Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 17
VIKUPLATTARNIR eins og ég kalla krossviðsplötumar em beint fram- hald af dagplöttum sem ég gerði í fyrra og sýndi í Nýlistasafninu," segir hann þar sem hann stendur fyrir framan verkið sem hann kallar 1998. Það er myndað af krossviðsplötum sem eru allar jafn stórar, þaktar með blýanti, þar sem spretta upp hin ýmsu form í teikningunni. „Þetta eru sjálf- sprottnar teikningar þar sem táknin sjálf skipta ekki aðal máli heldur athöfnin sem mælieining," segir hann. „Eg byrjaði að teikna á miðju hvers platta án þess að hafa fyrirfram gefna hugmynd, svo byrjaði eitthvað að koma í ljós - og ég elti það,“ heldur hann áfram. „Samt eru formin skýr og sum eru mjög hversdagsleg. Líta út eins og blóm eða minna á tákn sem við þekkj- um flest. Önnur eru eins og holur eða svarthol og nokkrir plattanna eru alveg svartir. Eg vann þetta þannig að ég byrjaði að þekja nýj- an platta á sunnudegi og endaði á laugardegi, þannig vann ég á hverjum degi. Megin ramminn um verkið er tíminn, tím- inn eins og við mælum hann eftir almanakinu og svo tíminn eins og við lifum sjálf í honum. Eg er tíminn. Þú ert tíminn. Við getum til I dæmis mælt tímann í þeim texta sem þú ert að skrifa núna, hann getur verið stuttur þessi texti, hann getur verið langur. Textinn er ein- hvers konar skjalfesta á veru þinni í tímanum. Og þegar ég fór í ferðalög tók ég platta með mér, þannig liðu þeir með mér.“ Raðaði plöttunum upp eftir timatalinu „Eg lít á þetta sem skúlptúr," segir hann og ; bendir í átt til verksins en plöttunum hefur hann raðað á hallandi borð á einum vegg sýn- ingarsalarins. „Ég raðaði þeim upp eftir okk- ar sameiginlega tímatali. Þar sem eru mán- aðamót stendur vikuplattinn einn og sér. Þess vegna verður til þetta mynstur í uppröðun- inni.“ Hann grípur einn plattann og sýnir við- mælanda sínum að aftan á hann er skráð ná- kvæmlega hvenær hann var gerður. „A sýningunni í Nýlistasafninu sem var á síðastliðnu ári raðaði ég dagplöttunum öðru- vísi upp. Þar voru þeir settir upp á mjóar hill- ur og fólk gat flett þeim eins og um dagbók væri að ræða. Með þvi að skoða verkið gátu sýningargestirnir rifjað upp árið 1997 á sinn hátt. Þannig var árið ennþá til þótt liðið væri. I skúlptúrnum sem ég sýndi í fyrra var ég með tólf millimetra þykkar krossviðsplötur og voru þær í stærðinni tólf sinnum tólf senti- metrar," segir hann og fer að útskýra hagnýtu hliðina á verkinu. „Núna er ég með tuttugu og eins millimetra þykkar plötur sem eru tuttugu og einn sentimetri á kant. Rúmtak vikunnar nú er því svipað og var í fyrra en hver platti er þykkari nú sem takmarkast af því hvernig krossviðsplöturnar era framleiddar." Minningabrot sem hsegt er að hengja upp á vegg Við höldum áfram að tala um hagnýta hluti eins og sölu á skúlptúr eins og þessum sem hann sýnir í Ingólfsstræti 8. „Ég lít á þetta verk sem einn skúlptúr en hver platti er sjálf- stætt verk eins og minningarbrot sem hægt er að hengja upp á vegg. Við setjum ekki að- eins upp á vegg hluti sem hafa skreytingar- gildi heldur viljum við líka hafa hluti sem fela í sér góða hugmynd." Við hliðina á þessu verki gerði ég brauð fyr- ir hvern dag ársins og eru þau merkt með litl- í heilt ár skráði Gretar Reynisson myndlistarmaður hugsanir sínar á krossviðsplötu með blýanti. Hann byrj- aði á sunnudegi og endaði gerð plötunnar á laugar- degi. Þannig myndgerði hann tímann og veruna í eitt ár. Afrakstur þessarar vinnu sýnir hann í Galleríi Ing- ólfsstræti 8. HILDUR EINARSDÓTTUR ræddi við höfund- inn um vinnuferlið og hugmyndina að baki verkinu. um miða með dagsetningu þess. Þegar búið er til brauð handfjatlar maður þau á ákveðinn hátt og notar sömu handtökin í hvert skipti. Þegar brauðið harðnar verður það eins og bein viðkomu," segir hann og tekur eitt og sýnir viðmælandanum. „Finndu hvað brauðið er orðið hart og kalt. Þau minna á fornleifar, uppgröft liðins tíma. Ég hef því brauðin inni í skáp eins og fornleifar eru geymdar í á þjóð- minjasafni. Allt er forgengilegt. Brauðið er mjúkt og ferskt að morgni en er orðið hart og kalt að kveldi. „Já, ég er nokkuð upptekinn af tímahugtak- inu,“ svarar hann aðspurður. „Það er rétt hjá þér að það kemur einnig fram í verki sem ég á á sýningu Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Strandlengjunni, og ég nefni Stikur. I því verki tók ég áatal mitt frá landnámi og setti á endurskinsmerki vegastika. Þetta er hugsað þannig að ljós ökutækjanna sem aka hjá myndi endurskin eina örskotsstund. Eins er hægt að rifja upp árið í fyrra í gegnum vikuplattana, líta til baka á eitthvað sem er horfið." BRAUÐ fyrir hvern dag ársins. Morgunblaðið/Sverrir BJÖRG Þorsteinsdóttir. í bakgrunni er verið að setja upp eitt verka hennar. Anddyri Hallgrímskirkju MÁLVERK BJARGAR . I ANDDYRI Hallgri'mskii'kju verður opnuð sýning á sex málverkum eftir Björgu Þorsteinsdóttur myndlistarmann á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Mynd- irnar eru flestar unnar á þessu ári og eru gerðar með akryllitum á striga. Einnig verða fjórar vatnslitamyndir eft- ir Björgu til sýnis í safnaðarsal kirkj- unnar. Björg stundaði myndlistarnáin í Reykjavík, Stuttgart og París. Hún hef- ur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og er- ' lendis. Síðustu einkasýningar Bjargar voru í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar og í Galleríi ís- landi í Ósló 1998. Sýningin er opin daglega frá 10-18 og stendur út maí. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.