Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 11
FYRRUM ÍVERUHÚS Sama kallast á norrænum málum gammi, en á samísku goahti. Myndin er úr Tromsdalnum í Norður-Noregi um síðustu aldamót. Nú á tímum er gamminn einungis notaður sem veiðihús og því um líkt. Tjald Samanna kallast hins vegar lavvo, og er algengast meðal Fjallasama. \ 10 Áarjel- samiska DavvisamísKa ' r Enarisamíska j- Skoltasamíska ... c\ 4 V 2 : 6 'i \ Kildin- J ■. ''*j' “ < yi'—i /samíska,'" 1 , ......\\ 3 \ '' /' Tersamíska 8 7 Lule- \ samíska » x.............. LAkkaiasamíska 9 Pitesamíska , 'y*- Umesamíska SAMAR í vetrarumhverfi með hreindýr, tjald og sleða. „ALEINN", trérista eftir norska Samann John Andreas Savio. Myndin er á ýmsan hátt tákn- ræn fyrir samísku þjóðina í upphafi 20. aldar. Um Krists burð er talið að Samaland hafi náð um mestallan Skandinavíuskaga, Kólaskaga og allt suður að Ladógavatni í Finnlandi. Af þessu vilja sumir fræðimenn draga þá álykt- un, að forfeður Sama og Finna hafi verið æði nánir og talað sameiginlegt mál, en í kring- um árið 1000 f. Kr. hafi verið orðin til frum- samíska, og um Krists burð hafi þessir flokk- ar verið orðnir aðskildir, bæði hvað varðaði búsvæði og tungu. Nú á tímum er Samaland töluvert minna. fólki í norðri, sem á að búa í klettum fjallanna og lifa á veiðiskap, jafnt menn og konur, og þekkja hvorki „mat né vín“. Land þeirra er kaldara en öll önnur. „Scerde-" (og aðrar myndir þess) er talið misritun fyrir „screre-“ hjá Jordanes, en að baki hinum nöfnunum flestum vilja menn sjá latneska orðið cervus (hjörtm’) og hið þýska reh (rádýr). Langbarðinn og sagnfræðingurinn Paulus Diaconus, sem ritar einhvern tíma nærri ár- inu 750, minnist á „scritovinni" og „sc- ritobini", í HISTORIA GENTIS LANGO- BARDORUM, og lýsir þeim sem veiðimönn- um, sem fóru um á skíðum og eltust við dýr, er svipaði til dádýra, og klæddust feldum þeiira. Sjálfur hafði Diaconus litið augum slíkt fat, og náði það að hnjám. Þessir menn átu kjötið hrátt. Að baki „scrito-“ er eflaust það sama og áð- ur (þ.e.a.s. að skríða; og ,,-vinni“ þá afbökun úr ,,-fenni“); en latneska orðið „bini“ merkir „par“, þ.e.a.s. tvennt af einhverju. Orðið myndi þá útleggjast „skíðapar“ (og þá annað- hvort í merkingunni tvö skíði, eða hjón á skíðum). Og nú kemur það, sem talið hefur verið ein af mikilvægustu heimildum sem varða Norð- urlönd á miðöldum. En undir lok 9. aldar lét Elfráður hinn ríki (Alfred the Great), sem frá 871-900 var konungur yfír Englandi, þýða á ensku latneskt sagnarit eftir Paulus Orosius, sem upphaflega hafði verið ritað ár- ið 417. Við hina ensku þýðingu lét konungur bæta tveimur frumsömdum þáttum. Annar þeirra hafði m.a. að geyma lýsingu norsks stórbónda og farmanns, sem í ritinu er á engilsaxnesku nefndur Othere, en upp á nor- rænu Ottar, og sem ýmsir telja að hafí verið frá Malangen (skammt frá núverandi Tromsö) eða þar um kring á Hálogalandi. Sá kvaðst þekkja vel til „scridefinnas", er kon- ungur nefndi svo, enda búa í seilingarfjar- lægð frá þeim, og eiga við þá ýmis samskipti. Ottar greindi konungi frá því, að hann og aðrir Norðmenn tækju skatt af þessum mönnum, sem m.a. væri í formi dúns, rost- ungstanna og margs konar skinnavöru af haf- og landdýrum, m.a. hreindýrum. Óttar nefnir líka, að hann eigi um 600 tamin hrein- dýr, og þar af sex tál- eða lokkhreina, sem þessir menn hafi sérstakar mætur á. Þau dýr eru notuð til að fanga villt hreindýr. A næstu öldum verða heimildir um Sama fleiri og viðameiri. Þýski sagn- og landa- fræðingurinn Adam frá Brimum (Adam Bremensis) fer t.d. orðum um „scritefingi" í GESTA HAMMABURGENSIS ECCL- ESIAE PONTIFICUM, sem rituð var á síð- ari hluta 11. aldar, og fjallar m.a. um sögu kristniboðs í norðri frá 788-1072, og eins er um danska munkinn Saxa hinn málspaka (Saxo Grammaticus), m.a. í Danmerkursögu hans, GESTA DANORUM, sem rituð var á latínu í lok 12. aldar eða í byrjun 13. aldar; hann nefnir þá „skritfinni" en ættland þeirra „Lappia". Segir hann íbúana bog- og spjót- fima, og að auki göldrótta, og að húsin taki þeir með sér á ferðum sínum. Er þetta í fyrsta sinn, að minnst er á Lappland í rituðum heimildum. Og Historia Norwegiae, sem talin er rituð á síðari hluta 12. aldar, af nú ókunnum höfundi, líklega þó norskum, minnist líka á þetta fólk og siði þess. En einkum hafa þó íslendingasögurnar eitt og annað um þessa menn að segja. Þær fjalla um tímann frá 10.-13. aldar, en eru flestar ritaðar á 13; öld, nokkrar þó á fyrri helmingi 14. aldar. I sögunum eru þeir oftast nefndir Finnar. í nefndum ritum kemur fram, að þessir Samar eru orðlagðir galdramenn, skíðagarp- ar og veiðimenn, er höndla með ýmsan loðvarning (Finnafé) við nágrannaþjóðirnai'. Auk þess er í Islendingasögunum að finna Samar hafa önnur landamæri en ríkin, sem þeir búa í. Ættland þeirra er ákveðið land- svæði, um 400.000 ferkílómetrar að stærð, og nefnist á máli þeirra Sápmi. Á íslensku út- leggst það Samaland. Þeir tala ekki eitt mál, heldur allt að 10. Aðrir vilja meina, að þetta séu mállýskur. Þó er innbyrðis munur þeirra slíkur, að íbúar í norðri skilja ekki þá í suðri; munurinn er eins og á norsku og þýsku. Yfir- litskortið sýnir umrætt landsvæði, og tungu- máladreifinguna. Austursamísk mál eru ter- samíska (1), kiidinasamíska (2), akkala- samíska (3) og skoltasamíska (4); mið- og norðursamísk mál eru enarisamíska (5), dav- visamíska (6), lulesamíska (7) og pitesamíska (8); og suðursamísk mál eru umesamíska (9) og aarjelsamíska (10). Sumir vilja þó hafa pitesamísku í suðursamísku grúppunni. Kemisamíska, sem tilheyrði austursamísku, dó út sem lifandi mál á 19. öld; hún var töluð í Finnlandi og Rússlandi. upplýsingar um báta- og skipasmíðar þeirra, og margt fleira. A þessum tíma eru Samar aðallega búandi þar sem nú er Finnmörk, norðurhluti Lapp- lands, og um Kólaskaga. Þó er einnig vitað um dreifða samíska búsetu í núverandi Finn- landi á þessum tíma, og allt fram á 17. öld. Finnar, Lappar, Samar Hér er staður til að minnast aðeins á þau heiti, sem notuð hafa verið um þessa gömlu íbúa Norðurkollu frá öndverðu og til okkar daga. Eins og komið hefur fram nota elstu heim- ildir orðið fenni eða phinoi. Menn hafa lengi velt því fyrir sér, hvað orðin eiginlega þýði. Sumir hafa viljað meina, að á bak við „fenni“ sé gamalt orð yfir mýri, og sem er að finna í ýmsum tungumálum (sbr. t.d. hið gotneska fani, og engilsaxneska og norræna fen), og benda í því sambandi á Finnland, sem gjam- an er nefnt þúsundvatnalandið, og sem vitað er að hafði að geyma Sama fyrir um 2000 ár- um og lengi frameftir; merkingin yrði þá „fenjabúar", eða eitthvað slíkt. Aðrir hafa tengt það og önnur heiti (phinnoi, og svipað- ar orðmyndir) við Finne, sem er gamalt þýskt fjallsheiti; merkingin yrði því „fjalla- búai-“. Og enn aðrir hafa lagt sögnina finna inn í heitið, og talið það merkja „reikendur, flökkuþjóð, hirðingjar", eða jafnvel vísa til þekkingar noaidi, komandi af finþan (sem í Wulfilabiblíunni gotnesku frá 4. öld þýðir „að fá vitneskju um“) og merkja „land hins fjöl- kunnuga“. Og svo hafa menn tengt þetta við að fenna, sem passar líka ágætlega við Samana og búsvæði þeirra; hér mætti skjóta því inn, að í samísku er að finna ógrynni heita yfir snjó. I lok 12. aldar eða í byrjun 13. aldar kemur Saxi hinn málspaki fram með annað heiti. Hann kallar þessa menn að vísu „finni“, en ættland þeirra Lappia. Ekki er vitað um heimild Saxa fyrir þessu, en á næstu öldum á eftir er heitið Lappar mikið notað, í ýmsum gerðum (í Flateyjarbók t.d. Lappir, og í sænskum og rússneskum heimildum á 13. og 14. öld Lapp, Lopp og Lopar, að eitthvað sé nefnt). Lengi hafa menn glímt við tilurð þessa heitis og merkingu. Ein kenningin er sú, tengd við Jakob Ziegler, þýskan farandlær- dómsmann á 15. og 16. öld, að Lappaheitið sé uppnefni þýskra kaupmanna, og merki „bjálfi“, sbr. hið miðlágþýska Lappe í sömu merkingu, og nýháþýska láppisch (bjána-Þ- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR ót FEBRÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.