Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 19
SAFN TIL SOGU ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR Nýlega kom út fyrsta hefti Safns til sögu íslenskrar leik- listar og leikbókmennta í ritstjórn Jóns Viðars Jónsson- ar. HAVAR SIGURJONSSON kynnti sér efni ritsins. Róbert Arnfinnsson og Regína Pórðardóttir í hlutverkum Eddie og Beatrice Carbone í Horft af brúnni í Þjóðleikhúsinu 1957. „Ljós og skuggar hlutverksins leiftruðu í meðferð leikarans," sagði Steingerður Guðmundsdóttir í leikdómi sínum. „Frú Regína er vandanum vaxin. Hún fer næfærnum höndum um hlutverkið. í iokaatriðinu opnaði leikkonan fegurst sál sína.“ EKKI verður annað séð en Jón Við- ar Jónsson standi einn að baki út- gáfunni með styrk úr Menningar- sjóði. Á hann þakkir skildar fyrir framtakið og er vonandi að fram- hald verði á útgáfunni. Heftið er 173 blaðsíður í kiljubroti og hefur að geyma átta leikdóma eftir Hall- dór Kiljan Laxness frá árunum 1931-32 og fjögur áður óbirt bréf frá Indriða Einarssyni til Sigurðar Guðmundssonar málara sem varpa nýju ljósi á tilurð leikrits Indriða Dans- inn í Hruna. Einnig eru birtir allir leikdómar Steingerðar Guðmundsdóttur er hún skrifaði á árunum 1956-60. Loks er í heftinu listi yfir verkefni og leikstjóra hjá Leikfélagi Reykja- víkur tímabilið 1971-1998. Laxness sem leikgagnrýnandi Leikdómar Halldórs Kiljans Laxness er birtust í Reykjavíkurdagblöðum frá mars 1931 til maí 1932 hafa ekki birst síðar í ritgerða- söfnum Halldórs og því er verulégur fengur að þeim útgefnum í þessu hefti. Dómar Halldórs eru skemmtilega skrifaðir, sögulega mjög fróðlegir og vitna um fyrstu spor síðar þjóðþekktra leikara s.s. Brynjólfs Jóhannessonar, Haraldar Björnssonar og Vals Gíslasonar. Halldór hefur fylgst vel með leik- húslífinu og framgangi ein- stakra leikenda á sviðinu, hrósar þeim fyrir framfarir í list sinni ef hann þykist koma auga á slíkar. HKL beitir fremur háði en skömmum þegar honum þykir miður fara og sjálfsagt ekki verið þægilegt að sitja undir slíkum dóm- um úr þeim penna þó nafn Halldórs Kiljans Laxness hafi líklega ekki vegið jafn ægiþungt á þeim tíma og síðar varð. Um leik Vals Gísla- sonar í sýningu er Soffía Guðlaugsdóttir stóð fyrir á Fröken Júlíu eftir A. Strindberg sagði Halldór: „Hún (Soffía Guðlaugsdóttir í hlut- verki Júlíu) hefði líka notið sín betur, ef mót- leikari hennar, hr. Valur Gíslason hefði reynt að tala dálítið líkara menskum mönnum en hann gerði“. Sex vikum síðar segir HKL í um- sögn um leikritið Á útleið eftir Sutton Vane: „Það er ástæða til að geta þess, að leikur Vals Gíslasonar í hlutverki stórkapítalistans var mjög sómasamlegur í samanburði við frammi- stöðu hans í Fröken Júlíu.“ Um leik Brynjólfs Jóhannessonar í Afritinu eftir Helge Krog segir HKL: „Eg man t.d. aldrei eftir að hafa séð Brynjólf jafn-óþvingaðan í hreyfingum á leiksviðinu". Sem dæmi um háðskan tón Hall- dórs í hlutverki leiklistargagnrýnandans er eftirfarandi umsögn um frammistöðu ungs og óþekkts leikara: „Um leik Viðars Péturssonar er engin ástæða til að fjölyrða hér, en það er óneitanlega fremur viðkunnanlegt að sjá lag- lega menn uppi á leiksviðinu." Athyglisverðust er þó umsögn Halldórs um leik Haraldar Björnssonar í Októberdegi eftir Georg Kaiser og snertir beint þá heitu um- ræðu sem var uppi á þeim tíma um nytsemi þess að læra leiklist með atvinnumennsku í huga. „Leikur Haralds Björnssonar í hlut- verki Costes var einkar vandaður; það var auðséð, að hann gekk að verki sínu með list- rænni alvöru, sem viðvaningi er ekki hent. Svipbrigði hans og málrómur, sem í upphafi virðist hafa verið allóþjáll, ber hvorttveggja vott um samvizkusama tamningu; það gætu verið skiftar skoðanir um upprunalega gáfu þessa leikara, en hann hefir haft elju til að sigrast á starffræðilegum vandkvæðum listar sinnar, og sú elja gerir honum nú kleift að skila kröfuhörðu hlutverki eins og þessu með sjálfstæðum, persónulegum og gagnmenntuð- um skilningi. Sá sem þetta ritar, minnist þess ekki að hafa séð hann leysa annað hlutverk betur af hendi.“ Á þessum árum voru mikil átök innan Leik- félags Reykjavíkur og starfsemin hálflömuð sökum þess. Hatrömmustu átökin voru einmitt milli Haraldar Björnssonar annars vegar, sem lokið hafði leiklistarnámi frá Kon- unglega leiklistarskólanum í Kaupmannahöfn 1927 og þeirra sem „heima höfðu setið“ og þoldu illa að vera sagt til af hinum gagnmennt- aða leikara. Ofangreinda umsögn HKL má vel lesa sem stuðningsyfirlýsingu við Harald í baráttu hans fyrir viðurkenningu á nauðsyn formlegrar skólunar ef leiklistin ætti að rísa undir nafni. Bréf Indriða til Sigurðar máiara Fjögur áður óbirt bréf sem Indriði Einars- son ritaði til Sigurðar Guðmundssonar málara eru um margt fróðleg lesning. Tvö bréfanna eru frá fyrsta námsvetri Indriða í Kaupmannahöfn 1872-73 og tvö_ hin síðari frá árinu 1874.1 skilmerki- legri grein sem Jón Viðar Jónsson ritar um efni bréf- anna segir m.a.: „Bréf þessi veita, ef vel er að gáð, býsna margþætta innsýn í hugarheim Indriða, sálarlíf hans og þroskaferil, á fyrstu árunum í Höfn. Þau sýna ekki síst hversu sterkt Dansinn í Hruna sótti á hann og hvað hann lagði á sig til að ná tökum á yrkisefninu." í fyrsta bréfinu leitar Indriði ráða hjá meistar- anum um klæðaburð persónanna, til að lýsing- ar á þeim þætti verði sem sögulega réttastar. Þá kemur skýi-t fram af bréfunum hversu náið samband var á milli þeirra Sigurðar og Ind- riða þó allnokkur aldursmunur skildi þá að; í listrænum og sögulegum efnum var Sigurður lærifaðir og meistari Indriða og eins og Jón Viðar Jónsson bendir á var Sigurður aðal- hvatamaður þess að Indriði sinnti leikritun af nokkurri alvöru. Bréfin varpa áður óþekktu ljósi á þær breytingar sem Dansinn í Hruna gekk í gegnum í meðförum Indriða þetta fyrsta Hafnarár hans, því auk bréfanna fjög- urra birtir Jón Viðar uppkast að einu atriða leiksins sem Indriði sendi öðrum vini sínum, sr. Jóni Bjarnasyni. Þar koma fram hug- myndafræðileg áhrif sem Indriði varð fyrir af því að hlýða á fyrirlestra guðfræðingsins og heimspekingsins dr. Rasmus Nielsen. Þetta atriði finnst ekki í endanlegri gerð Dansins í Hruna og hefur því allnokkurt fróðleiks- og heimildargildi um tilurðarsögu verksins. Indriði Einarsson var fyrstur íslenskra rit- höfunda til að leggja leikritun fyrir sig ein- göngu og sinnti henni ævilangt, þó meðfram öðru og krefjandi starfi væri. Alls munu leikrit hans vera níu talsins ef taldar eru báðar gerðir Nýársnæturinnar sem Indriði gekk frá. At- hugasemdir Jóns Viðars Jónssonar um ritferil Indriða eru fróðlegar og upplýsandi, viðleitni Jóns Viðars til að hefja með þessum hætti reglubundna útgáfu á efni tengdu leikhús- fræðum er hvorttveggja athyglisverð og virð- ingarverð. Leikdómar Steingerðar Guðmundsdóttur Tveimur þriðju hlutum þessa fyrsta heftis Safns til sögu íslenskrar leiklistar er varið til birtingar leikdóma Steingerðar Guðmunds- dóttur. Flestir birtust þeir í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins á árum 1956-1960. Steingerður var umdeildur gagnrýnandi og vakti ekki ætíð miklaÁ- hrifningu innan leikhúss- ins. Segir Jón Viðar Jóns- son að ekki hafi liðið á löngu, „... þar til Guðlaug- ur Rósinkranz brást við með sama hætti og sumir eftirmanna hans við svip- aðar kringumstæður; neit- aði að láta blaðinu í té frumsýningarmiða handa hinum óþæga gagn- rýnanda." Rekur Jón Viðar þá sögu ekki frek- ar, en við ritstjóraskipti á Sunnudagsblaðinu í ársbyrjun 1960 var Steingerði sagt upp sem gagnrýnanda blaðsins. „Birti hún þrjá af síð- ustu dómum sínum fjölritaða, en gafst eðli- lega upp við svo búið,“ segir Jón Viðar. Kvaðst Steingerður sjálf ekki hafa komist að _ hjá neinu öðru dagblaði í Reykjavík sem leik-^ húsgagnrýnandi og því brugðið á það ráð að fjölrita dóma sína. „Það sem gerir dóma Steingerðar athyglis- verða er ekki síst aðferð þeirra, nálgun henn- ar að efninu, sem felst í markvissri viðleitni til að meta hina leikrænu þætti, þ.e. túlkun leik- enda og sviðsetningarvinnu leikstjórans, fremur en texta skáldsins," segir Jón Viðar Jónsson. Undir þetta má taka og jafnframt bæta því við að líklega hafa fáir - ef nokkrir íslenskir leikgagnrýnendur - skrifað af jafn mikilli einlægni um upplifun sína af leiksýn- ingum og Steingerður hefur gert. „... að segja^- sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann, - eins og hann kemur mér fyrir sjónir - er sú stefna, sem ég valið mér sem leikgagnrýnandi," skrifar Steingerður 24. nóvember 1957. Stíll hennar er óvenju persónulegur og ásamt nákvæmri krufningu á frammistöðu einstakra leikenda verða dómarnir að fróð- legri heimild um skoðanir hennar á leikstíl og leikaðferð fjölmargra af okkar fremstu leikur- um frá þessum tíma. Ræður þar mestu að Steingerður var sjálf gagnmenntuð í leiklist, hafði gengið á Leiklistarskóla Lárusar Páls- sonar og síðan stundað leiklistarnám í New York um þriggja ára skeið. Þekking hennar á listrænum þáttum einnar leiksýningar er aug- ljós og vafalaust hefur þeim er um var fjallað í dómunum á stundum þótt erfitt að taka svo hispurslausri umfjöllun um frammistöðu sína. * Sennilega hefur þó gagnrýni Steingerðar á verkefnaval Þjóðleikhússins og oft á tíðum meintan skort þess á listrænum metnaði vegið þyngst í að skapa henni óhelgi stjórnenda leikhússins. Ekki má samt gleyma því að oftar er gagnrýni Steingerðar jákvæð og hrifning hennar er jafn fölskvalaus yfir því sem vel er gert og henni hefur verið misboðið með því sem henni hefur virst miður fara. Metnaður hennar fyrir hönd Þjóðleikhússins hefur verið mikill, en þó er ekki að sjá að hún hafi gert minni kröfur til sýninga Leikfélags Reykja- víkur sem á þeim tíma var að stíga sín fyrstu spor í áður óþekktri samkeppni við Þjóðleik- húsið. „Hvað er jafn niðurdragandi sem það, að fara í leikhús til að skemmta sér og skemmta sér svo ekki? Mig langaði heim í hléi. Hvers* vegna? Hvað var að?“, spyr Steingerður í upphafi eins pistils síns. I öðrum pistli er tónninn allur annar og pistillinn hefst með þessum orðum: „Loks get ég veitt sjálfri mér - og þeim fáu sem óska eftir heyi-a mál mitt - þá ánægju að segja í fullri einlægni; leiksýn- ing Þjóðleikhússins á Don CamiIIo og Peppo- ne var góð.“ Steingerður gagnrýndi þó ekki aðeins lista- mennina í leikhúsinu heldur sendi öðrum gagnrýnendum skeyti sín óhikað. „Það væri því vanmat á listgáfu íslenskra leikara, að álíta þá gangast við skjallinu einu, og ekki vinna leikdómarar listmenningunni gagn með _ hinni sífelldu sætsúpu sem þeir sjóða við hæg- an eld - án allra rúsína. Ér leitt til þess að vita, að álit almennings á leikgagnrýni stærstu dagblaða borgarinnar skuli ekki vera meiri en svo, að eftir lestur segja menn oftast: Æ, það er ekkert mark takandi á X.X. hann hælir alltaf öllu.“ Halldór Kiljan Laxness Indriði Einarsson LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.