Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 10
Inngangur / IBOK sinni, Ur landnorðri, sem út kom árið 1997 og fjallar um Sama og ystu rætur íslenskrar menningar, dregur Hermann Pálsson fram í dagsljósið aragrúa af merkilegum heimildum, og bendir m.a. á, að í íslenskum fornritum sé víða minnst á Sama, er jafnan gangi þar undir heitinu Finnar, en getur þess einnig, að stundum reynist „örðugt að greina hina norðlægu þjóð frá annarlegum verum, sem áttu heima yst í veröld hugarburðar". Það, sem hann á við, er, að skilin á milli dverga, trölla, bergrisa o.s.frv. annars vegar og Sama hins vegar eru þar oft á tíðum býsna óglögg; íbúum Jötunheima er m.ö.o. gjaman ruglað saman við hina norðlægu frumbyggja, sem höfðu orð á sér fyrir að vera göldróttir með eindæmum, og því varasamir. Fyrir marga áhugamenn um norræn fræði eru þetta nýjar fréttir og stórmerkar, að ekki sé fastar að orði kveðið, og varpar ljósi á margt, sem áður var myrkri hulið og þar af leiðandi illskiljanlegt. Á samísk áfrif í íslensku þjóðfé- lagi höfðu reyndar aðrir bent áður, m.a. Jón Hnefill Aðalsteinsson, í sambandi við dvöl Þorgeirs Ljósvetningagoða undir feldinum á Þingvöllum forðum. En Hermann Pálsson opnaði á ýmsan hátt nýjar gáttir. Alls konar furðusagnir um þessa lágvöxnu og dökkleitu menn á NorðurkoUu voru löngu fyrir tíma íslensku fomritanna á kreiki í ýms- um ritum, og svo hélt áfram að vera fram eftir öUum miðöldum. Og ýmsar ástæður vom fyr- ir því, en einkum samt tvær. Onnur er sammannlegs eðlis, þ.e.a.s. óttinn við hið framandi og óþekkta, og andóf gegn því, oft í formi neikvæðra umsagna. Hin ástæðan ligg- m ÞRJÁR SAMATELPUR í sínu fínasta pússi. í þessum búningi er fágunin slík að í samanburði verður ur unglinga frumstæður og grófur. ^ *v»iijuivvji vcou ociii uotvuiauiau SAMAR EIN ÞJOÐ I MÖRGUM LÖNDUM EFTIR SIGURÐ ÆGISSON Ein af þeim kenningum sem varpað hefur verið fram um uppruna Sama er á þá leið, að forfeður þeirra hafi kom- ið úr austurátt einhvern tíma á síðustu ísöld, hafi orðið innlyksa og haft „vetursetu" á íslausri strandlengju Nor- egs og á þeim tíma fengið hið dæmigerða útlit sitt. ÁRIÐ 552 minnist gotneski sagnfræðingurinn Procopius Cæsariensis á „skrithiphinoi", en þeir eiga, að því er hann segir, að búa í Thule, og á það land að vera 10 sinnum meira að vexti en Bretland, og búa þar 13 þjóðir. Skrithiphinoi lifðu næstum eins og dýrin; ræktuðu ekki landið og drukku ekki vín; bæði menn og konur stunduðu veiðar og klæddust feldum dýranna. Mæð- urnar gáfu nýfæddum afkvæmum sínum ekki brjóstamjólk að drekka, heldur merg að sjúga. Þau voru bundin í skinn og hengd upp i næsta tré á meðan foreldrarnir veiddu til matar. Teikn- ingin er af Skógasamafjölskyldu á 17. öld, og sýnir það tvennt sem einkennir þann hóp sama öðru fremur, þ.e.a.s. veiðibogann og hreindýrið. Komsan, með barni í, hangir á dýrinu. ur að nokkru hjá Sömum; þeir hafa alla tíð verið dulir og lítið gefnir fyrir átök og vand- ræði. Þess vegna drógu þeir sig gjaman í hlé, ef að þeim var sótt, gáfu ekki færi á sér, og voru að því leyti alltaf í hálfgerðri fjarlægð, utan seilingar. En þar eð samískar konur töldust öðrum fegurri, leituðu norrænir menn sér því gjama kvonfangs í Samabyggðir. Og ýmis fleiri tengsl hlutu þjóðimar í suðri og austri vitanlega að eiga, enda nágrannar. Á okkar tímum era enn uppi margar rang- hugmyndir um hina dulúðugu þjóð. Því er ekki seinna vænna að líta aðeins á sögu hennar. Og 6. febrúar er að ýmsu leyti best- ur til þess fallinn, því síðan 1993 hefur sá dagur verið þjóðhátíðardagur Sama. Málið er þó ekki einfalt, eins og brátt mun koma í ljós. Gömul þjóð Samar er heiti á fámennri þjóð, sem nú á tímum er dreifð um nyrstu slóðir fjögurra landa í Norður-Evrópu, þ.e.a.s. Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands og Rússlands, auk þess sem um 20.000 era taldir búa í Norður-Ameríku. Um upprana þessara manna og elstu sögu er í raun og vera fátt vitað, en ýmsar kenn- ingar á lofti. Á þær verður minnst hér síðar. En þótt erfitt sé að rekja nákvæmlega hin gömlu spor þjóðarinnar í tíma og rúmi era flestir á þeirri skoðun, að forfeður Sama hafi verið famir að reika um þessar slóðir töluvert áður en aðrir tóku sér þar bólfestu, jafnvel um leið og ísaldarjökullinn tók að hopa, fyrir um 10.000 áram. Elstu leifar um mannavist í Norður-Noregi og á Kólaskaga era frá þeim tíma, og benda í ýmsu til Sama. En ef varlega er í saldmar farið, era á meðal elstu fom- minja, sem örugglega vitna um samíska bú- setu, ýmis veiðiáhöld, sem fundust á Kjel- meyju í Suður-Varanger, nyrst í Finnmörku; þau munu vera tæplega 2000 ára gömul. Um það leyti er talið að Samar hafi verið dreifðir um mestalian Skandinavíuskaga, Kólaskaga og þar sem nú er Finnland, allt suður að La- dógavatni og þar um kring. Elstu ritheimildir Á Sama er fyrst talið minnst í ritaðri heimild árið 98 e.Kr., í bókinni DE ORIGINE ET SITU GERMANORUM, eft- ir rómverska sagnfræðinginn Publius Com- elius Tacitus. Hann kallar þá „fenni“ og lýsir þeim sem dæmigerðum veiðimönnum og söfnuram, klæddum í skinn og búandi í frumstæðum trjákofum. Næstur til að minnast á þessa menn er stjömu- og landafræðingurinn Klaudius Ptolemaios frá Alexandríu, í riti sínu GEOGRAPHIA, einhvem tímann á árabil- inu 130-150 e.Kr. Þeir nefnast „phinnoi“ og búa annars vegar í Scandia og hins vegar í Sannatiu. Árið 551/552 minnist Jordanes nokkur, sem talinn er hafa verið af germönskum upp- rana, og e.t.v. biskup, á „screrefennae“, í rit- inu DE ORIGINE UCTIBUDQUE GET- AR-UM. Hann segir þá lifa af holdi villtra dýra og eggjum fugla. Og árið 552 kemur fyrir í einu rita gotneska sagnfræðingsins Procopiusar Cæsariensis, DE BELLIS, þar sem hann m.a. er að lýsa stríði Rómverja og Gota, heitið „skrithiphin- oi“, en þeir eiga, að því er hann segir, að búa í Thule, og á það land að vera 10 sinnum meira að vexti en Bretland, og búa þar 13 þjóðir. Hér er á ferðinni sama orð og hið fornenska „scridefinnas“ og forníslenska „skriðfinnar" (forliðurinn dreginn af *skriþan-). Gömul merking þess að skríða er að renna á skíðum, bruna, fara hratt (upp- hafleg merking líklega „að bugðast áfram‘j. Er allt þetta talið passa ágætlega við Sama, er löngum vora álitnir miklir skíðagarpar. Procopius segir þessa menn hina villtustu meðal barbaranna (en svo vora þeir nefndir, sem bjuggu utan hins siðmenntaða heims, þ.e.a.s. Rómarríkis). Þeir lifðu næstum eins og dýrin; ræktuðu ekki landið og drakku ekki vín; bæði menn og konur stunduðu veið- ar og klæddust feldum dýranna, bundu þá fasta með sinum. Þetta fólk át kjöt eingöngu. Mæðumar gáfu nýfæddum afkvæmum sín- um ekki brjóstamjólk að drekka, heldur merg að sjúga. Þau voru bundin í skinn og hengd upp í næsta tré, á meðan foreldrarnir veiddu til matar. Nú óþekktur rithöfundur, sem ýmist er nefndur Landafræðingurinn frá Ravenna, eða Anonymus Ravennas, tók saman á 7. öld bók, kosmógrafíu, þar sem hann m.a. fjallar um Norðurlönd. Hann notar ýmsar heimildir, m.a. Jordanes, en einnig þrjá aðra heimilda- menn, sem menn nú á tímum ekki vita ná- kvæm deili á. Einn þeirra nefnist Aithanarit og var lærður Goti, og þar hefur Anonymus Ravennas komist yfir heitið „scerdefennos". Og fleiri útgáfur þess er hann með, t.a.m. „scerdifenoram", „scirdifrini", „scirdiírinor- um“, „sirdifenoram", „serdefennos“, „serdi- fenni“, „sisdefennos“, „eerdefennos“, „rer- eferos“, „refenner“, „rerefennor-um“ og stað- arheitið „Cerfenna". Allt þetta tengir hann + 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.