Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 5
BRYNJÓLFSKIRKJA. Pennateikning eftir ókunnan höfund. okkar á meðal fyiir mikinn lærdóm, en um hann sagði Jón Helgason í Handi-itaspjalli: „Brynjólfur biskup var kallaður lærðastur maður á íslandi um sína daga, og er líklegt að það hafí satt verið, en helzti mikið kveður þó að því í því tiltölulega litla sem hann hefur lát- ið eftir sig, að lærdómurinn sé mest í því fólg- inn að vefja viðhafnarmiklar umbúðir um lít- inn kjama.“ Vitaskuld var Brynjólfur einkar vel að sér í latínu og orti meira að segja á því máli. Aður var getið að Brynjólfur hafði mjög lagt sig eftir grísku og þekkt er einnig saga af Grikkj- anum, sem kom til Kaupmannahafnar og Brynjólfur ræddi við á grisku, því að enginn fannst þar lærðari honum í því tungumáli. Torfi Jónsson, bróðursonur Brynjólfs bisk- ups, sagði um lærdóm hans í merkri ævisögu frænda síns, að hann hefði „líka nokkurn gustum fengið hebraicarum [nasasjón af hebreskum fræðum], vildi hann ei vera hospes domi [gestur í heimahúsum], heldur lagði sig þá einninn eptir antiquitati- bus normannicis [norrænni fornfræði], svo ekkert til vantaði til solidam & perfectam eru- ditionem [í staðgóða og fullkomna menntun], hvað honum varð auðvelt og opið pro stupenda ingenii dexteritate & judicii acumine [vegna furðulega liðugra gáfna og skarprar dómgreindar]. Var þess vegna út um það alls staðar um landið.“ Bréfaskipti Brynjólfs og Ole Worms hófust ekki fyrr en árið 1648, og fyrsta bréfið skrif- aði Worm, en í svari segir Brynjólfur að Worm hafi vakið hjá sér áhuga á fornum nor- rænum fræðum. Fyllstu líkur eru á að Brynjólfur fari þarna með rétt mál; ýki a.m.k. fremur lítið í kurteisisskyni eins og þá var oft venja. Það má með sanni segja, að Worm hafi komið víða við, því að árið 1633 gaf hann út Heimskringlu Snorra Sturlusonar í danskri þýðingu og aftan við er prentað Skáldatal úr Snorra-Eddu. í formálanum segir Worm að menn taki ekki mark á neinu sem sagt er um Norðurlönd nema það finnist hjá grískum og latneskum sagnariturum, sem aldrei hafi þangað komið. Þeir eigi að vita betur hvað gerst hafi á Norðurlöndum en þeir sem þar eigi heima. - Lengi og víða hafa menn borið mikla virðingu fyrir erlendum sérfræðingum. Samband Worms og Brynjólfs virðist hafa verið með þeim hætti, að Brynjólfur hafi feng- ið áhugann á fornum norrænum fræðum frá Worm. Á þessum tíma var alls ekki sjálfgefið að menn hefðu áhuga á fornum íslenskum fræðum, t.d. hafði Guðbrandur biskup Þor- láksson lítinn áhuga á þeim. Eins og áður sagði gaf Worm út bók á lat- ínu um rúnir árið 1636 og eru þar prentuð í fyrsta sinn gömul íslensk kvæði, Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar með skýringum Björns Jónssonar á Skarðsá og Krákumál með skýringum Magnúsar Ólafssonar í Lauf- ási. Kvæðin voru prentuð með rúnaletri með latneskum skýringum og þýðingum og þótti sumum Islendingum skrýtið og kölluðu „rúnsku“. Þorlákur Skúlason Hólabiskup var til aðstoðar við þetta rit, en ekki var Brynjólf- ur biskup nefndur. Aftur móti segir Worm í bréfi til Brynjólfs að hann hafi skýrt fyrir sig Skáldatal í útgáfu Heimskringlu árið 1633 sem fyrr gat. Árið 1647 skrifuðu Brynjólfur biskup og Þorlákur Skúlason Hólabiskup álitsgerð um íslensk efni. Þar var m.a. spurt um álit Brynj- ólfs á draugum, en um þá sagðist hann ætla að skrifa meira í fyrirhuguðu riti sínu um foman norrænan átrúnað. I bréfi til Ole Worms fjórum árum síðar ræddi Brynjólfur um samband manna og álfa, en sagðist ætla að skrifa meir um það efni í riti sínu um forn- an norrænan átrúnað. Síðar talar biskupinn stundum um bækur sem sig vanti til að geta skrifað þetta rit, en engar heimildir eru til um, að Brynjólfur hafi skrifað nokkur drög að því og þess vegna vita menn nú ekki hvaða hugmyndir hann hafði um álfa og drauga. Það þætti okkur samt mjög lærdómsríkt, því að vitað er að álfa- og draugatrú tók verulegum breytingum frá 17. öld og fram á þá 19. Engin leið er að vita, hvað Brynjólfur hefur hugsað sér að meira yrði í ritinu, en efni úr-Eddunum virðist hafa átt að verða aðalheimildin. Ril Brynjólfs uni fornan norrænan ótrúnað Ekki er hægt að fullyrða hvenær Brynjólf- ur fékk þá hugmynd að skrifa rit um fornan norrænan átrúnað, en líklegast er að hann hafi verið farinn að hugsa um það þegar hann var í Danmörku í seinna sinnið. Getur þar vel verið að áhrifa gæti frá Ole Worm og einnig Dananum Stephanus J. Stephanius, sem vann lengi að skýringum á Danasögu Saxa. Átti Brynjólfur nokkum hlut að skýringum Steph- aniusar á Saxa, sem komu út 1645 og er svo að sjá að megináhersla Brynjólfs sé á fornum átrúnaði. Áður en rætt verður um aðdrætti Brynjólfs biskups Sveinssonar að ritinu um fornan nor- rænan átrúnað, verður hér farið fáeinum orð- um um ástæðu þess að ritið var aldrei samið, en hennar virðist helst vera að leita í skaps- munum hans sjálfs. Jón Halldórsson í Hítar- dal iýsti svo umsvifum hans: „M. Brynjólfur þótti heldur nýnæmur eður tilbreytíngarsamur í sumum efnum, sem hon- um sjálfum viðkomu, svo sem væri það kyn- fylgja nokkur frá móðurföður hans Páli bónda á Staðarhóli. Hann byrjaði mart með mikilli fyrirhyggju og stórum umsvifum og kostnaði, en hætti opt við verkið hálfunnið, svo ei leiddist til endalyktar eður var til lítillar nytsemdai’." í framhaldi af þessu tekur Jón Halldórsson fáein dæmi af veraldlegum umsvifum Brynj- ólfs um fyrmefnd einkenni á skapsmunum hans. Vitað er um tvö rit, skýringar á Saxa og íslenskt málsháttasafn, sem Brynjólfur byrj- aði á en lauk aldrei. Þótt þessu riti um foman norrænan átrúnað yrði aldrei lokið urðu að- drættir til þess geysilega þýðingarmiklir eins og nú skal vikið að. Þótt hér á eftir séu talin upp mörg rit og merkileg er rétt að leggja þunga áherslu á, að Brynjólfur stóð einnig fyrir miklum og nákvæmum uppskriftum á fornum textum og átti mörg þau handrit sem áttu síðai- eftir að vera talin hvað merkilegust, svo sem Flateyjarbók, Konungsbók Grágásar og Morkinskinnu. Brýn þörf er á að rannsaka fræðistarfsemi Brynjólfs alla og áhrif hennar betur en gert hefur verið til þessa. Nú er rétt að skoða hvað biskupinn átti af handritum Snorra-Eddu, sem er aðalheimild- in um fornan norrænan átrúnað. Fyrst vitum við að Brynjólfur biskup gaf „sínum góðum langvin" Stephaniusi, sem fyrr var nefndur, handrit Snorra-Eddu í seinasta lagi vorið 1639. Það er elsta handrit hennar og var síðar nefnt Uppsala-Edda. í Oxford er nú uppskrift af Uppsaia-Edda með hendi Jóns lærða, lík- legast skrifuð þegar hann var í Kaupmanna- höfn veturinn 1636-37 til réttingar mála sinna. Þegar 31. jan. 1640 keypti Brynjólfur annað handrit Snorra-Eddu, Konungsbók, sem er lagt til grundvallar í flestum útgáfum hennar. Þrjú brot eru kunn úr handritum Snorra- Eddu og er vitað að Bi-ynjólfur átti tvö þeirra. Þriðja brotið er eina kunna, gamla Eddu- handritið, sem vitað er um hér á landi á þess- um árum og Brynjólfur átti ekki. Ekki þótti Brynjólfi þetta nægileg vit- neskja um Eddu, því að 1641 fékk hann Jón Guðmundsson lærða, sem fyrr var nefndur, til að skýra hana og varð þá til ritið Samantektir um skilning á Eddu, sem er uppskrift Snorra- Eddu með miklum viðbótum. Það rit er meg- instofninn í fvrrnefndu riti mínu, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Ekki er ástæða til að fjalla nákvæmlega um Jón lærða, sem á þessum efstu árum sínum dvaldist á Austur- landi og skrifaði margt fyrir Brynjólf biskup. M.a. fannst Jóni lærða mjög vel við hæfi hvað eftir annað í skrifum sínum til lúthersks bisk- ups að líkja siðaskiptunum við ragnarökkur, enda var Brynjólfur kaþólskari en tíðkanlegt var á þeim tíma. Ef athugaður er texti Snorra-Eddu í Sam- antektum sýnist hann ekki vera nákvæm upp- skrift á neinu varðveittu handriti Eddu, held- ur sjálfstæður gamall texti. Torvelt er að skýra, að orðamunur í Samantektum sýni ónákvæmni í uppskrift á varðveittum handrit- um. Annars er mikil þörf á að rannsaka papp- írshandrit Snorra-Eddu frá 17. öld, því að mjög oft koma gamlir textar í ljós, þegar ung handrit eru rannsökuð. Viðbætur Jóns lærða við texta Snorra- Eddu í Samantektum miðast einkum við að skýra efni um foman norrænan átrúnað og jafnvel að tengja það við grísk-rómverka heiðni. Margt er úr handritum, m.a. Hauks- bók sem Jón var vel kunnugur, en hann vitnar í margt eftir minni. Verulegur áhugi er á leiðslum og þar vísar Jón lærði til rita sem ekki eru lengur varðveitt í heilu lagi. Ýmislegt segir Jón af því sem hann hafði heyrt sjálfur, þ.e. úr munnlegri geymd. Má þar t.d. nefna, að hann talar um álfa, mann sem bjó með sel- konu og uppruna útilegumanna. Litlu munaði að Samantektir glötuðust al- gerlega, því að heilar eru þær aðeins varð- veittar í einu handriti í Stokkhólmi, og var það skrifað í laumi fyrir Svia. Bjöm Jónsson á Skarðsá ski-ifaði Samantektir upp og stytti og sýnir það samvinnu milli lærdómssetranna í Skálholti og á Hólum. Árið 1977 var handrit þessarar gerðar Björns á Skarðsá keypt til Islands, en það hafði verið í eigu sama Eng- lendingsins, sem átti Skarðsbók postulasagna. Ekki er ljóst, hvort fleiri en Jón lærði fengust við að skýra Snorra-Eddu að fmmkvæði Brynjólfs biskups, en þó gæti verið að Björn á Skarðsá hafi einnig skrifað handrit Snorra- Eddu fyrir Bi-ynjólf í sama tilgangi. Árið 1641 eignaðist Brynjólfur biskup eina kunna skinnhandrit Völsunga sögu og Ragn- ars sögu loðbrókar. Strax á eftir fékk bisk- upinn menn til að þýða söguna á latínu. Einnig fékk hann Jón lærða og Björn Jónsson á Skarðsá til að skýra kvæðið Brynhildarljóð, sem eru í sögunni og einnig í Konungsbók Eddukvæða, en nefnist þar Sigurdrífumál. Þar endar það óheilt næst á undan eyðu í handritinu. I pappírshandritum frá 17. öld er kvæðið heilt til loka og hafa menn haft fyrir satt, að niðurlagið sé komið úr Konungsbók. Einsýnt er að einhverjir sem fengust við skýringar á Brynhildarljóðum eftir 1641 komust yfir Konungsbók Eddukvæða og skrifuðu upp úr henni lok kvæðisins, sem er ekki í Völsunga sögu. Síðan glataðist örkin, kverið, sem hefst seint í kvæðinu. Samkvæmt þessu hefur kverið glatast úr Konungsbók einu eða tveimur ámm áður en Brynjólfur Sveinsson biskup fékk hana í hendur 1643. Ritið sem Jón lærði skrifaði um Brynhild- arljóð hefur fyrirsögnina: Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi og er það gefið út aftan við Sam- antekir í Eddurítum Jóns Guðmundssonar lærða. Ritið var áður talið eftir Björn Jónsson á Skarðsá, þótt eftir hann sé til annað rit um sama efni samið 1642, Nokkuð lítið samtak. Rök fýrir því, að Jón lærði hafi skrifað Rist- ingar em einkum þau, að mörg efnisatriði era sameiginleg við rit sem sannanlega em eftir hann. Einnig er fjarska ólíklegt að Björn á Skarðsá hafi um svipað leyti skrifað tvö óh'k rit um sama efni. Bæði ritin voru skrifuð í sama tilgangi fyrir tilmæli frá Brynjólfi bisk- upi Sveinssyni vegna fyi-irhugaðs rits hans um fornan norrænan átrúnað. Árið 1867 þegar Sophus Bugge vann að grundvallarútgáfu sinni á Eddukvæðum leit- aði hann pappírshandrita sem gætu verið með texta úr glötuðum skinnbókum. Niðurstaða hans var sú, að þá væri hvergi að finna, en þó væri í Ristingum lesháttur, sem væri athygli verður, „fortjener Opmærksomhed", en setti við spurningarmerki. Síðan hefur enginn skoðað ritið fyrr ég rannsakaði það fyrir út- gáfuna í Edduritum Jóns Guðmundssonar lærða og virðast orð Bugges fá staðfestingu á fleiri stöðum. Eitthvað vii-ðist því hafa verið til af ókunnum handritum með Eddukvæðum fram á daga Brynjólfs Sveinssonar og benda sum ummæli Jóns lærða til þess. Þess vegna hljóta menn að spyrja, er einhver vort um að hægt verði að finna eitthvað meira sem bent gæti til annarra handrita Eddukvæða en Kon- ungsbókar? Víkjum nú að Eddukvæðunum sjálfum. í fyrrnefndum skýringum Stephaniusar við Danasögu Saxa kvartaði Brynjólfur sáran um að glötuð væri Edda Sæmundar hins fróða, aðeins 1000. partur varðveittur í Eddu Snorra Sturlusonar. Þegar Brynjólfur biskup fékk Konungsbók Eddukvæða 1643 taldi hann sig vera búinn að fá í hendur Eddu Sæmundar. Nú er ekki vitað hvað safn Eddukvæða var kallað á fyrri öldum og eins víst, að það hafi alls ekki verið kallað Edda. Ýmsir hafa bent réttilega á, að nafnið sé óheppilegt, bæði merkingarlega og sögulega, því að nafnið Edda var frá fornu fari notað um Snorra- Eddu, en vonlítið er nú að stinga upp á nýju nafni sem gæti náð festu. Elsta heimild um hugmyndina um Eddu kennda við Sæmund fróða, Sæmundar-Eddu, er að finna í fyrrnefndum Grænlands annál- um Jóns lærða og er víst að sú klausa er ör- ugglega frá honum mnnin, því að hann endur- tekur þetta mjög glögglega í Samantektum. Hugmyndin um Eddu kennda við Sæmund fróða, og því eldri en Snorra-Eddu, kemur á 17. öld fram meðal annars hjá Arngrími Jóns- syni lærða og Brynjólfi biskupi í fyrrnefndum skýringum Stephaniusar á Danasögu Saxa og er þar upphaflega komin frá Jóni lærða. Hug- myndin um Sæmundar-Eddu verður ekki rakin lengra aftur en til 1623 og ekki er vitað hvort Jón lærði hafði hana úr bók eða þetta hefur verið sögusögn á þessum tíma. Þegar litið er yfir þessi rit, sem Brynjólfur Sveinsson hafði áhuga á fyrir ritun sína á bók um fornan norrænan átrúnað, sjáum við að öruggt er að varðveist hefðu handrit Snorra- Eddu, þótt söfnun Brynjólfs á handritum þeirra hefði ekki komið til. Ekki er aftur á móti eins ömggt um handrit Völsunga sögu, því að aðeins er kunnugt um eitt handrit og til beggja vona hefði getað bragðið ef Brynjólfur Sveinsson hefði ekki klófest það. Mestur vafi um varðveislu og stærsta tap hefði orðið, ef Eddukvæðin hefðu glatast. Virðist þar litlu hafa munað, því að úr Konungsbók hefur glat- ast eitt kver rétt áður en Brynjólfur fékk bók- ina í hendur. Jón lærði virðist hafa þekkt eitt- hvað úr Eddukvæðum eftir öðru handriti en Konungsbók, svo að þar vaknar sú spurning sem aldrei verður svarað, hvort og hve mikið meira hefur verið til af handritum með Eddu- kvæðum. Ljóst er að við eigum Brynjólfi bisk- upi Sveinssyni og áætluðu riti hans um fornan norrænan átrúnað að þakka að sú bók, sem frægust er allra íslenskra bóka, Konungsbók Eddukvæða, er varðveitt. Höfundurinn starfar t Árnastofnun og hefur fjallað um fræðastarfsemi Brynjólfs biskups í bók sinni, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. APRÍL 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.