Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 12
ARATUGURINN 1911-1921 SIÐARI HLUTI Úr Sögu Reykjavíkur. Eftir Guðjón Friöriksson. í LOK annars áratugarins er búið að malbika Austurstræti og Bankastræti og helluleggja gangstéttir beggja vegna. Hér eru menn á reiðhjólum og draga handvagn en bílr sjást ekki. ✓ ARIÐ 1911 tók fyrsta rafveit- an til starfa á landinu en þá var Fjarðará á Seyðisfírði virkjuð. Sáu þýskir verk- fræðingar um verkið. Áður hafði Jóhannes Reykdal byggt rafstöð í Hafnarfirði. Reykvíkingar notuðu aftur á móti gas til eldamennsku og lýsingar en gas- stöð var reist þar árið 1910. Löngu tímabærar hafnarframkvæmdir hófust í Reykjavík árið 1913 og af því tilefni var sett upp fyrsta jámbraut á Islandi sem flytja skyldi grjót úr Óskjuhlíðinni í hafnargarðana. Verkinu var að mestu lokið árið 1917, einu ári á eftir áætlun enda tafði styrjöldin fyrir. Vorið 1913 flutti annar hinna skosku Boo- kless-bræðra, sem stunduðu útgerð í Hafnar- firði, inn bifreið til landsins og ók henni oft- sinnis á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Reyndist þessi bifreið vel. Sama vor komu hingað tveir Vestur-Islendingar með Ford-bif- reið og reyndist hún einnig vel. Var henni ekið á milli Reykjavikur og Þingvalla á rúmlega ein- um og hálfum tíma. Réttu ári síðar fór þing- nefnd með bifreið austur á Eyrarbakka en þá var verið að undii-búa fyrstu löggjöf um notkun bifreiða. Ferðin fram og til baka tók allan dag- inn og á leiðinni var framkvæmd fyrsta um- ferðartalning á Islandi. Á vegi nefndarinnar urðu 1 lambahópur, 4 bifreiðar, 210 vagnar, 20 göngumenn, 1 hjólreiðamaður, 21 nautgripur, 177 reiðmenn og 82 lausir hestar. Þetta gefur merkilega mynd af þeirri umferð, sem var um veginn, en hugsanlegt er að nefndarmenn hafi mætt sömu bifreiðinni oftar en einu sinni. I skýrslu nefndarinnar segir m.a.: „Það er víst, að umferðin um austurveginn hefir verið með meira móti þennan dag og mjög margir þar óvanir að mæta bifreiðum. Amaðist enginn við ferð okkar einu orði, nema einn maður, sem stóð kyrr hjá vögnum og hestum (í Flóanum) þegar bifreiðin rann framhjá, án þess að hann eða hestar hans vikju úr sporum: hann kallaði byrstur á eftir okkur: „Burt með bifreiðarnar.“ Þetta sama ár veitti Alþingi Sveini Oddssyni fimm þúsund króna styrk til vöru- og mann- flutninga á „sjálfrenningum" milli Reykjavíkur og Eyrarbakka. Fékk hann til flutninganna tvær Ford-bifreiðar og hélt uppi vöruflutning- um síðari hluta sumars 1914 bæði til Eyrar- bakka og Hafnarfjarðar. Flutningarnir gengu vel að öðru leyti en því að vörur skorti til að flytja. Ástæðan hefur verið sú að þeir sem þurftu á flutningi að halda áttu sjálfir vagna og hesta og kusu að spara sér flutningsgjaldið. Eftir þetta fjölgar bifreiðum ört og á árinu 1918 voru fluttar inn 27 bifreiðar. í árslok 1920 höfðu alls verið fluttar inn 184 bifreiðar síðan Ford Vestur-íslendinganna kom til landsins. Þótti mönnum nú tímabært að huga að vega- bótum í landinu. Vegakerfið lengdist jafnt og þétt með árunum og 1917 voru akvegir á ís- landi taldir 500 km að lengd og var lengsti vegakaflinn um 110 km frá Reykjavík austur á Hvolsvöll. Fram til 1920 miðaðist vegagerð við hestvagnaumferð en eftir það var miðað við að ÁRATUGUR LISTRÆNNAR VAKNINGAR EFTIR ÁRNA ARNARSON Annar áratugur aldarinnar var mikið framfaraskeið. Tog- araflotinn fór vaxandi, Eimskipafélag Islands var stofnað, Morgunblaðið hóf að koma út, Flugfélag Islands var stofnað, og hvert skáldið af öðru birtist á ritvellinum: Gunnar Gunnarsson, Þórbergur Þórðarson, Halldór Kiljan Laxness og Davíð Stefánsson þar á meðal. MORGUNBLAÐIÐ hóf útkomu 1913. í fyrstu var blaðið til húsa í Austurstræti 8 og stundum var hægt að lesa nýjustu fréttir í glugganum. vegir væru akfærir bifreiðum. Á árunum 1911- 1919 voru byggðar 41 brú yfir 10 metrar á lengd. Embætti vegamálastjóra var stofnað ár- ið 1917. Undirbúningur að stofnun Eimskipafélags Islands hófst árið 1913. Vildu menn með því brjóta niður einokunaraðstöðu Sameinaða gufuskipafélagsins danska, sem reyndi að beita Alþingi þrýstingi til að koma í veg fyrir að hinu nýja félagi yrði veittur styrkur. Þetta varð þó aðeins til þess að sameina landsmenn í stuðn- ingi sínum við hið nýja félag, sem var formlega stofnað árið 1914. Eftir að Thorefélagið, sem var í eigu Þórarins E. Tulinius, íslensks stór- kaupmanns í Kaupmannahöfn, komst í fjár- þröng árið 1912 var Hið sameinaða danska gufuskipafélag nánast einrátt í Islandssigling- um og hækkuðu farmgjöld mjög. Þetta varð til þess að meiri alvara færðist í fyrirætlanir ís- lendinga um að koma sér upp eigin skipakosti í millilandaflutningum. Stofnfundur Eimskipafé- lagsins var svo fjölmennur að flytja varð fund- arstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Mikill fjöldi manna, þar á meðal Vestur-íslendingar, gerð- ist hluthafar í félaginu. Ákveðið var að láta smíða tvö skip fyrir félagið og kom það fyrra til landsins 16. aprfl 1915. Þetta var Gullfoss og gífurlegur fögnuður var meðal bæjarbúa þegar skipið kom til Reykjavíkur. Höfnin var krökk af bátum svo annað eins hafði aldrei sést. Á hafnargörðunum nýbyggðu stóð fjölmenni og óslitinn mannhringur meðfram fjörunni. Gl- umdu við fagnaðaróp í sífellu. Öllugri atvinnutseki Þegar kemur fram á árið 1916 fara íslend- ingar að finna umtalsvert fyrir áhrifum heims- styrjaldarinnar. I árslok það ár var talið að er- lendar naupsynjavörur hefðu hækkað 80% í verði frá upphafi styrjaldarinnar. Innlend framleiðsla hækkaði að sjálfsögðu einnig í verði en erfitt var að markaðssetja hana því Bretar bönnuðu afurðasölu héðan nema til þeirra sjálfra. Aftur á móti gekk greiðlega að afla nauðsynjavarnings frá Ameríku. Eftir að styrjöldinni lauk kynntust lands- menn enn einni tækninýjung sem átti efth- að setja svip á öldina, en það var flugið. Flugfélag íslands var stofnað árið 1919 og var keypt til landsins lítil flugvél frá Englandi, sem aðeins gat borið einn farþega auk flugmanns. Vélin kom til landsins í hlutum og varð flughæf í byrjun september sama ár. Var fenginn dansk- ur flugmaður til þess að fljúga vélinni. Var henni flogið úr Vatnsmýrinni í Reykjavík og farnar alls 146 ferðir, skemmtiflug með ein- staklinga. Lengst var vélinni flogið til Vest- mannaeyja en ekki var hægt að lenda þar vegna vinda. Sumarið eftir varð fyrst flugslys á Islandi. Vestur-íslenskur flugmaður hafði verið fenginn til þess að fljúga vélinni og þegar hann ætlaði að hefja vélina til flugs náði hún ekki nógum hraða og urðu tvö börn fyrir vélinni. Annað þeirra, 10 ára telpa, lét lífið. Stærri bátar voru nú smíðaðir en áður og með fullkomnari og stærri vélar. Á tímabilinu 1914 til 1918 eignuðust Isfirðingar t.d. nokkra 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.