Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 5
Raunvísindastofnun Háskólans/Helgi Bjömsson og Finnur Pálsson LANGJÖKULL. Með því að bera hæðartölur á nokkrum stöðum á jöklinum saman við hæðartölur samsvarandi staða á grunnkortinu, má átta sig á þykkt íssins. Raunvísindastofnun Háskólans/Helgi Ðjörnsson og Finnur Pálsson KORT af Langjökli sem sýnir slóðir mælingabílsins. 1.170 m hár og er í vestur frá Hrútfelli á Kili. Þessi stapi er geysistór um sig, en hvergi eins brattur og hinn stapinn vestan dalsins. Hann tengist með 1100 m háum hrygg víðáttumiklu fjalllendi undir Baldjöklinum nyrst á Lang- jökli, en þetta fjalllendi hefur einnig megin- einkenni stapa, flatan koll og nær hæst 1260 m hæð. Ofan á þessum fjöllum er nú 190 m þykkur ís. Fjögur lægri fjöll rísa sunnan dalsins stóra. Það vestasta, 1080 m, er í raun og veru Haga- fell; nyrsti hluti þess nú hulinn jökli að þriðj- ungi, en fjallið undir honum hækkar eftir því sem innar dregur og rís norðurendi þess snarbrattur upp úr dalnum. Nokkru lengra, í útnorður frá Bláfelli og Skálpanesi, rísa 1010 og 900 m há fjöll, en það fjórða sunnan dalsins er í raun og veru Skriðufell við Hvítárvatn, sem er með stapalagi, um 1000 m á hæð og nær hryggur úr því út í dalinn. Norðan og sunnan við Skriðufell ganga djúpir dalir og um um þá falla jöklar niður að Hvítárvatni. I botni dalanna eru djúpar skál- ar, sem gætu verið gígar, en um slíkt er þó ekki hægt að slá neinu föstu. Báðar skálarnar eru um 100-200 m á dýpt miðað við næsta um- hverfl og eftir uppdrættinum eru þær viðlíka stórar um sig og Bláfell. Yfír austurhlið nyrðri gígsins rís Leggjarbrjótur, þar sem gos varð í lok ísaldar fyrir 9-10 þúsund árum og átti hugsanlega þátt í að jökulstífla brast við Bláfell og Hvítá tók að renna suður. Stórkostlegasta náttúrufyrirbærið undir jöklinum er þó ef til vill þriðji gígurinn, norð- vestanvert við Hrútfell. Umfang hans er slíkt, að Hrútfell mundi hvergi nægja til að fylla út í skálina; Eiríksjökull væri nær lagi. Að aust- anverðu er þessi gígur að jafnaði um 200 m djúpur, en um 400 að vestanverðu. Frá Hrút- felli liggur fjallarani vestur í jökulinn og það geta menn haft til marks, að hlíðum þessa fjallarana hallar í miklum bratta niður í skál- ina. Ef þessar djúpu og víðáttumiklu skálar eru gígar, þá hefur gosið þar á hlýskeiði; ella hefðu gosefnin hlaðizt upp og myndað stapa. Þar sem dalurinn langi er dýpstur er ís- þykktin um 700 m. Hægt væri, segir Helgi Björnsson, að finna aldur íssins í botni jökuls- ins og þá með því að bora gegnum jökulinn og kanna öskulög. Það mætti líka komast að ein- hverri niðurstöðu um aldur jökulsins með því að kanna í botnseti undir Hvítárvatni og Hagavatni hvenær jökulvatn hefur fyrst runnið þangað, segir Helgi. Ljóst er hinsveg- ar að Langjökull hefur myndazt við mun kald- ara loftlag en nú er og mætti spyrja þeirrar spurningar hvar jökullinn mundi myndast að nýju við núverandi aðstæður, ef honum væri kippt í burtu. Þá kæmi í ljós að ný jökulmynd- un yrði íyrst efst eða ofantil á fjöllunum, en síðar niðri í dalnum. Ég spurði Helga ennfremur um hugsanleg- an jarðhita undir jökiinum og sagði hann að ekkert hefði komið í ljós sem benti til heitra svæða. Ef svo væri mynduðust katlar eins og í Mýrdalsjökli, Skaftárkatlar norðvestan Grím- svatna, og sjálf eru Grímsvötn ketill af þessu tagi. Sumir jarðfræðingar hafa gert því skóna að Langjökull hafi verið mun minni, jafnvel ekki til við lok síðasta kuldaskeiðs ísaldarinnar fyr- ir um 10 þúsund árum. Þá varð til gríðarlegur jökulskjöldur á suðurhálendinu, kenndur við fossinn Búða í Þjórsá, og kenningin um smæð Langjökuls er reist á því að þá hafl jökullinn, eða svæðið þar sem hann er nú, verið í úr- komuskugga Búðajökuls. Það er þekkt stað- reynd, segir Helgi Björnsson, að jafnvel í köldu veðurfari geta jöklar minnkað, því það er ekki hitafarið eitt sem ræður mestum úr- slitum um ísbúskap jökla; úrkoman skiptir ekki síður máli. Á jarðeðlisfræðistofnun Raunvísindastofnunar Háskólans er íylgst með því hvar jökullinn þykknar eða þynnist. Á tveimur undanfórnum árum, 1997 og ‘98 hefur orðið íýrnun og ástæðan er ekki hlýn- andi veðurfar, heldur er hún sú að úrkoman brást. Þegar það gerist getur jökullinn rýrnað hratt; til dæmis lækkaði Langjökull að jafnaði um 1,3 m 1997 og 1,7 m 1998. Á aðeins tveim- ur árum voru farnir 3 m ofan af jöklinum. Það er því ljóst, að framskrið Eystri-Hagafellsjök- uls sem menn tóku eftir að átti sér stað síðast- liðið haust, (sjá forsíðumynd) stafar ekki af því að jökullinn hafi bætt við sig ís. Nýlega var sagt frá því í fréttum að á síð- asta árþúsundi hafi hiti á jörðinni farið jafnt og þétt lækkandi þar til sú þróun sneri við á þessari öld. Kemur það raunar heim og sam- an við þá vitneskju sem við teljum okkur hafa frá Ara fróða og fleirum um gróðurfar á Is- landi á landnámsöld, svo og annálum frá síð- ari öldum. Þessi kólnandi tíð virðist hafa náð hámarki á seinni hluta 19. aldar, enda var ís- búskap Langjökuls svo farið um síðustu alda- mót, að Eystri-Hagafellsjökull náði yfir allt svæðið þar sem Hagavatn er nú. Raunar náði hann yfir Brekknafjöllin og fast að norðvest- urhlíðum Jarlhettanna. Fari svo að hitafar hækki á næstu öld, gæti talsverð breyting hafa orðið á Langjökli um aldamótin 2100. En eins og áður segir; það fer ekki síður eftir úrkomu en hitafari. Af þó nokkru er að taka: Væri allur ís Langjökuls kominn saman í einn klump, væri hann 200 rúmkm., eða ísmoli sem væri 10 km á lengd, 10 km á breidd og 2 km á hæð. Meðalþykkt jökulsins núna er 220 m. En væri ávinningur að því ef jökullinn hyrfi? Við hefðum nýtt landslag til að ferðast um, en hvað yrði um heita vatnið á Nesjavöll- um? Og hætt er við að Gullfoss missti töfra- mátt sinn þegar Hvitá fengi ekki lengur sinn skammt úr Langjökli. Hvít jökulbungan yrði ekki lengur til að auka á fegurð Jarlhettanna og ekki yrði Hvítárnes jafn heillandi án skrið- jöklanna báðum megin Skriðufells. Fyrir utan fegurðarauka frá ýmsum sjónarhomum má telja að Langjökull sé vaxandi verðmæti með tilliti til ferðaþjónustu og jöklaferða á vélsleð- um, jeppum og skíðum. Það er ljóst að við megum ekki missa Lang- jökul, jafnvel þótt við gætum í staðinn skoðað dalinn fagra, annan Skjaldbreið og risavaxna gíga. Jafn Ijóst að er áhyggjur af skyndilegu brotthvarfi jökulsins eru óþarfar. MAZISI KUNENE EVRÓPA TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI Evrópa grunnur þinn hvílir á hrjúfum steini. Hjarta þitt er einsog köngulóarvefu• sem eru þurrir í eyðimörkinni. Bömin þín fylla okkur ótta: þau eru sem höggorms afkvæmi er gleypa hold foreldra sinna. Einusinni trúði ég sögunum. Eitt sinn trúði ég að þú hefðir brjóst barmafull mjólkur. Eg sá þig á þönum með bækur sem véfréttirnar fá spádóma sína úr. Eg heyrði til þín í skóginum gólandi einsog úlfur, brjótandi bein áa þinna. Ég þekki hörku hugsjóna þinna: þú lokaðir dyrum þínum og valdir brúðgumann úr stáli. Þú kaust hana ekki til að elska heldur af því aðeins hún hélt áfram að skuldbindast þögninni. í hennar skjóli gerðir þú spái• þínar og ákallaðir véfréttirnar. Þú hlóst að blindu mönnunum en þú varst sjálfur blindur, og barðist í þessari miklu nótt. Börnin hafa nú fengið eldinn í arf. Þau blása logum hans upp til himna og brenna aðra sem sofa. Hvað mun sólin segja? Sólin mun hlæja af því hún hefur brennt upp vöggur öld fram af öld. Höfundurinn er skáld í Suður-Afríku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.