Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 4
ÚR DAGBÓKUM JOHANNESAR LARSEN Danski listmálarinn Johannes Larsen dvaldi tvívegis á Islandi, 1927 og 1930, vegna teikninga sinna í við- hafnarútgáfu Islendingasagna á Alþingishátíðarárinu 1930. Hér er birtur útdráttur úr dagbókunum en þýð- andinn kynntist á yngri árum Ólafi Túbals og fjölskyldu hans í Múlakoti. Olafur kemur mjög við sögu í dagbók- um Larsens, enda var Olafur fylgdarmaður hans. FORMÁLI, ÞÝÐING OG EFTIRMÁLI EFTIR SIGURLIN SVEINBJARNARDOTTUR ILESBÓK Mbl. 25. júb' í fyrra birtist viðtal við Vibeke Norgárd Nielsen, danska konu sem um nokkurra ára skeið hefur leitað hérlendis vatnslita- mynda eftir danska málarann Johannes Larsen. Listamaðurinn hefur verið afar afkastamikill, _því auk vatnslitamynda var afrakstur íslandsferða hans um 300 myndir. Um helmingur teikninga hans var sýndur í Norræna húsinu árið 1979 en hann teiknaði einnig í dagbækurnar og þær myndir hafa ekki verið birtar. Vibeke vinnur nú að undirbúningi bókar um ferðir þessa þekkta listamanns um ísland og styðst við dagbækur sem hann hélt á þess- um ferðum sínum. Vibeke er mikill Islands- vinur, en hún kom hingað fyrst árið 1990. Arið 1993 kom hún til að vera viðstödd jarðarför gamals vinar, Einars Petersen, Dana sem bjó um 40 ára skeið að Kleifum í mynni Þorvalds- dals á Árskógsstönd. Hún hefur síðan haldið nánum tengslum við fólk þar nyrðra og dvelur hér á landi a.m.k. einn mánuð á ári hverju. Einnig hefur hún staðið fyrir hópferðum danskra ferðamanna til landsins og er leið- sögumaður í þeim ferðum. Næsta sumar er fyrirhuguð 7. daga ferð er Vibeke hefur skipulagt og nefnir „I fótspor Jóhannesar Larsen“. Dagbækur Johannesar Larsen varpa að nokkru leyti skýru ljósi á tíðarandann, aðbún- að ferðamanna og þá erfiðleika sem því fylgdu að ferðast um þetta land á þessum árum, þeg- ar þaríásti þjónninn, íslenski hesturinn, var nánast eina samgöngutækið. Þrátt fyrir þetta var þjóðin að rísa úr aldalangri setu í öskustó og fram kemur í dagbókum Johannesar og bréfum Ólafs Túbals til hans, að árið 1927 var verið að leggja síma í Fljótshlíðina og sama haust er tekin í notkun heimarafstöð að Múla- koti. Athygli vekja samskipti listamannsins við Ólaf Túbals, sem þá var ungur bóndasonur með óráðna framtíð, en síðar þekktur listmál- ari. Gera má ráð fyrir að Johannes Larsen hafi haft mikil áhrif á listsköpun Ólafs og eins og fram kemur í úrdrætti út bréfum Ólafs til Johannesar, hefur hinn danski listamaður verið honum innan handar við útvegun lita og pappírs, sem þá var erfitt að nálgast. Síðar heimsótti Ólafur Johannes á heimili hans í Kerteminde í Danmörku og var ætíð náin vin- átta með þeim eins og dagbækurnar og bréf Ólafs bera vitni um. En gluggum nú í dagbækumar. Johannes Larsen sigldi hingað með gufuskipinu Island þann 8. júní 1927 og kom til Reykjavíkur 13. júní. Fyrstu dagana eftir hingaðkomu dvaldi hann í Reykjavík. Við grípum til fyrstu bókar er Johannes Larsen kemur til Reykjavíkur: 13. júní. .. Geng frá borði eftir morgunmat. Fer um bæinn. Hjá danska ráðherranum. Aftur út í bæ, hitti nokkra af verkfræðingunum og fylgi þeim að tjöminni. A grashólma í tjörninni rík- ir krían. Frekar spakar. Setjast á götuna og bakkann. ..Öll hótelrými upptekin vegna komu 30 verkfræðinga og 13 hjúkrunar- kvenna. Kolby verkfræðingur hjá sykurverk- smiðju Maribo, og fengið hefur eins manns herbergi á Hótel Heklu, býður mér að liggja á dívan í herbergi sínu. Þigg það með þökkum. Snæði á hótelinu og sæki dót mitt í tollinn. Ein króna og fimmtíu fyrir akstur með dótið ca 300 metra. Þegar ég læt bílstjórann fá danskan fimm króna seðil, fer hann inn í verslun og kemur síðan og lætur mig hafa fjórar krónur íslenskar til baka .. .. Geng að tjöminni. Hef náð í dót mitt. Meðan ég sit og skrifa koma þrjú hross að vatninu og fá sér að drekka. Drengur hjólar framhjá með fullan kassa af hvítum rjúpum á stýrinu. Fíflar varpa gulum ljóma á grasið á bakkanum. Fer út að loftskeytastöðinni til að átta mig á stað- háttum. Jarðvegurinn hægra megin vegar er leirkenndur og gróður lítill. Vinstra megin víðáttumiklir móar sem enda í hæðardrögum en snæviþakin fjöll í bakgrunni. Hvít erla. Aftur niður í bæ og til hafnarinnar. Hjá rit- stjóra Morgunblaðsins Valtý Stefánssyni. Upp að Ingólfsstyttunni. Kríur yfir höfninni. Símstöðin. Kvöldmatur á hótelinu. Listamaðurinn ferðast austur fyvir fjall og við skyggnumst í dagbókina. 17. júní 1927. .. Rigning. Á heimleiðinni köstum við tölu á allar beygjurnar í Kömbum. Þær reyndust 40 að tölu frá rótum að brún .. 18. júní 1927. Umhverfis tjörnina. Upp að Ingólfsstyttunni með Springborg. Hjá Kaaber bankastjóra. I safnið. Hitti þar Finnbogason. Um kvöldið á fyrirlestur Flensborg forstjóra brautanna og þar á eftir til kvöldverðar verkfræðingafé- lagsins á Hótel ísland. Sveppasúpa. Rhinskvín Fiskifilet Kálfasteik. Rauðvín Frómass Vermouth og sódavatn EYJAFJALLAJÖKULL, pennateikning eftir Johannes Larsen, dagsett 2. júlí, 1927. STÓRI Dímon og Vestmannaeyjar. Úr skissubók listamannsins. 22. júní 1927. Glímusýning í leikfimisal Latínuskólans. Suð- ur fyrir bæinn að teikna. Kl. 8 halda verk- fræðingar heim með „íslandi". Johannes Larsen dvelur nokkra daga á ÞingvöIIum og safnar myndefni. Hann gistir í Valhöll. 23. júní 1927. Til Þingvalla. Bíllinn átti að halda af stað kl. 10, þar sem ekki voru fleiri farþegar er ferð- inni frestað til kl. 1 og þá fékk hann auk mín ungan mann með miklar pjönkur og trjáklipp- ur og unga konu með lítinn dreng. Þegar ég spurði til hvers hann ætlaði að nota klippurn- ar svaraði hann: „klippe skóg“ og ég var jafn- nær. Er settur af við Valhöll kl. 2 og fæ her- bergi, 5 kr. Geng um og virði fyrir mér lands- lagið.. .. Kríur veiða í Óxará. Fossarnir rjúka. Það rigndi er við héldum frá Reykjavík en hér er þurrt.... sest og teikna. I þann mund er ég loka bókinni kemur herramaður að mér, það er Nordal prófessor, sem býður mér heim ásamt með konu sinni, yndislegri konu. Þau búa á bóndabýli hér í nágrenninu, og ég fylgi þeim upp Almannagjá og hann sýnir mér búð- irnar og hvar Snorri setti upp hindranir sín- ar.. „Bíll 7 kr + 1. Herbergi mitt spannar 2 metra á hvora hlið. Dymar vísa út á gang þar sem er stöðug umferð sólarhringinn út. Gluggi upp að Almannagjá. 24. júní 1927. Á fætur milli 8 og 9. Morgunkaffi. Fer út á flatirnar norður af Valhöll.. „Eftir morgun- mat fer ég upp að Lögbergi til að teikna. Rétt áður en ég kem að brúnni yfir Nikulásargjá kemur vindstrókur niður ána og eys upp vatni svo það glitrar í sólskininu, hverfur svo en gerir vart við sig neðar er hann þyrlar upp gulri rykbreiðu af veginum austan árinnar. Teikna búð Snorra goða. Hádegismatur. Soð- inn urriði. Pilsner. Steik. Niðursoðnar ferskj- ur með rjóma. Kaffi. Teikna ána og vatnið af Lögbergi.. .. Geng til hvílu kl. 10 en festi ekki svefn fyrr en um kl. 1 vegna óláta á gangin- um. Morguninn eftir spurði ég þjóninn hvenær rrtenn gengju yfirleitt til náða. Kl. rúmlega 12 sagði hann, en í kvöld koma 50 ný- stúdentar frá Reykjavík sem venjulega fara ekki í háttinn á nóttinni. Góðar horfur. Vind- áttin er nú suðlæg. Það er hlýrra og eftir há- degið lygnir. 26. júm' 1927. Háttaði kl. 12 en laust fyrir kl. 1 komu stúd- entarnir með hávaðasköllum og húrrahróp- um. Ærandi hávaði. Köll og fótatak. Treð tvisti í eyrun. Féll í væran svefn, merkilegt nok. Johannes Larsen á nokkuð erfíða daga á Þingvöllum til listsköpunar. Mikið rignir. 1. júlí 1927. .. eftir klukkustundar gang kemst ég yfir að Hrafnagjá og sest á stein við vörðu og nýt út- sýnisins. Hrossagaukar og spóar allt í kring. Lóan kvakar. Lágskýjað og lítil fjallasýn en fjallsrætumar svar-fjólubláar og kjairið í sig- dældinni grá-grænt með einstökum ljósgræn- um bletti; túnið í kring um býlið. Spói sest við hlið mér en þegar ég stend upp æsir hann sig með skrækjum og gargi og hleypur kring um mig .. „Kl. 10 held ég heimleiðis. Er ég nálg- ast gjána kemur spóinn aftur. Heima rétt fyr- ir hálf tólf. Ég spyr kokkinn, sem stendur í eldhúsdymnum, hvort ég geti fengið sítrónu- vatn, er í lagi, en hann býður mér inn á her- bergi sitt upp á eitt vínglas og trúir mér fyrir því, að hann ætli að gifta sig á morgun og hann sé nú hífaður, sem var óþarfi því minna mátti sjá. Hann skenkir madeiravín í tvö glös 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.