Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 11
ídhólaferju 1921. Myndina tók Haraldur Blöndal rá timbur- og bárujárnshúsum til fúnkisstílsins, við Laufásveg sem Jens Eyjólfsson teiknaði. og var því ætlað að vera allsherjarsamtök verkamanna og iðnaðarmannafélaga hér á landi. Þetta ár urðu bæði Alþýðuflokkur og Framsóknai-flokkur til og átti Jónas frá Hriflu þátt í hvorum tveggja. Framsóknarflokkurinn var myndaður af þingmannahópi sem klauf sig úr öðrum flokkum og hafði því þegar í upphafí áhrif á þingi. Jónas, sem hafði hrifist af þriggja flokka kerfínu í Bretlandi, taldi að Heima- stjórnarflokkur og Sjálfstæðisfokkurinn myndu fljótlega renna saman í flokk íhaldsmanna, kaupmanna, atvinnurekenda og stuðnings- manna hins óbundna einkaframtaks. A móti stæðu Framsóknarflokkur, flokkur bænda, og AJþýðuflokkur, flokkur verkalýðsins. Fram- sóknarflokkurinn naut þess þegar í upphafi að eiga fylgi sitt í sveitum þar sem ósanngjörn kjördæmaskipan tryggði honum áhrif langt um- fram kjörfylgi. Þéttbýlisstaðir þöndust út á þessum ánim sérstaklega vegna eflingar sjáv- arútvegs. Því fjölgaði í verkalýðsstétt og barátt- an fyrir félagslegum réttindum hlaut að eflast. Verðbólgo og vaxandi ríkisforsjá íslendingar urðu þegar í upphafi áþreifan- lega varir við heimsstyrjöldina er togarinn Um sama leyti gerðust Bandaríkin aðilar að styrjöldinni og þurftu því tvö skip hlaðin vörum til íslands að bíða þar fararleyfis á annan mán- uð. Af þessum sökum skorti olíu og urðu flest ' fiskiskip að hætta veiðum. Enn meiri erfiðleik- um olli þó skortur á kolum og salti, sem flutt ’ var inn frá Bretlandi. Mörgum skipum í flutn- ingum þaðan var sökkt af þýskum kafbátum, þar á meðal skipum sem hlaðin voru kolum og salti. í árslok 1917 höfðu innfluttar vörur hækk- að um 200% frá því í stríðsbyrjun. Kol og salt tífölduðust í verði. í maí 1917 var svo komið að hefja varð brauðskömmtun í Reykjavík. Voru gefnir út skömmtunarseðlar til sex vikna í senn og hverjum manni ætluð 1500 grömm af rúg- brauði og 500 grömm af hveitibrauði á viku. Enn varð það til að auka erfiðleika fólks að veturinn 1917-1918 var fádæma harður. í janú- ar lagðist hafís að Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum allt til Gerpis. Frosthörkumar voru slíkar að elstu menn mundu ekki annað eins. Frostið var dögum saman yfir 20 stig í Reykjavík og á Akureyri mældist 33 stiga frost. Sundin við Reykjavík lagði og hægt var að ganga út í Viðey og Engey. Hvítabirnir gengu víða á land og voru margir drepnir. Þótt fyrri heimsstyrjöldinni lyki formlega 11. nóvember árið 1918 var erfiðleikunum ekki lok- ið því inflúensufaraldur geisaði í Reykjavík. Þetta var Spánska veikin svokallaða sem lagði fjölda manns að velli áður en yfir lauk. Hingað barst sóttin frá Danmörku og Bretlandi. Hinn 6. nóvember var talið að helmingur bæjarbúa hefði legið rúmfastur. Reykjavík varð að draugabæ, blöðin hættu að koma út og búðum var lokað. í kjölfar veikinnar fengu margir lungnabólgu og rak þá hvert dauðsfallið annað. Við mörg hús sást ekkert lífsmark því allir lágu veikir. Barnaskólinn var tekinn undir sjúkrahús s og voru þar nær 60 sjúklingar. Sum börn stóðu uppi foreldralaus. Þegar veikin var í hámarki dó fólk jafnvel svo tugum skipti á sólarhring. Um 20. nóvembér var mikið farið að draga úr veikinni og þann 25. var hún mikið til gengin yf- ir. Um það leyti sem dró úr veikinni var bærinn nær orðinn matarlaus og fékk bæjarstjórnin út- gerðarfélagið Kveldúlf til þess að senda togara til veiða og var fiskinum dreift um bæimi. Thor Jensen lét koma upp almenningseldhúsi á sinn kostnað og hófust þar matargjafir hinn 4. des- ember. Voru framreiddar þar 9500 máltíðir auk 7000 sem sendar voru út í bæ. Talið er að tíu r þúsund af fimmtán þúsund íbúum Reykjavíkur hafi fengið veikina. 260 manns létust. Veikin breiddist út um landið en náði ekki austar en að Jökulsá á Sólheimasandi og ekki norðar en í Hrútafjörð. Þetta sama haust gaus Katla eftir 58 ára hlé. Gosið kom fyrirvaralaust svo nærri lá að mann- tjón yrði. Askan barst um allt land en skemmd- ir urðu aðallega í nálægum héruðum. Mörg hundruð sauðfjár fórust og nokkrar jarðir lögð- ust í eyði. Islendingar fögnuðu því fullveldi hinn 1. des- ember árið 1918 í skugga spönsku veikinnar. Af þeim sökum var gleði manna hógvær og athöfn- in hafði yfir sér látlausari svip en efni stóðu til. FYRRI heimsstyrjöldin setti meira en nokkuð annað mark sitt á þjóðarbúskap íslendinga á 2. áratugnum og þá hófst það sem ekki hafði þekkst áður: Kafbátahernaður sem ógnaði öllum sigl- ingum. Á myndinni sést þegar þýzkur kafbátur sökkvir gufuskipinu Lusitaniu 1915. Þar fórust næstum 1200 manns. Skúli fógeti rakst á tundurdufl í Norðursjó í ágúst 1914. Skipið sökk, en af 17 manna áhöfn fórust fjórir, hinum var bjargað um borð í ensk- an togara. A styrjaldarárunum fór afkoma al- mennings ört versnandi vegna þess að verðlag á innfluttum vörum hækkaði gífurlega en laun hækkuðu minna og fátækt fór vaxandi svo mörgum þótti nóg um. í desember 1915 gaf Thor Jensen kaupmaður mikið magn matvæla til fátækra. Var þeim úthlutað í samvinnu við dómkirkjuprestana og fulltrúa verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Um var að ræða 3 tonn af haframjöli, 2 tonn af kartöflum og eitt og hálft tonn af saltfiski auk talsverðs magns af kolum. Alls nutu 177 bágstaddar fjölskyldur góðs af þessu. Þegar leið á styrjöldina fór að bera mjög á vöruskorti. Til þess að bregðast við skorti á kolum og olíu var opnuð sérstök eldsneytis- skrifstofa í Reykjavík undir stjórn Jóns Þor- lákssonar verkfræðings. Nefndin ákvað að haf- ist skyldi handa við mótöku í mógröfum í ná- grenni Reykjavíkur og voru allir heimilisfeður skyldaðir til þess að leggja fram annað hvort fé eða vinnukraft. Vegna hertra aðgerða Þjóð- verja á höfunum í byrjun árs 1917 stöðvuðust allar samgöngur milli Islands og Norðurlanda. Stjórnmál og strfð í mars árið 1911 var svo illa komið fyrir Birni, Jónssyni ráðherra, að hluti hans eigin flokks- manna í Sjálfstæðisflokknum lagði fram van- trauststillögu á hann. Eins og búast mátti við var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða og varð Björn að segja af sér ráðherradómi. Meirihluti Sjálfstæðismanna mælti með Skúla Thoroddsen sem ráðherraefni en Heimastjórnarmenn voru fúsir til þess að veita Kiástjáni Jónssyni hlutleysi sitt, en hann naut einnig stuðnings nokkurs hluta Sjálfstæð- isflokksins. Konungur skipaði Kristján ráð- herra hinn 15. mars. Ráðherraferill Kristjáns stóð aðeins rúmt ár en þá tók Hannes Hafstein aftur við ráðherraembætti. Jafnfram varð til nýr stjórnmálaflokkur, Sambandsflokkurinn, og studdu hann 31 þingmaður, sem var mikill meirihluti þingmanna. Það sem kom mest á óvart var að nú voru þeir samherjar Hannes , Hafstein og Björn Jónsson. Helsta markmið flokksins var að reyna að ná fram breytingum á frumvarpi sambandsnefndarinnar frá 1908 (Uppkastinu) án þess þó að slíta algjörlega sambandinu við Dani. Andstæðingarnir nefndu þennan flokk Bræðinginn. Hannes sagði af sér embætti eftir kosningarnar 1914 en við tók Sig- urður Eggerz. Alþingi hafði samþykkt stjórnar- skrárfrumvarp sem konungur neitaði að stað- festa og sagði Sigurður því af sér embætti í des- ember það ár. Alþingi brást við hinni yfirvofandi ófriðar- hættu með því að samþykkja lög um ráðstafanir til þess að tryggja landinu matvæli ef til stór- styrjaldar kæmi. Fékk stjómin viðtækt vald til þess að kaupa nauðsynjavörur til landsins og annast innflutning. Umsjón þessara mála skyldi vera í höndum fimm manna nefndar sem í sátu nokkrir helstu stjórnmálamenn landsins. Var þegar farið að leita fyrir sér um vörukaup í Am- eríku þar sem fyrirsjáanlegt var að meginlands- markaðurinn myndi lokast. Þetta var í sam- STÆRSTI stjórnmálaviðburður áratugarins: Fullveldi fagnað framan við Stjórnarráðið 1. desem- ber 1918. Þetta var samt fámenn samkoma, enda hafði Spánska veikin geisað, vöruskortur var og atvinnuleysi. bátar föst í ísnum. FROSTAVETURINN 1918: Reykjavíkurhöfn hefur lagt, skip °9 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.