Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 20
EKKI ÓRAUN- . SÆIR í REYKJAVlK Hvernig gengur undirbúningur menningarborganna níu fyrir árið 2000? Hvar er Reykjavík stödd í skipu- lagningunni? Munu dagskrár menningarborganna » ekki drukkna í samkeppninni við hátíðahöld stórborg- anna vegna aldamótanna? ÞROSTUR HELGASON hitti Hilde Teuchies, framkvæmdastjóra samtaka menningarborganna níu, að máli í Reykjavík og lagði fyrir hana nokkrar spurningar sem lúta að undir- búningi menningarársins 2000. ■V ■ ■ NDIRBÚNINGUR borg- I anna níu gengur eins og við I er að búast,“ . segir Hilde I Teuchies, framkvæmdastjóri I samtaka borganna níu sem H B verða menningarborgir Evr- ópu árið 2000, en þau voru stofnuð árið 1998 til þess að halda utan um sameiginleg verkefni borg- anna. Auk Reykjavíkur munu Helsinki, Björgvin, Kraká, Brussel, Prag, Santiago de Compostela, Avignon og Bologna bera titil- inn menningarborg Evrópu árið 2000. „Borgirnar eru afar ólíkar. Þær eru stórar og litlar, þama eru höfuðborgir og aðrar borgir. Þær einkennast af óhkum hugsunar- hætti, ólíkum starfsháttum og eru því að vinna hver á sinn sérstaka máta. Og vissu- lega gengur skipulagning misjafnlega vel.“ Smeeðin og fjarieegðin geeti valdið Reykjavík erfiðleikum Að mati Hilde er undirbúningurinn vel á veg kominn í Reykjavík. „Miðað við stærð borgarinnar og það fjármagn sem hún hefur úr að spila þá miðar vel við undirbúning hér - og það segi ég ekki bara af kurteisi. Mér fínnst stjómendur verkefnisins hér hafa mótað sér stefnu sem er ekki of óraunsæ, hugmyndir þeirra em ekki líklegar til þess að sprengja utan af sér þann fjármagns- ramma sem verkefninu er settur og ég hef heyrt að samstarfíð við aðalstyrktaraðila gangi mjög vel en það er ekki hægt að segja um allar borgirnar. Undirbúningi er þó hvergi nærri lokið, enn á margt eftir að * gera.“ Hilde segir að það sé einkum tvennt sem geti valdið Reykjavík erfíðleikum, smæðin og fjarlægðin frá meginlandinu. „Það er því að vissu leyti erfitt fyrir Reykjavík að keppa við stærri borgirnar sem þurfa auk þess ekki að glíma við þessar fjarlægðir. Reykjavík er samt ekki minnsta borgin heldur Avignon í Frakklandi." Samkeppni við aldamóta- háfíðahöld stórborga Flestar borgir Evrópu og þá ekki síst stór- borgir á borð við London og París eru að skipuleggja hátíðarhöld á aldamótaárinu. /*>- Hafa sumir stjórnendur menningarborganna níu lýst nokkrum áhyggjum vegna þessa. Allar borgir stefna vitanlega að því að laða til sín ferðamenn á þessu ári og því gæti slagur- inn orðið harður. Spámenn í ferðamanna- bransanum hafa raunar sumir spáð því að það verði svo mikið um að vera í hverju landi, í hverri borg að enginn muni fara neitt, fólk muni bara halda sig heima við. Aðspurð segist Hilde ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. „Menningarborgaverk- efnið snýst ekki um aldamótin, heldur um menningu. Markmið borganna eru því ekki að efna til einhverrar stórsýningar sem varir eina nótt, heldur hátíðarhalda sem hafa var- anlegt gildi. Menningarárið á að vera vísir að einhverju öðru og meiru, það á að byggja upp fyrir komandi ár en ekki bara þetta eina. Að auki held ég að borgimar níu muni líka gera mjög mikið út á sitt eigið heimafólk. Auðvitað vilja allir auka ferðamannastraum- inn og það hefur líka alltaf verið raunin í þeim borgum sem hingað til hafa verið menningarborgir Evrópu, en það er ekki meginmarkmiðið. Aðalatriðið er að vinna með og fýrir heimafólkið, opna augu þess fyrir sinni eigin menningu og evrópskri menningu. Þetta hefur raunar allt frá því að fyrsta borgin hlaut þennan titil, menningar- borg Evrópu árið 1985, verið meginmark- miðið, að vekja heimamenn tiltekinnar borg- ar til vitundar um menningu sína og evr- ópska menningu. Menningarborgirnar hafa þannig haft þau grundvallarverkefni að kynna evrópska menningu íyrir íbúum sín- um á sem fjölbreyttastan hátt og að koma sinni eigin menningu á framfæri, bæði við íbúa sína og heiminn allan. Einu borgirnar sem ég býst við að gætu átt í erfiðri samkeppni eru Bologna og Avignon. Kaþólska kirkjan í Róm mun vera með gríðarleg hátíðarhöld í tilefni af 2000 ára afmæli kristninnar og þau eiga eftir að kalla á mikla athygli. Og París er að undir- búa mikil hátíðarhöld í tilefni af aldamótun- um. En bæði Bologna og Avignon eru þegar komnar í gott samstarf við höfuðborgirnar og er miðað að því að beina athyglinni að menningarborgunum líka.“ Samstarfiö gengur vel Hilde segir að ’þrátt fyrir að borgirnar níu séu afar ólíkar þá gangi samstarfsverkefnin, sem þær hafa efnt til, vel. Samstarfsverkefni borganna voru upphaflega níu, eitt frá hverri borganna en nú séu þau átta. Þessi átta verkefni eru komin misvel á leið en það gengur til dæmis mjög vel að skipuleggja verkefnið sem Reykjavík stendur að en það kallast Raddir Evrópu. „Verkefnið felst í stofnun fjölþjóðlegs kórs ungs fólks undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur en kórinn mun verða í nánu samstarfi við Björk Guð- mundsdóttur.“ Morgunblaöiö/Árni Sæberg HILDE Teuchies, framkvæmdastjóri samtaka menningarborganna níu árið 2000, segist ekki óttast samkeppni frá stórborgum Evrópu á menningarárinu, menningarárið snúist ekki um aldamótin heldur menningu. mm Evrópusambandið Iregl lii að styrkja menningu Hilde hefur einnig það hlutverk að vera tengiliður milli borganna níu og Evrópusam- bandsins og vera leiðbeinandi við fjárum- sóknir úr Evrópusjóðnum. Framlag Evrópu- sambandsins til menningarborganna hefur hingað til verið 1% af kostnaði en það gæti hugsanlega lækkað á næsta ári þegar borg- irnar verða níu. Aðspurð segir Hilde að það sé rétt að nokkurrar óánægju hafí gætt vegna þessa. „Hugmynd Evrópusambandsins var ekki sú að ausa peningum í borgirnar sem bera þennan titil. Framlag sambandsins hefur alltaf verið frekar lágt. Eigi að síður hafa stjórnmálamenn alltaf lagt áherslu á að þetta verkefni væri mikilvægt. Sem stendur vitum við ekki hversu hátt framlag sambandsins mun verða fyrir árið 2000, það gæti orðið minna en 1%. Við erum að vinna hörðum höndum að því nú að framlagið verði hið sama og til annarra borga sem hafa borið þennan titil en hafa verður í huga að borg- irnar eru níu að þessu sinni og því eigum við svolítið erfitt uppdráttar. Evrópusambandið hefur alltaf verið tregt til að leggja fé til menningarmála vegna þess að aðildarríkin telja að hver þjóð um sig eigi að fjármagna sína menningarstarf- semi. Síðan þrengir líka sífellt meir að Evr- ópusambandinu fjárhagslega vegna þess að ríkjunum innan þess er að fjölga, í stað fímmtán nú gætu þau verið orðin átján eða jafnvel 23 bráðlega. Barátta okkar er því erfíð en við erum samt sem áður bjartsýn á að framlagið verði aukið. Við teljum að Evr- ópusambandið ætti að gera undantekningu árið 2000, fyrst nefndin útnefndi allar níu borgirnar ætti sambandið að minnsta kosti að ganga úr skugga um að framlag til þeirra yrði það sama og það hefur verið til annarra borga.“ Hilde vill geta þess að allir þeir sem standa að viðburðum á árinu geti sótt um einstaka styrki til Evrópusambandsins, hvort sem þeir eru hluti af menningar- borgaverkefninu eða ekki og það muni vissulega verða gert. Sömuleiðis sé hún að sækja um styrk til að efla samvinnu borg- anna níu. Þegar Hilde er spurð í hvaða borg hún vilji sjálf helst vera árið 2000 svarar hún því til að allar borgirnar bjóði upp á mjög áhuga- verða dagskrá. „Eg vil helst vera alls staðar og mun reyna að fara sem víðast. Eg vil til dæmis koma hingað í ágúst þegar hinn fjöl- þjóðlegi kór, Raddir Evrópu, mun koma fram og sömuleiðis vil ég verða vitni að frumflutningi á Baldri eftir Jón Leifs.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.