Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 12
MERKUR ÁFANGI í hinni efnahagslegu sjálf- stæðisbaráttu: Gullfossi fagnað á Bæjar- bryggjunni í Reykjavík 1915. ræmi við það sem gert var víða um heim þar sem hið opinbera tók að skipuleggja efna- hagslífið vegna styrjaldarinnar. Þetta var hinn svonefndi stríðssósíalismi og mikið af þeim völdum sem ríkisvaldið tók sér á styrj- aldarárunum var aldrei látið af hendi aftur. Árið 1917 hertu Þjóðverjar á kafbátahemaði sínum og varð þá enn erfiðara að tryggja mat- vælaflutninga til landsins. Kornvara, kaffl, sykur og önnur matvara var nú flutt til lands- ins frá Ameríku á vegum landsjóðs sem hafði skip í forum á sínum vegum. Vömnum var síðan dreift um landið og birgðir geymdar á nokkrum stöðum. Ekki voru þessi innkaup öll í hlutfalli við neyslu. Mikið magn af maís hafði verið keypt af ótta við fóðurskort sem ekki varð og stóð Landsverslunin því uppi með mikið magn af maís. Til þess að koma honum út var reynt að blanda honum saman við rúg til brauðgerðar. Landsversluninni var haldið áfram á sumum sviðum eftir að styrjöldinni var lokið. Það tók langan tíma að fínna eftirmann Sig- urðar Eggerz og það var ekki fyrr en í maí 1915 sem Einar Arnórsson var skipaður ráð- herra. í kjölfarið urðu miklar deilur í Sjálf- stæðisflokknum milli svonefndra langs- ummanna, sem fylgdu Einari og þversummanna, sem fylgdu Skúla Thorodd- sen en þar í hópi voru landvarnarmennirnir gömlu. f júni sama ár staðfesti konungur stjómarskrárbreytingu um að þríliti fáninn skyldi vera sérfáni Islands. Þar var einnig aldurstakmark kosningaréttar kvenna fært niður í 25 ár úr 30 árum. Vegna þess hve opinber stjórnsýsla hafði aukist að umfangi vegna styrjaldarinnar var í ársbyrjun árið 1917 ákveðið að fjölga ráðherr- um í þijá. Myndaði Jón Magnússon þá stjóm þriggja stærstu flokka þingsins, Heimastjóm- arflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- fokks. Fjármálaráðherra var Björn Kristjáns- son og atvinnumálaráðherra Sigurður Jóns- son. A styrjaldarámnum þurftu íslendingar sjálfír að ráða fram úr flestum vandamálum, t.d. utanríkismálum og viðskiptamálum. ís- lendingar sömdu beint við Breta um viðskipti þjóðanna. Það var því ljóst að íslendingar voru fyllilega faerir um að ráða fram úr sínum málum sjálfir. Á þessum tíma fékk sú skoðun æ meira fylgi meðal stjórþjóðanna að virða bæri sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða. Þar sem Danir höfðu fullan hug á að endurheimta hin dönsku héruð í Suður-Jótlandi var þeim ekki lengur stætt á að neita íslendingum um sjálf- stæði. í júlí árið 1918 hófust enn viðræður um framtíðarsamband íslands og Danmerkur. Viðræðumar stóðu í átján daga og í niður- stöðunum var fullveldi íslands viðurkennt. Hér eftir voru löndin aðeins í konungssam- bandi en Dönum var falið að fara með utan- ríkismál og landhelgisgæslu í umboði íslend- inga. I frumvarpinu voru uppsagnarákvæði, þar sem hvor aðili fyrir sig gat eftir árslok 1940 krafíst endurskoðunar sambandslag- anna. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi hinn 9. september og þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin hinn 19. október. Samningurinn var samþykktur með 12411 atkvæðum gegn 999. Hinn 1. desember 1918 varð ísland form- lega fullvalda ríki. Árið 1920 var settur á stofn Hæstiréttur Islands og þar með var æðsta dómsvald einnig komið inn í landið. Það sama ár skipuðu íslendingar sendiherra í Kaup- mannahöfn og var það Sveinn Bjömsson sem síðar varrð forseti Islands. Niðurlag í næstu Lesbók Höfundurinn er sagnfræðingur. PÉTUR GAUTUR KRAFAN: MAÐUR, VERTU ÞU SJALFUR EFTIR GUÐMUND G, ÞÓRARINSSON Undirtónn leikritsins er að stöðug leit að breyt- ingum leiðir til sífelldra endurtekningg. Taum- laus lausung leiðir til tómleika. Einföldustu og dýpstu lögmól sólarlífsins er ekki unnt að brjóta ón ]p ess að glata innri sótt. GUNNAR Eyjólfsson í hlutverki Péturs Gauts í sýningu Þjóöleikhússins á verkinu 1962. Gaut í Þjóðlekhúsinu 1991. Mér virðist Sveinn Einarsson leggja í sinni uppsetningu meginá- herslu á trúarlegan undirtón leikritsins. LEIKFÉLAG Akureyrar réðst á dög- unum í það stórvirki að sýna Pétur Gaut eftir Ibsen. En ekki bara það. Gengist var fyrir málþingi á Akur- eyri um Pétur Gaut og Ibsen með þátttöku margra sem gjörþekkja við- fangsefnið. Ákveðinn kjarni umræð- linnar snerist um hina endalausu leit í leikritinu að svari við spurningunni : Hvað er að vera þú sjálfur? Þrátt fyrir ævintýra- og þjóðsagnablæ, margbreytilegt sögusvið og átök viðburðaríkrar ævi, virðist kjarni leik- ritsins, það höfuðþema sem sífellt og ævin- lega er komið að og allt snýst um, vera kraf- an: „Maður vertu þú sjálfur". Spurningin, sem Pétur Gautur glímir við allan tímann og fær margvísleg svör við, er: Hvernig skal líf- inu lifað, þannig að maðurinn sé hann sjálfur? Þorsteinn Gylfason sagði í athyglisverðu erindi sem hann nefndi „Sjálfleikur" og flutti á málþingi um Pétur Gaut og Ibsen á Akur- eyri: „Hugleiðingar persónunnar Péturs Gauts um þessa kröfu reynast vera alls konar tilhlaup sem takast ekki...“ Af máli Þorsteins mátti ráða að krafan sé óskiljanleg. Helgi Hálfdanarson segir í grein sem hann nefnir „Hann sjálfur" í Morgunblaðinu: „ Réttur skilningur á öllum þessum atriðum kæmi sér dável, því þar virðist vera um að ræða sjálfan kjarna þessa skáldverks" Af viðræðum við Helga virðist mér hann sömu skoðunar og Þorsteinn að óljóst sé mjög hvað Ibsen er að fara með þessari kröfu: Maður, vertu þú sjálfur. Leikstjórinn, Sveinn Einarsson, fjall- aði á málþinginu um uppsetningu leikritsins og sagði í lok erindis síns: „Endir verks er aldrei settur þar af tilviljun" Um leit Péturs sagði hann: „I verkinu felst ákveðin friðþæg- ing og það sem bjargar Pétri er náðin.“ Þessi orð Sveins urðu mér tilefni þeirra hugleið- inga sem hér fara á eftir. Leikritið Pétwr Gautur Ibsen ferðaðist um Gudbrandsdalinn í Noregi og safnaði þjóðsögum. Talið er að til séu 13-14 mismunandi sagnir um Pétur Gaut sem líklega hefur verið uppi á 17. öld. Hvað er Ibsen að fara með leikritinu Pétur Gautur? Hver er í raun kjarni leikritsins? Pétur Gaut- ur er alger andstæða Brands sem Ibsen samdi næst á undan Pétri Gaut. Sumir segja að Ibsen hafi verið sem tveir menn er aldrei urðu sammála. Hvert leikrit sem hann samdi hafi verið eins konar mótmæli eða höfnun leikritsins sem hann samdi á undan. Þessi „Freud“ leikritunar er sagður hafa lesið Bibl- íuna mest allra bóka og því er ef til vill ekki fjarri lagi að leita þangað skýringa á sumu því sem hann ritaði. Eigi að síður segir hann sjálfur að allt sem hann hafi skrifað hafi hann upplifað beint eða óbeint. Pétur Gautur er langt leikrit og reyndar mun Ibsen ekki hafa gert ráð fyrir að þetta ljóð yrði leikið, miklu fremur lesið upp. Lengdin gerir það að verkum að stytta verð- ur verkið í uppfærslu, sem aftur gerir það að verkum að þráðurinn verður ekki alltaf auð- skilinn. Margir telja að Ibsen hafi við ritun leikritsins verið undir áhrifum frá Sören Kierkegaard (1813-1855), hinum danska Sókratesi, í höfuðriti hans Enten eller. Sjálf- ur sagðist Ibsen ekki hafa lesið Kierkegaard og það litla sem hann hafi lesið hafi hann ekki skilið. Ýmislegt bendir til að Ibsen hugsi í Pétri Gaut eftir svipuðum línum og Kierkegaard þegar hann fjallar um valið milli hins etiska og hins æstetiska lífsstíls, sem stundum hefur verið þýtt sem siðrænn og listrænn lífsstíll. í riti Sigurðar Nordal, Ein- lyndi og marglyndi, er einnnig fjallað um þetta val.'Mig minnir að Þórhildur Þorleifs- dóttir hafi og haft mjög áherslu á valinu í líf- inu, grundvallarmun hins siðræna og hins listræna lífernis, þegar hún setti upp Pétur Undirtónninn Undirtónn leikritsins er að stöðug leit að breytingum leiðir til sífelldra endurtekninga. Taumlaus lausung leiðir til tóm- leika. Einföldustu og dýpstu lögmál sálarlífsins er ekki unnt að brjóta án þess að glata innri sátt. Pétur Gautur er norskur sveitadrengur. Hann er oft sýndur sem einstaklingur sem hefur takmarkaða greind, vant- ar stöðugleika í skaphöfn, sem auðvelt er að blekkja, gráðugur, hugleysingi, lygari. Hann leggur út í heiminn og ætlar að verða keisari og lendir í miklum ævintýrum. Pétur Gautur er minntur á dauðann. Einn góðan veðurdag verður hann að standa reikn- ingsskil á gerðum sínum. Honum verður ljóst að hann hefur byggt líf sitt á verðlausum hlutum. Hingað til hefur tal hans um að vera hann sjálfur verið innantómt. Hann verður að viðurkenna að hann veit ekki hvað er að vera sjálfum sér trúr. Tómleiki og tilgangsleysi eru laun þess sem lifir lífi sínu eingöngu fyrir sjálfan sig, og kemur ekki auga á æðri gildi mannlífsins. Pétur lítur yfir ævi sína og segir: „0, indæla jörð, ég hef enn að nýju til einskis traðkað þinn fagra blóma. Þú, dýrlega sól, hefur samt af hlýju sóað geislum á kofana tóma.“ Og þegar hann hugsar um legstein sinn verður mat hans á lífsstarfinu enn skýrara. Honum finnst að áletrunin eigi að vera: „Enginn er hér grafmn „ Hann hefur þrátt fyrir allt skynjað að hann hefur „beygt hjá“ einhverju í eðli sínu sem hefur dýpra og æðra gildi. Sá sem þeytist sí- fellt á milli lífsnautna, sveiflast frá einu í ann- að, glatar sjálfum sér. Hann missir eiginleik- ann sem þarf til þess að vera heill maður. Ósjálfrátt leitar hugurinn til Kierkegaards þegar hann í Enten eller fjallar um þann sem án afláts leitar lífsnautna og ævintýra: „Eller kan du tænke dig noget forfærdeli- gere end at det endte med, at dit væsen oplöste sig i en mangfoldighed, at du virkelig blev flere, blev ligesom hine ulykkelige demoniske en legio, og du saaledes havde tabt det inderste, det helligste i et menneske, personlighedens bindende magt?“ „Eða getur þú hugsað þér nokkuð skelfilegra en að endirinn verði sá, að sjálf þitt klofni í marga hluta þannig að þú verðir margar per- sónur, verðir rétt eins og hinir ógæfusömu illu andar, hersing, og þú hefðir þannig glat- að hinu dýpsta og helgasta í manninum, þeim krafti sem heldur persónuleikanum saman." (Kierkegaard vitnar hér til Mark. 5.9) At- hyglisvert er einnig að Kierkegaard er að glíma við það að vera maður sjálfur „I et- hvert menneske er der noget, der til en vis grad forhindrer ham i at blive sig selv fuld- elig gjennemsigtig...“ „I sérhverjum manni býr eitthvað sem að vissu marki hindrar að hann skynji sjálfan sig til fullnustu." Og seinna segir hann: „ - thi jeg veed ingen sjæls-tilstand, som bedre kan betegne som fortabelse - stands denne vilde flugt, denne tilintetgörelsens lidenskab...“ ,,-því ég þekki ekkert sálarástand sem betur má lýsa sem glötun - stöðvaðu þennan blinda flótta þessa sjálfseyðingarástríðu...“ „ Du duer til intet, kun dette forlyster dig, at gaae syv gange omkring tilværelsen, og blæ- se paa basunen..." „Þú dugar ekki til neins, hið eina sem vekur þér ánægju er að ganga sjö sinnum umhverf- is tilveruna og blása í lúður“ (Enten eller bls. 152). Leikritið er gegnsýrt af spurningunni hvað er að vera þú sjálfur? Röddin í myrkrinu sem Einar Benediktsson þýðir sem Beygurinn, óttinn innra með einstaklingnum, en Helgi Hálfdanarson nefnir Bugurinn og tekur mið af ráðleggingunni: beygðu hjá, gakktu á svig við vandamálin, segist vera: „ég sjálfur." Áhorfandinn verður að gera upp við sig hvort þetta er innri rödd Péturs sjálfs. Hvort hann stendur frammi fyrir ósýnilegri mynd af sjálfum sér. Beygurinn svarar þrisvar spurn- ingunni: „Hver ertu?“ með svarinu: „Ég sjálf- ur“ og seig sama ef þú getur! Ráðleggingin er: Beygðu hjá. En það er ekki unnt að sveigja hjá sjálfum sér til lengdar. Bergmál af orðum Biblíunnar má greina er Pétur segir „...sá sem vinnur veröld alla en glatar sjálfum sér, í bætur fer aðeins krans um klofinn skalla.“ Von Eberkopf spyr um gautska sjálfið, og Pétur svarar.: „Hið gautska sjálf, - er gríðar býsn Af græðgi, ágirnd, þrá og fýsn,- Hið gautska sjálf er hyldjúpt haf Af hugmyndum á ýmsan veg, Það sem mín vitund eflist af Og öllu bjargar sem ég er“. Orðaleikirnir eru margir. Begi'iffenfeldt segir á einum stað: „Hann ber sig sjálfan í sér og á sér, er með sér sjálfum, af því hann er frá sér.“ I heimi Begriffenfeldt er það að vera sjálfum sér samur að útiloka umhugsun um aðra, vera sjálfur miðjan, líkt og í þjóðfé- lagi tröllanna. Á geðveikrahælinu kemst Pétur Gautur í kynni við einstakling sem kallar sig penna. Penninn er þjónn í höndum annarra. Enn kemur Ibsen að spurningunni um að vera þú sjálfur. Viljinn til að þjóna dregur úr sjálfstæði mannsins, leiðir til eyðingar sjálfsins. Þemað er enn vertu sjálfum þér trúr. Sterkur undirtónn í verkinu er trúin. í þætti II bjargast Pétur frá árás tröllanna vegna þess að kirkjuklukkur hringja í fjarska. í lok leikritsins bjargast hann fyrir sálmasöng og hringingu kirkjuklukkna. Þarna er reyndar bergmál frá þjóðsögunum. Leit mannsins að sér sjálfum hefur trúarleg- an grunntón. Lok leikritsins eru augljóslega trúarlegs eðlis. Sagan um piltinn sem skar fíngurinn af til 11 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MENNING/USTIR 17. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.