Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 10
20. ÖLPIN - ÖtP BYITINGA OG BREYTINGfl il / ARATUGURINN 1911- MANNLÍF í SKUGGA STYRJALDAR EFTIR ÁRNA ARNARSON Fyrri heimsstyrjöldin hamlaði eðlilegri framþróun ó þessum óratug, en samt var merkum óföngum nóð. Þar ber hæst fullveldið 1918, stofnun Hóskóla Islands 1911 og Hæsta- réttar 1920. Bílaöld hófst, akfær vegur var kominn fró Reykjavík til Hvolsvallar 1920 og það ór voru 184 bílar ó landinu. Fyrsta rafveitan kom 1911, Eimskipafélagið var stofnað 1913 og sama ór hóf Morgunblaðið göngu sína. ÓTT ýmsar nýjungar komandi tæknialdar hafi haldið innreið sína í íslenskt samfélag á öðrum áratug aldarinnar, bjó þorri landsmanna við svipuð kjör og að- búnað og verið hafði um aldir. Til sveita voru íveruhús víðast hvar úr torfi og grjóti en efnameiri bændur höfðu sums staðar byggt sér nútíma- legri bústaði, sem stundum voru þó nokkurs konar millistig milli torfbæja og nútímahúsa. í jarðskjálftunum á Suðurlandi 1896 hrundi og eyðilagðist fjöldi sveitabæja. í stað torfbæj- anna voru í mörgum tilfellum byggð timburhús. Á jarðskjálftasvæðunum voru íbúðarhús því að öllu jöfnu nútímalegri en annarsstaðar á land- inu í upphafi aldarinnar. Tryggvi Emilsson minnist þess í æviminn- ingum sínum að hafa verið ráðinn sem smali á bæ í Eyjafirði árið 1912. Innan nokkurra daga var hann orðinn kvikur af lús. Á þessum bæ klóraði fólk sér í sífellu og þótti öllum eðlilegt, enda hafði lúsin verið fylgifiskur fólks á íslandi um aldir. Þótt nógur matur væri til á þessum bæ var nýmeti aldrei á borðum, hvorki nýmjólk né smjör, heldur gamalt saltkjöt og hangikjöt, rúggrautur með undanrennu, bræðingur, súrt skyr og súrt slátur gamalt. Maturinn sem smal- anum var ætlaður var svo knappur að hann var nánast jafn svangur eftir sem áður. Þær nætur sem hann vakti yfir ánum fékk hann ekki mat- arbita alla nóttina. Um þau þrjú sumur sem hann var smali á þessum bæ segir Tryggvi: „allt var þar í föstum skoðum, kalt viðmót, þrældómur, sultur“. Um haustið þegar soðin voru svið var smalanum úthlutað tveim sviða- fótum í matinn meðan hinir fengu kjamma auk sviðafóta. Á þessum bæ féll mönnum aldrei verk úr hendi. Á meðan Tryggvi las á kverið var hann látinn prjóna vettlinga, annað var álit- ið tímasóun. Þessi aðbúnaður hefur þó ekki ver- ið dæmigerður fyrir íslensk sveitaheimili því Tryggvi minnist þess að hafa komið á bæi í ná- grenninu þar sem gengið var eftir því að hann borðaði nægju sína. Jafnrétti og menntun Á þessum öðrum áratug miðaði enn áfram í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Árið 1911 voru sett lög sem tryggðu sama rétt karla og kvenna í öllum menntastofnunum landsins hvað varðaði nám og námsstyrki úr opinberum sjóð- um. Einnig skyldu konur hafa jafnan rétt og karlmenn til embætta að námi loknu. Á þessum árum fara konur að láta til sín taka sem sjálf- stæðir atvinnurekendur. Árið 1912 var opnuð fyrsta hárgreiðslu- og snyrtistofan á landinu. Var hún í eigu Kristínar Guðmundsdóttur Kragh, sem hafði lært fagið í Kaupmannahöfn. Árið 1914 opnuðu tvær konur fyrsta þvottahús- ið í Reykjavík. Það sama ár var stofnað fyrsta verkakvennafélagið á Islandi, Verkakvennafé- lagið Framsókn. Árið eftir fengu konur og vinnufólk kosningarétt til Alþingis, en þurfalingar fengu enn ekki að kjósa og þurftu enn að bíða 20 ár eftir þeim sjálfsögðu mann- réttindum. Árið 1920 var kosningaaldur kvenna og vinnuhjúa lækkaður úr 40 árum í 25. í upphafi aldarinnar hafði spíritisminn numið land á íslandi og var atkvæðamesti talsmaður hans Einar H. Kvaran ritstjóri. Skiptust menn mjög í tvö hom í afstöðu sinni til sálarrann- sókna og fóru andstæðingamir oft háðulegum orðum um spíritismann og nefndu andatrú og héldu því fram fullum fetum að svik og prettir væra oftar en ekki í spilinu: „hún er ekki annað svik og prettir, trúðskrípi og loddaraskapur, ýmist til að narra fé út úr mönnum, ýmist til að hafa áhrif á þá með því að láta þá trúa hinu og þessu“, segir í blaðinu Reykjavík árið 1905. Fylgismenn töldu uppgötvanir sem gerðar vora í nafni sálarrannsókna aftur á móti með merki- legustu uppgötvunum síðustu áratuga. Mikill kraftur var á þessum árum í félagsstarfssemi áhugafólks um guðspeki og sálarrannsóknir. Hafði Guðspekifélag Islands reist sér glæsilegt hús víð Ingólfsstræti árið 1910. Sálarrannsókn- arfélag íslands var síðan stofnað árið 1918. Háskóli íslands tók til starfa árið 1911. í upphafi voru deildir hans aðeins fjórar, guð- fræðideild, læknadeild, lagadeild og heimspeki- deild og var skólinn var til húsa í Alþingishús- inu til ársins 1940. Fyrsta konan lauk þaðan prófi árið 1917. Það var Kristín Ólafsdóttir, sem lauk prófi í læknisfræði. Hún hafði tekið stúdentspróf utanskóla og settist því á skóla- bekk í fyrsta sinn á ævinni í háskóla. I Háskóla íslands var sameinuð starfssemi Prestaskólans, Læknaskólans og Lagaskólans, sem hér höfðu verið starfandi mislengi, Prestaskólinn síðan 1847. Kennaraskóli var þegar starfandi síðan 1908. Með stærri skipum og vélvæðingu flotans opnuðust augu manna íyrir nauðsyn faglegrar þekkingar sjómanna. Stýrimannaskólinn hafði starfað síðan 1891 en árið 1914 var Vélskóli ís- lands stofnaður til þess að fullnægja vaxandi eftirspum eftir menntuðum vélstjórum í kjölfar hinnar skjótu vélvæðingar íslenska fiskveiði- flotans. Þjóðernishyggja og stéttabarátla Aukinn ákafi var nú að færast í sjálfstæðis- baráttuna og mátti lítið út af bera til þess að til árekstra kæmi. Þegar skipherrann á danska varðskipinu Islands Falk lét gera upptækan bláhvítan fána sem flaggað var í róðrarbát á Reykjavíkurhöfn varð uppnám í bænum. Blá- hvíti fáninn seldist upp og blakti hvarvetna við hún, en Dannebrog var dreginn niður. Boðað var til borgarafundar í barnaskólapoi-tinu sam- dægurs og mætti þvílíkt fjölmenni á fundinn að annað eins hafði ekld sést. Þótt mannlífið tæki ekki stórum breytingum á áratugnum þá miðaði í framfaraátt á flestum sviðum. Fyrstu lög um sjúkrasamlög vora sett 1911, en þau náðu í upphafi aðeins til 4-5 % landsmanna. Fyrstu röntgentækin komu til landsins 1914 og radíumlækningar hófust árið 1918. í baráttunni við berklana, sem vora skæðasti sjúkdómur sem herjaði á fólk á þess- um tíma, miðaði hægt. Árið 1913 dó hálft annað hundrað manna úr berklum á íslandi og 1935 þegar Vífisstaðahælið hafði starfað í 25 ár hafði dánartalan aðeins lækkað um þriðjung. Vegna styrjaldarinnar dró mjög úr húsbygg- ingum og í Reykjavík voru nær helmingi færri hús byggð á öðrum áratug aldarinnar en þeim íyrsta. Steinsteypan var að taka við af timbri sem aðalbyggingarefnið og steypan hrærð í höndunum. Steypuhrærivél með olíuhreyfli var fyrst notuð við byggingu stórhýsis Jóns Þor- lákssonar í Bankastræti 11 árið 1914. Það sama ár reis pósthúsið á homi Pósthússtrætis og Austurstrætis, sem teiknað var af Rögnvaldi Ólafssyni, en hann teiknaði á þessum áram BÍLAÖLD hafin, en víðast hvar vantaði vegi. Hér er bíll merktur Steindóri fastur í Steinslæk við Sar Ijósmyndari á Eyrarbakka. margar opinberar byggingar og einnig nokkur íbúðarhús. Af öðram stórhýsum sem risu á ára- tugnum má nefna Laugaveg 42, sem byggt var á áranum 1911-1913 og Austurstræti, 16 sem var reist á áranum 1916 til 1917 af heildsölufyrir- tækinu Nathan og Olsen. Arkitekt þess var Guð- jón Samúelsson, sem á næstu áratugum mótaði margar af glæsilegustu byggingum landsins. Hann teiknaði hús Eimskipafélagsins við Póst- hússtræti, sem reist var árið 1919. Safn Einars Jónssonar var byggt árið 1916 og var það hann- að af þeim Einari Erlendssyni og Einar Jóns- syni í sameiningu. Einar Erlendsson teiknaði einnig Herkastala Hjálpræðishersins sem reis árið 1916. Af öðrum byggingum hans frá öðrum áratug aldarinnar má nefna íbúðarhúsin Laufás- veg 46 og Sólvallagötu 19. Af öðrum húsameist- uram má nefna Jens Eyjólfsson, sem teiknaði m.a. íbúðarhúsið Laufásveg 7, en það var skreytt skurðverki Ríkarðs Jónssonar. Árið 1915 brunnu 12 hús í miðbæ Reykjavíkur, þar á meðal mörg helstu stórhýsi bæjarins. Þetta varð til þess að ýta frekar undir að hús yrðu byggð úr steinsteypu og vildu sumir ganga svo langt að banna að byggja úr timbri. Afleiðingin af sam- drætti í byggingaframkvæmdum á styrjaldarár- unum var mikið húsnæðisleysi í Reykjavík og þá var í fyrsta skipti ráðist í byggingu íbúðarhús- næðis af hálfu sveitarfélags. Voru byggðir „pól- arnir“ svokölluðu á árinu 1916. Árið 1918 var veitt fé úr bæjarsjóði Reykjavíkur til þess að út- búa íbúðir í geymsluhúsum og kjöllurum. Þetta gekk svo langt að einum húseiganda var bannað að breyta kjallaraherbergi í geymslu. Sérstök húsnæðisnefnd tók til starfa til þess að fylgjast með ástandinu. Árið 1912 var Austurstræti mal- bikað, íyrst gatna í Reykjavík og á næstu áram voru helstu götur miðbæjarins malbikaðar. Verkalýðsfélög létu nú æ meir til sín taka og verkalýðsfélagið Dagsbrún stóð fyrir sínu fyrsta verkfalli árið 1913 út af kjöram verka- manna við hafnargerðina í Reykjavík. Samning- ar tókust um kaup en enn áttu tvö ár eftir að líða þar til félagið yrði formlega viðurkennt sem samningsaðili verkamanna. Sósíalisminn, sem á þessum tíma var að ná fótfestu á íslandi, varð fljótlega hinn pólitíski grundvöllur verkalýðsfé- laganna. Kjör alþýðufólks voru afar bágborin. Það þóttu góðar tekjur hjá verkamanni árið 1914 að hafa 750 krónur á ári, en það nam um það bil fimmta hluta af launum menntaskóla- kennara. Almenningur varð því að horfa í hvern eyri og á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar hækkaði innflutt vara mjög í verði þannig að kjör fólks rýrnuðu. Á sama tíma varð metgróði í ýmsum atvinnugreinum. Þetta hlaut að skerpa STEINSTEYPUKLASSÍKIN, einskonar millistig fi blómstraði á 2. áratugnum, hér í íbúðarhúsi stéttaandstæður og leiða til árekstra. Árið 1915 gekkst Olafur Friðriksson fyrir stofnun fyrsta stjórnmálafélags jafnaðarmanna en hann vildi sem sanntrúaður sósíalisti að mikilvægustu framleiðslutæki þjóðarinnar væra í eigu hins opinbera. I því skyni að ná því markmiði taldi hann nauðsynlegt að beita fyrir sig verkalýðsfé- lögum, stjórnmálafélögum og samvinnufélög- um. Ólafur og Jónas Jónsson frá Hriflu unnu að stofnun Hásetafélags Reykjavíkur árið 1915. Það félag stóð árið eftir fyrir verkfalli á togur- um í Reykjavík. Tilefni verkfallsins var ósam- komulag við útgerðarmenn um svonefndan lifr- arhlut. Á þessum tíma voru sjómenn á togurum ráðnir upp á fast kaup en fengu að hirða þá lifur sem til féll. Vegna styi-jaldarinnar hafði lýsi hækkað gífurlega í verði og sáu útgerðarmenn ofsjónum yfir gróða sem féll sjómönnum í hlut. Utgerðarmenn reyndu ítrekað að brjóta verk- fallið á bak aftur t.d. með því að senda skipin út hálfmönnuð og freista þess að ráða menn á Akranesi og í Keflavík en án árangurs. Verk- fallið stóð í hálfan mánuð og varð samkomulag um að áhöfnin fengi fast verð fyrir lifrina, sem var mun hærra en verið hafði fyrir verkfall. Alþýðusamband íslands var stofnað árið 1916 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.