Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 16
NYJA NORRÆNA FARANDSYNINGIN CARNEGIE ART AWARD ÞAÐ SEM HÆST BER í SAMTÍMAMÁLARALIST Á NORÐURLÖNDUM CARNEGIE Art Award eru verðlaun sem norræni fjár- festingarbankinn Carnegie í Stokkhólmi stofnaði til á síðastliðnu ári og hyggst úthluta árlega framvegis. Markmið verðlaunanna og sýningarinnar er að styðja listmálara sem skara framúr á Norðurlöndum og efla það sem hæst ber í samtímamálaralist. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í október sl., þegar farandsýningin hóf göngu sína í Konstakademien í Stokkhólmi. Fyrstu verðlaun, 500.000 sænskar krónur eða um 4,5 milljónir íslenskra króna, hlaut Ulrik Samuelson frá Svíþjóð, önnur verðlaun, 300.000 sænskar krónur (um 2,7 milljónir ísl, kr.), fékk Nina Roos frá Finnlandi og þriðju verðlaun, 200.000 sænskar krónur (um 1,8 milljónir ísl. kr.), komu í hlut Torsten Andersson frá Svíþjóð. Að auki var veittur sérstak- ur styrkur til ungs listamanns, 50.000 sænskar krónur, en hann fékk Jussi Niva frá Finnlandi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Is- lands, afhenti verðlaunin við opnun sýningarinnar í Stokkhólmi 18. október sl. og hefur hún opnað sýningarnar í öllum höfuðborgum Norð- urlandanna. Farandsýning, listaverkabók og verðlaun Listamennirnir 24 sem taka þátt í sýningunni voru valdir úr hópi 72 sem þágu boð um þátttöku en nefnd skipuð 30 sérfræðingum um norræna samtímamálaralist hafði tilnefnt alls 83 listamenn. Hverjum þeirra var gefinn kostur á að leggja fram þrjú til fimm listaverk í forval fyrir sýning- una. Ætlunin er að þessi listviðburður, sem hleypt var af stokkunum haustið 1998, verði árlegur. Hann er þríþættur; sýning valinna verka, sem verður farandsýning um Norðurlönd, útgáfa listaverkabókar um sýninguna og úthlutun verðlauna til þriggja þátttakenda hennar auk styrks til ungs listamanns. Þátttakendur í sýningunni nú eru Finnarnir Carolus Enckell, Jukka Mákelá, Jussi Niva, Lars-Gunnar Nordström, Paul Osipow og Nina Roos, Svíamir Karin Mamma Andersson, Peter Frie, Torsten Andersson, Emst Billgren, Max Book, Karin Granqvist, Rolf Hanson, Jan Háfström, Olle Káks og Ulrik Samuelson, Norðmennirnir Ame Malmedal og Mari Jo- hanne Slaattelid, Danirnir Simone Aaberg Kærn, Erik A. Frandsen og Tal R., og íslendingamir Birgir Andrésson, Georg Guðni og Kristján Da- víðsson. Afstaðan til náttúrunnar Um 200 síðna listaverkabók hefur verið gefin út um sýninguna Cameg- ie Art Award - Nordic Painting. I henni eru litmyndir af öllum verkum á sýningunni og jafnframt kynning á listamönnunum, auk ítarlegri umfjöll- unar um verðlaunahafana og styrkþegann. Hönnuður listaverkabókarinn- ar er Lars Hall, listrænn stjórnandi, Stokkhólmi, en ritstjóri hennar er sýningarstjórinn Ulrika Levén. AUs em verkin á sýningunni í Listasafni Islands 53 talsins. Öll em þau gerð á síðustu tveimur ámm, máluð á striga eða plötu, svo sem úr tré, plexigleri eða málmi. Breiddin í sýningunni er mikil, enda er henni ætlað að gefa mynd af norrænni málaralist eins og hún er hér og nú. Ulrika Le- vén sagði í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í Listasafni Is- lands á fimmtudag, þegar hún var spurð hvort einhvern samnefnara mætti fínna milli hinna ólíku verka, að þó að þau væm afar ólík innbyrðis mætti nefna eitt sem margir listamannanna ættu sameiginlegt. „Pað er að margir taka þeir einhvers konar afstöðu til náttúmnnar, þó að þeir vinni auðvitað með hana á ólíkan hátt.“ Dómnefnd Camegie Art Award 1998 skipa: Tuula Arkio, safnstjóri Ki- asma, Museet för Nutidskonst í Helsingfors, Olle Granath, safnstjóri Nationalmuseum í Stokkhólmi, Bera Nordal, forstöðumaður Malmö Kon- sthall, Aasmund Thorkildsen, forstöðumaður Kunstnemes hus í Ósló og Lars Nittve, safnstjóri Tate Gallery of Modem Art í London, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar. 96 lislamönnum boðið að taka þátt i forvali fyrir sýninguna 1999 Verkefnisstjóri Camegie Art Award, Anne Folke, greindi frá því á blaðamannafundinum að nú þegar hefði verið ákveðið að bjóða 96 lista- mönnum að taka þátt í forvali fyrir sýninguna 1999, þar af 15 frá Islandi. Úr þeim hópi verður síðan valið á sama hátt og í fyrra, í júní verður til- kynnt hverjir verða valdir til þátttöku og í september verður tilkynnt um hverjir hljóta verðlaun og styrk þessa árs. I máli Anne Folke kom einnig fram að ákveðið hefði verið að næst myndi sýningin staldra lengur við á hverjum stað, þrjár til fjórar vikur, en að þessu sinni er hún aðeins hálfan mánuð á hverjum stað. I kynningu á fyrirtækinu Carnegie segir m.a. að það sé í fremstu röð norrænna fjárfestingarbanka og fáist við verðbréfaviðskipti, fyrirtækja- fjármögnun og fjármagnsumsýslu. Carnegie starfar í sjö löndum með um 500 starfsmenn. „Það er mikilvægt fyrir fyrirtækið að styrkja menning- una, sem er jú lífsnauðsynleg fyrir manneskjur," segir verkefnisstjórinn Anne Folke aðspurð um ástæður þess að fyrirtækið legði svo mikla fjár- muni í verkefni sem þetta. Auk þess að styðja menningu og listamenn sé Camegie svo að leggja sitt af mörkum til að efla norrænan samhug. Sýningunni í Listasafni Islands lýkur sunnudaginn 21. febrúar. Að- gangur er ókeypis og gestum gefst kostur á leiðsögn um sýninguna kl. 15 á sunnudögum. Verk eftir 24 listamenn frá Norðurlöndunum verða til sýnis á Lista- safni íslands næsta hálfa mánuðinn, á sýninqunni Carneqie Art Award - Nordic Paintinq 1998. Sýninqin, sem verður opnuð á morqun, sunnudaq, kl. 14, hefur verið á ferð milli höfuðborqa Norðurlandanna frá því í október sl. oq er Listasafn Islands síðasti áfanqastaðurinn að þessu sinni. VERK úr myndröð eftir Ulrik Samuelson, Danziger gatt. 1. VERÐLAUN KALDHÆÐNISLEG RÓMANTÍK OG RÓM- ANTÍSK KALDHÆÐNI f RÖKSTUÐNINGI dómnefndar fyrir því að veita Ulrik Samuelson fyrstu verðlaun segir að þau séu veitt fyrir „myndröð sem á glæsi- legan en jafnframt hlutlægan hátt gengur út frá forsendum hinnar rómantísku landslags- hefðar.“ Þar segir ennfremur: „Okkur er ljóst að við erum að horfa á listrænan tilbún- ing, dauða hluti, um leið og við skynjum áhrifamátt þeirra. I þessum verkum teflir Iistamaðurinn saman kaldhæðnislegri róman- tík og rómantískri kaldhæðni." Ulrik Samuelson 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.