Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 12
í FORNUM latneskum, grískum og íslenskum ritum eru Samar yfirleitt nefndir Finnar. Á síð- miðöldum ogg fram á þessa öld Lappar, en nú forðast menn yfirleitt það heiti. Heitið Samar kemur af þeirra eigin tungu, eða því halda þeir fram. Frá öndverðu er þeim lýst sem göldrótt- um veiðimönnum, klæddum í skinn, búandi í kofum og farandi um á skíðum. Menn hafa lengi velt fyrir sér nafninu Finnar og Lappar. Þegar á 8. öld er komin fram latneska orðmyndin „scritobini". Það gæti bent til, að menn hafi þá verið búnir að gefast upp á að brjóta hugann um merkinguna á bak við hin eldri nöfn á þjóðinni í norðri, þ.e.a.s. „fenni“ og „phinnoi". „Bini“ merkir „par“. Ekki er óhugsandi að átt sé við tvö skíði, fremur en að á bak við liggi hjón á skíðum. En hér mætti líka kalla til sögu latneska orðið „pinna“, sem þýðir m.a. „ör“. Ef til vill er þar tilvísun í skíðin, eða þá í veiðitæki Samanna, örvar boganna. Og ef svo er, gæti það allt eins hafa legið á bak við „fenni“ og „phinnoi". Merkingin yrði þá „örvaþjóðin" eða „skíðaþjóð- in“. Myndin er frá 16. öld. Áhugavert er hversu skíðin mjókka fram. legur). Sænski 16. aldar presturinn Olaus Petri Niurenius taldi hins vegar, að ástæðan fyrir heitinu væri sú, að viðkomandi hefðu gengið betlandi um Svíþjóð, í fátæklegum klæðum. En landi hans, biskupinn Olaus Magnus, vildi meina að nafnið tæki mið af því, að Lappland héngi eins og skinnlappi eða bót lengst uppi í Skandinavíu. Hér má geta þess, að í miðlágþýsku er til lappen (staga í; bæta). Michael Wexionius, prófess- or í Ábo á 17. öld, tengir nafngiftina klæðn- aði Samanna, og Carli von Linné fannst þetta líklegt. I fomensku er til læppa (bót) og í fornsax- nesku lappo (bót), og í nýnorsku lappe, sænsku lapp, dönsku lap, og íslensku lappi, allt svipaðrar merkingar (bót; pjatla). Það er talið styrkja þessa kenningu, að vitað er, að samískar konur voru á einum tíma kallaðar skinnkyrtlur, í háðungarskyni. En sonur áðumefnds Niureniusar, Zacharias Plantin, hefur það eftir mönnum, að orðið lappi merki á samísku „hinn útskúf- aði“ eða „hinn burtrekni". Þá hafa menn á síðustu tímum varpað fram þeirri kenningu, að hér sé um að ræða þýðingu á tökuorði úr samísku, vuowjosh, sem merki annars vegar fleyglaga klæðisbút (eða leður) og hins vegar lítinn hóp veiði- manna. Þessari kenningu íylgir sú hugmynd, að sænskir vfkingar hafi komið orðinu áfram, fyrst inn í sænsku, finnsku og rússnesku, en síðar í þýsku, ungversku, eistnesku o.s.frv. Er talið, að hjá Saxa mætist því tvær hefðir, þ.e.a.s. norsk og sænsk heiti, er á þessum tíma vom í notkun yfir Sama. Og ein kenningin enn er sú, að nafn þessa landsvæðis hafi merkt „eyðimörkin lengst í norðri“ á finnsku. Hér má neína, að á eist- nesku er orðið Lappi notað yfir fólk, sem lifir afskekkt; sbr. lappeline (fjarlægur) og lapp- ele (eitthvert langt í burtu; að fjarlægum stað). Og þetta gæti ekki síður legið á bak við heitið, því Samar hafa jú löngum búið af- skekkt. Ritmál á 17. öki Ekki er vitað hvenær þessir menn fóra að nota heitið sameh(k) (í eintölu sápmi) um eigið fólk. Ástæðan fyrir því er skortur á rit- uðum heimildum, en Samar eignuðust ekki ritmál fyrr en á 17. öld. En heitið gæti þó engu að síður verið fomt í máli þeirra. I Vatnsdælasögu (13. öld) er minnst á tvo galdramenn úr þeirra röðum, sem fóru ham- fóram til Islands að beiðni Ingimundar gamla. Þeir nefndust semsveinar, en forliður þess orðs er samstofna þjóðarheitinu Samar. Eitt af því sem iyrr á öldum einkenndi Samana var jarð- eða torfkofinn, gamminn, og er svo að ákveðnu marki enn. Hjalmar Falk og Alf Torp sjá á bak við það orð indó- evrópsku rætumar *ghom- og *ghem- (jörð), og benda auk þess á hið avestíska zem- og litháíska zéme, hvort tveggja í svipaðri merkingu. Þaðan virðist ekki langt yfir í orð- ið semsveinar. Miðað við það sem að framan er ritað, er ekki fráleitt að hugsa sér, að merking orðsins Sami gæti því verið „íbúi jarðkofa", eða eitthvað á þeim nótum; gaml- ar heimildir sumar nefna einmitt, að þessir menn feli sig í jörðinni, ef til þeirra sé leitað. Heitið er þá komið utan frá. Ég hef þó ekki rekist á þá skýringu á prenti. En eflaust finnst hún þar einhvers staðar. I þessum pælingum verður ekki komist hjá því að líta á tengsl Sama og Finna. Ein af þeim kenningum, sem varpað hefui’ verið fram um upprana Sama, er á þá leið, að for- feður þeirra hafi komið úr austurátt einhvem tíma á síðustu ísöld, hafi orðið innlyksa og haft „vetursetu" á íslausri strandlengju Nor- egs og á þeim tíma - vegna hinna erfiðu lífs- skilyrða og einangranar - fengið hið dæmi- gerða eða „einkennandi útlit sitt“. Að ísöld lokinni hafi þeir á suðurleið kynnst finnsk- úgrískum mönnum, kastað sínu gamla tungu- máli, sem ekki var af finnsk-úgrískum stofni, heldur allt öðram og nú óþekktum toga, oft nefnt forsamíska (protosamíska), og tekið upp fomfinnsku, u.þ.b. 1500 áram f. Kr. Þetta merkir, að forfeður Sama og Finna hafi verið æði nánir á þessu skeiði og talað sameiginlegt mál, en í kringum árið 1000 f. Kr. hafi verið orðin til frumsamíska, og um Krists burð hafi þessir fiokkar verið orðnir aðskildir, bæði hvað varðaði búsvæði og tungu. Hvort eitthvað er til í þessu er erfitt að fullyrða nokkuð um, en hitt er víst, að ýmis- legt er líkt með Sömum og Finnum. Má hér nefna t.d., að Finnland heitir Suomi á nútíma finnsku, og land Sama heitir á þeirra eigin máli Sápmi. Og eitthvað meira en tilviljun ein gæti legið á bak við síendurtekinn ragl- ing (?) gamalla heimilda, er nefna Sama Finna. Nafnið Suomi er af ýmsum talið þýða „Mýrland", komið af suo (mýri) og maa (land). Og eins og áður er vikið að, telja sum- ir að á bak við „fenni“ liggi norræna orðið fen (mýri). Þeir, sem fylgja áðurnefndri kenningu um Sama og Finna, ganga svo langt að fullyrða, að þjóðimar dragi heiti af orðinu shámá, er hafi verið nafn á sameiginlegum ættflokki þeirra og fleiri hópa í öndverðu. Ut frá þessu er freistandi að ætla, að Sam- ar hafi við klofninginn tekið með sér heitið, og það afbakast eða þróast í munni. Heitið sem Tacitus gefur þessum mönnum, „fenni“, og ruglingurinn upp frá því, gæti átt rætur í þessu; í vitund hans er þetta ein og sama þjóðin. Og það gæti líka skýi-t hið nýja heiti, „seritobini", er Paulus Diaconus kemur fram með á 8. öld; merking „fenni“ er þá m.ö.o. týnd, enda Samar að mestu komnir út úr Finnlandi og halda nú til á nyrstu landsvæð- um í Noregi, Svíþjóð og á Kólaskaga, eins og áður er nefnt. Annars vilja Samar meina, að nafn þeirra merki „hugsandi vera“, „manneskja" (og að auki „land Samanna“), og eigi rætur djúpt í samísku máli. Á okkar tímum kalla Norð- menn Sama gjarnan Finna, og hreindýraaf- urðir „finnbiff* o.s.frv., en í Svíþjóð og Finn- landi er Lappaheitið meira notað, sem og í ýmsum erlendum málum, s.s. ensku, þýsku og frönsku. Samaheitið er þó farið að draga að sér fylgjendur í auknum mæli. En nóg um þetta. Framhald í næstu Lesbók. Höfundur er guðfræðingur og þjóðfræðingur fró Hó- skóla íslands og núverandi fulltrúi Islands í stjórn Norrænnar Samastofnunar (Nordisk Samisk Institut). ÚR SAGNAÞÁTTUM EINARS MÁS UNDIRGÖNG OG BAKGARÐAR UNDIRGÖNG og bakgarðar. Stígar sem enginn finnur. Grindverk, gamlir gluggar og tré. Hvað hefur breyst síðan ég var lítill strákur og fékk að taka Álfheimastrætóinn nið- ur í bæ og fara í bíó? Sjoppan á horni Snorrabrautar og Njálsgötu heitir enn Örnólfur og Austurbæj- arbíó er Austurbæjarbíó hvað svo sem það er kallað í blaðaauglýsingum. Ég horfi meðfram húsalengjunni. Ég man ekki hvaða dyr það vora en eitt sinn gekk ég inn um einar þeirra. Ég var með strák sem hét Halldór. Við Júnni fengum að fara á Roy Rogers mynd í Austurbæjarbíó. Við vorum með Dell- blöð og leikaramyndir og Júnni hafði stolið tveimur sígarettum frá mömmu sinni, en mamma mín hefur aldrei reykt. Við stóðum með blöðin á tröppunum við Austurbar og reyktum einsog fullorðnir menn. Frá Silfurtunglinu, skemmtistaðnum yfir Austurbæjarbíó, ómuðu bassatónar frá ung- lingahljómsveitinni Tempó, en inni á Austur- bar var glymskratti með endalausum Elvis Presley lögum. Konan sem kom í lúguna var svo stór og mikil að við ávörpuðum annað brjóst hennar ef við vildum kaupa eitthvað. Það var skvaldur á Austurbar. Allt í einu gengu fullorðin hjón framhjá okkur Júnna. Þeim varð starsýnt á þessa ungu reykingamenn. „Svona ungir og byrjað- ir að reykja,“ sagði konan og maðurinn henn- ar umlaði eitthvað í sama dúr. „Haldið þið bara kjafti," sagði Júnni. Hann vildi ekki láta trafla okkur við iðju okkar, en hjónin hrukku við. Þetta voru ljótu hortugheitin í ungdómnum. Hvert stefndi þessi æska með lýðveldið einsog útblásna blöðru á tyllidögum og sígarettur til að sprengja það í loft upp? En þá kom Halldór. „Gott hjá ykkur,“ sagði hann. „Þið getið komið með mér heim á eftir. Þar megið þið reykja." Halldór horfði á okkur Júnna einsog efni í góða gangstera, en okkur langaði ekkert að reykja nema einhveijir sæju okkur. Það var ekkert varið í að fara heim til hans að reykja. Samt ákváðum við að hittast í Ömólfi þegar Roymyndin var búin. Því stend ég hér löngu síðar og horfi með- fram húsalengjunni nálægt vinnustofunni við Grettisgötuna og reyni að muna hvaða dyr það vora. Þetta var ekki hús einsog við áttum heima í. Hér voru engir gljáfægðir stigar. Hér var engin bónlykt. Hér brakaði í öllu, stiginn upp- litaður, handriðið laust og lykt einsog ég ímyndaði mér að væri í Englandi. Halldór opnaði dyr. Hann fann þrjú glös í óhreinu leirtaui, skolaði þau og fyllti af volgri mjólk. Síðan tók hann stólkoll, steig upp á hann og sótti sígarettur. Þær vora í skáp sem hurðina vantaði á. Svo sátum við og reyktum. „Viljið þið kaffi út í mjólkina?“ sagði Hall- dór. „Kaffi!?“ Mér fannst að maður þyrfti að vera giftur til að drekka kaffi. Alla vega mjög gamall. Ég sat í vatteruðu úlpunni, rauðu vaffhálsmálspeysunni og spariskyrtu, drakk mjólk og reykti sígarettu. Ég sá enga mömmu. Inni í stofu sat fullorð- inn maður í gráu reykskýi. Hann tók ekkert eftir okkur en talaði stöðugt, við sjálfan sig held ég. Að minnsta kosti sá ég engan tala við hann og heyrði enga rödd svara honum. Við skiptumst á nokkrum Dellblöðum og svo fór- um við Júnni. Ég hugsa að Halldór hafi verið tveimur ár- um eldri en við. Síðar sá ég hann á knattsyrnuæfingum. Hann var hægri útherji í A-liði. Enn síðar komu unglingadansleikir. Þá var hann einn af þessum með flottu stelpurn- ar. Ég ætlaði eitt sinn að minna hann á mig en hann mundi ekki eftir mér. Svo sá ég hann ekki meir, nema það era ljósmyndir aftan á Morgunblaðinu. Myndirnh- eru af þremur stelpum og tveimur strákum. Annar þeirra er Halldór. Þær fylgja fregn af bfl sem ekið er niður á höfn í myrkri nætur og nær ekki að stansa á hálli bryggjunni. Höfundur er rithöfundur í Reykjavik. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.