Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 8
SIGUR ANDANS í LIST SVÖLU TÓNLISTARMAÐURINN. EFTIR SÓLVEIGU EGGERZ í dag er opnuð í Gerðar- safni sýning á verkum Svölu Þórisdóttur Salman sem bjó í Bandaríkjunum oq lést á síðasta ári fyrir aldur fram. Greinarhöf- undurinn, sem einnig býr í Bandaríkjunum segir, m.a.: „í myndum Svölu sjáum við manninn rísa frá náttúrunni og hverfa aftur til náttúrunnar." ÞEGAR Svala Þórisdóttir Salm- an lést 28. mars síðastliðinn fannst mörgum ósigur hennar sár. Falleg, heilbrigð kona beið lægri hlut fyrir óvægnum sjúk- dómi. Þótt læknamir teldu sig- ur sjúkdómsins vísan frá upp- hafi, barðist Svava hetjulegri baráttu og beitti öllum tiltækum vopnum gegn krabbameininu til að verjast dauðan- Þótt hún lyti í lægra haldi var ósigurinn ekki algjör. I stríðinu öðlaðist Svala andleg- an þroska sem vakti aðdáun þeirra sem fylgdust með henni. Líkamlegm- þróttur hennar þvarr en andlegur styrkur óx. Kraft- urinn birtist í myndunum sem hún málaði á því fjögurra og hálfs árs tímabili sem hún barðist við krabbameinið. Helming verka sinna málaði hún eftir að hún veiktist. Svala teiknaði og málaði frá því að hún var barn. Hún stundaði listnám á Islandi og í Ox- ford á Englandi. Mestan hluta ævi sinnar var hún búsett í Washington í Bandaríkjunum. Hún náði góðum árangri í mannamyndum og málaði meðal annars myndir af forsætisráð- herrunum Bjarna Benediktssyni og Geir Hallgrímssyni. Lífíð er gjöf, jafnvel þegar veikleikinn er hvað mestur. Þegar við erum svipt þeirri gjöf fyrir aldur fram hörmum við missinn og látum ekki huggast af þeim orðum Biblíunn- ar að „allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldarinnar“. Þeir listamenn eru til sem geta snortið mannlega sál þegar þörfín er mest, sem geta gert okkur skiljanlegt að mannleg tilvera er annað og meira en brot- hættur líkami okkar. Svölu opnuðust víddir andlegra heima og hún varð slíkur listamað- ur. Hún þráði að veita okkur hlutdeild í reynslu sinni. „Þér finnst myndimar mínar kannski harkalegar, en um leið muntu sjá að þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði hún við mig í ársbyrjun í fyrra. Hana langaði til að sýna myndirnar frá þessu síðasta tímabili ævinnar í von um að það gæti hjálpað öðrum konum sem svipað væri ástatt um. Ég skoðaði myndirnar hennar þá og oft ÍSLENSKIR jakar, 1997. Á LEIÐ inn í eilífðina. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.