Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 13
Saga Reykjavíkur. Eftir Guðjón Friðriksson. KVENNABLÓMI í Reykjavík við upphaf annars áratugar aldarinnar. Aðeins ein stúlknanna er í „dönskum búningi". Mætti sú tízka andstöðu og var skrifað um það í blöðin, m.a. svo: ....danski búningurinn skreytir nú annanhvern meyjarkropp hér í höfuðstaðnum og er illa farið hve hégómagirni hinna yngri kvenna er farin að færast í aukana." JÓHANNES Kjarval kom heim frá námi 1919 og sama ár var haldin hér fyrsta almenna list- sýningin. Málverkið Skógarhöll hafði Kjarval málað árið áður. Þingnefnd vegna löggjaf- ar um notkun bifreiða \fór austur á Eyrarbakka. A vegi hennar urðu 1 \ lambahópur. 4 bifreiðar, 210 vagnar, 20 göngu- menn, 1 á hjóli, 21 naut- gripur, 177 reiðmenn og 82 lausir hestar. færa frá ám og rjómabúin sunnlensku týndu tölunni og hætti það síðasta sumarið 1916. Aherslan var lögð á dilkaframleiðslu, sem ekki þarfnaðist eins mikils vinnuafls og hið gamla búskaparlag. Ráðist vai- í miklar áveitufram- kvæmdir á Skeiðum árið 1917 og flutt til lands- ins skurðgrafa sem kom til landsins árið 1919. Notkun hennar gekk erfiðlega í fyrstu bæði vegna tíðra bilana og einnig vildu skurðbakk- arnir gefa sig undan þunga vélarinnar, en hún vó um 30 smálestir. Sumarið 1920 voru grafnir 2.800 metrar af skurðum. Vaxandi eftirspurn efth- mjólk í þéttbýli leiddi til mjólkurskorts þannig að gripið var til skömmtunar í Reykja- vík árið 1918. Lélegt vegakerfi gerði það úti- lokað að flytja mjólk ferska langt að og vildu sumir stjórnmálamenn leggja járnbraut frá Reykjavík um Suðurland til þess að hægt væri að nýta þá mjólkurframleiðslumöguleika sem þar voru. Listamenn á heims- mselikvarða Þegar kemur fram á annan áratug aldarinn- ar fer að bera meir á íslenskum myndlistar- mönnum, bæði hér heima og erlendis. Árið 1911 var Ásgrími Jónssyni hrósað í Berlingske Tidende þar sem segir að efnið í myndum hans sé Igfsöngur til hinnar tígulegu náttúrufegurð- ar Islands. Ásgrímur hafði komið heim frá námi erlendis á fyrsta áratug aldarinnar og fram til 1916 hafði hann vinnustofu í Vinaminni við Mjóstræti í Reykjavík. Þar bjó hann við mjög ákjósanlegar aðstæður og mætti mikilli velvild og áhuga sem gerði honum kleift að verða fyrsti atvinnumálari íslendinga. Túlkan- ir Ásgríms á íslenskri náttúru eru taldar með mestu perlum íslenskrar málaralistai-. Guð- mundur Thorsteinsson (Muggur) hélt sýningu í Barnaskólanum í Reykjavík árið 1918 og þótti þar vera fjölhæfur listamaður á ferð. Einkum vöktu athygli myndir hans úr íslenskum þjóð- sögum. Árið 1919 var haldin í Reykjavík fyrsta almenna listsýningin hér á landi, þar voi-u til sýnis 90 verk eftir 15 listamenn, þar á meðal Jóhannes Sveinsson Kjarval sem var að flytja heim eftir listnám í Danmörku. Vöktu myndir hans mikið umtal og þótti sumum ekki auðvelt að átta sig á myndunum í fyrstu enda þótti Kjarval þegar frá leið túlka náttúruna á per- sónulegan hátt þar sem sumir þættir fá meira vægi en aðiir þannig að aðalatriðum var haldið en jafnframt hélt hann sinni persónulegu sýn^ Saga Reykjavíkur. Eftir Guðjón Friöriksson. „MENNINGIN vex í lundum nýrra skóga“, hafði aldamótaskáldið Hannes Hafstein ort. Sá spádómur rættist vel á öðrum áratugnum. Hér er t.d. hljómsveit Oscars Johansens í Bárunni, líklega árið 1912. ÁSGRÍMUR JÓNSSON kom heim frá námi 1916. Frá sama ári er þessi vatnslitamynd hans, Halla bóndadóttir, gerð við eina af þjóðsögum Jóns Árnasonar. áður ráðið þessari atvinnugrein. Þeir byggðu fyrstu síldarverksmiðjuna í Siglufirði á árun- um 1910-1911. Hið háa verðlag á sjávarafurð- um olli metgróða árin 1915 og 1916 og gat vél- bátaeigandi grætt sem samsvaraði bátsverði á einu ári. Kaupið hækkaði aftur á móti lítið, sem olli óróa á vinnumarkaði. Á þessum áratug er verslunin að mestu komin í hendur íslendinga sjálfra og árið 1920 voru hér 42 heildverslanir og 728 smásölu- verslanir. I iðnaði varð þó nokkur þróun og bættust við nýjar iðngreinar, t.d. gosdrykkja- gerð, ölgerð og smjörlíkisgerð. Árið 1920 töld- ust 11,3% landsmanna hafa framfæri af iðnaði. Fyrsta dagblaðið hóf göngu sína árið 1910, var það dagblaðið Vísir en 1913 var Morgun- blaðið stofnað. Tíminn hóf að koma út 1917 en var í upphafi vikublað. Alþýðublaðið, sem var málgagn Alþýðuflokksins, hóf göngu sína 1919 sem dagblað, með styrk frá dönskum sósíalde- mókrötum. Styrjöldin og síaukinn flutningur fólks úr sveit í þéttbýli hafði í för með sér breytingar í landbúnaði. Bændur áttu erfitt með að borga sömu laun og greidd voru í kaupstöðum sem leiddi til breyttra búskaparhátta. Hætt var að EINAR JÓNSSON frá Galtafelli kom alkominn heim 1920, en 1915 vann hann eitt magnað- asta verk sitt, Hvíld. vélbáta sem voru allt að 30 tonn að stærð. Tog- urunum fjölgaði mjög og voru árið 1915 orðnir tuttugu. Skömmu fyrir lok styrjaldarinnar neyddust íslendingar til þess að selja tíu tog- ara til Frakklands en árið 1920 voru keyptir 19 togarar til landsins og voru þeir þá alls 28. Kennsla í vélfræði hófst í Stýrimannaskólanum árið 1911 og þremur áður síðai' var Vélskóli Is- lands stofnaður. Árið 1913 voru hvalveiðar bannaðar hér við land en óttast var að hvölum yrði útrýmt. Á öðrum áratug aldarinnar ná ís- lendingar smám saman undirtökum í síldveið- um og söltun hér við land en Norðmenn höfðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.