Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 7
„JA ÞAÐ er eingin von að þú skiljir það,“ segir Bjartur við Títlu (Guðni Franzson). „Aum eru ÁSTA Sólliija (Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir) lærir að lesa hjá Bjarti föður sínum (Arnar hundkvikindin, en þó aumari mannkvikindin." Jónsson). KÝRIN (Þórður Högnason og kontrabassinn) kemur að Sumarhúsum. Bregðast menn misvel við þeim tíðindum. myndi lesa verkin þegar við værum búin og skoða málið í framhaldi af því. Það gerði hann og niðurstaðan var sú að við fengum að gera þetta eins og við kusum helst - setja upp tvær sýningar,“ segir Kjartan. Þau Sigríður segja þessa „yfirstærð af leik- húsi“, eins og þau orða það, gamlan draum en lengdarinnar vegna megi ljóst vera að aðeins þrekvirki standi undir þessu. Það eigi svo sannarlega við um Sjálfstætt fólk. Leið eins og í kafbáti Sami hópur leikara leikur í báðum sýningum og forvitnilegt væri að heyra hvaða aðferð Kjartan hefur beitt á æfingatímanum. „Ég hef notað tiltölulega einfalda vinnuað- ferð, unnið sýningarnar til skiptis, einn dag í senn. í því er galdurinn, að mínu mati, fólginn, því þannig er hvort verk um sig alltaf statt á sama stað í ferlinu. Þessi aðferð er líka mjög góð fyrir leikarana enda hafa hlutverk þeirra, margra hverra, mismikið vægi í sýningunum. Markmið er samt að gera þá alla sýnilega - að áhorfendur finni fyrir nærveru allra í hópnum, nítján manns.“ Kjartan segir æfingatímann hafa verið ákaf- lega skemmtilegan en um leið erfiðan - mikið álag hafi verið á leikhópnum undanfarnar vik- ur. „Okkur fannst við á tímabili vera stödd í kafbáti sem aldrei kæmi upp á yfirborðið. Við komumst hins vegar yfir þá tilfinningu, þökk sé góðum vinnuaanda í hópnum. Það eru for- réttindi að vinna með þessum frábæra leik- hópi.“ Umgjörð Sjálfstæðs fólks, umhverfi sögunn- ar, er ekki síður vandmeðfarin en efnið. Flest- ir eiga „sína mynd“ í kollinum. Andspænis þessu verkefni hefur Axel Hallkell leikmynda- hönnuður staðið fyrir sýninguna í Þjóðleikhús- inu. Axel kveðst að vanda hafa byrjað vinnu sína út frá handritinu, hvaða möguleikar fælust í því. „Kjartan og Sigríður höfðu ákveðna hug- mynd um ferlið, hreyfinguna í sýningunni, og þar var strax kominn ákveðinn rammi sem ég hef svo unnið út frá. Við vorum sammála um það í upphafi að fara ekki hina natúralísku leið enda hefði það aldrei gengið upp miðað við þær kröfur sem gerðar eru til natúralismans í dag. Það hefði kannski verið hægt fyi-ir þrjátíu eða fjörutíu árum.“ Fara varð aðra leið og Axel tók þann pól í hæðina að gefa leikmyndinni sjálfstætt líf. „Mér þótti sá kostur mest spennandi. Eigi að síður hef ég lagt áherslu á að koma íslenskri náttúru til skila og tíðarandanum, við erum alls ekki að forðast tímann í þessari uppfærslu." Leikmyndin er einföld og stílhrein og gerir þá kröfu til áhorfandans að hann fylli upp í eyðurnar. „Það er meðvitað," segir Axel. „Markmiðið með því að fara svona afgerandi leið er að láta hugmyndir fólks í friði. Þetta er mín mynd á þessari sýningu en getur um leið verið mynd hvers og eins. Ahorfendur eiga, upp að vissu marki að minnsta kosti, að geta upplifað „sína mynd“ á sýningunni - myndina sem þeir hafa í kollinum. Hún á að vera jafn- tær eftir sem áður.“ Litaval Axels er afgerandi, í því tilliti er leik- myndin tilbrigði við íslenska fánann. „Sagan nær yfir allar árstíðir, þannig að litirnir lágu ekki beint við. Mér þótti því tilvalið að vinna með þessa þrjá liti, hvítan, rauðan og bláan, þeir eru ekki eins bundnir við eina ái’stíð, eins og til dæmis græni liturinn. Það er þó vand- ratað meðalhófið í þessu efni, sem öðrum, svona sterkir litir geta nefnilega verið mjög „frekir" á sviði - geta farið að togast á við at- burðarás sögunnar. Vonandi hefur mér tekist að koma í veg fyrir það.“ Awðlærð og aðgcngileg lög Tónlist gegnir einnig stóru hlutverki í sýn- ingunni. Skiptir tónskáldið, Atli Heimir Sveins- son, henni í tvennt, sönglög og bakgrunnsmús- ík. „Sjálfstætt fólk er ein af mínum uppáhalds- bókum. Bók sem ég þaullas í gamla daga,“ seg- m tónskáldið. „Það er mikið af Ijóðum í henni. Halldór hefur ort ýmis Ijóð og tekið gamlar þjóðvísur og ort þær upp, gamla húsganga, við- lög, vikivaka og ýmislegt fleira. Sumt af þess- um skáldskap er notað í þessari sýningu. Það vai- því af nógu að taka.“ Atli segir leikhópinn óvenju góðan og fjöi- hæfan, hvergi sé veikan hlekk að finna, allir geti leikið, hreyft sig og sungið. Fyrir vikið hafi verið afar skemmtilegt að semja lög fyrir hóp- inn og einstaka leikara. „Ég hef reynt að gera auðlærð og aðgengileg lög. Ætli ég myndi ekki kalla þetta alþýðlega aðgengilega tónlist. Markmiðið er að þeir sem á hlýða kunni lögin eftir að hafa heyrt þau nokkrum sinnum. Það er allt og sumt.“ Atli kveðst hafa bægt öllum þjóðlegheitum frá sér við lagasmíðina. „Það eru ekki til nema fimm þjóðlög í öllum heiminum og ég hef ekk- ert verið að elta uppi það sem ég kalla íslenska þjóðlagaóperettu. Hún er yfirieitt mjög ósann- færandi, nema hjá Jóni Leifs. Það er miklu frekar að líkja þessum lögum við alþýðutónlist heimsins, sem er í anda sýningarinnar, það er enginn á kúskinnsskóm í henni. Þetta eru fá- tækir bændur hvar sem er í heiminum. I þessu liggur snilld Halldórs." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.