Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Page 4
Ljósmynd/RAX BASENDAR, verzlunar- og útróörarstaöurinn sem eyddist í veðrinu 9. janúar, 1799. Ennþá standa fáeinar tóftir og hleðslur. I víkinni sem sést á myndinni mun lendingarstaðurinn hafa verið. 1799 / IBÚAR á suðvesturhorni landsins þekkja vel þá flóðahættu sem verður þegar fara saman lágur loftþrýstingur, há sjávarstaða og hvöss vindátt af hafi. Slík veður hafa oft valdið miklu eigna- tjóni þegar sjór hefur gengið langt á land upp og brotið hvað sem fyrir verður. Aðfaranótt hins 9. janúar árið 1799 gekk slíkt fárviðri yfír þennan lands- hluta og olli meiri flóðurn en þekkt eru í sögu Islands fyrr og síðar. I þessu veðri lagðist af kaupstaðurinn að Básendum á vestanverðu Miðnesi í Stafneslandi, nokkum veginn mitt á milli Sandgerðis og Hafna. Eftirsótt verslunarhöfn EFTIR ÁRNA ARNARSON Fárviðri sem gekk yfir suðvestanvert landið 9. janúar 1799 er talið vera eitt hið alharðasta á landi hér sem sögur greina frá. Mikið tjón varð austan frá Stokkseyri, á Suðurnesjum og allt vestur á Snæfellsnes, en há- marki náði þessi eyðingarmáttur við verzlunar- og útróðrastaðinn Básenda sem eyddist gersamlega. Básendar voru gamalgróinn verslunar- staður. Því hefur verið haldið fram að nafnið hafi upphaflega verið Bátsandar sem afbak- ast hafi í Bátsenda og síðar Básenda, en Jón Thorarensen færði fyrir því rök að nafnið væri upprunalegt. Básendashöfn hafi verið langt og mjótt lón líkt og bás. Fleiri ömefni á þessu svæði séu kennd við bás svo sem Kerl- ingabás, Kirkjubás og fleira. Mikið útræði var frá svæðinu kringum Básenda og kaup- menn sóttust eftir fiskinum sem fluttur var á markað á meginlandi Evrópu. Englendingar versluðu á þessum slóðum á 15. öld. Þjóð- verjar hófu verslun að Básendum í byrjun 16. aldar og virðast hafa þráast við að fara þaðan eftir að Danir hófu að þrýsta þeim burt frá Islandsversluninni á seinni hluta 16. aldar. Arið 1547 komu Þjóðverjar í veg fyrir að eitt af kaupfórum Dana næði að hafna sig úti fyrir Básendum. Flotastyrkur Dana efldist þegar leið á öldina og tókst þeim smám saman að ná yfirráðum yfir Islands- versluninni. Árið 1579 var Jóhanni Bockholt höfðuðsmanni úthlutað flestum verslunar- höfnum á Suðurnesjum, þar á meðal Básend- um. Ekki vom þó yfirráð Danakonungs óskoruð því Þjóðverjar munu hafa neytt afls- munar meðan stætt var og versluðu á Suður- nesjum fram í byrjun 17. aldar. Um það leyti virðist reyndar ekki vera siglt á Básenda- höfn því í umsókn Ólafs Péturssonar um verslunarleyfi frá árinu 1635 segir að þar sé ekki annað en útver og enginn hafi siglt þangað í 50 ár. Verslunarmörk Básenda og Keflavíkur voru lengst af óglögg, enda voru hafnirnar oft leigðar saman. A meðan þessar hafnir tilheyrðu hvor sínu kaupsvæðinu tók- ust Básenda- og Keflavíkurkaupmenn lengi vel á um nokkra bæi í Útskálasókn, sem verslað höfðu sitt á hvað. Áður en nútíma flutningatækni kom til sögunnar var allt kapp lagt á að byggja verslunarhús eins nálægt fjöru og mögulegt var. Verslunarhús stóðu því víða á sjávar- kambi og því í hættu fyrir ágangi sjávar. Verslunarhúsin á Básendum stóðu á kletta- barði niðri við sjó og var þar jafnan talin mikil flóðahætta á stórflóðum. Mestu flóð í manna minnum Veðrið sem skall á aðfaranótt 9. janúar 1799 mun í fyrstu hafa verið á sunnan, síðan af útsuðri og og loks snúist til vesturs, „fylgdi því vedri regn mikit, þrumur ok leiptranir", segir Jón Espóh'n. Fór veðrið saman við stærstan straum og olli tjóni á allri strandlengjunni frá Þjórsá og vestur í Breiðafjörð. Upp úr lágnættinu tók sjór að ganga á land á öllu þessu svæði. Á Eyrar- bakka braut sjórinn malarkambinn framan við kaupstaðinn. Eftir það átti sjórinn greiða leið inn um allt plássið og braut vöru- geymsluhús og barst varningurinn langt upp á land. Þrjú kot tók af með öllu og mörg skemmdust, fjöldi skipa brotnaði og hestar sem gengið höfðu í fjörunni fórust í hópum. Mikil skelfing greip að sjálfsögðu um sig meðal fólks og björguðust sumir við illan leik. Alls varð tjón á 52 býlum í Árnessýslu. Á Stokkseyri skemmdust margar hjáleig- ur og urðu nánast óbyggilegar, talsvert af búpeningi fórst og tuttugu og sex skip brotn- uðu. í Selvogi og Þorlákshöfn varð einnig tjón og í Grindavík spilltust fimm hjáleigur. Þar brotnuðu sex skip, átta menn meiddust og fórust um eitt hundrað fjár. Sjórinn tók kirkjuna í Hvalsnesi af grunninum og sást ekki meira af henni. Fiskigarðar og túngarð- ar eyðilögðust víða á Suðurnesjum, tún spilltust og fjöldi báta eyðilagðist. Kirkjan á Kálfatjöm á Vatnsleysuströnd skekktist á grunninum og brotnuðu þar níu bátar og eitt fjögurra manna far. Á Seltjarnamesi olli veðrið miklum usla. Kirkjan að Nesi við Sel- tjörn gekk af grunninum, 18 skip og róðrar- bátar brotnuðu. Svo mikill var sjávargangur- inn að sjór gekk þvert yfir nesið fyrir innan Lambastaði milli Skerjafjarðar og Eiðsvík- ur, svo að hvorki var fært mönnum né hest- um, og Jón Espólín hefur eftir Geir biskupi Vídaiín, sem þá bjó á Lambastöðum, „at 5 álnum hefdi sjór gengit hærra, þverhnýptu máli, en í ödram stórstraumsflódum". Ef rétt er hefur sjávarstaða verið þrem metram hærri en á venjulegu stórstraumsflóði. Grótta á Seltjarnarnesi breyttist úr tanga í eyju. I Effersey spillti malar- og sandburður svo landi, að býli lögðust þar í eyði þótt sum byggðust seinna upp aftur. Mestallur þak- steinn fauk af suðurhluta Dómkirkjunnar í Reykjavík og rúður úr gluggum. Á Kjalar- nesi tók einnig af kot og bátar brotnuðu. Sjór flæddi yfir neðri hluta Skipaskaga og var flóðið svo mikið að talið var að bátfært hefði verið langt upp eftir Skaganum. Býlið Breið eyðilagðist ásamt túnum, en sjór flæddi inn í bæinn allt undir pallskörina. Bjargaðist fólk- ið út um gat á baðstofuþekjunni. Nokkurra vikna gömul dóttir hjónanna lá í vöggu og var tekið það ráð að binda vögguna upp í sperru til þess að sjórinn næði henni ekki. Fjöldi skipa og báta eyðilagðist og í Borgar- fjarðarsýslu sunnan Hvítár var talið að 36 skip hefðu brotnað í veðrinu. Sjóbúðir tók af við Hítarnes og Áiftanes á Mýram og spillt- ist varp í mörgum eyjum. Tún eyðilögðust og hús skekktust. Á Snæfellsnesi varð geysilegt tjón. I Staðarsveit gekk sjór allstaðar meir en hálfan kílómetra og sums staðar tæpum þrem kílómetram lengra upp á land en í öðr- um stórstraumsflóðum. Tók þar af hús og urðu sumar jarðir nær óbyggilegar. Kaup- staðinn að Búðum tók nær af, eitt hús brotn- aði með öllu og tvö önnur löskuðust mikið. Vöraskip sem þar lá slitnaði upp og brotnaði upp við land. Fjöldi báta eyðilagðist á sunn- anverðu nesinu. í Ólafsvík brotnaði eitt kaupmannshúsanna og varð tjón víða um Breiðafjörð, á Skógarströnd brotnuðu fimm bátar og þrír bæir og á eyjunum útifyrir eyðilögðust átján skip. Talið var að í veðrinu hefðu farist nálægt tvö hundruð íjár, rúm- lega hálft hundrað hrossa og um tvö hundruð 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.