Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 17
BÓKAHERBERGIÐ með stólum í stíl Lúðvfks VI. Safn Nissim de Camondo. JEAN-Baptiste-Maire Pierre, 1713-1789, Dapurlega sagan. Safn Nissim de Camondo. NISSIM de Camondo, 1892-1917, sem safnið heitir eftir. sá að draga úr umsvifunum og gefa þau í Konstantínópel upp á bátinn. Hann lést 1911 og 1917 var bankinn lokaður. Isaac var afar merkilegur safnari sem var tíður gestur hjá listaverkasölum svo sem A. Vollard, Durand Ruel og A. Bernheim, sem sýndu verk eftir Cézanne, Corot, Degas, Jonkind, Monet o.fl. Fór að ráðum þeirra og keypti verk eftir þá, en einnig Manet, Pissar- ro og Sisley, sem hann hreifst af. Var mikill aðdáandi austurlenzkrar listar og falaði af listakaupmanni nokkrum 400 japanskar trér- istur af háum gæðaflokki. Hann var líka tón- listarunnandi, brimbrjótur og frammámaður á því sviði. Var í forsvari félagsskaparins vin- ir Louvre, og meðlimur í samtökum þjóð- listasafna. Arfleiddi Louvre að safni sínu, sem vegna sérstöðu sinnar skiptist á milli Guimet-, Louvre- og Orsay-safnanna og hall- arinnar i Versölum. Þá er komið að Mo'ise de Camondo, sem tók við bankanum, en áður og eftir að móðir hans lést 1910 hafði fjölskyldan flutt í húsið að rue Monceau 63. Ymsar tilgátur eru um það hvers vegna átjánda öldin var öðru frem- ur ástríða hans, hvort það hafi verið ætt- gengt eða tískuhrif sem bræðurnir Goncourt komu af stað eða þá sérstakur metnaður á uppboðum. Hann hafði kvongast Irene Chaen d’Anvers 1892 og eignaðist með henni tvö börn; Nissim sem fæddist 1892 og Béat- rice tveim árum síðar. Hjónabandið var mis- heppnað og því lauk 1901, en hann hlaut for- ræði barnana og lagði metnað sinn í að ala þau upp á ábyrgan hátt. Þegar hann flutti inn í húsið rættist gamall draumui’ hans um 18. aldar hús undir safn sitt, og við lát Isaacs rýmkaðist svo um fjárhaginn að hann réði til sín nafnkennda arkitekta til að endurskipu- leggja vistarverurnar í anda þeirra tíma. Forhliðin og anddyrið hafa svip af ýmsu sem Maria Antoninetta spúsa Lúðvíks XVI hélt svo mikið upp á og vafalítið margt hið innra einnig. Húsið telst er svo er komið eitt gleggsta dæmið um borgarlegar vistarverur í París á 18. öld. Fráfall sonar hans í loftbardaga 5. septem- ber 1917 hafði svo djúpstæð áhrif á Moise að hann var yfirkominn af sorg. Eirði ekki fyrr en hann hafði komið jarðneskum leifum hans í fjölskyldugrafreitinn í kirkjugarðinum á Montmatre-hæðum, en til þess þurfti hann að bíða fram í janúar 1919. Uppfrá þeim ör- lagaríka septemberdegi er Moi'se frétti lát sonar síns hugsaði hann um það eitt að helga sig söfnunarástríðu sinni í minningu Nissims. Öllum þeim sem unna fögrum hlutum hlýt- ur að verða þetta safn ógleymanlegt, og við skoðun þess var sem mér áskotnaðist lykill- inn að orðkynngi Mai’chels Proust, sem ég var þá að lesa. Öll þessi heillandi og upp- höfnu smáatriði ritaðs máls, töfrandi lang- loka og mælska birtust mér þarna í formi völundarsmíði sjónrænna at- riða þar sem allt, smátt og stórt, var fastskorðað í eina samræmda heild, eins konar sjónræna samræðu. Ög und- arlegt til þess að hugsa, að meðal þeirra sem sendu Moi- se samúðarbréf og sagðist þar ekki vita hvort nafn hans hefði í því sambandi einhverja þýðingu, þeir hefðu eitt sinn skipst á nokkrum orðum í kvöldverðarboði hjá Madame Chaen, var Marchel Proust... Þennan dag lá leiðin enn lengra upp hæðina í átt til Montmartre og nú til að sækja heim Maison Renan-Scheffer, við Rue Chaptal 16, þai’ sem málari innblásinn af rómantík- inni, Aii Scheffer, 1795-1858, hélt hús í heil 30 ár. Þetta er ekki einungis yfirmáta fallegt hús ásamt mikilli sérbyggðri vinnustofu, heldur nafnkennt fyrir það að á hverjum fóstu- degi tók hann á móti mærum vinum sínum og á meðal þeirra voru Delacroix, Liszt, George Sand og Emest Renan. Reyndist lítið en yndislegt safn sem geymir ýmsar minjar tímanna, þar á meðal skart- gripi George Sand og margt fleh’a sem minnir á hana, hár- lokka, hanska, málverk, teikn- ingar o.m.fl. Það fai-a um skrif- ara heitir straumar er honum verður hugsað til stundanna þai’na, því hverfíð er svo lifandi og göngutúrinn þangað ríkur af upplifunum. Aðeins ofai- er CUchy-breiðgatan naftikennda, en líka alræmda, með Comedie de Paris ann- ars vegar og gjálífishverfinu Pigalle hinsveg- ar, en hvorutveggja sneri hann bakhlutanum að að þessu sinni og arkaði niður til Trinity- kirkjunnai’, sem hann skoðaði vel og síðan að ópera Gardiers, Printemps Haussmann og Madeleine-kirkjunnar. Góður dagur það... Þegar maður hefur virt fyrir sér slíka hluti sem í safni Jacuemert André og Nissim de Camondo skilur maðui’ kjarna franskrar tungu, rökræðu og listar. Allt sækir safa, rætur og vaxtarmögn í sjálf náttúrusköpin allt um kring sem fjarlæga furða náttúrann- ar, og sönnun þess fékk ég óvænt beint framan í mig daginn eftir á Afríku- og Út- hafssafninu, Musée des Arts d’Afrique et d’Océanie í Vicennes í austurborginni. I kjallara byggingarinnar er undursamlegt lagai’dýrasafn og við skoðun ótal afbrigða lit- ríkra ski-autfiska, þar sem samræmið er meistaraverk náttúrunnar, fannst mér ég vera kominn aftur til 18. aldar og vera að vh’ða fyrir mér samræmið í vistarveram franska háaðalsins... GUÐRÚN BJÖRK STEINSDÓTTIR STUND Manstu hvernig hún kjagaði á eftir þér þungum sporum, eins og farlama gamalmenni, grettin, forn, riðandi undan sligandi ellibelgnum. Hægt. Svo óra, óra, hægt, og með löngum, löngum hvíldum þegar mest lá á. Þú beiðst. Eilífð. Eilífðarstund. II. En rétt þegar þú sagðir „Mín stund mun koma!“ þá greip hún tækifærið. Tók á rás, flaug hjá þér, frá þér. Flýr þig, fögur, fótfrá, dokar ekki. Þú á eftir, vilt grípa augnablik, óskastund. III. Leistu undan þegar hún varpaði af sér ára, ára þungri skjóðunni? Þú gi'ettist af átökum, byi'ðin sígur í, þyngir spor þín. IV. Skyndilega kemur hún. Opnir móður-armar, vilja létta af þér, varpa inn um gáttina skjóðunni. Aleigunni. Þú þekkir hennar fangbrögð. Hún hefur knéfellt iiprari leggi, með mjaðmahnykk, hælkrók. Tekur fast á móti, beitir hinstu brögðum, þar til hún er þín. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.