Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 15
ar ræður um framþróun vísinda, mikilvægi frjálsra viðskipta, dreifingu fegurðar og fjalla til allra jarðarbarna. Kjörorð íslenskrar fjallasölu hf., „frjálst er í fjallasal", yarð á hvers manns vörum. Stórsöngvari Islands söng Hamraborgina og var tónlistin svo mögnuð að undir tók í dölum Hvalfjarðar sem nú blöstu við Reykvíkingum í austri. Pröng- sýninni var ekki fyrir að fara í henni Reykja- vík. Nóg var plássið, og byggingarlóðirnar nægar. Hvílík dýrð! Pétur Jökulsson tók við líkani af Eskjunni úr gulli um leið og hann af- henti ráðherra stóra ávísun í milljörðum evra. Öllu þessu var lýst af fjölmiðlum í beinni út- sendingu og Sjónvarpið varpaði þessu öllu á tjöld sem dreift var um allt Stéttatorg. Flug- vélar með fréttamenn innanborðs sveimuðu yfir dráttarbátum og fylgdust með Esjunni sem flaut tignarleg í átt til meginlands Evr- ópu. Gífurleg tilhlökkun var hjá fólki í Dan- mörku, Þýskalandi og Benelux-löndunum en koma átti Esjunni fyrir við Frísaeyjar til þess að breyta ásjónu hins marflata lands og bæta veðurfar. Sjónvarpið skipti stöðugt á milli mynda af Esjunni og hátíðai-pallinum. En allt í einu í miðri ræðu Péturs Jökulssonar var skipt yfir til fréttamanna sem svifu yfir Esj- unni. Komið var babb í bátinn. Eitthvað hafði farið úrskeiðis. Esjan var að sökkva suður af Færeyjum. Hún hafði lagst á hliðina og nú var aðeins Kistufellið upp úr og sjórinn vall eins og í sjóðandi potti. Fréttamaðurinn var orðinn hás af æsingi og geðshræringu. En þáð mátti heyra saumnál detta á Stéttatorgi. Mannfjöldinn horfði agndofa á Esjuna hverfa í Atlantsála í beinni útsendingu. Hún var horfin þessi drottning fjallanna við Sund- in blá. Og viðskiptavinurinn í austri fékk aldrei vöru sína og því varð ávísunin stóra upp á milljarða evra verðlaus því enginn hafði treyst sér til að tryggja Esjuna. Hún hafði verið talin fjalltrygg í sjálfri sér. A sjónvarps- skjánum sást nú aðeins gráblátt yfirborð Atl- antshafsins, eins og líkklæði sem breitt hafði verið yfir ásjónu sem áður hafði brosað við landsins börnum, lifandi í leik ljóss og skugga. Dráttarbátarnir vögguðu á öldunum eins og leikfangabátar í baðkari. Fólkið á Stéttatorgi var ringlað og vafraði um stefnulaust, stétt með stétt, í djúpri sorg, hnípin þjóð í vanda. Stéttatorgið varð eins og minnisvarði mis- taka, vottur um sálarlausa þjóð, sem seldi feg- urðina fyrir baunadisk. Og þar vildi enginn byggja, enginn búa. Á sumrin var þar ekki stingandi strá og á vetrum gnauðuðu vindar og fjúk yfir gráum og ísköldum basaltgrunni. Talað var um að gera Stéttatorgið að vett- vangi fýrir heimsmeistarakeppni hjólabretta- kappa, gera það að skautasvelli á veturna og kappakstursbraut á sumrin. En enginn hafði áhuga. Enginn gat hugsað sér að leika og syngja á gröf drottningar fjallanna. Minning- in um hana gerði fólkið dofið. Pétur Jökulsson reyndi að auka hlutafé í Islenskri fjallasölu hf. á mörkuðum erlendis en allt kom fyrir ekki. Erlendir fjárfestar sem lagt höfðu fé í fyrirtækið í byrjun töpuðu sínu °g þjóðin tapaði virðingu og viti og þar með varð ekkert hugvit til sölu lengur, bara vit- leysa. Og hver er svo viti firrtur að fjárfesta í vitleysu vitlausrar þjóðar? Höfundur er prestur og starfar sem fræðslustjóri þióðkirkjunnar. kvenfólk. Ég hafði ekki hugmynd um að þarna væri kynvilla í spilinu. Þá hefði ég gripið fyrr í taumana." Guðjón hlítir ekki fyrirmælum op- inberra stofnana um málnotkun. Honum er mikið niðri fyrir. Það er erfitt að komast að. Þó næ ég að skjóta inn í: „En hvað gerðirðu Guðjón?“ „Gerði! Hvað heldurðu að ég hafi gert Einsi. Nú ég fór upp og sótti kúbeinið mitt. Hvað gat ég gert annað? Ég sagði þeim að þeir skyldu hafa sig á brott og leigjandinn hefði tvo tíma til að pakka saman. Annars þyrftu þeir að ræða málið við kúbeinið." Guð- jón mundar höndina einsog hann haldi á kú- beini. „Kúbeinið mitt! Það er blátt, úr sænsku stáli. Þeir ruku út einsog fiðurfé og tróðu sér inn í lítinn Skoda með U-númeri, sex stykki. „Hann ætlai- að drepa okkur,“ æpti seinasti homminn og henti sér flötum í götuna. Þeim rétt tókst að toga hann upp í. Hann var hepp- inn að hitta ekki kúbeinið mitt sem er úr sænsku stáli einsog Saabinn og Scania Vabis. Þeir eru með kvenmannshjörtu þessir menn. Eg elti þá langar leiðii-. Maður er orðinn allt of gamall til að standa í svona.“ Þetta segir Guð- jón, þessi áttræði maður sem sigldi stríðið og er búinn að hlaupa um allt Breiðholtið þennan morgun með blátt kúbein úr sænsku stáli á eftir gömlum Skoda sem sex karlmenn í hjúkr- unarkonubúningum hafa troðið sér inn í. „Já, allt of gamall," segir Guðjón og sýpur á svörtu kaffinu. „Þó er þetta mun meiri hreyfing en ellilífeyrisþegaleikfimin í sundlaugunum. Ég á ekki til orð yfir þá vitleysu." Höfundurinn er rithöfundur. ÍSLENSKIR KARLMANNS BÚNINGAR 1794 Ljósmynd 1994: Nationalmuseet, Kaupmannahöfn. ÍSLENSKUR bóndi og sonur hans kirkjubúnir. Lituð teikning eftir Þorvald Skógalín 1794. Undir myndinni er svohljóðandi áletrun á dönsku: En Islands Bonde og hans son i sin Kirke Dragt. Tegnet i Aaret 1794. af Th. Skovelin. Frummyndin er í eigu Þjóðminjasafns Dana: Nationalmuseet, Nyere Tid, BREDE. 1794. af Th. Skovelin. Frummyndin er í eigu Þjóðminja safns Dana: Nation EFTIR ELSU E. GUÐJONSSON / ARIÐ 1783 gerðist sá atburður norð- ur í Eyjafirði að tvítugur piltur, Þorvaldur Þorvaldsson (1763-1825) frá Skógum á Þelamörk, varð upp- vís að því að hafa líkt eftir dönskum ríkisbankaseðli og framvísað honum. Um þetta segir svo í Djáknaannálum það ár: Einn maður í Eyjafjarðarsýslu, Þorvaldur að nafni, tilbjó falskan bancóseðil, lagði hann svo inn í Akureyrarhöndlun, var hann síðan fangað- ur og fluttur til sýslumanns, síðan dæmdur frá lífí, fyrst af sýslumanni, síðan af lögmanni og sendur út til Khafnar hér um 2 árum seinna og suppliceraði amtmaður um vægð fyrir hann, því hann hafði verið atgjörvis- og íþróttamaður, sem merkja má af því að hann gat gjört sinn seðil svo líkan þeim dönsku bancóseðlum að ei varð frá þeim þekktur af öðru en pappírnum.1 Atburðar þessa er víðar getið í íslenskum ritum frá 18. og 19. öld,2 sem og í nýrri ritum3 auk þess sem skáldsaga byggð á ævi Þorvaldar og afkomenda hans kom út hér á landi 1993.4 Ytra var dóminum yfir Þorvaldi breytt í ævi- langa þrælkun. Hann fékk þó frelsi eftir nokk- ur ár (17886), bjó um tíma í Kaupmannahöfn, kvæntist þar danskri konu og eignaðist með henni son. Heim til íslands var hann alkominn 1807 og dvaldist þá á Möðruvöllum 1 Hörgárdal hjá Stefáni Þórarinssyni amtmanni (1754-1823).° Hann var þá orðinn ekkjumaður, en sonur hans varð eftir í Danmörku og ólst þai- upp. Gerðist sonurinn þar bóksali, en mun einpig hafa tengst okurlánum.7 Árið 1815 kvæntist Þorvaldur ekkju á Ytra- Gili í Hrafnagilssókn, en mun hafa misst hana um sex árum síðar. Frá 1822 var Þórvaldur til heimilis hjá systursyni sínum og nafna, frá 1824 að Naustum í sömu sókn, þar sem enda- lok hans urðu þau árið 1825 að hann var stung- inn til bana af Vigfúsi Thorarensen kans- ellísekretera (1787-1843), sinnisveikum syni Stefáns amtmanns. I Danmörku nefndi Þorvaldur sig Skógalín (Schovelin, Skovelin) og hélt því nafni eftir að heim kom. Auk „bancóseðilsins“ sem hann dró upp á unglingsárum sínum og varðveist hefur með dómsskjölum í Þjóðskjalasafni íslands, eignaðist Þjóðminjasafn Dana, Nationalmu- seet, árið 1920 litaða teikningu eftir hann frá árinu 1794. Stærð myndarinnar ásamt strik- aðri umgerð er 23,6x19,5 cm. Undir henni er svofelld áletrun á dönsku: En Islands Bonde og hans son i sin Kirke Dragt. Tegnet i Aaret 1794. af Th. Skovelin. Algengur klæðnaður karla af alþýðustétt á seinni hluta 18. aldar var mussa, vesti eða brjóstadúkur, peysa, hnésíðar niðurþröngar lokubuxur, ullarsokkai’ og íslenskir skór. Klút- ar voru um hálsinn, og á höfði báru menn ýmist svartan, fremur kolllágan barðahatt eða einlita eða bekkjótta prjónahúfu með skúf. Peysurnar munu hafa verið einhnepptar, en mussurnar og vestin ýmist einhneppt eða tvíhneppt. Hnésíðu lokubuxurnar lögðust af á fyrri hluta 19. aldar, en í staðinn komu langbuxur samkvæmt er- lendri tísku.8 Klæðnaður feðganna á mynd Þorvaldar er einmitt dæmigerður fyrir íslenska karlmanns- búninga undir lok 18. aldar. Þeii- eru í svörtum tvíhnepptum mussum og með rauða hálsklúta; vestin, annað grænt en hitt blátt, eru einnig tvíhneppt. Báðir eru þeir í svörtum hnésíðum lokubuxum, felldum um mjaðmirnar en þröng- um niður og hnepptum utanfótar; þá eru þeir í bláum sokkum, með gul sokkabönd neðan við hné, og á svörtum íslenskum skóm með hvítum hæl- og ristarþvengjum. Á höfði er bóndinn með svartan, fremur lágan barðabreiðan hatt, en pilturinn með dökkbláa skotthúfu með rauð- um skúf. Að því er best er vitað hefur mynd þessi áð- ur birst svörVhvít í þremur íslenskum ritum, 1929,1961 og 1985,9 en ekki í lit fyrr en á póst- korti sem höfundur gaf út 1994 með leyfi Þjóð- minjasafns Dana. 13.2.1999. Tilvitnanir 1. „Annáll Tómasar Tómassonar stúdents á Stóru-Ás- geirsá í hreinskrift Hallgríms Jónssonar djákna á Sveinsstöðum eða Úr Djáknaannálum 1731-1794,“ Ann- álar 1400-1800, VI (Reykjavík, 1987), bls. 250. 2. Jón Sveinsson, „Viðauki íslands árbókar 1782-1792,“ Annálar 1400-1800, V (Reykjavik, 1955- 1988), bls. 109 (1783); Jón Espólín, Íslands Árlia'kr í sögu-formi, XII (Kaupmannahöfn, 1865), bls. 355 (1825); Pjetur Guð- mundsson, Annáll nitjándu aldar, I (Akureyri, 1912), bls. 355 (1825); og [Gísli Konráðsson], Æfisaga Gísla Kon- ráðssonar ens fróða skrásett af honum sjálfum. Sögurit VIII (Reykjavik, 1911-1914), bls. 94. 3. Jón Helgason, íslendingar í Danmörku fyr og síðar (Reykjavik, 1931), bls. 163-165; Jón Helgason, Öldin átj- ánda. Minnisverð tíðindi 1761-1800 (Reykjavík, 1961), bls. 157 (1784). Jón Hjaltason, Falsarinn og dómari hans (Akureyri, 1995), bls. 7-39. 4. Björn Th. Björnsson, Faisarinn (Reykjavík, 1993). 5. Jón Hjaltason (1995), bls. 24. 6. Munnleg heimild frá Einari Magnússyni Akureyri i símtali 3.11.1994, sem vitnaði í Safn um eyfirska ætt- fræði, handrit eftir Sigurð Gunnar Jóhannesson á Hrafnagili, kennara (1912-1988). Einar gat þess að í handriti Sigurðar væri „Skóvelín" sagður snikkari og vinnumaður á Möðruvöllum hjá Stefáni amtmanni 1807. Samanber Jón Hjaltason (1995), bls. 25, sem vitnar í sálnaregistur fyrir Möðruvallaklaustursókn frá 1807. 7. Sonurinn hét Peter Thorsen Schovelin, sjá Jón Hjaltason (1995), bls. 26. Um hann sjá einnig Benedikt Gröndal, Dægradvöl. (Æfisaga mín.) (Reykjavík, 1923), bls. 173. Aðalgeir Kristjánsson (útg.), Bréf Konráðs Gíslasonar (Reykjavík, 1984), bls. 58. 8. Frá því um miðja 19. öld hefur ekki verið um að ræða sérstakan klæðnað íslenskra karlmanna. Hvað viðkemur hversdagsklæðnaði íslenskra karlmanna þá hefur hann í sniði alla tíð síðan lylgt erlendri tísku - ef til vill nokkuð síðbúinni ú stundum - þótt hann haii um leið hvað efni varðar hlotíð að fara eftir stöðu og fjárhagslegri getu hvers og eins. Segir enda Sigurður málari Guðmundsson berum orðum í grein um íslenska kvenbúninga sem birt- ist í Nýjum félagsritum 1857 (bls. 3—4): „Eg skammast mín ... að ljósta upp þeim óhróðri, að hann [þ. e. búning- ur karlmanna] er ekki umtals verðr sem þjóðbúníngr. Þess skal getíð að frá þeim tíma er Sigurður Guðmunds- son breytti faldbúningi kvenna f skautbúning (1859-1860) hafa karlmenn tíl spari og hátíðabrigða bú- ist svörtum eða dökkum jakkafótum, ,jacket“ eða kjól- fótum. Þarf ekki annað en að skoða ljósmyndir, tíl dæm- is af brúðhjónum, frá seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, til þess að ganga úr skugga um þetta. Og nú á dögum er hefð fyrir því að ef kona klæðist skautbúningi eða kyrtli er karlmaður að jafnaði í kjólfót- um. 9. Sigfús Blöndal og Sigurður Sigtryggsson, Myndir úr menningarsögu lslands (Reykjavík, 1929), nr. 51, myndatexti bls. 8: „BÓNDI OG SONUR HANS A SPARIFÖTUM. Teikning med litum, í F M Kh. gerð 1794 af Th. Skovelin, íslendingi sem settist að í Kaup- mannahöfn um 1780.“ Jón Helgason (1961), bls. 206: „Sparibúnir feðgar í mussum." Æsa Sigurjónsdóttír, Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld Reykja- vík, 1985, bls. 61: „Bóndi og sonur hans í sparifótum, svipuðum þeim sem Sveinn Pálsson lýsir í Ferðabók sinni. Myndin er gerð 1794 af Þ. Skógalín. Varðveitt í Folkemuseet í Kaupmannahöfn. Úr bók Sigfúsar Blön- dals: Myndir úr menningarsögu Islands. Reykjavík • 1929.“ Rilaskrá - Heimildir: Prcntuð rit: „Annáll Tómasar Tómassonar stúdents á Stóru-Ás- geirsá í hreinskrift Hallgríms Jónssonar djákna á Sveinsstöðum eða Úr Djáknaannálum 1731-1794,“ Ann- álar 1400-1800, VI. Reykjavík, 1987. Bls. 1-330. Björnsson, Björn Th. Falsarinn. Reykjavík, 1993. Blön- dal, Sigfús, og Sigurður Sigtryggsson. Myndir úr mcnn- ingarsögu íslands. Reykjavík, 1929. Espólín, Jón. íslands Árbækr í sögu-formi, XII. Kaup- mannahöfn, 1855. Gröndal, Benedikt. Dægradvöl. (Æfisaga mín.) Reykja- vík, 1923. Guðmundsson, Gils. Öldin sem leið. Minnisvcrð tíðindi 1801-1860. Reykjavík, 1955. Guðmundsson, Pjetur. Annáll nítjándu aldar, I. Akur- eyri, 1912. Guðmundsson, Sigurður. „Um kvennbúnínga á íslandi,“ Ný félagsrit. Kaupmannahöfn, 1857. Bls. 1-53. Hjaltason, Jón. Falsarinn og dómari hans. Akureyri,*' 1995. Bls. 7-39. Helgason, Jón. Islendingar í Danmörku fyr og síðar. Reykjavík, 1931. Helgason, Jón. Öldin átjánda. Minnisverð tíðindi 1761-1800. Reykjavík, 1961. [Konráðsson, GísliJ. Æfisaga Gisla Konráðssonar ens fróða skrásett af honum sjálfum. Sögurit VIII. Reykja- vík, 1911-1914. Kristjánsson, Aðalgeir, útg. Bróf Konráðs Gíslasonar. Reykjavík, 1984. Ólason, Páll Eggert íslenskar æviskrár IV-V, Reykja- vík, 1951-1952. Sigurjónsdóttir, Æsa. Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld. Reykjavík, 1985. Sveinsson, Jón. „Viðauki íslands árbókar 1782-1792,“ Annálar 1400-1800, V. Reykjavík, 1955-1988. Bls. 103-122. Skjöl: Nationalmuseet, Kaupmannahöfn. Safnskrá. Nr. L463.C = 614/1920. Munnlegar heimildir: Magnússon, Einar. Akureyri. Símtal 3.11.1994. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.