Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK M()H(.I M!l. U)SI\S - MEMVEVG LISTIR 14. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Þingrofið 14. apríl 1931 er meðal þeirra stjórnmála- viðburða hér á landi sem hvað mestu um- róti hafa valdið. Aðeins er nú einn Islend- ingur lifandi sem var í þingsalnum þeunan dag, dr. Haraldur Matthiasson, þá þing- skrifari. Nú er komin út bdk eftir hann um þingrofið og birtir Lesbdk hér kafla úr henni þar sem segir frá hinni dvæntu ræðu Tryggva forsætisráðherra og stemmning- unni sem varð í þingsalnum á eftir. Aratugurinn 1911-1921 Áður hefur Lesbdk birt grein Árna Arnar- sonar sagnfræðings um fyrsta áratug ald- arinnar, en hér kemur í framhaldi grein eftir sama höfund um annan áratuginn, sem var einnig mikið framfaraskeið, en mdtaðist af margháttuðum erfiðleikum sem voru afleiðingar af fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta er áratugur fullveldisins og stofnun- ar Háskdla Islands, þá var Eimskipafélag íslands stofnað, fyrsta flugfélagið og Morg- unblaðið hdf útkomu sína. Pétur Gautur I þessu fræga verki Ibsens er undirtdnninn sá segir greinarhöfundurinn, Guðmundur G. Þdrarinsson, að stöðug leit að breyting- um leiði til sífelldra endurtekninga, en taumlaus lausung leiði til tdmleika. Kjarni verksins, segir greinarhöfundurinn, að sé krafan: Maður, vertu þú sjálfur. Hreyfiafl litanna er yfirskrift sýningar á verkum Þorvaldar Skúlasonar frá sjöunda og áttunda áratugi aldarinnar sem opnuð verður í Listasafni Islands í dag. Markinið sýningarinnar er að draga saman úrval verka frá þessum tíma í list Þorvaldar og sýna þannig margbreyti- leikann i list hans. FORSÍÐUMYNDIN er af kirkjunni á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hún var endurbætt á aldarafmæli sínu, sérkennilegur turn og gluggar voru færð í upphaflegt horf. Kirkjuna smíðaði Sigurður Ólafsson frá Eyrarbakka 1898 og tekur hún 140 manns í sæti. BYRON LÁVARÐUR SKILNAÐUR SÖLVI BJÖRN SIGURÐARSON ÞÝDDI Þegar við skildum og þögul tár að hjiwta hnigu andartak varði er vangi fólur hrann afköldum kossi. Morgundögg man ég að mínum vanga feigðarboði bjó. Heiti þín og harma í heimi hér man ég ævi alla. Bergmála raddir og boða mér nafn þitt nótt og dag. Söknuð minn sáran við sundrung þá veit í veröld enginn. Ein varþá stund og aldregi síðan en varir enn og alltaf því andartak eitt sem elskendur lifa varir eilífð alla. Um höfundinn, Byron távarð, vísast til greinar á bls. 15. Þýðandinn er náms- maður í Frakldandi. RABB FAGNAÐAROP YFIR SIMANUM HANN var glaðbeittur ungi maðurinn sem ég hitti á fómum vegi nú fyrir skemmstu og þurfti mikið að tjá sig. - Sjáðu til, sagði hann. - Litli strákurinn minn ernýbúinn að vera veikur og ég þurfti að vera heima í nokkra daga. Ég var alveg að brjálast, gat ekkert gert, ekki einu sinni lesið og sá ekki framan í nokkurn mann nema konuna þegar hún kom dauðjireytt úr vinnunni. En nú er ég sloppinn út. Hefði ég þurft að hanga heima einum degi lengur hefði ég lagst í ofát eða fengið fatadellu. Það lá við að ég ræki upp fagnaðaróp í þau fáu skipti sem síminn hringdi. Sá sem hér talaði er hvers manns hug- ljúfi, dæmigerður mjúkur maður og myndi vaða eld og brennistein til að tryggja vel- ferð litlu fjölskyldunnar sem hann hefur nýlega stofnað. Þess vegna þótti mér skondin þessi ræða hans sem varpaði nýju ljósi á ýmis málefni fjölskyldunnar sem nú eru í brennidepli. Ekki svo að skilja að mér þyki þau málefni lítilvæg þótt lengra fæð- ingarorlof mæðra og feðra og fleiri frídagar beggja foreldra vegna veikinda barna séu ekki beinlínis tengd mínum eigin hagsmun- um. Raunar var það nú svo á mínum yngri árum að kunnur stjórnmálamaður sló sig til riddara með þeim orðum að um leið og karlmenn tækju upp á því að fæða börn væri sjálfsagt að veita þeim fæðingarorlof. Til allrar hamingju er nú öldin önnur og unun að sjá hvernig ungir menn, eins og fyrrgreindur kunningi minn, rækja föður- hlutverkið gagnvart litlum börnum og sinna þörfum þeirra. í mörgum tilvikum eru þeir nærfærnari en mæðurnar og ábyrgðartil- finningin síst minni. Þess eru jafnvel dæmi að þeir hafni háum stöðum og öðrum veg- tyllum til að geta haft nána umgengni við afkvæmi sín á viðkvæmu mótunarskeiði. En í þessari þörfu umræðu um hagsmuni fjölskyldunnar gleymist oft hversu gífurleg viðbrigði það eru fyrir ungan einstakling, karl eða konu, að vera svipt úr hringiðu at- hafna- og félagslífs til að sitja heima og gæta barns. Þó að vel sé undirbúið, með- gangan, fæðingin, sængurlegan, vaggan, barnafötin og allir fylgihlutirnir og foreldr- arnir hafi fengið fræðslu um brjóstagjöf, magakrampa og kveisu er meginverkefnið eftir. Það eru langir, tilbreytingarlausir dagar, stundum í kjölfar svefnlausra nátta. Einlæg gleði yfir yndislegu, heilbrigðu barni íyllir ekki upp í margar vikur aðgerð- arleysis og einangrunar þegar veröldin hamast fyrir utan og lætur sig litlu skipta hag einmana foreldris sem kvelst af sam- viskubiti yfir ósæmilegum hugrenningum. Aður en barnið fer á stjá er þó hægt að lesa sér til dægrastyttingar eða gera sér sitthvað til dundurs. Þegar það ýtir sjálfu sér úr vör til að skoða heiminn er fátt um fína drætti. Það krefst stöðugrar aðgæslu og athygli. Litlir fingur eru fundvísir á hættur sem engan hafði órað fyrir og ár- vökult foreldri sleppir því varla úr augsýn. I huganum togast á aðdáun yfir örum þroska þessarar litlu manneskju og tóm- leikatilfinning yfir mörgum verklausum dögum á meðan allir hinir starfa af krafti, blanda geði við aðra og njóta lífsins. Og maður fer að reka upp fagnaðaróp í hvert skipti sem síminn hringir. Hvert er konan að fara? kann nú einhver að spyrja? Er hún að mæla með því að börn verði sett á stofnanir strax eftir fæðingu svo foreldrarnir losni við að hanga heima yfir þeim? Hreint ekki! Fæðingarorlof er ekki bara réttindi foreldra heldur umfram allt skýlaus réttur barnsins sem hefur miklu meiri þörf fyrir kyrrð og ró og náin samskipti við foreldra sína fyrstu mánuðina en alla fylgihlutina sem nú eru taldir lífs- nauðsynlegir. í raun réttri þyrfti barn að fá að vera í sínu eigin umhverfi fyrsta æviárið áður en það er látið á dagvistarstofnun því að góðar fóstrur komast aldrei í hálfkvisti við góða foreldra. En til þess að þeir geti tekist á við hlutverk sitt og orðið góðir for- eldrar þurfa þeir að átta sig á að það krefst fórna, þolgæðis og ekki síst samvinnu. Ef annað foreldrið tekur að sér að vera með barninu fyrstu mánuðina þarf hitt að veita því allan þann stuðning sem það getur, taka þátt í gleði og erfiðleikum og gefa því tóm til að sinna áhugamálum og vinum. Því er nú einu sinni þannig farið að heimili í nútímaþjóðfélagi er ekki sá „míkrókosmos“ sem það eitt sinn var, þ.e. smækkuð mynd af samfélagi þar sem hver hafði sínu hlutverki að gegna. Dagleg störf fara að langmestu leyti fram utan heimilanna og sama máli gegnir um félagslíf, skemmtanalíf, menntun og margvíslega umönnun bama. Heimilin eru nú umfram allt hvfldarstaður íyrir vísi- tölufjölskylduna sem stöðugt skreppur sam- an en á allt sitt undir traustum tilfinninga- böndum. Að sjálfsögðu eru þetta engin ný sannindi. Á þeim hefur verið klifað a.m.k. frá því að nýja kvennabaráttan ruddi sér til rúms um 1970 og sjálfsagt talsvert lengur. En eitt hefur ekki breyst í þessu umróti. Eftir sem áður þurfa lítil börn og eiga heimtingu á nánum samvistum við foreld- rana í sínu eigin umhverfi á meðan þau eru að ná sínum fyrstu tökum á tilverunni. Við þessu hefur samfélagið brugðist hægt og bítandi með því að lengja fæðingarorlof og veita ungum foreldrum ýmsan stuðning þótt þvi fari fjarri að nóg sé að gert. Þau úrræði leysa samt ekki allan vandann. Þrúgandi einvera og tilbreytingarleysi vik- um og mánuðum saman geta orðið til þess að foreldri í fæðingarorlofi óskar þess eins að komast aftur út í lífið, gera gagn, eiga samskipti við fólk á vinnustað og heyra brandara í kaffitímanum. Sú hugsun er hins vegar svo skelfileg og illa sæmandi að fæst- ir foreldrar láta hana uppi af hreinskilni eins og kunningi minn ungi. - Þetta hlýtur að vera betra fyrir konur, kann einhver að segja. Því er ég ekki sam- þykk. Flestar nútímakonur eru nákvæm- lega jafnvirkar í atvinnulífinu og karlmenn og hafa almennt meiri félagsþörf. Þó eru vísir menn skjótir til að benda á að umönn- un barna hafi hvílt á herðum mæðranna frá örófi alda og þannig sé hlutunum best fyrir komið. Hvað er líka hægara en að brigsla ungri, ráðvilltri móður um skort á móðurást og brenglaða siðferðiskennd? Og þegar hún bregst við með fatadellu og ofáti eða alvar- legri einkennum mætir hún hneykslun fremur en skilningi. Hvað er þá til bragðs að taka? Ég veit það ekki en held þó að fyrsta skrefið sé að horfast í augu við vandamálið og viður- kenna þau andstæðu öfl er bærast í hugum ungra foreldra sem elska barnið sitt en fá engan veginn viðnám kraftanna við umönn- un þeirra. Þessi togstreita er eðlileg afurð samfélagsins sem við höfum verið að móta. Aukinn stuðningur opinberra aðila kemur að takmörkuðu gagni nema ef til vill breytt- ar áherslur í foreldrafræðslu. Hins vegar getur aukinn stuðningur stórfjölskyldu og vina skipt miklu en samheldni og þolgæði foreldranna ungu er kjarni málsins. Að lokum skulum við aftur gefa kunn- ingja mínum orðið: - Þó að maður hafi fengið mikla foreldrafræðslu og búið sig vel undir hlutverkið átti ég bara alls ekki von á ýmsu sem því fylgdi. Allt snerist um hvað heilbrigt barn væri mikið kraftaverk og hvað maður ætti að vera stoltur og ham- ingjusamur. En þegar ég er búinn sitja heima í heila viku án þess að gera annað en koma í veg fyrir að strákurinn beinbrjóti sig eða éti þvottaefni þá er mér flest annað í huga en hamingja og stolt. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.