Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Blaðsíða 19
BLÁSKEGGUR OG GEORG TRAKL Margir þekkjg söguna um Bláskegg og einnig leikrit og tónverk um hann. Sagan hefur orðið mörgum hugleikin þótt ekki geti hún talist hugljúf. JOHANN HJALMARSSON hafói spurnir af lítt kunnu leikverki eftir austurríska Ijóðskáldið Georg Trakl þar sem hann sækir efni í þessa gömlu sögu. AUSTURRÍSKA ljóðskáldið Georg Trakl (1887-1914) er talinn meðal helstu skálda expressjónismans og eitt þeirra skálda sem höfðu mikið gildi fyrir þróun ljóðlistar aldarinnar. Trakl lærði íyfjafræði og starfaði sem slíkur í upp- hafí fyiTÍ heimsstyrjaldar. Hann hneigðist til óhóflegrar lyfjaneyslu og er fullyi't að þessi veikleiki hans og ógnir stríðsins hafí orðið honum ofviða og þess vegna hafi hann svipt sig lífi. Styrjöldin speglast í ljóðum Trakls, ekki síst Grodek, sem er meðal þeirra síðustu sem hann orti. En ekki eru öll ljóð hans full af óhugnaði heldur gagntekin lífsvilja þar sem náttúran og andblær stundarinnar gæða orð- in dul og margræði. Sumt er torráðið í þeim. Trakl nefnir oft systur sína í ljóðunum, tal- ar um systurskuggann m. a. og er það rakið til óeðlilegs sambands þeiira systkina. Trakl er sagður hafa lagt ást á systur sína og ekki neina venjulega systkinaást. í tilefni þess að væntanlegt er úrval verka Trakls á sænsku birtir sænska tímaritið Lyrikvannen (fyrsta tölublað 1999) brúðu- leikritið Bláskegg eftir hann og greinar eftir þýðandann Peter Handberg. Heimildir um leikritagerð Trakls eru að mestu sóttar til Handbergs. Ástriðumorðinginn Blóskeggur Bláskeggur Trakls er birtur í heild í ritinu. Brúðuleikurinn varð til í febrúar 1910. Hann byggist sem fyrr segir á Bláskeggsminninu. Bláskeggur er riddari sem myrðir eiginkon- ur sínar. Þær hafa brotið gegn því heiti við riddarann að opna ekki dyrnar þar sem hann geymir líkin. Bláskeggur er ófær um að gegna karlmennskuskyldum við konur. í staðinn grípur hann til ástríðumorðs. Bláskeggur Trakls segir við fórnarlamb sitt, ungu stúlkuna bleiku: „Ég elska þig jafn heitt og þinn hreinlífí vinur! / En viljirðu, litla barn, að fullu verða mín - / verð ég í Drottins nafni að skera sundur á þér hálsinn! / Dúfan mín, ég skal drekka rautt blóð þitt / ... ég skal svelgja í mig innyfli þín/ sköp þín og meydóm þinn.“ Sérfræðingar í Trakl-fræðum telja að leik- ritið hefði getað slegið í gegn, kallað frekar fram ofsahlátur hjá áhorfendum en skelf- ingu. Sjálfur talar Trakl um hlátur og vitfirr- ingu en þyngra vegur að margra dómi hið leikræna, það sem speglai’ hið innra æði höf- undarins, samband hans við systur sína Grete og það hve hann er háður lyfjunum. Trakl-fræðingurinn Otto Basil lítur á leikrit- ið sem afturhvarf fullþroska skálds til gelgjuskeiðsins og kynóranna þar sem systirin er í aðalhlutverki. Lióðskdldið yfirgnsefir Ljóðskáldið Georg Trakl yfírgnæfír í hug- um manna enda eitt helsta skáld expessjón- ismans og við hliðina á Hölderlin og Rilke eitt mesta skáld þýskra bókmennta. Prósa- GEORG TRAKL var kunnastur fyrir Ijóð sín en hann samdi einnig brúðuleikrit um Biáskegg. verk hans og leikrit eru lítt kunn. Sagt er að hann hafi dreymt um frama sem leikrita- skáld á yngri árum. Árið 1905, þá átján ára, kynntist hann í hópi skáldbræðra í Salzburg leikritahöfundinum Gustav Streicher (hann var sagður léttúðugur og andborgaralegur og naut hylli ungs bókmenntafólks) og það var fyrir hvatningu frá honum sem Trakl hóf leikritagerð. Ári seinna, 31. mars 1906, var leikrit Trakls, Dánai’dagurinn, sett upp hjá Salzburger Stadt-Theater með aðstoð Streichers og fyrir fullu húsi. í september sama ár vai- leikritið Fata morgana komið á fjalirnar. Trakl eyðilagði handrit þessara verka svo að eingöngu gamlir leikdómar eru til sem heimildir um þau. í Dánardegi verður blindur unglingur yfir sig ástfanginn af ungri stúlku að nafni Grete GEORG TRAKL GRODEK Jóhann Hjálmarsson þýddi A kvöldin bergmála afbanvænum vopnum haustlegir skógar, gullnar sléttur og blá vötn. Yfír þeim sólin myrkari snýst Nóttin umkringir deyjandi hermenn, villta kveinstafí tættra vara. En í högunum, heimkynnum reiðs guðs, hljóðlega safnast rauð ský, hið úthellta blóð, kalt skin mánans; allar götur enda í svartri rotnun. Undir gullnu limi nætur og stjama reikar systurskugginn gegnum þögulan lundinn til að heilsa öndum hetjanna, blæðan di höfðum; og lágt óma í sefínu dimmar flautur haustsins. 0, stoltari sorg! Þér málmölturu, heitur Iogi andans elur í dag voldugan sái-sauka: óborna niðja. (nafna systurinnar) og telur ást hennar til sín jafn heita. Hugur stúlkunnar er aftur á móti allur hjá stúdentinum Fritz (nafni bróð- ur Trakls) og unglingurinn fargar sér fyriiv opnum tjöldum. Fata morgana er líka harm- leikur. Einmana förumaður reikar um í eyði- merkurnótt. Hann þykist hafa átt ástarnótt með Kleópötru en þegar hann kemst að því að um hefur aðeins verið að ræða hyllingu fleygir hann sér fyrir björg. Fata morgana var að mestu leyti rifíð nið- ur, jafnvel af Trakls eigin blaði, Salzburger Volksblatt. Trakl gerði fleiri tilraunir til að skrifa leikrit en án árangurs. Orð sem einn vina Trakls, Karl Röck, hafði eftir honum, þykja lýsa honum vel: „Það gengur yfirleitt ekki að tala saman,?* ekki heldur í ljóðum." Mynd (sjá ofan) hefur þótt gera hann æði tortryggilegan og menn hafa notað um hana orð sem varla geta talist jákvæð fyrir skáldið. Trakl var lengi með sjálfsmorð í huga og svo lét hann verða af því. Talið er að hann hafí skrifað (m. a. Bláskegg) undir áhrifum kókaíns og klóróforms. TÓNLIST Sfgildir diskar BACH J. S. Bach: Goldberg-tilbrigðin, BWV 988. Rosa- lyn Tureck, píanó. Deutsche Grammophon 459 599-2. Upptaka: DDD, Hamborg 3/1998. Út- gáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 91:10 [auk CD- pluscore margmiðlunarefnis frá Schott]. Verð (Skífan): 2.999 kr. BACH var maður hvorki sigldur né víðför- ull eins og landar hans Handel og Telemann. En það sem hann náði þegar á unga aldri að tileinka sér af alþjóðlegum tónbókmenntum er samt lygi líkast. Þannig varð hinn heima- kæri orgelsnillingur, hvers átthagasvæði í Thiiringen og Efra Saxlandi hefði leikandi rúmazt innan Þingeyjasýslna, snemma alþjóð- legur samnefnari helztu strauma og stefna í Norðurálfu á hvítum nótum og svörtum, eins og bezt verður séð í dag, þegar sáld tímans hefur gi-eint hismi tízku og staðhátta frá kjarnanum og dregið fram varanlegt gildi þessa hugsanlega mesta tónskálds sem uppi hefur verið. Bach þykir öðrum barokkmeisturum frem- ur hafa tekizt að sameina fjölbreytileika og vandvirka formbyggingu. En spurning er hvort nokkurt hinna stærri hljómborðsverka Bachs sé auðugra af bæði formrænum stór- hug og sterkri persónulegri tilhöfðun en „Aria mit 30 Veránderungen“, öðru nafni Goldberg- tilbrigðin. Ef trúa má Forkel, fyrsta ævi- skrárritara tónskáldsins, voru þau samin fyrir Kayserling nokkurn gi-eifa, sendiherra Rússa í Dresden, er kvað hafa átt erfitt um svefn og sárvantaði tónlist, með hverri kammersemb- alisti hans Goldberg, einn færasti nemandi Bachs, gæti stytt húsbónda sínum vökustund- ir. Þótt hljómi sem heilber uppspuni, hefur enn ekki tekizt að afsanna þessa rómantísku FRAM, FRAM, FYLKING ... arfsögn, er hafði fyrir satt að tilbrigðiðin þrjátíu frá árinu 1741 (útg. 1742) hefðu mætt kröfum kaupandans með mestu ágætum. Hitt þykir þó enn merkilegra, hvað þessi frægasta svefnpilla tónbókmenntanna segir okkur nútímamönnum mikið, því ekkert til- brigðaverk af sömu stærðargráðu þykir nú standa jafnfætis Goldberg-tilbrigðunum að gæðum, nema ef vera kynnu Diabelli-til- brigði Beethovens. Það er ekki bara hvað smíðin er stórbrotin og njörfuð - 30 ólík til- brigði um saraböndu-“aríu“ - eða öllu rétt- ara, bassagang hennar (verkið mætti jafnvel kalla risavaxna passacaglíu) - sem fyrst má finna í Nótnabók Önnu Magdalenu Bach (1725) og gæti svosem eins verið eftir bláó- þekktan utanfjölskyldumann, þar sem skipt- ast á í þrenndarniðurröðun fígúru-tilbrigði, skapgerðartilbrigði og kanonar um einund- ar- og upp í níundarsvar. Hitt er engu minna um vert hvað verkið ber með sér einkenni- lega djúpa heildarfyllingu. Framvindukennd þess er sérlega mögnuð, þótt fremur gefi til- fínningu af dáleiðandi hringsóli kringum miðju en af dýnamísku drama í nútímaskiln- ingj. Ólíkt „gamla testamenti" píanista, Vel- tempraða hljómborðið I - II, eru Goldberg-til- brigðin greinilega gerð til að mega hlýða á frá upphafi til enda (líklega lengsta hljómborðs- verk Bachs sem svo er um farið). Eftir því sem á líður, er eins og hlustandinn öðlist sí- aukna vídd og innsýn, svipað og við lestur góðrar sögu. Það er því ekki ónærtækt eins og sumir hafa gert að likja tilbrigðunum við lífslýsingu, sem hefst og endar á látlausum mansöng Ai-íunnai’. Síðan skiptast á skin og skúrir, ólga og kyrrð, háleitt og jarðbundið, en að lokum bregður Bach með brosi út í annað upp „quodlibet". Hann vitnar þar í tvö þekkt þýzk þjóðlög, „Ég hvarf frá þér um langa hríð“ (á þar vísast við Aríuna, sem loks, eftir 80 mín. tjarveru, birtist aftur að quodlibetnum lokn- um) og „Kál og rófur flæmdu mig að heiman“ í góðlátlegu sjálfsháði (sbr. þ. máltækið „wie Kraut und Riiben“ = „í belg og biðu“; síðar- nefnt lag er annars kunnara hérlendis sem „Fram, fram fylking"). Slíkir quodlibet-leikir munu hafa vinsælir á ættarmótum Bachanna, og enn í dag, tveim öldum eftir að þessi einstæða tónlistarmanna- ætt hvarf sýnum, er eins og hlustandinn sé allt í einu staddur í miðjum fjögurra kynslóða fjölskyldufansi suður á Efra-Saxlandi, þegar kemur að þessu heillandi lokatilbrigði, áður en lífshringurinn bítur í sporð sér með ítrek- un upphafsaríunnar og friðsæld umlykur hlustandann sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Rosalyn Tureck (f. 1914) er bandarísk af tyrknesk-rússneskum ættum. Hún hefur rannsakað og skrifað fjölda bóka og greina um Bach og barokk-túlkun, stofnaði og stjórnaði um miðja öldina Bach-hljómsveit og veitir tónsögulegri rannsóknarstofnun for- stöðu er ber hennar nafn. Fáir núlifandi pí-v. anistar eða semballeikarar eru eins vel heimá í hljómborðsverkum Bachs og hún, og Gold- bergtilbrigðin hafa verið henni stöðugur fylgi- nautur síðan 1932. Hún vinnur hér það afrek að leika þetta kröfuharða risaverk inn á plötu 84 ára gömul með árangri sem helzt má jafna við þverstæðukenndan ferskleika jafnaldra hennar Svends Asmussens á djassfiðlu. Vera kann að víða sé klippt og skorið, en það heyr- ist varla nokkurs staðar, enda megnar ekki einu sinni framþróaðasta upptökustjórnar- tækni okkar tíma hvort eð er að dylja óinnlif- aðan flutning. í stuttu máli sagt missti undir- ritaður bæði nef og munn við fyrstu kynnin og hefur hvorugt endurheimt síðan. Slíkan skýr- leika fínnur maður annars helzt hjá Glenn Gould, en hér er hann tiktúrulaus. Svona spilamennska er handan og ofan við alll^ tízkukarp um „upprunalegan“ flutning. Hún er gerð til að endast, og sem betur fer heyrist manni, að upptakan hafi heppnazt eins og bezt verður á kosið. Á fyrsta diski settsins fylgir margmiðlunar- pakki, „CD-pluscore“, með upplýsingagagna- banka um verk, höfund og túlkanda, myndum og útprentanlegum nótum, sem einnig má skoða á tölvuskjánum meðan spilað er. Þvílíku var spáð í upphafi geislavæðingar, þótt fram- kvæmdir hafi látið á sér standa þar til nú. Mest er gagnið af nótunum, enda BWV 988 dæmigert verk sem rýna má í það óendan- lega, og taka auk þess ekki upp pláss í líkingu við stóra hljómsveitarpartitúra, er sennilegaSf þurfa DVD-diska til að komast fyrir. Verður gaman að sjá hvort stærri skammtar fái þar inni í framtíðinni. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 15-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.