Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 14
SAMAR - EIN ÞJÓÐ í MÖRGUM LÖNDUM 3. hluti HINN litauðugi klæðnaður er eitt helsta þjóðareinkenni Sama og er hann mismunandi frá einum stað til annars. Langt fram eftir öldum var hann þó tiltölulega einsleitur, en fór að taka breyt- ingum á síðari tímum. Myndin sýnir þá búninga, sem notaðir eru í Kautokeino í Finnmörk í Norður-Noregi. Konan lengst til vinstri er með silfurbelti um mittið, tákn um að hún sé gift. í Kara- sjok, sem er tiltölulega skammt frá Kautokeino, er búningurinn á allt annan veg. FJÓRIR MEGINHÓPAR EFTIR SIGURÐ ÆGISSON Enginn veit nákvæmlega hversu margir Samarnir eru og liggja Dar einkum tvær ástæður að baki. Önnur er sú, að í manntölum sem gerð hafa verið hafa ekki allir látið uppi um hið rétta þ óðerni sakir ótta við félagslegar afleiðingar Dess. Qíal> f Dcf ffW t í m noparffftfnu) »X i) i. a a ^ f a •* Pö fFsþr'f ftnttopg SAMAR eignuðust ekki ritmál fyrr en á 17. öld. Fyrsta bókin var stafrófskver og kom út árið 1619. Næstu bækur þar á eftir voru flestar af kristilegum toga, og raunar stafrófskverið í og með líka, eins og þessi mynd ber með sér, en hún sýnir blaðsíður 2 og 3 í umræddri bók; ann- ars vegar er trérista af krossfestingunni, hins vegar stafrófið. SÖMUM hefur gjaman verið rað- að eftir búsetu og lifnaðarhátt- um í fjóra meginhópa, þ.e.a.s. Sjávar-Sama, Fljóta- og vatna- Sama, Skóga-Sáma og Fjalla- Sama, og þá stuðst við samfé- lagsgerðina, eins og hún varð eftir breytingamar á síðmiðöld- um. Er það bara ein flokkunaraðferð af mörg- um, og að ýmsu leyti dálítið úrelt. Ef sú leið er farin er að minnsta kosti nauðsynlegt að muna, a) að á síðustu áratugum hefur ferða- mannaiðnaðurinn orðið að vaxandi tekjulind allflestra Sama, b) að þessir fjórhópar tala ýmsar gerðir samískunnar, enda dreifast þeir um og yfir landamæri Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands, eins og áður er nefnt, og c) að margir Samar em utan við þessa áð- urnefndu fjórskiptingu, enda eru breyttir tím- ar hvað varðar menntunarmöguleika o.þ.h.; t.d. er stór hluti þeirra búandi í Osló og Stokk- hólmi og fæst þar við hin ýmsu störf. Ef við höldum okkur við þessa gömiu röð- un, með framannefnt í huga, þá búa Sjávar- Samamir við firði Norður-Noregs og lifa aðal- iega á fiskveiðum og smábúskap. Fljóta- og vatna-Samarnir eru meðfram ám og vötnum í innri Finnmörk (í Noregi) sem og í Lapplandi (í Svíþjóð og Finnlandi) og lifa einkum á veið- um á ferskvatnsfiski og á jarðrækt, en leggja stund á dýraveiðar og berjatínslu í hjáverk- um; auk þess eiga sumir þeirra fáein hrein- dýr, sem Fjalla-Samar gæta ásamt sínum eig- in. Skógasamamir búa núorðið á afmörkuðum reitum í Lapplandi og á Kólaskaga; þeir eru hálfhirðingjar, lifa á dýra- og fiskveiðum, en eiga einnig litla hreindýrahópa, sem þeir flytja reglubundið á milli veiðilendna sinna, yfirleitt um skamman veg. Fjalla-Samarnir eiga heimkynni í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi, og lifa nær eingöngu á hreindýrarækt; dýrahjarðir þeirra geta orðið æði stórar, og er farið með þær langar vegalengdir milli sum- ar- og vetrarhaganna; núorðið hafa margir þeirra tekið upp hálffasta búsetu. Fjalla-Sam- amir, sem í hugum margra utanaðkomandi em hinir dæmigerðu Samar, vegna tengsla þeirra við hreindýrin, em þó tiltölulega lítill hópur, eða aðeins um 7% allrar Samaþjóðar- innar. í Noregi er það bundið í lög, að Samar einir megi rækta hreindýr, en slíku er ekki til að dreifa annars staðar. Hér mætti skjóta því inn, að á 18. öld voru hreindýr flutt inn í lífríki íslands, í þeim til- gangi að efla hér landbúnað. Öll komu þau úr Finnmörk í Norður-Noregi. Þetta gerðist fjómm sinnum á árunum 1771-1787. Fyrstu dýrin komu til Vestmannaeyja árið 1771, frá Soro, alls 13 eða 14; rúmum áratug síðar voru þau öll dauð. Næsti hópur kom árið 1777, frá Hammerfest, alls 23 dýr, og var settur á land í Hafnarfirði; gömul kýr var það eina sem eft- ir var árið 1930 Þriðja sendingin kom árið 1784, frá Kautokeino, alls 35 dýr, og var þeim sleppt á Vaðlaheiði norðan Eyjafjarðar. Þau brögguðust vel, og upp úr aldamótunum 1800 vom bændur farnir að kvarta undan ágangi dýranna í bithögum útigangspenings síns. Ymissa hluta vegna tóku hreindýrin að færa sig austur á bóginn, og era á fyrstu áratugum 19. aldar komin upp í Mývatnssveit. f kring- um árið 1850 er talið að þau séu orðin um 1.000 talsins, og haldi sig norðan og norðaust- an Mývatns, allt út á Reykjaheiði og Ásheiði; síðan tekur þeim að fækka. Síðast varð hrein- dýra vart á þessum slóðum árið 1936; þar var um að ræða smáhóp norðvestan Kröflu. Er talið að dýrin hafi rásað austur á bóginn og samlagast hreindýrastofninum í Múlasýslum, en hann var til kominn út frá 35 dýrum, sem flutt höfðu verið inn frá Avjovarre árið 1787. Þjóðernisvakning Undir lok 19. aldar vom Samar opinberlega farnir að rísa upp gegn menningar- og þjóðfé- lagslegu óréttlæti, einkum í Noregi og Sví- þjóð. En miðaði hægt. Við lok síðari heims- styrjaldar gerðist það, að menn fóru að líta með nýjum augum og skilningi ýmsa minni- hlutahópa. Kristallaðist þetta í Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1948. í kjöl- far þess hófst víða mikil þjóðemisvakning, m.a. í röðum Sama. Þeir höfðu líka margt upp á nágranna sína að klaga í gegnum aldalanga hörmungasögu. I Noregi hafði t.d. síðastliðin 250 ár verið rekin mikil herferð gegn siðum þeirra og tungu, og þeim gert að laga sig í einu og öllu að norsku samfélagi. Og þó var meðferð á rússneskum Sömum öllu ljótari. Að eitthvað sé nefnt. En nú hafði þetta fólk loksins náð athygli og samúð alheimsins. Og hefur enn. I uppbyggingarstarfinu hefur Noregur ver- ið í broddi fylkingar. Árið 1948 var þar í landi í fyrsta sinn opinberlega rætt um menntamál út frá samískum forsendum. Og árið 1956 var sett á laggirnar nefnd, sem var gert að kanna ýmis mál þeirra. Niðurstöður hennar voru svo 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.