Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK YlOItCLMÍL VOSINS - MENNEVG LISTIR 15. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Fræðastarfsemi Brynjólfs biskups Sveinssonar var mikil og áhrifarík, skrifar Einar G. Pétursson í Arnastofnun. Hann hefur nýlega gefið út ritverk um Eddurit Jóns lærða, en ritin samdi Jón að beiðni Brynjólfs biskups. I greininni íjallar Einar um ævi þessa fræga Skálholtsbiskups og fræðastarfsemi hans, sem er þó minna kunn en mótlætið sem hann varð fyrir í persónulegu lífí sínu. Kveneðlið í ritum heimspekinga, er heiti á grein eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, doktor í heim- speki. Tilefnið er bók Gunnars Dal frá 1997: „I dag varð ég kona“, sem greinar- höfundurinn telur að sé ekki um „hina nýju konu“, heldur nýja konu á gömlum karlabelgjum. Sigríður rekur kenningar Aristótelesar og Rousseaus um kveneðlið og hvernig þær koma fram í skoðunum séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal. Fullveldi og listræn vakning f síðari grein sinni um annan áratug aldarinnar rekur Árni Arnarson ýmis framfaraskref svo sem stofnun Flugfélags Islands og Eimskipafélagsins, Morgun- blaðið hóf að koma út og bílvegur náði frá Reykjavík austur á Hvolsvöil. Þrír brautryðjendur í myndlist komu heim eft- ir nám og dvöl erlendis: Einar Jónsson, Ásgrímur og Kjarval, en menn sem áttu eftir að verða stórskáld birtu þá fyrstu verk sín: Gunnar Gunnarsson, Þórbergur Þórðarson, Halldór Kiljan Laxness og Davíð Stefánsson. „Jesús Kristur eftirlýstur" er yfirskrift sýningar sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun. Þar gefur að líta fjölda ljósmynda af mörgum helstu dýrgripum evrópskrar og íslenskr- ar listasögu sem hafa Jesú Krist að megin- þema sínu. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við sýningarstjórann, Harald Inga Haraldsson, um ímynd Krists. Tónlist eftir Brian Ferneyhough er ekki auðfundin í hljóinplötuverslunum og verður að sögn Ulfars Inga Haralds- sonar líklega aldrei meðhöndluð sem auð- skilin og aðgengileg. Engu síður segir hann hana búa yfír krafti og aðdráttarafli sem erfitt sé að skilgreina. Á morgun gefst íslenskuin hlustendum færi á að heyra verk Ferneyhoughs á tvennum tón- leikum, hjá Kolbeini Bjarnasyni flautuleik- ara í Salnum og gítarleikaranum Magnus Andersson í Norræna húsinu. FORSÍÐUMYNDIN er af málverkinu Krossfesting, eftir skoska listamanninn Craigie Aitchison (f. 1926). Ljósmynd af verkinu er ein fjölmargra mynda á sýningunni „Jesús Kristur - eftirlýstur", sem verður opnuð á morgun í Listasafninu á Akureyri. Aitchison hefur málað fjölda mynda af krossfestingunni og á þeim öllum er hundur sem mænir trúfastur á Krist, eins og hann bíði eftir honum. Á öllum myndunum er Kristur handleggjalaus en aðspurður um hverju það sæti hefur listamaðurinn svarað: „Það vita allir hver hann er - hann þarf enga handleggi." KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK Á ÍSAVORI Sólin á bágt, hennar sigur sjaldan mun liafa • verið fjær en í vor. Þó liggur hún ekki á liði sínu, en leggur nótt við dag og sparar sér hvergi spor. Jörðin er hvít, særinn jökull, júní svo dapur, fegurð hans seiníför. Þvíhnöttur vor bregður hi’ímþoku-skildi við hlývinda-blaki og oddbrýtur geislans ör. Örðugt á sól, vetrar-úlfur ætlar að gleypa lönd hennar, sæ og lýð. En staðið svo oft hún í stríði hefur með styrkleik hins veika, en sigrar alltaf um síð. Og enn rennur sól yfír Ægi, ísþoku gegnum brýzt hennar bros á ný. Ogjökullinn klökknar við kærleiksylinn, sem kemur að ofan. Og þér megið treysta því. Kristjón (Einarsson) frá Djúpalæk, 1916-1997, var Norður-Þingeyingur að uppruna, en bjó lengst af á Akureyri. Fyrsta Ijóðabók hans, Frá nyrslu ströndum, kom út 1943. Kristján sendi síðan frá sér á annan tug Ijóðabóka og orti þar að auki vinsæla söngtexta RABB A LAUGA- VEGINUM 1940 ÞAÐ var haustið 1940. Ég var að verða 10 ára og hafði fengið að fara til Reykjavík- ur með ömmu minni og við bjuggum hjá foreldrum hennar að Vegamótastíg 9, Þorbjörgu og Ingvari frá Apavatni. Þau höfðu þá fyrir nokkru brugðið búi og flutzt suður og Ingvar seldi hangiket og smér fyrir bændur fyrir austan: var þess vegna nefndur Ingvar hangiket. Sú saga er sögð af Ingvari í sölumennskunni að fín Reykjavíkurfrú dró strá út úr einni smér- skökunni og varð æf, en Ingari fannst þetta ekki stóralvarlegt: „Ilmandi blessuð taða, frú“. Hús langafa og langömmu á Vegamóta- stíg 9 stendur enn í prýðilegu ástandi, vel við haldið og hefur nýlega verið klætt með bárujárni. Það er eins og eyland; hefur orðið innlyksa í nágrenni við stór steinhús og þar sem áður stóðu lágreist timburhús niður með götunni, gnæfir nú gaflinn á húsi Máls og menningar með litsterkri auglýsingu. Handan götunnar er „Steinninn“ sem svo var nefndur; fangelsið á Skólavörðu- stíg 9. Ur glugga hússins á Vegamóta- stígnum sást í fangelsisgarðinn og mér fannst þetta hvorttveggja í senn, spenn- andi og ógnvænlegt. Þarna voru þá morð- ingjarnir saman komnir, hugsaði ég með mér, en líklegra er þó að þar hafi aðeins setið inni víxlafalsarar og smáþjófar; af- kvæmi fátæktar og atvinnuleysis kreppu- áranna sem hafði horfið eins og dögg fyrir sólu hernámsins þá um vorið. Eins og hendi væri veifað hafði höfuð- staðurinn og þjóðfélagið allt fengið annan brag. Það voru eiginlega aldaskil þótt fólk áttaði sig ekki á því þá. Bretavinnan setti sinn svip á bæinn og sögur gengu um menn sem vora skráðir í vinnu á tveimur eða þremur stöðum og nóg að láta sjá sig á hverjum stað til að fá kaupið. Sem sagt; spillingin hafði orðið samferða velmeguninni. En ég tók ekkert eftir þessari breytingu í Reykjavík vegna þess að ég hafði ekki komið þar áður og hafði enga viðmiðun. Við höfðum farið með rútunni og Olafur Ketilsson hafði verið álíka lengi austan úr Tungum og nú tekur að fljúga til Amer- íku. Þetta var ótrúlegt ævintýi-i fyrir al- geran heimaalning sem varla hafði nokkru sinni farið út úr túninu heima. Fyrir utan allt sem bar fyrir augu hlustaði ég hug- fanginn á hljómkviðu gírkassans í bílnum hjá Olafi. Þegar ekið var upp brekkur, í Kömbum til dæmis, breyttist hljóðið og gírkassinn emjaði eins og hann væri að gefa sig undan óbærilegu álagi. Eitthvað þessu líkt hafði verið hið ógnvænlega hljóð, útburðarvællinn, og hann heyrðu þeir helzt sem villtust í þoku uppi á fjöll- um. En bíllinn silaðist upp, líklega í fyrsta gír, og uppi á hverri brekkubrún hætti gírkassinn sínu útburðarvæli og tók upp léttara hjal. Á þessum merkilegu tímamótum var Reykjavík innan Hringbrautar og náði að- eins inn að Snoirabraut. Mér fannst þetta mikilfengleg borg og umferðin óskapleg, ýmist svartar drossíur eða herbílar; sum- part vígalegir trukkar. Miðað við olíu- lampa og olíuluktir heima voru öll þessi rafljós yfirþyi-mandi; þau mynduðu meira en flest annað andblæ ævintýrisins. Svona var birtan í heimkynnum huldufólks þegar hamrarnir lukust upp, það hafði maður lesið. Annað kom spánskt fyrir sjónir. Mér varð til að mynda starsýnt á sand- pokavirki - það hefur líklega verið við Þjóðleikhúsið sem herinn tók til sinna þarfa- og að þar stóðu hermenn með byss- ur. Það var eftirminnileg sjón fyrir heima- alninginn sem hafði til þessa aðeins séð kindabyssu. Ingvar langafi hangiket og Eyvindur sonur hans og ömmubróðir minn unnu báðir niðri við höfn hjá Eimskip. Eg fékk að fylgja þeim í vinnuna og lærði að rata þennan spöl frá Vegamótastígnum niður Laugaveg og Bankastræti, framhjá Lækj- artorgi og niður á hafnarbakkann þar sem Kolakraninn gnæfði yfir umhverfið. Þeir feðgamir voru að vinna niðri í lestum en ég varð eftir á bryggjunni og starði ýmist á Kolakranann eða bómurnar sem komu með tunnur eða kassa ofan úr lestunum, þessu gímaldi í skipunum. Líkt og í gír- kassanum hjá Ólafi Ketilssyni var þetta umhverfi fullt af nýjum hljóðum og það var allt á iði og hreyfingu. Ein upplifun er samt eftirminnilegust. Hún var sú að ganga niður Vegamótastíg- inn og sjá umferðina á Laugaveginum. Þar voru líka ný hljóð. Og ný lykt, líklega hefur það verið stybba af útblæstri. En öðruvísi lykt brá einnig fyrir. Hún var úr einhverju bakaríi; þaðan barst ilmur af nýbökuðum vínarbrauðum og öðra bakarí- isbrauði. í götunni var hlemmur, einn eða fleiri, og þegar hertrukkarnir þutu yfir hlemmana heyrðust skellir svo bergmál- aði í húsunum. Menn voru líka ósparir á flauturnar, heyrðist mér. Það kann að virðast skrýtið, en eftir búðunum man ég ekki sérstaklega né heldur að ég hafi fengið að kaupa mér eitthvað sérstakt. Það var „borgin með ys sinn og læti“ sem fangaði hugann. Oft hef ég síðan staðið á horninu við Mál og menningu, eða Laugavegs Apótek og reynt að endurapplifa þessa sömu stemmningu. En því miður árangurslaust. Hún hefur aldrei verið til þar síðan. Horfmn er vínarbrauðsilmurinn á þess- um stað og gatan bergmálar ekki lengur af skellum götuhlemmanna. Umferðin er þó meiri nú ef einhver munur er. Ég hef leitað að þessum sömu hughrif- um í erlendum borgum, en þau hafa varla verið eins mikilfengleg. Piccadilly Circus í London hefur eitthvað sem er í áttina og Champs Elysées í París er að sönnu mikilfengleg gata. Það er samt á Man- hattan í New York sem þessi heima- alningur úr Tungunum telur sig einna helzt geta fundið þau hughrif sem tengja hann við Laugaveginn á því herrans ári 1940. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.