Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 7
LATÍNU- HREYFINGIN OG UPPHAF MENNTASKÓLA Á AKUREYRI EFTIR SIGURGEIR GUÐJÓNSSON Sjónarmið latínuhreyfingarinnar féllu ekki í góðan jarð- veg hjó norðlenskum skólamönnum. Tillagan um heild- stæðan skóla var ólitin í hæsta móta varasöm. Það væri óskynsamlegt að meta 13 óra börn til langskólanóms. / APESSU ári eru 71 ár síðan Menntaskólinn á Akureyri hóf að útskrifa stúdenta. Af því tilefni er ekki er ekki úr vegi að víkja nokkrum orð- um að skólaumræðunni hér á landi á þriðja áratug þess- arar aldar. Baráttan fyrir æðri menntastofnun á Norð- urlandi á sér upphaf í endalokum Hólaskóla 1801. Afangi á þeim braut var stofnun Möðru- vallaskóla 1880, en það var fyrir tilstilli séra Arnljóts Olafssonar á Bægisá. Skólinn var síð- an fluttur inn á Akureyri eftir branann fræga 1902 og gekk síðan undir nafninu Gagnfræða- skóli Akureyrar. Árið 1908 var komið á full- komnu sambandi hans og Menntaskólans í Reykjavík. Þá gátu nemendur að norðan gengið beint í fjórða bekk lærdómsdeildar Menntaskólans eftir þriggja ára gagnfræða- nám. A árum heimsstyrjaldarinnar fyrri tóku þær raddir að heyrast að skólinn fengi rétt til að útskrifa stúdenta svo ekki þyrfti að senda stúdentsefnin frá skólanum. Talsmenn þessa voru meðal annarra tveir kennarar skólans, þeir Stefán Stefánsson skólameistari og Bryn- leifur Tobíasson íslenskukennari. Að auki lét svo séra Matthías Jochumsson til sín taka. Reyndar fengu þeir sína mótspyrnu, þar bar mest á Jónasi Þorbergssyni, ritstjóra Dags, sem vildi frekar efla alþýðumenntun í stað langskólanáms. Það var ekki fyrr en í upphafi þriðja áratugarins, með tilkomu hinnar svokölluðu latínuhreyfmgar, sem umræðan færðist frá Akureyrarblöðunum yfir á lands- vísu. Hreyfingin eyddi allri óeiningu meðal Norðlendinga því hún var íhaldssöm og sporn- aði gegn öllum meiriháttar breytingum á skólakerfinu. Slíkt var hvorki í þágu norð- lensks almennings né menntamanna. En hvaða hreyfing var þetta sem svo rækilega átti eftir að hrista upp í íslenskri skólaumræðu? Breyttur menntaskóli! Latínuhreyfingin samanstóð af hörðum kjarna kennara Menntaskólans í Reykjavík og gamalla nemenda skólans er létu sig mennta- mál mjög varða. I því tilliti má sérstaklega nefna alþingismennina Magnús Jónsson, Sig- urð Stefánsson og Bjarna Jónsson frá Vogi. Hreyfingin spratt upp vegna skipulagsbreyt- inga sem gerðar vora á Menntaskólanum í Reykjavik árið 1904. Einkum var það tvennt sem olli óánægju, skiptingin í gagnfræða- og lærdómsdeild og hversu mjög dregið hafði ver- ið úr latínukennslu á kostnað móðurmáls og náttúrafræðikennslu. Vegna þessa útskrifuðust orðið of margir stúdentar árlega. Prófessorarn- ir dr. Guðmundur Finnbogason og Sigurður P. Sívertsen skiluðu álitsgerð um skipulag skólans haustið 1920. Niðurstaða athugunar þeirra fól í sér að gera hann aftur að samfelldum sex ára skóla. Einnig vildu þeh’ auka latínukennsluna og herða inntökupróf. Álitsgerðin varð síðan ramminn að frumvai'pi til laga um breytingar á Menntaskólanum í Reykjavík sem lagt var fyrir þingið 1921. Síðan var reynt að keyra fram- varpið svo til árlega í gegnum þingið til 1926, mestar urðu umræðumar árin 1921 og 1923. Það var tæpast ætlunin með frumvarps- gerðinni að blása í lúðra gegn norðlenskum skólamönnum heldur aðeins að breyta eina skóla landsins sem réttinn hafði til að útskrifa stúdenta. Slíkt var þó óhjákvæmilegt, því ætl- unarverk þeirra sem stóðu að frumvarpinu vann í fyrsta lagi gegn hugmyndum um norð- lenskan menntaskóla. I öðru lagi spratt upp ágreiningur af kennslufræðilegum toga. I þriðja lagi myndi óskiptur Reykjavíkurskóli án menntaskóla á Akureyri rjúfa þau tengsl sem voru komin á milli gagnfræðaprófs frá skólanum á Akuréyri og lærdómsdeildarinnar. Þess vegna lagði Þorsteinn M. Jónsson fram frumvarp fyrir stofnum menntaskóla á Akur- eyri. Hvað vildu liðsmenn latínuhreyfingarinnar? Hvað varðar skiptinguna í gagnfræða- og lærdómsdeild fannst þeim er stóðu að latínu- hreyfingunni ekki við hæfi að þeir sem ætluðu sér að leggja stund á háskólanám og þeir sem stefndu á gagnfræðapróf eitt og sér væru samferða í gegnum gagnfræðadeild Mennta- skólans. Slíkt væri ósamrýmanlegt hvorum hópnum um sig. Magnús Jónsson setti skoðan- ir sínar fram á snyrtilegu líkingamáli í þing- ræðu árið 1921. Hugsum okkur, að tveir menn sjeu að reisa hús. Annar reisir sjer stórhýsi mikið, hinn byggir smátt, aðeins eina hæð. Nú er óhugs- anlegt, að báðir mennirnir fari eins að við und- irbúning og byggingu þessara húsa. Þegar lagður er gi-undvöllur undir hús, verður að sníða hann eftir því, hve háreist húsið á að verða. Það er heimska að kosta upp á of sterk- an grundvöll undir litla húsið og eyða í hann ærnum tíma og firnum af fje. Þó er enn meiri heimska að reisa hann veikan undir stórt og hályft. Hvorttveggja yrði til skaða báðum þessum húsum. Liðsmenn latínuhi-eyfingarinnar töldu að þeir sem legðu stund á langskólanám þyrftu breiðan grunn og því skyldi núverandi gagn- fræðastig Menntaskólans breyta um form og gerast beinn undirbúningur undir slíkt nám. Þriggja ára seta í lærdómsdeildinni væri ekki nægur undirbúningur undir strembið háskóla- nám. Það þyrfti að venja nemendur við erfið viðfangsefni svo þeir skildu hversu erfiður húsbóndi vísindin geta verið. Þeir töldu öðra máli gegna um þá nemendur sem ekki ætluðu sér í langskólanám heldur vildu ljúka gagn- fræðapófi. Þeir þyrftu minni grannþekkingu í einstökum vísindagreinum, námið skyldi allt vera „praktískara“ svo viðkomandi gæti nýtt sér það í hinu daglega lífi. Ekki væri hægt að fullnægja þessum ólíku þörfum samtímis. Það gerði öllum hlutaðeigandi vont til að reyna það, lausnin væri því aðskilnaður þessara tveggja hópa. Þess vegna töldu liðsmenn lat- ínuhreyfingarinnar brýnt að stofna sérstakan gagnfræðaskóla í Reykjavík þar sem rúmlega 90% nemenda gagnfræðadeildarinnar lykju stúdentsprófi úr skólanum. Skólinn væri því í raun nýttur sem sjálfstæður heildarskóli. Skiptingin í lærdóms- og gagnfræðadeild væri því tímasóun og flestum til ama. I raun ættu Norðlendingar að vera stoltir af því að hafa stærsta gagnfræðaskóla landsins í sínu kjör- dæmi, tengslin við Menntaskólann í Reykjavík gerðu Gagnfræðaskóla Akureyrar einungis að ósjálfstæðri undirbúningseild þess síðar- nefnda. Það skipti einnig miklu máli í rök- semdafærslu liðsmanna latínuhreyfingarinnar að sá hópur sem lyki stúdentsprófi yxi ekki um of. Slík þróun myndi ala á upplausn og sundur- lyndi þar sem þjóðfélagið gæti ekki séð þess- um vaxandi fjölda fyrir viðeigandi atvinnu. Ný stétt kæmi fram á sjónarsviðið, hinn lærði ör- eigalýður. Sigurður Stefánsson minntist á þetta á þinginu árið 1923: Það eru menn, sem eytt hafa bestu árum æfi sinnar í bóknám, en fá ekkert við slíkt að starfa, en eru orðnir lítt færir til annarra starfa, eða fráhverfír þeim, og flosna svo ein- hvern veginn upp. I þessu ljósi væri því ekki skynsamlegt að fjölga þeim skólum sem útskrifuðu stúdenta. En hvernig var best að hindra að hver sem Teikning/Örlygur Sigurðsson MENNTASKÓLINN á Akureyri er enn í húsinu sem reist var 1902. MyndinA/iö prófborðið eftir Örlyg Sigurðsson SJÓNARMIÐ latínuhreyfingarinnar féllu ekki í góðan jarð- veg hjá norðlenskum skólamönnum. Tillagan um heild- stæðan skóla var álitin í hæsta máta varasöm. er settist á skólabekk og gerði kröfu til þess að teljst „fínn“ maður þjóðfélaginu til óþurft- ar? Eins og nafnið á hreyfingunni gefur til kynna var töfralausnin aukin latínukennsla. Talsmenn hennar töldu að eftir að dregið hafði verið úr latínukennslu í Menntaskólanum í Reykjavík vantaði alla þungamiðju í námið. Eitthvað sem gerði kröfu til nemandans og efldi með honum dáð og dug. Latínan þroskaði nemendur til nauðsynlegrar auðmýktar. Magnús Jónsson lýsti kostum latínunnar í þinginu árið 1921: Hún er mönnum ókunn með öllu, eifíð og strembin. Menn standa í fyrstu ráðalausir yfir þessum flóknu, samanbörðu setningum, sem virðast tyrfnar og torfærar fyrst, en liggja svo dásamlega beint við, þegar þær eru skildar. Latínan er þess vegna námsgrein, sem hægt er að nota til að rcvna á þolrif nemendanna, hún er hreinsunareldurinn, sem skilur að það, sem aðskilja á. í þessu skyni taldist kennsla í náttúrafræð- um, sem aukist hefði á kostnað latínunnar, ekki henta sem skyldi. Þar stæði ónógt fjármagn til tækjakaupa kennslunni helst fyrir þrifum. Gagnrýni á lalinwhreyfinguna Sjónarmið latínuhreyfingarinnar féllu ekki í góðan jarðveg hjá norðlenskum skólamönnum. Tillagan um heildstæðan skóla var álitin í hæsta máta varasöm. Þar væri óskynsamlegt að meta 13 ára börn til langskólanáms. Börn væra misjafnlega fljót að þroskast, einnig væri erfitt að henda reiður á getu barns til náms og hugmyndum foreldra um námsgetu þess. Það kunni því að vera skynsamlegast að halda öll- um leiðum opnum og sjá hverju fram vindur. Gagnrýnendur latínuhreyfingarinnar litu ekki á deildaskiptinguna sem höfuðorsökina fyrir auknum stúdentafjölda. Þar hefðu styrjaldar- árin haft mest að segja með sínum bætta efna- hag og fjölgun Reykvíkinga. Þeir litu því á stofnun menntaskóla á lands- byggðinni sem sjálfsagða rétt- lætiskröfu til að jafna lífskjörin í landinu. Fi'amhaldsmenntunin skyldi ekki verða einkamál þeirra er byggju í Reykjavík. Þeir töldu ódýrara að sækja menntun til Akureyi’ar, þar væri heimavist og ódýrara að afla sér matar vegna nálægðarinnar við eitt besta landbúnaðarhérað landsins. Fleira var tínt til, soll- urinn í Reykjavík var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Þá taldist ft-iðsældin á Akureyri betri kost- ur fyrir óharðnaða unglinga. Þorsteinn M. Jónsson var einnig á þeixri skoðun að í skólann á Akureyri kæmu nemendur á öðrum forsendum. Hann sagði í þingræðu árið 1923: Verða það synir eða dætur Reykvíkinga eða ríkra manna, sem mörgum er þrýst til náms af metnaði foreldranna, fremur en af lær- dómslöngun? Verða þaðgötudrengir og stúlk- ur, sem foreldrarnir af tvennu illu kjósa frem- ur að hafa á skólabekkjum menntaskólans en í solli götulífsins. Nei, það verða ekki slíkir nemendur, sem þessi nýja stofnun ryður braut til menntanna. Þeim sem töluðu gegn latínuhreyfingunni fannst latínan heyra sögunni til. Latínunámið hefði átt heima í skólakerfinu (latínuskólarnir) þegar framhaldsnám hafði verið lítið annað en undirbúningur undir prestskap. Því yrði ekki á móti mælt að latínan hefði verið burðarásinn í hinum geistlegu fræðum en nú væra tímarnir aðrir, lærðir menn hefðu fjölbreytilegri starfs- möguleika og ætti skólakerfið að breyta sam- kvæmt því. I þessu sambandi var Þorsteinn M. Jónsson þungorður í þinginu árið 1923: Ef endilega þaif að fmna upp einhverja náms- grein, sem er nógu þung, enda þótt hún komi ekki að neinu haldi í líGiiu, þvi þá ekki að taka upp t.d. kínversku? Ég ætla að hún muni reyn- ast enn þá eifíðari en bæði latína og gríska. Þar að auki er hún mál 1/4 mannkynsins. Talsmenn þess að stofna menntaskóla á Akureyri fengu öflugan stuðningsmann þegar Jónas Jónsson varð kennslumálaráðherra við í'íkisstjói'nai'skiptin árið 1927. Eitt af fyrstu embættisverkum hans var að veita með ráð- hei'rabréfi Gagnfræðaskóla Akui'eyrar rétt til að útskrifa stúdenta. Fyrstu stúdentarinir út- skrifuðst síðan árið 1928, alls fimm að tölu. Það var svo á árinu 1930 að heildstæð lög um eigin- legan menntaskóla á Akureyri voru samþykkt frá Alþingi. Stofnun skólans kæfði smám sam- an latínuhi'eyfinguna sem vildi breyta eina menntaskóla landsins í latínuskóla að gamalli fyrirmynd. Timans hjól varð ekki stöðvað. Höfundurinn er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTfR 17. APRÍL -1999Í* 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.