Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 16
LJÓN og fjöllistamenn, Terracotta, Kína, Han-tímabilið, 209 e.K. Cernuschi-safnið. MEIRA AF MINNI SÖFNUM Minni söfnin í París, hvort heldur í hlut eiga rausnarleg- ar gjafir einstaklingg til borgarinnar eða franska ríkis- ins, ellegar í kringum nafnkennda listamenn tóku hug BRAGA ASGEIRSSONAR fanginn á síðastliðnum haust- mánuðum. ekki síður en hin stóru oa viðameiri. oq þangað leitaði hann reglulega á flakki sínu um bor^a" Á ÉG skrifaði greinaflokk minn af fyrri dvöl á Kjarvalsstofu sumarið 1989, greindi ég einnig frá nokkrum minni söfnum og skal það ekki endurtekið. Verð- ur einungis hermt frá nokkrum til viðbótar, því listflóra París- arborgar hefur á sér fleiri hlið- ar sem gefa skal gaum. Þá er frá svo mörgu að herma, að sum söfnin verður ekki nálgast að bragði nema í ítarlegri umfjöllun, jafn mikilvæg og þau eru í sögulegu samhengi, jafnvel einstaka munir eru gild fóng í langa ritgerð, jafnvel bók, að ekki sé talað um sögulega skáldsögu. Skal framar öðru leitast við að vekja forvitni fólks og kynda undir áhuga á sjón- og formrænum atriðum, hvers vægi hefur stóraukist í jöfnu hlutfalli við tækniframfarir, síaukna mötun, áreiti og stöðlun. Menn eru farnir að skilja það og meðtaka betur en í annan tíma, hve einstakt fágæti þetta er og að nálgast beri þá hluti opnum og hlutlægum augum sem aldirnar frambáru í list, handverki, listiðnaði og hönnun, hvaðan sem þeir koma. Trúarbrögð og andstæð sjónarmið í stjórmálum eiga síst af öllu að myrkva mönnum sýn, því að þar hefur mannkynið afleita reynslu, ekki síst á þessari öld svokallaðra tækniframfara, sem hafa borið í sér þúsundfalt hraðvirkari eyð- ingu en áður þekktist. Þannig getur það líka verið mikil lifun að skoða alþýðu- og verka- mannasöfn ekki síður en íburðarmikla list . háaðalsins og allt þar á milli, veigurinn felst í því hvort um ekta og upplifaða hluti sé að ræða er höfða til formskynjunar viðkomandi. í öllum tilvikum er þá um gilt og mikilshátt- ar sköpunarferli að ræða sem hefur yfirburði yfir allt það yfirborð fánýti og hjóm er eyðist og glatast, sem stöðluð fjöldaframleiðslan hefur í sívaxandi mæli framborið allt frá dög- um iðnbyltingarinnar. Hver vill ekki frekai' drekka hina ýmsu heitu neysluvökva dagsins úr postulínsbollum eða áfenga drykki úr sér- hönnuðu gleri en plast- og pappamálum, eða neyta fábrotinnar fæðu úr fagurlega formuð- um aski en plast- og pappadiskum? Þeir sem hugsa einungis um augnablikið og neyslu dagsins, jafnframt að úrelda hluti gærdags- ins, vakna fyrr en varir við að vera sjálfir orðnir úreltir og óþarfir. Mjög fáir þeirra framsæknu listamanna sem tóku út þroska sinn um miðbik aldarinnar hefðu með nokkru móti getað látið sér detta í hug, að það sem þeir fyrirlitu einna mest myndi öðl- ast stóraukið vægi á ný, einmitt fyrir nýja tíma og tækniframfarir. Nú í lok aldarinnar og er bjarmar af nýrri öld og árþúsundi, skiptir höfuðmáli, að fagur hlutur er hverj- um yndi sem meta kann, hvenær sem hann var gerður og hvaðan sem hann kom, er þó helst til prýði í sínu rétta umhverfi... -Það er stuttur gangur frá safni Jaeuemart André, sem áður getur, upp til Chemuschi-safnsins í Monchau-garðinum við trjágöng Velasques, er ganga út frá mið- biki Malesheres-breiðgötunnar. Safnið hýsir mikið magn frábærra kínverskra og jap- anskra listmuna, sem auðjöfurinn og bank- hafinn Henri Chernuschi, 1821-1896, ættað- ur frá Mílanó, sankaði að sér í stórhýsi sitt og ánafnaði hvorutveggja Parísarborg 1896. Hann hafði farið í heimsreisu 1871 ásamt listrænum ráðunauti sínum, Théodere Duret, stuðningsmanni impressjónistanna, og sneri ekki úr henni fyrr en tveim árum seinna og þá með mikið magn fágætra aust- urlenzkra listmuna. Mun nær okkur í tíma STOFA í Rómantíska safninu, mynd af George Sand á veggnum. LOUISE-Elisabeth Viegée Lebrun, 1755-1842, Baccante, 1785. Safn Nissim de Camondo. og rúmi er þó safn er ber nafnið Nissim de Camondo og er í næsta nágrenni. Annar auð- jöfur og bankhafi, Moise de Camondo, fædd- ur í Konstantínópel 1860, hafði sankað að sér miklu safni verðmætra 18. aldar listmuna. Ánafnaði Parísarborg 1935, ásamt tveim samtengdum stórhýsum, til minningar um Nissim einkason sinn sem féll í fyrri heims- styrjöldinni. Camondo ættin var komin af fornum spönskum gyðingakynstofni, Sephardi, sem með tímanum varð voldugasti banki ottómanska heimsveldisins. Á tímum öngþveitis í tyrknenskum fjármálum uppúr 1860 fluttust Nissim, faðir Moise ásamt föð- urbróður, Abraham Behor, til Parísarborg- ar. Hinn fyrsti de Camondo, og upphafsmað- ur ættarveldisins, Abraham Salomon, var gæddur mörgum mjög óvenjulegum gáfum, mikill persónuleiki, ímynd og tákn hins full- komna frama, ásamt því að vera drjúgur mannfræðingur. Stofnaði m.a. fyrsta gyð- ingaskólann í Konstantínópel, þar sem áhersla var lögð á erlend tungumál, ekki síst frönsku, hann var þess fullviss að rót fátækt- ar væri að finna í ólæsi og fáfræði og borgaði kennsluna að hluta úr eigin vasa. Hann var austurrískur ríkisborgari og fulltrúi austur- rísku stjórnarinnar í Konstantíónópel, og sem slíkur fór hann ásamt fjölskyldu sinni til Vínarborgar til að vera viðstaddur krýningu Franz Jósefs 1854. En 1865 er hann kominn til Ítalíu og gerist ítalskur ríkisborgari, stuðningsmaður Victors Emmanúels II í mikilvægum málum, sem galt honum fyrir með því að aðla hann og gekk greifatitillinn áfram til yngri meðlima fjölskyldunnar og þannig var Nissim aðlaður seinna sama ár. Abraham Salomon var yfir áttrætt er hann settist að í París og dó þar nokkrum árum seinna, en bálför hans fór fram með mikilli viðhöfn í Konstantínópel 14 apríl 1873. Þátt- ur skörungsins í uppbyggingu borgarinnar var ótvíræður og borgin sem í álögum meðan á athöfninni stóð. Húsið í Monceau-garðinum, teiknað af Denis Louis Destor, reis á árunum 1870-75 og varð fljótlega miðstöð íburðarmikilla sam- kvæma sem urðu umræðuefni borgarbúa. Nissim hafði verið valinn til að vera í forsvari fyrir heimssýninguna í París 1889, en dó í janúar það ár og í lok sama árs dó einnig bróðir hans, Abraham Behor. Þeir skildu eft- ir sig traustan banka og féll það í hlut frænda þeirra Isaac de Camondo að leiða hann, en vegna síversnandi heilsu neyddist 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.