Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 9
FRELSI OG ÖRLENDI í GRETTLU 2 DAUÐASKULD GOLDIN ÞAU ÞORSTEINN og Spes virðast jafnt vera heima hjá sér, hvort sem þau eru í Noregi eða Miklagarði, uns það rennur upp fyrir aldraðri húsfreyju að þau eru í rauninni gestir í þessum heimi og nú sé komið mál að venda heim. Hluti af þýzku 15. aldar málverki. EFTIR HERMANN PÁLSSON EFTIR að þau Drómundur og Spes hafa notið yndis og langrar sam- búðar, fyrst í Miklagarði og síðan í Noregi, ákveða þau að breyta ráða- hag sínum. Spes vill ekki að bóndi hennar gangi á fund Haralds kon- ungs harðráða, „því að við eigum öðrum konungi meira vangoldið, og þarf fyrir því að hugsa. En við gei’umst nú göm- ul bæði og af æskuskeiði, en okkur hefir gengið meir eftir ástundan en kristilegum kenningum eða röksemdum réttenda. Nú veit eg að þessa okkra skuld megu hvorki leysa okkrir frændur né fémunir, utan við sjálf gjöldum skyld fyrir. Nú vil eg breyta ráðahag okkrum og fara úr landi og á páfagarð, því að eg trúi að svo má mitt mál leysast". Þorsteinn tekur vel undir tillögur húsfreyju sinnar, telur það skylt að hún ráði þessu, „er svo gegnir vel, er þú lést mig ráða er miklu var óvænlegra stefnt". Orðtak Spesar AÐ GJALDA SKULD SÍNA hefur tvenns konar merkingu: annars vegar „að deyja“ og hins vegar „að afplána fyrir syndir sínar“, 6 og er það einkum hin síðari sem hún virðist hafa í huga hér, enda rifjar bóndi hennar kurteislega upp syndsamlegt athæfí þeirra fyrr á árum. Nú er skylt að minnast þess að orðtakið kemur fyrir í þeirri frásögn af Maríu meyju sem brátt verður getið: „Nú kemur þar tíma að hinn ríki maður verður AÐ GJALDA ÞÁ DAUÐASKULD sem engi jarðlegra manna má undan komast (Maríu saga 317). Þorsteinn felur vinum sínum fé sitt í Noregi til framfærslu börnum hans, og síðar kemur mögnuð ræða Spesar: „Því fór eg utan úr lönd- um og úr Miklagarði með Þorsteini - OG FYRIRLÉT EG BÆÐI FRÆNDUR OG FÉ að eg vilda að EITT GENGI YFIR OKKUR BÆÐI. Nú hefir mér hér gott þótt. En ekki slægir mig hér til langvista í Noregi eða hér í Norðurlöndum, ef hann fer á brott. Hefír og jafnan þokki með okkur verið og ekki að áskilnaði orðið. Nú munum við bæði ásamt fara, því að okkur er kunnugast um þá hluti marga er orðið hafa síðan við fundumst." Fyrri setningin sem hér er auðkennd bergmálar orð Önundar tréfóts forðum: HEFI’G LÖND OG FJÖLD FRÆNDA/ FLÝÐ, en suðrænni konu er þó meira í mun en landflótta víkingi sem vii-ðir fyrir sér nýfallna mjöll á Ströndum, enda á hún annars konar landnám fyrir höndum. Hugsjón Spesar um vildar hjúskap minnir á orð Bergþóru í Njálu eftir að bær er farinn að loga: „Eg var ung gefin Njáli og hefí eg því heitið honum að EITT SKYLDI GANGA YFIR OKKUR BÆÐI.“ Þau Spes og Þor- steinn skipta fé sínu í tvennt, skildu annan helming eftir handa börnum sínum, en hinum hlutanum skiptu þau enn í tvennt, gáfu sumt til kirkna fyrir sál sinni en höfðu sumt með sér til Rómaborgar þar sem þau játuðu afgerðir sínar „með hverjum klóksköpum þau höfðu sinn hjú- skap bundið“. Og með því að þau höfðu ákveðið af frjálsum vilja „að bæta sína meinbugi án allri þröngvan og hatri af kirkjunnar formönn- um, þá var þeim létt um ailar álögur, svo sem fremst mátti vera“. Brátt kemur að lokaræðu Spesar húsfreyju: „Nú þykir mér vel farið hafa og lyktast okkart mál. Höfum við nú eigi ógæfu saman átt eina. Kann vera að heimskir menn dregi sér til eftirdæma okkra hina fyrri ævi. Skulum við nú gera þá endalykt okkars lífs, að góðum mönnum sé þar eftir líkjanda. Nú skul- um við kaupa að þeim mönnum sem hagir eru á steinsmíðar að þeir geri sinn stein hvoru okkru, og mættim við svo bæta það sem við höfum brotið við guð.“ Þetta verður. „Skildu þau sína stundlega samvist að sjálfráði sínu að þau mætti því heldur njótandi verða eilífrar samvistu annars heims.“ Þau Drómundur og Spes eru ekki einu hjónin í íslenskum letrum að fornu sem fara svo að ráði sínu. Mírmann og kella hans tóku upp sama bragð: „Og sem þeirra heiður stóð nú þannig með hinum mesta sóma, þá fyrirlétu þau bæði sjálfkrafi verald- legan auð og ríki, en gengu í klaustur og þjón- uðu þar guði meðan þau lifðu og fengu síðan gleðilegan afgang úr þessum heimi“ (Mír- manns saga). 4. ÓLEYFÐ ÁST Nú víkur sögunni enn til Maríu meyjar. Ridd- ari nokkur og jafnaldra hans fella svo heita ást hvort til annars þegar í æsku að „hvorki mátti af öðru sjá og eigi mat bergja nema bæði samt. Nú sem þau eru tólf vetra skipast elskan þeirra í millum, því að leikinn minnkar en líkams styrk- inn aukar“ (Maríu saga). Foreldrar meyjarinnar ráða þá af að gefa hana í klaustur, og þar verður hún elskuð bæði fyrir lífsins verðleik og heilag- leik. Þegar riddarinn er tvítugur tekur hann við óðölum sínum og veraldlegum metorðum, en aldrei gleymir hann þeirri „fögru meyju er hann fyrri lék við í bemsku og frá honum var brott gripin“. Hann fer í klaustrið að finna hana, og eftir ýmsar tálmanir og vonbrigði kemur svo að „fyrr nefnd ambátt guðs gengur svo mikinn villistig að hún þjónar fyrr nefndum riddara undir hjú- skapai- bandi, getandi meður honum tvo sonu og eina dóttur“. Og eftir að þau hafa legið í slíkum syndum um langan tíma, segir konan einn dag við bónda sinn með hreinu hugskoti að nú sé mál komið að þau bæti framferði sitt, enda hefði hún játast öðrum brúðguma og heitið að halda hreinan meydóm alla sína lífdaga. „En nú hefir svo sárlega af brugðið mínu fyi-irheiti sem ver- öldunni er kunnigt og mínir óvinir munu í frá- sagnir færa. Og þótt eg hafa framar misgert en með tungu megi skýra, þá vil eg nú aftur hverfa, því að eg veit að guð minn er bæði mildur og miskunnsamur og vill gjarna sjá iðrun mína, ef eg vil til hans snúast af öllu hjarta. Og í hans nafni bið eg þig að þú heyrir ráð mitt, og man hann okkur miskunna fyrir mjúklæti sitt. ALLAR ÞÍNAR JARÐIR, EIGNIR OG AUÐÆVI í FÖSTU OG LAUSU SKALTU SKIPTA í ÞRJÁ STAÐI. Af einum hlut skaltu munklífi reisa láta og gef það í vald syni okkrum hinum yngra, að með samtengdum sér öðrum bræðrum þjóni hann almáttkum guði ævinlega. Annan hlut fjái- skaltu láta kyrran og láta þann verða gefinn syni okkrum hinum eldra, að hann efli réttlæti konungdómsins með löglegum framferðum, en styðji og styrki fátæka menn guðs með fógrum ölmusum. Hinn þriðja part auðæva skaltu hafa sjálfur. Þú skalt krossast og fara til Jórsala [...]. En eg veslug og alla vega hörmuleg man aftur hverfa til míns fyrra stað- ar. Og til þess að eg geri sanna iðran, man eg með mér láta fara dóttur mína [...].“ Þetta verð- ur. Riddarinn skiptir sínum þriðjungi af fénu „með kirkjum og fátækum mönnum en heldur eftir svo mikið sem hann þarf í sína nauðsyn og útlegð að hafa“. 5. ÖRLENDI I Ævintýri Drómundar kveður við kristileg- an og lærðan tón sem gætir býsna sjaldan í veraldlegum frásögnum okkar frá fyrri öldum og stingur mjög í stúf við vísu Önundar tréfót- ar sem skimar að útlegðarlandi sínu við Kald- bak og saknar óðala sinna heima í Noregi. Spes velur sér og bónda sínum ekki einungis útlegð í ókunnu landi af frjálsum vilja heldur vill hún að þau eyði efsta hluta ævinnar í algerri ein- angrun hvort frá öðru. Með slíku móti eru þau ekki einungis að bæta yfir afgerðir sínar í Miklagarði þessa heims, heldur einnig að búa sig undir heimkomu sína til hins næsta. Hér ríkir sami andi og í lærdómsriti sem snarað var á móðurmálið á þrettándu öld; líkamur ávarpar sálu svofelldum orðum: „Nú meðan þú hefir eigi allan hug þinn til veraldar snúið, þá ertu í gáleysi og verður því að vísa þér áleiðis. En þá værir þú aum, ef þú hefðir til veraldar snúið þinni ást, þvi að þá hefðir þú fvi'ir tapað fóstur- land þitt og kosið þér útlegð, því að enga höf- um vér hér heimildarvist. [...] Enga höfum vér hér ævinsborg, heldur leitum vér hinnar er ókomin er. Örlendumst vér frá Kristi meðan vér byggjum þenna heim, og hefðir þú þig þá útlægja gerva frá Kristi, ef þú hefðir með öllu til heimsins vikið þinni ást.“ 6 Viðhorf Spesai- kemur einnig heim við annan stað þar sem rætt er um útlegð og örlendi; hug- rekki verpui- orðum að æðru: „Það er flestra siður er göngu taka að venda heim þá er full- gengið er. ORLENDI ER MANNS LÍF Á JARÐRÍKI, og á fósturlandi að vera með fýst- um en í útlegð með leiðu, og er eigi rétt að mað- ur kveini um það að honum sé heim vísað úr út- legð. [...]. Hverjum duganda manni er hvert land sem fósturland. Staður einhver má mér fyrii’boðinn vera en eigi fóstm-land. Hvei’t er eg kem, þá kem eg æ í fósturland. Skipti eg fóstur- löndum, en engu týni eg. Ef nokkuð er vel með manninum, þá skiptist það eigi með staðnum." 7 Þau Þorsteinn og Spes virðast jafnt vera heima hjá sér, hvort sem þau eru í Noregi eða Miklagarði, uns það rennur upp fyrir aldaðri húsfreyju að þau eru í rauninni gestir í þessum heimi og nú sé komið mál að venda heim. Sag- an getm’ þess ekki hvar þau létu smíða sér steinkofa tvo til elliára, enda skiptir slíkt engu máli; fósturland þeirra að ævilokum var lóðin undii’ einsetukofum þeirra. Framhald í næstu Lesbók. Athugasemdir: 5 Um notkun orðtaksins „að gjalda dauðaskuld“ fjalla ég í kverinu Uppruni Njálu og hugmyndir (Reykjavík 1984), 36.-37. bls. 6 Viðræða líkams og sálar Hms I, 453-54. 7 Viðræða æðru og hugrekkis, 447 & 450. Höfundurinn er fyrrverandi prófessor við Edinborgar- háskóla. ÞÓRHALLUR JÓNSSON FERÐ Á málmköldum vængjum klýfur hann myrkrahaminn inn til lendingar undir kyrrláta breiðuna inn í bláhvíta arma sofandi stjörnu og það var skuggalegt höggið á döggvotri brautinni. MORGUN- SÁR Eftir næturlöng umbrot skríður jökullinn fram að morgni úr innstu afkimum nístir sér leið mórallinn sorfinn í berg. HEIMSVELDI Nakinn mætti ég til fundar við þennan heim sem færði mér frelsið í vöggugjöf og bað mig lengstra orða að blygðast mín ekki en síðar komu skipanir um að ég hysjaði upp buxurnar ÁSGEIR BEINTEINSSON VETURINN Á sviðinu stendur veturinn og skiptir skapi. Ahorfendur klappa lofí lófa eða gráta. Hrollur fer um marga þegar hann öskrar. Nóttin hefur stutt hann dyggilega undanfarnar vikur. Þau hafa gælt hvort við annað eða rifist eins og hundur og köttur. Skilnaðurinn er óumflýjanlegur það vita þau bæði. Hún veit það en hann á erfitt með að skilja það eins og venjulega. Þetta hefur nefnilega gerst áður. Þau hafa alltaf verið svona sundur og saman. Áhorfendurnir fylgjast spenntir með dramatískri framvindunni sem endar með því að ljósin kvikna og allir standa fagnandi upp og kaupa sér miða á nýja sýningu. Höfundurinn er skóiastjóri í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.