Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 4
I BRYNJÓLFSKIRKJA í Skálholti. Gíslakirkja, kennd við Gísla biskup Jónsson hafði staðið frá 1567 þegar Brynjólfur varð biskup og hann hófst þegar handa um smíði nýrrar dómkirkju. Árið 1646 komu út tvö skip á Eyrarbakka með við til kirkjunnar sem reist var 1650 og stóð hún til 1802. Myndin er hluti úr vatnslitamynd eftir John Clevely sem var á staðnum 22. september 1772. BRYNJÓLFUR BISKUP OG FRÆÐASTARFSEMI Á 17. ÖLD EFTIR EINAR G. PÉTURSSON Fræðastarfsemi Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups var mikil og áhrifarík eins og fram kemur í nýlegu rit- verki eftir greinarhöfundinn: Eddurit Jóns Guðmundsson- ar lærða. Ritin samdi Jón lærði að beiðni Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar til skýringar á Eddunum. Hér er gerð stutt grein fyrir ævi biskupsins og fræðastarfsemi hans. FÁIR íslendingar á 17. öld hafa orð- ið mönnum jafnhugstæðir og Brynjólfur biskup Sveinsson, sem sat á Skálholtsstóli frá 1639-1674. Hann hefur einkum orðið minnis- stæður sem strangur heimilisfaðir og hefur sú saga oft orðið efni í skáldverk. Fyrst reið þar á vaðið Torfhildur Hólm, sem skrifaði skáldsögu um Brynjólf biskup Sveinsson árið 1882 og hefur hún verið tvívegis endurprentuð. Guðmundur Kamban skrifaði mikið rit í fjórum bindum um Brynjólf biskup og var einnig gert úr því leik- rit, sem sýnt hefur verið á sviði. Guðmundur byggði skáldverk sitt á mikilli heimildai-vinnu og birti grein um Daða og Ragnheiði í Skími 1929 og var hún endurprentuð í sérstöku kveri árið 1969. Árið 1941 var gefin út skáldsagan Dóttir Brynjólfs biskups eftir Jóhönnu S. Sig- urðsson. Síðasta verkið af þessu tæi er Ragn- heiður Brynjólfsdóttir frá miðilssambandi Guðrúnar Sigurðardóttur, sem kom út í tveim- ur bindum á árunum 1973-74. Hver var Brynjólfur biskup Sveinsson? Ná- kvæma ævisögu hans er mikil þörf á að skrifa. Sjálfur skrifaði hann ekki ævisögu sína, en hana skrifaði fyrstur Torfi Jónsson, bróður- sonur hans. Þegar Björn Jónsson á Skarðsá hafði lokið við annál sinn 1640 var ritið sent í Skálholt, þar sem það var skrifað upp vetur- inn 1641-42. Uppskriftin er enn varðveitt, Lbs. 40, fol., og á auðar síður þar skrifaði Brynjólfur sjálfur viðauka um eigið lífshlaup til 1640, sem eru prentaðir neðanmáls í útgáfu Skarðsárannáls í I. bindi af Annálaútgáfu Bókmenntafélagsins. Við árið 1605 er með hans hendi svohljóðandi viðaukagrein: „Fæddur Brynjólfur Sveinsson vestur í Holti í Önundarfirði, yngstur sona og barna séra Sveins Símonarsonar prests í Kálfholti og Hruna, Jónssonar, og Ragnheiðar Páls- dóttur Jónssonar Svalberðings Magnússonar Þorkelssonar prests frá Laufási, Guðbjarts- sonar Magnússonar [leiðr. með annarri hendi ... Ásgrímssonai'] Vermundarsonar kögurs Færeyings, og reikna þeir ætt sína til Þránd- ar í Götu og Götuskeggja. Móðir séra Sveins, Halla Bjarnadóttir Þorleifssonar. En móðir Ragnheiðar var Helga Aradóttir lögmanns Jónssonar biskups Arasonar. Brynjólfur fæddist þann 14 Septembris, sem er kross- messa í sæluviku. Bar þann dag þá á föstudag um miðaptansbil að kveldi. Og var á fóstri á Hóli í Önundarfirði hjá Bjama Ólafssyni og Margrétu Guðmundardóttur, góðra manna. Þar var hann þrjú fyrstu aldursár, og kom síðan heim aptur, og ólst þar upp síðan til 13. árs. Séra Sveinn hans faðir hafði lengi þá haldið Holtsstað og haft prófastsdæmi í ísa- fjarðarsýslu. En þau bæði Brynjólfs foreldrar voru áður öðrum eigingipt. [Sleppt er upp- talningu á bömum Sveins.] Ragnheiður hafði áður átt Gissur Þorláksson Einarssonar Sig- valdasonar langalífs, og bjó að Gnúpi í Dýra- firði. Þeirra börn voru: Jón, er í Danmörk lærði silfursmíði, og bjó síðan að Núpi, og Magnús, er einninn lærði útlands bartskera handverk, og bjó að Laugabóli í ísafirði, og síðar að Lokinhömrum í Amarfirði. En þau bæði, séra Sveinn og Ragnheiður, áttu sín í millum séra Gissur, er hélt Álptamýri í Arn- arfirði, og Brynjólf.“ Samkvæmt þessu hefur Brynjólfur talið sig geta rakið föðurætt sína til landnámsmanna í BRYNJÓLFUR biskup Sveinsson. Myndina hafa landsmenn daglega milli handanna því hún er á þúsundkrónaseðlinum. Færeyjum. Aftur á móti átti hann í móðurætt kyn sitt að rekja til þjóðkunnra manna: Stað- arhóls-Páll var móðurfaðir hans og móður- amma Helga dóttir Jóns Arasonar, seinasta kaþólska biskupsins á íslandi. Athygli vekur að hann var í fóstri á bernskuáram, en slíkt virðist hafa verið fremur algengt lengi fram eftir öldum. Þegar Brynjólfur var 12 vetra gamall eða 1617 var hann settur í Skálholtsskóla og var þar til 1623. Árið eftir sigldi hann til Kaup- mannahafnar og var fimm ár við Hafnarhá- skóla og getur þess hjá hvaða prófessorum hann lærði. Árið 1629 kom Brynjólfur til Is- lands, var hann næstu tvö ár hjá foreldrum sínum og lagði sig einkum eftir grísku. Sum- arið 1631 fór hann á Alþing og sóktist eftir biskupskjöri eftir Odd Einarsson látinn, en þá var kosinn Gísli, sonur Odds. Brynjólfur sigldi þá samsumars aftur til Hafnarháskóla með tilstyrk Þorláks Skúlasonar Hólabiskups og mágs hans og nam nú m.a. læknisfræði hjá Ole Worm, er síðar getur. Árið 1633 hlaut hann meistaranafnbót og varð konrektor eða aðstoðarskólameistari við latínuskólann í Hróarskeldu. Sumarið 1638 kom Brynjólfur til íslands „eptir sína tólf ára vera utanlands að öllu, sex í Ácademíinu og sex ár í dómsskólanum í Ro- skild, og ætlaði að selja sína arfa og eignir hér á landi, og reisa í framandi lönd til meiri iðk- unar, hvar upp á hann hafði og fengið styrk capitula af Roskild“. Gísli biskup Oddsson dó á Alþingi þá um sumarið og var Brynjólfur kosinn til biskups í stað hans. Brynjólfur var ekki fús að taka við biskupsdómi, en var skikkaður af konungi til þess, sat hann síðan að stóli til 1674, er hann fékk eftirmanni sín- um, Þórði Þorlákssyni, embættið í hendur. Brynjólfur kvæntist sumarið 1640 Margréti Halldórsdóttur lögmanns og fór brúðkaupið fram á Skriðu í Hörgárdal „30. Ágústi með mikilli röggsemd og kostnaði“. Eignuðust þau alls sjö börn, en aðeins tvö komust upp: Ragn- heiður, sem fædd var 8. sept. 1641 og Halldór fæddur 8. des. 1642. Margrét, kona Brynjólfs, lést 1670, en áður vora bæði böm þeirra látin. Halldór sonur hans var ekki hneigður fyrir bóknám, fór hann til Englands og lést þar 15. des. 1666, en Ragnheiður dó 23. mars 1663. Hún eignaðist son með Daða Halldórssyni sem fæddist 15. febr. 1662, „barn það sem einna mestum ósköpum hefur valdið allra ís- lenzkra hvítvoðunga", eins og Jón Helgason komst að orði. Drengurinn var skírður Þórður, en ekki varð hann langlífur, dó 14. júlí 1673. Hér verður ekki um mál Ragnheiðar rætt, sbr. upptalninguna á bókum í upphafi greinar. Brynjólfur biskup lést 5. ágúst 1675 og segir Torfi Jónsson í fyrrnefndri ævisögu hans að í kistuna hafi farið bók, sem Jón Arason biskup lét prenta, en ekki er annað um vitað. Mikið hefur eðlilega verið ski'ifað um hana, en engin niðurstaða fæst fyrr en bókin finnst. Brynjólfur átti því enga afkomendur á lífi er hann lést og má af þessu sjá, að í einkalífi var hann ekki hamingjumaður. Aftur á móti var hann mikill íjáraflamaður og auðugur vel. Kirkjustjórn hans hefur jafnan verið við- bragðið og eru til frá hans hendi miklar emb- ættisbækur. Elsta varðveitta prestastefnubók er frá honum komin og meira og víðar fór hann um biskupsdæmi sitt en næstu íyrir- rennarar hans. Era því frá honum komnar miklar og merkilegar vísitasíubækur. Þar voru taldar upp af meiri nákvæmni en áðui' eignir kirkna, stórar og smáar, fastar og laus- ar, og einnig eru taldar upp allar jarðir í hverri kirkjusókn með nafni og dýrleika og eru þar elstu heimildir um sumar jarðir. I Árnastofnun era nú varðveitt 14 bindi bréfa- bóka Brynjólfs biskups Sveinssonar, en upp- haflega voru þær 21. Glataðar eru bækurnar sem eldri eru en 1652, en á þessum fyrstu ár- um eignaðist hann öll sín merkustu handrit. Svo þóttu bréfabækurnar merkilegar, að í byrjun aldarinnar vora þær í heild skrifaðar upp af Guðmundi Þorlákssyni og Páli Eggei'ti Ólasyni, sem að auki gerði brúklegt registur. Jón Helgason gaf út úrval úr bréfabókunum 1942, og valdi m. a. það sem lýtur að bók- menntum. Eru þessar embættis- og bréfa- bækur allar vannýttar mjög af sagnfræðing- um, en þar er margvíslegur fróðleikur um 17. öldina. Upphaf fræðaslarfsemi Áhrifamikill maður í íslensku menntalífi á 17. öld var Daninn Ole Worm. Arngrímur lærði hóf skrif um söguleg efni á latínu fyiir aldamótin 1600, en áhrif Woims á skrif ís- lendinga á móðurmáli eru veruleg. Hann var fyrst og fremst læknir og prófessor við Hafn- arháskóla og eins og fyrr sagði hlýddi Brynjólfur biskup á fyrirlestra hans. Worm var prófessor í læknisfræði til dauðadags 1654, þótt fyrst væri hann prófessor í grísku og eðlisfræði. Um Woim mætti hér skrifa langt mál, enda hafa verið skrifaðar um hann margar bækur. Hann stóð fyrir því, að í Dan- mörku vora á 17. öld samdar sóknalýsingar svipaðar og hér var safnað upp úr 1840 af hálfu Hins íslenska bókmenntafélags. Hann rannsakaði rúnir einna fyrstur manna og þykja skrif hans um efnið nú mjög merkileg. Ole Worm átti í bréfaskiptum á latínu við marga Islendinga og gaf Jakob Benediktsson þau bréf út með skýringum, en öll bréfaskipti Worms hafa verið þýdd á dönsku. Á 17. öld höfðu stúdentar einhvern prófess- or fyrir einkakennara og fyrstur íslendinga til að hafa Worm sem einkakennara var Þor- lákur Skúlason síðar biskup á Hólum, sem var við Hafnarháskóla frá 1616-19. Sumarið 1622 hófu þeir bréfaskipti sem héldust meðan báðir lifðu. Þegar árið 1623 var Worm farinn að skrifa Þorláki um rúnir. Um það leyti var Jón lærði á Snæfellsnesi og skrifaði þar Græn- lands annál fyrir Hólamenn. Líklegt er, en ekki vissa, að Þorlákur hafi á þessum árum fengið rúnastafróf frá Jóni lærða, sem síðar var birt í rúnabók eftir Worm, sem kom út 1636 og aftur 1651. Hér verður ekki farið nán- ar út fornfræðaiðkanir Þorláks Skúlasonar, þótt á því væri full þörf, en hann hefur mjög staðið í skugga starfsemi Brynjólfs biskups í Skálholti, sem átti þær bækur íslenskar er frægastar hafa orðið. Y Brynjólfur Sveinsson er einkum þekktur 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.