Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 5
LISTAMAÐURINN Johannes Larsen og ferðafélagar hans við Urriðafoss í Þjórsá í júnímánuði 1927. Johannes er annar frá hægri. MÚLAKOTSBÆRINN á blýantsteikningu Johannesar Larsen frá 1927 og Ijósmynd af bænum sem tekin var 1960. og símamaðurinn sem hefur verið fullur síðan í gær slæst í hópinn og nær yfirráðum yfir flöskunni. Síðan drekkum við og kokkurinn býður mér í brúðkaupið og spyr hvað mér finnist um matinn og þar sem ég í sannleika sagt segi honum að ég hafi ekki fengið hann betri frá því ég yfirgaf Danmörku, lýsir hann yfir að ég megi til að með að láta hann vita vilji ég matinn matreiddan á annan hátt. 3. júlí 1927. Sunnudagur. A fætur kl. 7 og upp að fossi til að taka hann út í sólskini, þar sem ég hef þurft að mála hann í grámygluveðri.... Kvaddi kokkinn og hrósaði honum fyrir matargerðina (hann giftist í gær) Þeir hafa reyndar allir verið elskulegir og hjálpsamir, sérstaklega þjónninn, allt frá hingaðkomu minni.. 5. júlí 1927. Nú var komið að fyrirhugaðri ferð Johannesar á Njáluslóðir. Ragnar As- geirsson sem kemur við sögu, var bróðir As- geirs forseta. Hann var góðvinur listamanns- ins en þeir höfðu kynnst í Danmörku löngu áður en Johannes hélt til Islands. Ragnar var fæddur 1895 og sigldi ungur til garðyrkju- náms í Danmörku. Hann var kennari við garðyrkjuskólann í Vilvorde i Charlottenlund 1916-18. Hann varð garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags íslands 1920 og gegndi því starfi meðan heilsa og kraftur entust. Þriðjudagur 5. júlí 1927. Til Fljótshlíðar. Með áætlunarbíl frá Lækjar- torgi kl. 10, þ.e.a.s. nær 11. Stór nýr Buick. Ragnar Asgeirsson sækir mig og fylgir mér að bílnum. Þegar hann birtist kemur í ljós að í honum eru tveir kunningjar hans, sem hann kynnir mig fyrir. Læknir, garðyrkjumaður og auk þess norsk hjúkrunarkona, sem virð- ist vera kærasta garðyrkjumannsins og ný- stúdent. Við höldum af stað gegnum bæinn og tökum upp farþega. Þau hafa verið við Skógafoss og ætla til Hlíðarenda, foringi þeirra er bróðir bóndans þar. Stoppar til að fá nýjan með sem spilar á munnhörpu. Stopp- um við Ölfusá til að borða lax. Nýi maðurinn með munnhörpuna verður eftir þar. Ökum á flata kaflanum milli Ölfusár og Þjórsár með 70 og stundum 80 km hraða á klukkustund. Yfir Þjórsárbrú. Yfir brúna við Ytri-Rangá. Nú birtist eyðileg malarslétta. Þegar Eystri- Rangá er að baki, er aftur graslendi og Vest- mannaeyjar eru í þokumóðu og bera við flat- lendið. Stansað er við Stórólfshvol, bæ með kirkju, sýslumannssetri og læknabústað. Bíll- inn ekur áfram en kemur til baka. Húsin standa á lágri grænni hæð með útsýni til Vestmannaeyja. Það er þokumóða í lofti og úr áttinni sem við komum glittir í Hestfjall en önnur fjöll svo sem Ingólfsfjall eru horfin. Klukkan fimm förum við með sama bíl nema læknirinn og stúdentinn og ökum fimm mín- útur að bæ sem heitir eitthvað í áttina að Garðsauka og skiptum þar yfir á vörubíl. Þegar við höfum beðið nokkra stund, ökum við, mér til mikillar gremju, aftur að lækna- bústaðnum, þar sem hnakkur er tekinn af bílnum og kemur í ljós að er í eigu stúdents- ins, og þegar ég lít aftur í bílinn sé ég mér til hugarléttis minn eigin farangur. Áfram yfir lága hæð, Brekkuhvol, og inn í Fljótshlíð. Við ökum sunnan við græna brekku með Dímon beint framundan. Við bæinn Brekkur stöns- um við og fáum nýja stúlku um borð frá öðr- um vörubíl sem bíður þar. Stuttu síðar stöns- um við, það kemur í ljós að nokkrir menn hafa tekið gamla brú af stæði sínu og eru að koma fyrir nýrri. Þeir leggja nokki’a planka og spýtur og síðan ökum við yfir. Það var skemmtilegt að fylgjast með öðrum bíl fara yfir brúna. Við beygjum stuttu síðar í norður- átt og höfum tún á vinstri hönd en ennþá er vegarstæðið á hæðardragi út frá bænum á hæðinni að baki og héðan er vegur til Flóka- staða. Við stönsum við Breiðabólsstað og setjum farþega af og við Sámsstaði er poka kastað af. I lynginu beggja vegna vegarins er kjarnmikið og hátt gras með fífu. Elfting og hátt, fjólublátt blágresi og sóleyjar. Hof- blaðkan er á sínum stað í miklu magni. A hægri hönd er Þverá og handan hennar Dím- on og Eyjafjöll sem ennþá skýla tindum sín- um í skýjunum. Við ökum ennþá á völlunum. Smám saman þegar við nálgumst Hlíðarenda verður landið ójafnara. á einum stað ökum við niður í á og yfir hana og höldum síðan áfram í grýttum þurrum árfarvegi og förum þrisvar, fjórum sinnum niður í vatn og yfir á hinn bakkann. Þá komum við aftur upp á veg- inn. Hlíðin verður hærri og Þverá liggur nú alveg upp við veginn og við stönsum á bakk- anum fyrir neðan bæinn og kirkjuna á Hlíð- arenda, við hliðina á tjöldum þar sem síma- menn eru að setja upp línu. Og hér förum við af. Garðyrkjumaðurinn og hjúkrunarkonan og maður sem kom upp í um leið og við skipt- um um bíl. Hann talar dönsku og þegar við komum að Hlíðarendakoti þar sem ég á að búa, fæ ég hann með mér til að tala við fólkið. Ég er með bréf til mannsins eða konunnar frá Ragnari Asgeirssyni. Maðurinn kemur út, fær bréfið og fer inn aftur til að tala við kon- una. Svo kemur hann út og segir, að ég geti verið þar í nokkra daga. Ég kveð hina og er boðið inn. Bærinn stendur í túni alveg niður við Þverá ca 100 álnir frá bakkanum. Aðeins sunnar standa tóftirnar af gamla bænum fremst á bakkanum. Þverá brýtur stöðugt af vesturbakkanum og við Hlíðarenda hefur rof- ið myndað háa bakka. Tjaldur fylgir okkur síðasta spölinn og hann situr nú fyrir utan og gargar. Klukkan er að verða átta þegar við komum þangað. Ég sest og fer að teikna fyrir framan húsið. Þverá og Dímon. Maðurinn kemur með stól handa mér og stuttu síðar kemur konan og kallar á mig í matinn. Það er búið að leggja á borð í stofunni. Grjónagraut- ur, steiktur þorskur og kartöflur og linsoðið egg, nokkrar þykkar sneiðar af ristuðu rúg- brauði undarlegrar gerðar, en það bragðast ekkert illa. Hveitibrauð, glas af nýmjólk. Borða og fer út og lýk við teikninguna. Það er sendur strákur að tjöldunum eftir pjönkum mínum og vetrarfrakkanum. Ég fer út til móts við hann. Ég þurfti ekki að fara langt áður en ég mætti honum þar sem hann sat og hvíldi sig. Fallegur lítill piltur. Ég klæddi hann í vetrarfrakkann og lét hann bera tepp- ið en tók sjálfur blikkrúlluna og olíuklæðnað- inn og gúmmístígvélin sem voru bundin sam- an. Hann fékk krónu. Ég gekk svo upp brekkuna en maðurinn kom til okkar og bað um að fá að líta eftir einhverju í kíkinum. Svo fór hann að tala um teikningarnar og ég gekk með honum og sýndi honum hvað ég hafði verið að gera. Konan kemur inn og dekkar kaffiborð með þrenns konar kökum. Ljós hunangskaka, gul sódakaka og hvít jólakaka rúsínulaus. Mér er vísað í lítið herbergi þar sem glugginn, sem snýr út að bakhlið hússins er á hæð við grasið. Stórt vatnsfat, glas af vatni og baðhandklæði. Ekki langt en breitt rúm þar sem ég sef prýðilega frá klukkan tólf til klukkan fimm. Er vakinn af fimm hrafns- ungum, sem sitja og garga fyrir utan glugg- ann. Ég heyri í gamalli klukku einhverstaðar í grenndinni og sofna aftur þegar ég heyri að ungarnir eru mataðir. 6. júlí 1927. Hlíðarendakot. Vakinn klukkan hálfátta af fugli er galar hrjúfri röddu. Stuttu síðar fer ég á fætur. Til að komast út verð ég að ganga í gegnum stássstofuna þar sem maður liggur sofandi. Þegar ég er kominn út kemur konan HUNDUR á húsmæni og maður sem ríður yfir á. Úr skissubók listamannsins. og segir að það sé kaffi. „Gerið svo vel“ segir hún og lokar hurðinni að stofunni þar sem maðurinn sefur. Kaffiborðið lítur út eins og í gærkvöldi nema það er smjör á jólakökunni. Það er glampandi sólskin og ég finn reiðslóða upp brekkuna og byrja að ganga skáhallt upp. Þegar ég kem upp á brúnina sem ég sé frá bænum kemur í ljós að það er langt að næstu brún og þaðan löng brekka upp á tindinn. Ég tek hana í tveimur áfóngum og er kominn þangað eftir rúma klukkustund. Nú er orðið skýjað. Hvít „citrus“ ský og ennþá þykkari skýjabólstrar eru ljósari þar sem birtu nýtur. Það er sól á Eyjafjallajökli í austri. Tindur Tindfjallajökuls trónir yfír urðinni sem ég sit í, fyrir neðan jökultindinn eru brekkurnar sundurskornar af jökulvatni. í vestri eru grá- svartar eyðilegar hæðir með einstaka gras- torfum. Handan þeirra blasir tindur Þríhyrn- ings við. I suðvestri er langt hæðardrag er skyggir á Hlíðarenda en þaðan og til suðurs til Dímons sér maður yfir sandauðnina og Þverá og Markarfljót í þokumóðu til Vest- mannaeyja og hafs. Nú hefur þunna skýja- hulu dregið yfir Goðalandsjökul líkt og hann hafi breitt yfir sig skikkju til að hylja lögun sína. Allt flatlendið frá Hlíðarenda til Eyja- fjalla er hulið möl og sandi sundurskornum af sti-aumtungum er mynda fullkomið net um græna engjateiga. Héðan séð líkjast Landeyj- ar svæðunum við „Tipperne" (þekkt friðland fugla á Vestur-Jótlandi - innskot höf.,) sömu undarlegu flötu engin, sandur og vatn með fjarlæga bæi syndandi í hillingum við sjón- deildarhring. Það er örlítill austanblær og þoka leggst yfir frá hafi sem öðru hvoru hylur Vestmannaeyjar. ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.