Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 2
RÁÐSTEFNA UM BARNA- OG UNGLINGABÓKMENNTIR í SAGNAHEIMI í GERÐUBERGI í SAGNAHEIMI er yfirskrift ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir sem hefst í dag kl. 10.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Ráðstefnan er liður í Viku bókarinnar og hefst dagskráin á fyrirlestri Þuríðar Jóhannesdóttur bókmenntafræðings, sem hún nefnir Um bóklestur í sagnaheimi skjámiðla. Sagt verður frá nýlegum kenn- ingum um bókmenntauppeldi í nútimanum þar sem myndmiðlar segja að stórum hluta sögur sem börn og unglingar alast upp við. Hugmyndir kanadíska bókmenntafræð- ingsins Perry Nodelmans verða kynntar stuttlega og sagt frá hugmyndum um notkun VeraldarveQarins til að styrkja bókmenningu og lestur. „Hvernig viljum við koma menningararfinum lil skila?" Þá heldur Hildur Heimisdóttir kennari fyrirlesturinn Veruleikinn í nýlegum ís- lenskum barnabókum. Fyrirlestur Aslaug- ar Jónsdóttur myndlistarmanns og Sigur- borgar Stefánsdóttur myndlistarkennara nefnist Bókin á borði teiknarans og fjallar um vinnuaðferðir myndskreytisins og helstu þætti til athugunar við lestur myndabóka. FuIItrúar frá bókaforlögunum Máli og menningu, Skjaldborg, Vöku-Helgafelli og Morgunblaðið/Jón Svavarsson BÖRN hlýða spennt á lestur Hildar Baldursdóttur á sögustund í Bústaðasafni. Æskunni ræða útgáfú barna- og unglinga- bóka og velta fyrir sér spurningum eins og: Hvað ræður bókavali okkar? Hver er stefnan í útgáfu fræðslubóka? Hvernig vilj- um við koma menningararfinum til skila? Aðalsteinn Asberg Sigurðsson, formaður Rithöfundasambands íslands, stýrir ráð- stefnunni, en að henni standa Skólasafna- miðstöð Reykjavíkur, Félag skólasafns- kennara, Bókavarðafélag Islands, Börn og bækur - íslandsdeild IBBY og SÍUNG og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. MONET UM MIÐJA NÓU Ixmdon. Morgunblaöið. SÝNINGUNNI Monet á tuttugustu öld- inni lauk um síðustu helgi í Royal Academy of Arts í London og var safnið haft opið allan sólarhringinn í lokin og gátu samt ekki allir sem vildu skoðað sýninguna. Sýningin á málverkum írá síðustu tuttugu starfsárum Monets var opnuð 23. janúar sl. og henni lauk síðdegis á sunnudag. Alls sóttu 813 þúsund gestir sýninguna og telja menn það langmesta fjölda, sem hefur sótt eina listsýningu hér í landi. Tæplega 4 milljónir punda, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs króna, voru greiddar í aðgangseyri, en kostnað- ur við sýningarhaldið er talinn hafa numið 1,8 milljónum punda. Stöðugur straumur gesta skoðaði sýn- inguna síðasta sólarhringinn og varð ekkert lát á aðfaranótt sunnudagsins. Undir morgun á sunnudag biðu enn 150 manns fyrir utan listasafnið í þeirri von að komast inn, en þá var aðgangur síð- ustu klukkustundimar löngu uppseldur. KOLBEINN BJARNASON Á EINLEIKSTÓNLEIKUM KOLBEINN Bjarnason flautuleikari heldur tónleika í Salnum í Kópavogi sunnudags- kvöldið 25. apríl kl. 20.30. Tónleikamir eru aðrir í röð einleikstónleika sem félagar í Caput tónlistarhópnum standa fyrir á þessu ári, þar sem merkum verkum frá þessari öld verður gert hátt undir höfði, en fyrir tveimur vikum hélt Sigurður Halldórsson sellóleikari fyrstu tónleikana í þessari röð. Á efnisskrá tónleika Kolbeins verða verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Atla Heimi Sveinsson, Kazuo Fukushima, Edgar Varése, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjöms- son og Brian Femeyhough. Á tónleikunum mun Kolbeinn kynna verkin og ræða hvemig hann sér þau tengjast með ólíkum hætti. Kolbeinn Bjamason lærði á flautu hjá Jósef Magnússyni í Bamamúsíkskólanum og Tón- listarskólanum í Reykjavík hjá Manuelu Wiesler og ýmsum kennurum í Sviss og Bandaríkjunum. Þar stundaði hann einnig nám í hefðbundinni japanskri tónlist. Kol- beinn bjó einnig í Hollandi um skeið og sótti þá tíma í barrokkflautuleik. Kolbeinn stofnaði Caput ásamt fleiram árið 1987 og hefur verið flautuleikari hópsins frá upphafi. ---------------------------- Morgunblaðið/Árni Sæberg ■ Kærkomin tækifæri/9 KOLBEINN Bjarnason - og flautan hans. BARNABÓKAVERÐLAUN FYRIR BLÍÐFINN OG KAPALGÁTUNA ÞORVALDUR Þorsteinsson og Sigrún Áma- dóttir hlutu Bamabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem úthlutað var miðvikudaginn 21. apríl. Þorvaldur hlaut verðlaun fyrir bestu framsömdu bókina, Eg heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, sem bókaútgáfan Bjart- ur gefur út. Sigrún hlaut verðlaun fyrir bestu þýðingu á bókinni Kapalgátan eftir Jostein Gaarder sem Mál og menning gefur út. Alls bárust nefndinni 67 bama- og unglingabækur sem út komu á árinu 1998; 37 framsamdar og 30 þýðingar. Þetta er í 27. sinn sem fræðsluyfirvöld í Reykjavík veita höfundum og þýðendum bamabókaverðlaun. Tilgangur verðlaunanna er að örva metnaðarfullar ritsmíðar og þýð- ingar fyrir böm og að vekja athygli á því sem vel er gert á þessum vettvangi íslenskrar bókaútgáfu, segir í fréttatilkynningu. í úthlutunamefnd sátu Sigrún Elsa Smára- dóttir, Guðrún Pétursdóttir og Kristrún Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Golli ÞORVALDUR Þorsteinsson og Sigrún Ámadóttir með Barnabókaverðlaunin 1999. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásinundarsafn - Sigtúni Ragnhildur Stefánsdóttir. Til 13. maí. Gallerf Horn Danny van Walsum. Til 5. maí. Gallerí Listakot Freyja Önundardóttir. Til 24. aprfl. Gallerí Sævars Karls Kristin Arngrímsdóttir. Til 6. maí. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Samsýning sex einfara: Svava Skúladóttir, Sigurður Einarsson, Hjörtur Guðmunds- son, Þórður Valdimarsson, Sigurlaug og Guðrún Jónasdætur. Til 9. maí. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Ólöf Nordal. Skuggaspeglar. Þór Vigfús- son. Til 9. maí. Hallgrímskirkja Björg Þorsteinsdóttir. Til 1. júní. Hafnarborg Aðalsalur: Egil Roed. Sverrissalur: Marg- ai-et Evangeline. Til 10. maí. Háskólabókasafn Örsýning - Bríet Héðinsdóttir. Til 30. aprfl. Ingólfsstræti 8 Gretar Reynisson. Til 2. maí. Kjarvalsstaðir Hönnun eftir Jasper Moirison, Marc New- son og Michael Young. Ljósmyndir Spessa. Austursalur: Jóhannes Kjarval. Til 24. maí. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur: Steinunn Þórarinsdóttir. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Salur 1: Abstraktverk Þorvaldar Skúlason- ar. Salur 2: Andlitsmyndir Jóhannesar S. Kjarvals. Salur 3: Nýraunsæi 8. áratugar- ins. Salur 4: Náttúruhrif. Til 24. maí. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Gunnar S. Magnússon. Til 12. maí. Norræna húsið Myndasögur í Mýrinni. Til 23. maí. Nýlistasafnið Samsýn. listamanna frá Glasgow. Til 2. maí. Mokkakaffí Ilmur María Stefánsdóttir. Til 7. maí. Smiðjan, Ármúla 36 Haukur Dór. Til 30. apríl. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði Handritasýning. Þriðj., mið., fim. kl. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. TÓNLIST Laugardagur Seljakirkja: Kvennakórinn Seljur, Grundar- tangakórinn og Kvennakórinn Ymur. Kl. 17. Háteigskirkja: Kvöldvökukórinn. Kl. 17. Tjarnarbíó: Lúðrasveitin Svanur og Sig- urður Flosason. Kl. 17. Sunnudagur Salurinn: Einleikstónleikar Kolbeins Bjarnasonar, flautuleikara. Kl. 20.30. Frímúraraheimilið, Skúlagötu: Frímúr- arakórinn. Kl. 17. Mánudagur Bústaðakirkja: Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn: Karlakórinn Stefnir. Kl. 20.30. Föstudagur Karlakórinn Stefnir. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, sun. 25. apríl. Ásta Sóllilja, sun. 25., fim. 29. apríl. Tveir tvöfaldir, lau. 24., fós. 30. apríl. Bróðir minn ljónshjarta, lau. 24. aprfl. Abel Snorko býr einn, lau. 24., fós. 30. apríl. Maður í misl. sokkum, lau. 24., fi. 29., fö. 30. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 24., sun. 25. apríl. Stjórnleysingi ferst af slysförum, sun. 25. ap. Sex í sveit, lau. 24., fös. 30. aprfl. Fegurðardrottningin frá Línakri, sun. 25. ap. Islenska óperan Leðurblakan, sun. 25. apríl. Hellisbúinn, lau. 24., fim. 29., fós. 30. apríl. Ávaxtakarfan, lau. 24., sun. 25. aprfl. Loftkastalinn Hattur og Fattur, sun. 25. apríl. Iðnó Hnetan, sun. 25. apríl. Rommí, lau. 24., fös. 30. apríl. Leitum að ungri stúlku, fim. 29., fós. 30. ap. Tjarnarbíó Svartklædda konan, sun. 25. aprfl. KaíTileikhúsið Hótel Hekla. Lau. 24. apríl. Möguleikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, sun. 25. apríl. Leikfélag Akureyrar Systur i syndinni, lau. 24., fós. 30. apríl. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.