Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 11
ílega unnir sýningarhlutar. Par á meðal er þessi sem sýnir íslenska örninn. Ljósmyndir í Náttúru- íu tók RAX. IR annan sýningarsalinn í Náttúrugripasafninu við Hlemm. sem áhersla er lögð á samhengi margra þátta í náttúrunni, t.d. um göngur sjávarfíska, olíulind- ir, eðli og nýtingu jarðhita, landreks og gos- virkni o.fl. Með nýrri tækni, sjónvarpi, tölvum o.þ.h. hafa orðið miklar breytingar á sýningar- aðferðum, söfnin hafa lifnað við, orðið meira spennandi, fróðlegri og skemmtilegri. Við sem lifum í kaldri og fábreyttri náttúru NÁTTÚRUGRIPASAFNINU var komið fyrir á neðri hæð Safnahússins við Hverfisgötu og þar var það opnað 1908. GRÓÐURFARI íslands er lýst með þurrkuðum plöntum úr flóru landsins, svo og Ijósmyndum. MYNDUN STAPA við gos undir jökli er vel lýst og dæmi tekið af Hlöðufelli á afrétti Laugdæla, en fjallið er raunar samsett úr tveimur stöpum sem hafa myndast við mismunandi hátt vatns- borð. norðurslóða eigum oft erfitt með að átta okkur á hinni fjölbreyttu náttúru heitari landa, t.d. regn- skóganna þar sem unnt er að ganga heilan dag og varla rekast á sömu plöntutegundina tvisvar eða kóralrifja Kyi-rahafsins þar sem við eitt kór- alrif geta lifað um 2.000 tegundii- fiska. Af 8.600 tegundum fugla í heiminum verpa 68 á íslandi og 19 aðrar eru árvissir fargestir. Á náttúru- fræðasöfnum erlendis er yfírleitt lögð áhersla á náttúru viðkomandi lands og síðan einnig á flokka s.s. fugla, eða físka, náttúru annarra landa og búsvæða. Tvö söfn eru því aldrei eins, yfirleitt ekki einu sinni lík, en alltaf fræðandi og skemmtileg. Náttúrufræðasöfn geta einnig ver- ið vettvangur þai' sem kynnt eru málefni er varða umhverfis- og náttúruvernd. Mörgum hefur þótt lítil reisn yfir því fyrir eina stærstu fiskveiðiþjóð heims að hafa ekkei-t sædýi’asafn í höfuðborginni. Ur sjó drögum við slík kynstur af físki og seljum á góðu verði að það hlýtur að vera áhugi og fjármagn til að setja á stofn slíkt safn. Rekstur sædýrasafns með lif- andi dýrum lífgar uppá og getur farið vel við rekstur náttúrufræðasafns. Gestir Náttúi’ufræðasöfn eru fyrst og fremst sett á stofn fyi-ir heimamenn sem sækja þangað fróð- leik um náttúru síns lands og annarra. Þar geta þeir sem hafa áhuga á náttúrunni áttað sig betur á einstökum þáttum hennar, skoðað betm- það sem þeir hafa séð eða heyrt og þannig fengið svör við spurningum sínum á þægilegan og auð- veldan hátt. Slík fræðsla er einnig hvatning til fólks að kynna sér nánar ákveðin atriði úti í nátt- úrunni með eigin augum, - söfnin glæða áhuga fólks og auðvelda því að njóta náttúrunnar. Náttúrufræðasöfn eru víða mjög mikilvæg undirstaða kennslu í náttúru- og umhverfisfræðfc um. í erlendum söfnum er algengt að sjá kenn- ara með nemendur sína nota náttúrufræðisöfn til að auka við kennslu í skólanum og til að láta þá vinna verkefni. Erlendir ferðamenn koma nær allir fyrst og fremst til að njóta náttúru landsins, víðáttu þess og stórfenglegs landslags. Því er eðlilegt að fyi-sti staðurinn sem erlendur ferðamaður heim- sækir í Reykjavík sé náttúrufræðasafnið, þar sem komið er saman upplýsingum um landið, náttúru þess og eðli. Áhugi almennings á náttúrugi’ipasafni Hins íslenska náttiírufræðifélags var strax mjög mik- ill er byrjað var að sýna gripi sem félaginu áskotnuðust. í töflu 2 yfir gestafjölda á þremt#j tímabilum sést að árið 1946 sker sig úr með 16.000 gesti, en það ár var Forngripasafnið opn- að og sést þar vel hvernig söfnin styðja hvort annað. Um aldamótin voru íbúar Reykjavíkur ► I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.