrúin stundum þurft minna til að setja það í samband við brennudauða 6- 7 galdramanna, að þessi eini afkomandi sjera Páls, er nafn bans bar, skyldi farast í eldi“ (HÞ 1922, 77). Sunnanþeyr Því hefur verið haldið fram að undirrót of- sóknanna á Vestfjörðum megi að hluta til rekja til skorts á jarðnæði, og hafi það meðal annars verið kveikjan að brennu þriggja manna úr Trékyllisvík árið 1654 (H.Þorl. 1995). Sú tilgáta hefur þó ekki verið þróuð frekar með hliðsjón af galdramálum í öðrum landsfjórðungum, en víst er að á Suðurlandi, þar sem minnst kvað að galdramálum og enginn dauðadómur var kveðinn upp fyrir galdur, var jarðnæði bæði mikið og gott. Ekki verður framhjá því litið að í þeim lands- hluta bjó fólk við milt yfirvald í veraldlegum og andlegum málum, þar sem Gísli Magnús- son sýslumaður, sem nefndur var Vísi-Gísli (f. 1621 - d. 1696) og Brynjólfur biskup Sveinsson í Skálholti (f.1605 - d. 1675) réðu lögum og lofum. Báðir voru þeir höfðingjar atkvæðalitlir í galdramálum aldarinnar, eins og ráða má af heimildum og samtíðarfrá- sögnum. Um það verður nánar fjallað í næstu Lesbók. Handrít: AM 410, fol; (ÞÍ): Dómabók Poríeifs Kortssonar 1670-1678; (ÁM): Hannes Þorsteinsson: Ævir lærðra manna 49. bindi (Kbh). JS 606,4to. Bækur: Alþingisbækur íslands I-X, 1912-67. Hannes Þorsteinsson 1922: „Minning séra Páls prófasts Björnssonar í Selárdal". Skímir (46). Helgi Þorláksson 1995: Opinn fyrirlestur við Heim- spekid. Háskóla íslands, október. Lýður Björnsson 1976: Kennimark kölska. Páll Eggert Ólason 1942: Saga íslendinga V. Seytjánda öld. Sigurjón Jónsson 1944: Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800. Summers, Montague 1970: Malleus Malefiearum.O, útg. 1928). Höfundurinn er þjóðfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.