Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 6
Aðalsamstarfsaðili mk Landsbanki íslands Frumkvöðull í jazzinum látinn Los Angeles. Reuters. RED Norvo, tónlistarmaðurinn sem fyrstur notaði sílófón og víbrafón við jazziðkun og sem lék reglulega með þekktum listamönn- um eins og Benny Goodman, Charlie Parker og Teddy Wilson, lést í Santa Moniea á þriðjudag, 91 árs að aldri. Norvo tók að nota sílófón og víbrafón við jazzspilamennsku seint á þriðja áratugnum, nokkrum árum áður en Louis Armstrong taldi snillinginn Lionel Hampton á að prófa víbrafóninn, sem Hampton og gerði og það með góðum árangri. Norvo fæddist Kenneth Norville og hóf að leika á hljóðfæri fjórtán ára gamall. Hann breytti síðar nafni sínu er hann óvart sagði blaðamanni að hann héti Norvo, í stað Nor- ville. Norvo lék á sílófón með hljómsveit Pauls Whitemans og kynntist þar eiginkonu sinni, söngkonunni Mildred Bailey. Pau Bailey og Norvo stofnuðu sína eigin hljómsveit á fjórða áratugnum og urðu fljótt þekkt sem „herra og frú sveifla (swing)“ eftir að hafa gert lög eins og „Plea- se be kind“, „Rockin’ Chair“, „Have you forgotten so soon?“ og „Says my heart“ vin- sæl. Norvo tók upp sína fyrstu sólóplötu ár- ið 1933 og eftir að hafa um árabil ferðast með Bailey og leikið jazz víðs vegar um Bandaríkin og Evrópu gekk hann til liðs við sextett Bennys Goodmans árið 1943. Helg- aði hann sig þá í fyrsta skipti víbrafóninum eingöngu. Eftir að hafa spilað nokkur ár með Good- man lék Norvo með ýmsum listamönnum, svo sem Woody Herman, Charlie Parker, Dizzy Gillespie, Charles Mingus og fyrir blússöngkonuna frægu Billie Holliday. Nor- vo lét dauða eiginkonu sinnar ekki hafa áhrif á feril sinn og hóf að leika reglulega fyrir Frank Sinatra á hljómleikaferðalögum hans. Norvo tók einnig upp fleiri hljómplötur og sú síðasta „Sweet Reunion" kom út 1984. HUOÐRITA MARLÍÐENDUR í RIGA Lettneska fílharmónían stendur í stórræðum við frum- flutning og hljóðupptökur ó verkum alþjóðlegra tón- skólda, þar ó meðal, íslenskra, bandarískra og lett- neskra. Guðmundur Emilsson er listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar og hann sagði HAVARI SIGURJONSSYNI fró því helsta sem er ó döfinni. VIÐ erum nú að ljúka við sjöunda og áttunda þríeykið af Námunum en í allt verða þau tólf og ná yfír aldirnar tólf frá því ísland byggðist," segir Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Lettnesku fílharmóníunn- ar. Hann er einmitt á förum til Riga til að hefja upptökur á Marlíðendum, nýjustu Námunni, tónverki fyrir strengjasveit, áslátt- arhljóðfæri og kór eftir bandaríska tónskáldið William Hudson Harper III við samnefnt Ijóð Jóhanns Hjálmarssonar. Námur er hugmynd Guðmundar sem fædd- ist á dögum Islensku hljómsveitarinnar fyrir einum tólf árum. „Hugmyndin hefur alltaf verið sú að þrír listamenn ynnu saman að verki um hverja öld, tónskáld, rithöfundur og myndlistarmaður. Hugmyndin hefur síðan vaxið og breyst með árunum, t.d. var síðasta Námaverkið samið af bandaríska tónskáldinu Gerald Shapiro og hann valdi sér Vínlands- fundinn sem viðfangsefni og leitaði fanga í Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða. Petta er verk fyrir sögumann og hljómsveit og var hljóðritað í Riga fyrir nokkru, mjög al- þjóðlegt að því leyti að hægt er að hafa frá- sögnina á hvaða tungumáli sem er. Mér fínnst mikilvægt að hafa fjölþjóðlegri blæ á verkefn- inu en ætlað var í upphafi og hef leitað til listamanna bæði vestan hafs og austan um þátttöku. Það má þvi reikna með að í hinu 36 manna Námafélagi verði menn sem búi allt frá Chicago í vestri til Istanbúl í austri," segir Guðmundur og vísar þar til víðförlra forfeðra okkar. Hann segir nokkuð misjafnt á hvaða vinnslustrigi Námaverkin séu. „Átta tónskáld hafa lokið sínu verki og Gerald Shapiro er einn búinn að ljúka sínum hluta af sjöundu Námunni, þar eiga ljóðskáld og myndlistar- maður eftir að leggja sitt af mörkum. Hin átt- unda Náman, Marlíðendur, er í þeim skilningi lengra komin að tveir hafa lokið sínum þætti. Jóhann Hjálmarsson samdi Ijóðið að minni bón en samnefnd ljóðabók hans kom út síðast- liðið haust, magnað ljóð sem kveikt hefur neista í brjósti tónskáldsins. Harper samdi tónverkið við Ijóðið að hluta en það er ekki al- veg bundið við það, hann fer sínar eigin leiðir og leikur sér að vöídum orðum og setningum; semur út frá hughrifum sem hann hefur orðið fyrir af ljóðinu. Þetta er verk fyrir hljómsveit, ásláttarhljóðfæri og drengjakór. Ég er svo heppinn að í Riga starfar einn besti drengja- kór í heimi, Drengjakór Dómkirkjunnar í Riga, hreint frábær kór sem tekur þátt í upp- tökunni núna í næstu viku. Svo er ég búinn að leggja línurnar fyrir þær fjórar Námur sem eftir eru, en líklega er best að segja ekki of mikið af þeim áætlunum því reynslan hefur kennt mér að betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi,“ segir Guðmundur. „Öll Námuverkin sem til eru hafa verið hljóðrituð og frumuppfærslur þeirra einnig verið myndaðar af Sjónvarpinu. Það er makalaust að þetta skuli allt vera til, hljóð- upptökur og myndbönd. Þetta hefur allt reynst tímafrekara og viðameira en ráðgert var í upphafi, en frumhugmyndin árið 1987 var sú að allar Námurnar tólf yrðu fullbúnar árið 2000. Sú hugmynd er í sjálfu sér óbreytt en ég er hættur að einblína á árið 2000 sem lokaárið en tilefnið er óbreytt, kristnitökuár- ið og landafundirnir. Það er í sjálfu sér óhjá- kvæmilegt að fara með þetta allt yfir alda- mótin og inn í næstu öld, til þess var leikur- inn gerður." Listrænn stjórnandi í Riga Guðmundur hefur um þriggja ára skeið verið við störf í Riga og gegnt starfí listræns stjórnanda Lettnesku fílharmóníunnar í eitt og hálft ár. „Ég hef valið að stjórna hljóm- sveitinni í upptökum á nýjum verkum en fengið aðra til að stjórna hljómsveitinni á tón- leikum og tónleikaferðum. I raun eru þetta tvær hljómsveitir, annars vegar 25 manna kammersveit og hins vegar fílharmónían í heild sinni. Ég hef stundum kallað kammer- sveitina riddaraliðið, því hún fer víða um, er t.d. nýkomin heim úr mánaðarlangri tónleika- ferð um Ítalíu og hlaut þar frábæra dóma.“ Guðmundur segir að ráðning hans til Riga sé ein birtingarmynd þein-a breytinga sem orðið hafi á menningarlífi Eystrasaltsríkjanna í kjölfar sjálfstæðis þeirra fyrir nokkram ár- um. Fram að því hafí allt menningarlíf verið njörvað niður af sovéska kerfínu en eftir sjálf- stæði þjóðannna hafí þeim orðið erfítt að halda menningarstarfinu úti á eigin spýtur. „Þannig var með Lettnesku fílharmóníuna og stjórnendur hennar fóru að líta í kringum sig utan heimalandsins og niðurstaðan varð sú að þeir komu til mín. Þetta er að stórum hluta sjálfboðastarf af minni hálfu þar sem laun í Lettlandi eni ekki nema brot af því sem við eigum að venjast hér. Ég hef notið stuðnings góðra aðila til að sinna þessu verkefni." Listræn stefna Guðmundar í Riga hefur komið íslenskum tónskáldum til góða þar sem hann hefur einnig lagt áherslu á hljóðritanir á nýjum verkum þeirra, auk lettneskra, og nú stendur einmitt yfír lokahrina samninga við útgefanda hljómdiska með alþjóðlega dreif- ingu að leiðarljósi. „Við hófum upptökur í júní í fyrra með Mozartaríum þar sem Sigurður Bragasop söng. Þessi diskur er nú tilbúinn til útgáfu. I millitíðinni höfum við hljóðritað efni á tíu geisladiska sem er allt að verða tilbúið til útgáfu. Þama eru verk eftir Þorkel Sigur- björnsson og Atla Heimi Sveinsson og í upp- siglingu er diskur með verkum eftir Misti Þorkelsdóttur. Allt eru þetta frumupptökur svo ekkert af þessu efni hefur áður verið hljóðritað og sumt hefur aldrei heyrst opin- berlega áður. Auk þessa hef ég lagt áherslu á hljóðupptökur á verkum lettneskra tónskálda og ég leyfí mér að fullyrða að þetta menning- arsamstarf muni skila sér báðum þjóðunum í hag. Fyrir íslensku tónskáldin skiptir máli að fá alþjóðlega viðurkenningu á þennan hátt og hið sama á við um lettneska starfsbræður þeirra. Þegar við erum í samstarfí með öðrum þjóðum á þennan hátt hafa verkefnin meiri slagkraft gagnvart alþjóðlegum útgefendum tónlistar." Fjármögnun þessa verkefnis er að sögn Guðmundar eins konar samstarfsverkefni. „í fyrsta lagi leggur ég mig og hljómsveitina til og útgefandinn kostar síðan upptökurnar og sér um útgáfuna. Aðspurður um hvort íjár- hagslegur ábati geti verið af útgáfu nú- tímatónlistar segir Guðmundur að hafi útgef- andinn alþjóðlega dreifíngu geti svona útgáfa vel borgað sig. Um verkefni Lettnesku fílharmóníunnar á næstunni segir Guðmundur að í undirbúningi sé þriggja vikna tónleikaferð kammerhljóm- sveitarinnar til Bandaríkjanna í nóvember næstkomandi. „Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda. Ég tók að mér að vera listrænn ráðunautur við tónlistarhátíð Brown University í Rhode Island fylki í Bandaríkj- unum. Dagskrá hátíðarinnar verður að stór- LETTNHSKA fílharmónían hefur hljóðritað efni á tíu hljómdiska eftir ísiensk, bandarísk og lettnesk nútímatónskáld undir stjórn Guðmundar Emilssonar. um hluta íslensk en einnig munum við flytja verk eftir tónskáld frá Bandaríkjunum, Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Þetta teng- ist svo allt saman þannig að Marlíðendur verður frumflutt opinberlega á hátíðinni en tónskáldið er sem áður sagði bandarískt. Auk þess munum við frumflytja verk eftir Misti Þorkelsdóttur sem ég falaðist eftir af þessu tilefni. Einnig verður frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og fleiri íslensk verk verða frumflutt en þar sem þau eru enn í smíðum er vissara að segja ekki of mikið. Eftir hátíðina verður lagt upp í tónleikaferð um Bandaríkin og vonir okkar standa til að geta komið við hér á íslandi á heimleiðinni en ferðinni lýkur á tónleikum í Stokkhólmi,“ segir Guðmundur Emilsson að lokum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.