Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 15
árið 1959 lagðar fyrir norska Stórþingið. Prátt fyrir mikla andstöðu úr ýmsum áttum þar má segja að ísinn hafí nú verið brotinn. Ef hratt er farið yfír sögu var hinn 18. ágúst árið 1956 komið á fót Norrænu Sama- ráði og árið 1974 Norrænni Samastofnun. Hún er staðsett í Kautokeino og að henni standa ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. I upphafí voru stjórnarmenn tólf, en árið 1997 var þeim fækkað niður í fímm, þar sem hvert áðurnefndra landa á sér full- trúa. Er stofnunin fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni, og unnið kröftuglega að ýmsum samískum rannsóknum, m.a. í réttar- og menningarsögu, sem og tungumálavísind- um. Árið 1998 voru 16 verkefni í gangi og jafnmargir vísindamenn að störfum. Samar á Norðurlöndum halda nú eigin þing, sem aðallega hafa ráðgefandi hlutverk gagnvart stjórnvöldum í viðkomandi löndum. Finnskir Samar riðu fyrstir á vaðið, 9. nóvem- ber árið 1973; það var í fyrstu nefnt „sendi- ráð“, en með lögum frá 1996 var því gefið meira svigrúm og vald í eigin málum, og nafn- inu breytt; þingmenn eru tuttugu, og aðsetur í Enari. Norskir Samar komu næstir; hinn 9. október árið 1989 setti Ólafur V. Noregskon- ungur fyrsta þingið í Karasjok í Finnmörku, þar sem aðsetur þess er; þingmenn eru 39. I Svíþjóð var þing sett á laggirnar 25. ágúst ár- ið 1993; þingmenn eru 31, og aðsetur er í Kiruna. Rússneskir Samar hafa ekki enn náð þetta langt í baráttu sinni, en árið 1989 mynd- aðist fyrsti vísir að slíku, er þeir bundust sam- tökum um eigin mál. Árið 1992 var þeim boðin innganga í Norræna Samaráðið og um leið var ákveðið að breyta nafninu í Samaráðið. Það er fjármagnað af Norðurlöndunum, í gegnum Norræna ráðið, og hefur aðsetur í Utsjoki í Finnlandi. Hinn 15. ágúst 1986 eignuðust Samar og tóku í notkun eigin þjóðfána, sem var hannað- ur af listakonunni Astrid Báhl frá Skibotn í Tromsfylki í Noregi. Frá árinu 1986 hafa þeir líka átt eigin þjóðsöng, „Sámi soga lavla“ (Öð- ur hinnar samísku fjölskyldu); ljóðið var ort árið 1906 af norska Sjávar-Samanum Isak Saba, en höfundur lagsins er Arne Sörlie. Og síðan 1993 hafa þeir átt sér eigin þjóðhátíðardag, 6. febrtiar, en þann dag árið 1917 hittust Samar úr norðri og suðri í Þrándheimi og ræddu þar sam- eiginleg mál fyrsta sinni. Nútíminn Enginn veit nákvæmlega hversu margir Samarnir c;ru, og liggja þar einkum tvær ástæður að baki. Önnur er sú, að í mann- tölum, sem gerð hafa verið, hafa ekki allir látið uppi um hið rétta þjóðerni sakir ótta við félagsleg- ar afleiðingar þess (enda var allt fram undir miðja þessa öld litið niður á Sama í ríkjunum fjór- um), eða vegna þess að menn töldu sig ekki lengur vera í þess- um hópi, talandi nú allt aðra tungu sem fyi-sta mál. Hin ástæðan er landfræðileg dreif- ing Samanna, þar sem ólík lög og reglur gilda. I þekktri bók um Samana eft- ir Israel Ruong, sem kom út fyrsta sinni árið 1975, var t.a.m. álitið að Samar væru alls 35.000 talsins. í endurskoðaðri útgáfu bókarinnar, 1982, voru Samar taldir um 60.000. Þetta er um 58% aukning, og er engan veginn hægt að skýra hana með aukinni tíðni fæðinga einni saman. Annað liggur hér einnig að baki, þ.e.a.s. aukið þor, í ljósi nýrra og breyttra tíma. Og þessi tala átti eftir að hækka, eftir að Samar í Noregi kváðu árið 1980 nánar á um það, hver eiginlega gæti talist vera Sami, en það er hver sá einstaklingur, sem a) notar samísku umfram önnur mál, eða á/átti föður, móður, afa eða ömmu, sem notar/notaði samísku á áðurnefndan hátt; b) telur sig vera Sama og fylgir í einu og öllu lögum og reglum samísku þjóðarinnar og sem réttkjörnir full- trúar hennar einnig taka fyrir Sama, eða c) á föður eða móður sem uppfylla áðurnefnd skil- yrði. í Svíþjóð og Finnlandi tóku Samar upp álíka viðmiðun. Þótt tölur séu á reiki í heimildum mun ekki fjarri lagi að ætla, að Samaþjóðin hafi nú á tímum að geyma um 100.000 manns. Flestir munu þeir vera í Noregi, rúmlega 50%, í Sví- þjóð um 20%, í Finnlandi um 6%, í Rússlandi um 2%. Og í Norður-Ameríku um 20%. Samar eignuðust ekki ritmál fyrr en á 17. öld. Fyrsta prentaða bókin var stafrófskver, ritað á bjagaðri pite-samísku og kom út árið 1619, en aðaláhersla var svo lögð á prentun kristilegra bókmennta. Eitt grundvallairita Lúters, Fræðin minni, kom t.d. út þegar árið 1633 (á pite-samísku) og 1728 (á dawi- samísku), Nýja testamentið árið 1755 (á pite- samísku), 1840 (á dawi-samísku) og 1903 (á lule-samísku), Biblían öll árið 1811 (á pite- samísku) og 1895 (á dawi-samísku), sálmabók árið 1870 (á dawi-samísku). Á öðrum samísk- um tungum er minna til og yfirleitt yngra. Helstu nöfn í ritmálssögu Samanna teljast vera Knud Leem (18. öld), Pehr Fjellström (18. öld), Lars Levi Læstadius (19. öld) og Nils Vibe Stockfleth (19. öld). Fyrsta dagblaðið kom út á árunum 1873-1875 (á dawi-samísku). Á þessari öld hefur aðaláherslan verið lögð á að reyna að færa stafsetninguna til betri vegar. Samar á Kólaskaga fengu ekki ritmál fyrr en árið 1933. Þeir nota kýrillískt letur, en aðrir Samar latneskt. Utvarpssendingar á samísku hófust árið 1946. IÐNAÐUR sem ætlaður er ferðamönnum er orðin tekjulind margra Sama nú á tímum. Allur handiðnaður Samanna gengur undir nafninu duodji og skiptist í „harðan" (listafurðir karlanna, s.s. útskurður, hnífagerð o.þ.u.l.) og „mjúkan" (listafurðir kvennanna, s.s. útsaumur, körfugerð o.þ.u.l.). Önnur myndin sýnir tvo útskorna hnífa, hin lule-samískt belti. Nú á tímum er allmikil gróska í þessum málum og gefin út bæði dagblöð og tímarit, flest þó á dawi-samísku. En það var ekki fyrr en upp úr 1970 að menn fóru að taka við sér fyrir alvöru og semja bókmenntir. Á meðal þekktustu rithöfunda og skálda af yngri kynslóðinni eru Rauni Magga Lukkari, John Gustavsen, Ailo Gaup og Nils Viktor Aslaksen. Og tónlist Sa- manna, joikið, er í miklum blóma, sem og handiðnaðurinn, duodji, og önnur menningar- starfsemi. Er því ljóst að Samar eru komnir til að vera. Árið 1980 létu þeir frá sér á prenti eftirfarandi yfirlýsingu: 1. Við, Samar, erum ein þjóð, og leyfum ekki að landamæri annarra ríkja skilji okkur að. 2. Við eigum okkur eigin sögu, hefðir, menningu og tungumál. Við höfum erft frá liðnum kynslóðum rétt til lands og vatns og til að lifa hér og starfa. 3. Við höfum rétt til að varðveita og leyfa samfélögum okkar að þróast út frá eigin for- sendum og kringumstæðum og munum einum huga standa vörð um landsvæði okkar, auð- lindir og menningararf, svo að afkomendur okkar geti síðar við því tekið. Hin einkennilega staða er hins vegar þessi, að Samar eru allt í senn a) ein þjóð, b) minni- hlutahópur í fjórum sjálfstæðum löndum (auk þeirra, sem eru í Norður-Ameríku), og c) lög- giltir íbúar og þvi óaðskiljanlegur hluti áður- nefndra þjóðlanda, ásamt öllum hinum, sem þar búa. Hvort hið bjartsýna og langþráða markmið, sem einkum fram kemur í þriðju grein yfir- lýsingarinnar, nær í öllu fram að ganga, er því ekki sjálfgefið. Því miður. Aðstæður eru bara slíkar. En þeir gætu komist langt. Höfundur er guðfræðingur og þjóðfræðingur fró Háskóla íslands og núverandi fulltrúi ísiands í stjóm Norrænnar Samastofnunar (Nordisk Samisk Institut). ERLENDAR BÆKUR FRIÐLAND VIÐ SUÐUR- PÓLINN TIM and Pauline Carr: Antarctic Oasis. Under the Spell of South Georgia. Foreword by the Duke of Edinburgh. W.W. Norton - Company. New York - London 1998. SUÐUR-GEORGIA er um 300 mílur í suðaustur frá Falklands-eyjum. Eyjan er innan markalínu suðurpólsins. Ein- angrun og fjarlægð eyjunnar frá byggð- um bólum og ósnortin náttúran hafa vakið athygli þeirra sem leita friðlanda og fjallgöngumanna og skíðamanna ásamt fuglaskoðara. Mörgæsir spranga þarna um og fuglalíf er fjölbreytt. Eyjan heyrir undir bresku krúnuna, og þarna er staðsett fámenn sveit úr breska hern- um. Einu íbúarnir eru höfundar þessar- ar bókar, hafa haft þarna fasta búsetu undanfarin fimm ár. Þau búa í seglskipi, sem er komið til ára sinna, varð nýlega 100 ára gamalt. Þetta er glæsileg bók, prýdd myndum sem höfundarnir hafa tekið. Þau hafa kannað eyna og lýsa fugla- og dýralífi. Þau hafa klifið fjöllin og farið langar ferðir um jökla og snævi- þaktar hlíðar. Umhverfis eyna eru selir og hvalh- á ferðinni, þau lýsa þessu fjöl- skrúðuga dýralífi og hátterni mörgæsa og annarra fuglategunda og hafa náð eftirminnilegum myndum af þessum skepnum. Cook skipherra varð fyrstur til að finna eyna, lenti þar 1775 og helg- aði eyna George III Bretakonungi. Hér eru náttúruöflin alls ráðandi, skyndilega er allt orðið grænt á vorin, undirlendi og fjallshlíðar, vai'jhð hefst og kvak fugl- anna rýfur veturinn, en á vetrum er allt undh' snjó og hafísjakar fylla firði og flóa. Höfundarnir lýsa vel þeim viðbrigðum sem „nútímamaðurinn" verður fyrir þegar hann kemst úr helsi nauðungar tíma, umferðarteppu idíótíski'ai' marg- miðlunar og auglýsingaáþjánar í heima kletta, hafs, fjalla og iðandi dýi'alífs suð- urhjarans. Hertoginn af Edinborg skrifar for- mála. Hann lýsir eynni sem einu af þeim fáu friðlöndum sem eru ósnortin, hann sá þessa kuldalegu eyju af skipsfjöl Britannicu fyrir fjörutíu árum og hreifst af hrikalegu landslagi og iðandi dýralífi láðs og lagar. Hann þakkar höfundunum fyrir þessa sérstæðu bók, „sem er einmitt bók fyrir þá sem hafa smekk fyr- ir því sem er sérstætt og óvenjulegt.“ SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON GUÐMUNDUR ÓLI SCHEVING AÐ ELSKA Að eískn er eins og að standa á brún hengiflugsins Pú vilt ekki hrapa niður, en vilt samt hrapa niður Að elska er eins og allar flóðgáttir heimsins steypist yíh' þig Þú vilt ekki drukkna, en vilt samt drukkna í ást Að elska er eins og að eiga óútfyllta ávísun á hamingjuna þora ekki að skipta henni og fá henni hvergi skipt Að elska eru örugg endalok hvers manns í framtíðinni En framtíðin hefur sín endalok sem byggja á elskunni í framtíðinni Úr Ijóðabók sem væntanleg er ó þessu óri. Höfundurinn er framleiðslustjóri í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.