Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 2
„B-R- BOOM“ eftir Erró. LESANDINN STENDUR Á ÖNDINNI SKALDSAGAN Meðan nóttin líður eftir Fríðu A. Sigurðardóttur hefur fengið góðar viðtökur og lofsamlega dóma í þýskum fjöl- miðlum en bókin kom fyrir skömmu út í Þýskalandi hjá Steidl-forlaginu. Erika Dingeldey skrifar í Fuldaer Zeitung: „Sex kyn- slóðir íslenskra kvenna vekur höfundurinn Fríða A. Sigurðardóttir til lífsins í þessari fjölskyldusögu. Og hún gerir það með því Fríða Á. skrautleysi sem okkur virð- Sigurðardóttir ist hæfa þessu landi sem er okkur svo fjarlægt og framandi. Tungutak höfundarins er þurrlegt, hart og kalt, já, næstum grimmdarlegt, en fullt af forneskjulegri fegurð og óvenjulegum krafti." Meðan nóttin líður kom út árið 1990 og hef- ur síðan verið gefin út í Tékklandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Englandi, auk Þýskalands. Bókin er marg- verðlaunuð. ERRÓÁ UPPBOÐI í KAUP- MANNA- HÖFN VERKIÐ „B.R. Boom“ eftir Erró verður til sölu á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn á þriðjudag í næstu viku. Uppsett verð er 60.000-80.000 danskar krónur, eða um 640-850 þúsund íslenskar krónur. Einnig verður á uppboðinu á miðvikudag málverkið „Iceland" eftir Jóhannes S. Kjarval, fjalla- landslag frá árinu 1957. Sama verð er sett á það og verk Errós. Þá verður á uppboði hjá Kunsthallen í Kaupmannahöfn á þriðjudag landslagsmálverk eftir Ólaf Túbals. Uppsett verð er 4.000 danskar krónur eða um 425 þús- und íslenskar. RIFBJERG FÆR „LITLU NÓBELSVERÐLAUNIN" Kaupmannaliöfn. Morgunblaðið. ur síðan verið kvikmynduð og er fast lestrarefni danskra skóla- barna. Risi í dðnsku menningarlifi Rifbjerg er algjör risi í dönsku menningarlífi, ekki bara af því hann er hávaxinn, hlær hátt, tal- ar hátt og baðar út höndum, heldur einnig af því að orð hans hafa átt svo ríkt erindi við landa hans. Þeir hafa gjaman skipst nokkuð í tvö horn gagnvart hon- um. Annars vegar eru þeir sem eru einlægir aðdáendur hans. hins vegar þeir sem þola hann ekki og það eru kannski ekki síst þeir sem orðið hafa fyrir beittu háði hans. En allir geta verið sammála um lega þótt nokkur orðhákur, en hefur stillst með aldrinum og sést nú sjaldan í fjölmiðlum eða á samkomum. Það hefur heldur ekki skort á viðurkenningar til hans. Fyrir bókina „Anna (ég) Anna“ út- varpssaga, sem kom út 1969 fékk hann bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs og sú bók varð einnig til að vekja athygli á hon- um á íslandi. Þetta var á róttæk- lingsárunum og hann notaði tækifærið við afhendinguna til að ausa úr skálum reiðinnar yfir við- stadda stjórnmálamenn. Það reiknar enginn með að það end- urtaki sig við afhendingu nor- rænu verðlaunanna nú 7. apríl. Hann segist ætla að koma fram af þeirri virð- „EG ER ánægður með að fá þessi verðlaun. Hugsaðu þér bara hve það yrðu mikil læti, ef ég fengi Nóbelsverðlaunin," sagði glaðbeittur Kiaus Rifbjerg í samtali við danska útvarpið. Tilefnið var að Sænska akademían tilkynnti að Rifbjerg hlyti norrænu bókmenntaverð- laun akademíunnar, sem stundum eru kölluð „litlu Nóbelsverðlaunin", en akademían til- nefnir einnig hinn eiginlega Nóbelsverðlauna- hafa. Það er ekki höfundur, sem aðeins hvílir á fornri frægð er hlýtur verðlaunin. Þrátt fyr- ir langan og afkastamikinn feril er Rifbjerg enn að og í haust kom út minningabók eftir hann, „Billedet“, sem að margra dómi er eitt það besta, sem frá honum hefur komið. Rifbjerg er fæddur 1931. Fyrsta bókin hans, ljóðabókin „Under vejr med mig selv“, kom út 1956 og síðan hefur ekkert lát verið á ljóðum, skáldsögum, leikritum og handritum að sjónvarpsmyndum og kvikmyndum úr penna hans, að ónefndum hafsjó blaða- og tímaritsgreina. Ljóðabækur hefur hann sent nokkum veginn árlega frá sér og ýmsir bók- menntarýnar álíta að þar takist honum að jafnaði best upp. Fyrsta skáldsaga hans, „Den kroniske uskyld" kom út 1958. Hún hef- elja hans og afköst eru með ólíkindum og að þar er margt bitastætt að finna. Auk skáldskapar og bókmennta hefur hann óspart beitt sér í danskri umræðu af öllu tagi og skarpar kjallaragreinar hans og skoðanir eru víðfrægar heima fyrir. Hann hefur iðu- ingu er sæmi samkundunni. Heima fyrir hefur hann fengið allar helstu viðurkenningar sem veittar em dönskum rit- höfundum. Verðlaun akademíunnar koma því í kjölfar langrar raðar fyrri viðurkenninga til þessa glaðlega skálds og rithöfundar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigftúni Gallerí Horn Sesselja Björnsdóttir. Til 24. mars Gallerí Listakot Soffía Arnadóttir. Til 28. mars. Gallerí Stöðlakot Jón Adólf Steinólfsson. Til 28. mars. Gerðarsafn Vestursalur: Rúna Gísladóttir. Aust- ursalur: Guðrún Einarsdóttir. Neðri hæð: Mireya Samper. Til 28. mars. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Samsýning sex einfara: Svava Skúladóttir, Sigurður Einarsson, Hjörtur Guðmundsson, Þórður Valdimarsson, Sigurlaug og Guðrún Jónasdætur. Til 9. maí. Hallgrímskirkja Kristján Davíðsson. Til 15. apríl. Hafnarborg Norræn samsýning. Til 22. mars. Háskólabókasafn Örsýning - Bríet Héðinsdóttir. Til 30. apríl. Ingólfsstræti 8 Ivar Valgarðsson. Til 21. mars Kjarvalsstaðir Hönnun eftir Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young. Ljósmyndir Spessa. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gryfja: Kristín Isleifsdóttir, keramik. Sigrid Valtingojer, grafík. Arinstofa: Svavar Guðnason, úr eigu safnsins. Til 28. mars. Listasafn Árnesinga Ragnheiður Jónsdóttir. Til. 5. apríl. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Salur 1: Fjórir frumherjar; Þór- arinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stef- ánsson og Jóhannes S. Kjarval. Til 11. apríl. Salur 3: Sigmar Polke. Til 28. mars. Salur 4: Gunnlaug- ur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason og Snorri Ar- inbjarnar. Til 18. apríl. Ljósmyndir Janniet Eyre. Til 18. apríl. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ofeigs, Skólavörðustfg 5 Friðríkur. Myndljóðsýning. Til 27. mars. Norræna húsið Anddyri: Ljósmyndir af rithöf- undum eftir Ulla Montan. Til 21. mars. Nýlistasafnið Rósa Gísladóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og ívar Brynjólfsson. Til 28. mars. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýning. Þriðj., mið., fím. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Sýning nýútskrifaðra arki- tekta, innanhússarkitekta og iðnhönnuða. Til 23. mars. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Þjóðarbókhlaðan Lárus H. List. TIl 26. mars. TONLIST Laugardagur Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmonía. Kammersveit. Sólrún Bragadóttir, Elsa Waage, Snorri Wium og Bergþór Pálsson. Requiem Moz- arts. Kl. 17. Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: Djasshljómsveitin Tíma- sprengjan. Dagskrá um Dave Brubeek. Kl. 20.30. Langholtskirkja: Kl. 20.30. Sjá laugardag. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: A Capella sönghópurinn Emil og Anna Sigga. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Karlakórinn Fóstbræður, Bjarni Thor Kristinsson, bassi og Steinunn Birna, píanóleikari. Kl. 20.30. Miðvikudagur Norræna húsið: Háskólatónleikar: Unnur Vil- heimsdóttir, píanóleikari. Kl. 12.30. Langholtskirkja: Karlakórinn Fóstbræður. Kl. 20.30. Sjá þriðjudag. Föstudagur Laugardalshöll: Sinfóníuhijómsveit íslands. Jesus Christ Superstar. Stjórnandi Martin Yates. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, frums. 21. mars. Mið. 24., fim. 25. mars. Asta Sóllilja, frums. 21. mars. Tveir tvöfaldir, fös. 26. mars. Brúðuheimiii, lau. 20. mars. Bróðir minn ljónshjarta, lau. 20. mars. Abel Snorko býr einn, íos. 26. mars. Maður í mislitum sokkum, lau. 20., sun. 21., fim. 25., fós. 26. mars. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 20., sun. 21. mars. Horft frá brúnni, lau. 20. mars. Sex í sveit, lau. 20., fös. 26. mars. Fegurðardrottningin frá Línakri, sun. 21. mars. Islcnski dansflokkurinu Diving, Flat Space Moving og Kæra Lóló, sun. 28. mars. íslenska Óperan Hellisbúinn, lau. 20., sun. 21. mars. Leikfclag Akureyrar Systur í syndinni, lau. 20., fös. 26. mars. Loftkastalinn Hattur og Fattur, sun. 21. mars. Iðnó Hnetan, sun. 21. mars. Rommí, fös. 26. mars. Frú Klein, fim. 25. mars. Leitum að ungri stúlku, mið. 24., fim. 25., fös. 26. mars. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Bertolt Brecht, lau. 20. mars. Möguieikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, sun. 21. mars Snúður og Snælda Maðkar f mysunni og Abrystir með kanel, lau., 20., mið. 24. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.