Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 16
ÞRJÁR SÝNINGAR OPNAÐAR í GERDARSAFNI í DAG SKUGGASPEGLAR, ÁL OG BROTHÆTTIR STAÐIR Þrjár sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 15. I Vestursal er sýning Olafar Nordal, nordAl13. I Austursal er sýningin Skuggaspegl- ar, sem er samvinnuverkefni Goethe-Zentrum og Lista- safns Kópavogs. A neðri hæð safnsins er sýning Þórs Vigfússonar, Brothættir staðir. Allar standa sýningarnar fram til sunnudagsins 9. maí. Morgunblaðið/Golli ÞÓR Vigfússon sýnir rýmisverk á neðri hæð Gerðarsafns. BYGGT Á SPEGLUN VERK Þórs Vigfússonar á sýningu hans á neðri hæð safnsins sem ber yfirskriftina Brot- hættir staðir má lesa afturábak og áfram í ýmsar áttir, að því er segir í fréttatilkynn- iijgur Þar sameinast á einum stað pælingar um liti, rými þeirra, samvirkni og merkingu, brothætt endurvarp spegilmálverksins út/inn í rýmið og samtal við sögulegar víddir lista- sögunnar. „Er ennþá i ferningum" „Ferningurinn í höndum hans er ekki ör- uggt skjól íyrir eitt eða neitt, heldur upp- spretta óvæntra atburða sem eiga sér ekki að- eins heimkynni í verkunum sjálfum, heldur og í hugsarfylgsnum okkar sjálfra. Jafnvel stöð- ugleikinn eins og hann blasir við okkur er ótryggur og óvæntur þegar á reynir. Síbreyti- leg ásýnd hlutanna er hráefni í nýja mynd með nýjum litum í óræðu rými,“ segir í frétta- tilkynningu. Þór var að vinna að sýningunni þegar blaðamaður náði sambandi við hann. Hann sagði að sýningin væri verk í sjálfu sér og hann væri líklega alltaf að fást við það sama. Verkin væru mjög stórar glerplötur málaðar, 2,40 sinnum 2,40 metrar, fjórir ferningar. Við- fangsefnið væri rými. „Eg reyni að gera myndverk, en hef ekki komist lengra, er enn- þá í ferningum,“ sagði Þór. Um feril sinn sagði hann að þetta væri þrettánda eða fjórtánda einkasýningin. Nýju verkin væru rýmisverk og hefðu aðeins gildi fyrir það sem þau væru. Menn geti fundið ým- islegt út úr þeim, jafnvel einhverja heimspeki, en hann væri ekki endilega tilbúinn til að taka undir það. „Ég byggi á spegluninni í glerinu, það er mest spennandi, gluggamir og glerið, til að fá glans. Sýningin er smám saman að mótast, ég vinn hana hér á staðnum en hef áð- ur ákveðið hvernig hún á að vera,“ sagði Þór Vigfússon. ÞÝSK UÓÐ OG MYNDVERK Á SÝNINGUNNI Skuggaspeglar, sem er samvinnuverkefni Goethe-Zentrum og Lista- safns Kópavogs, er viðfangsefnið samfundir og gagnkvæmur innblástur orðs og myndar. Sýningin er þannig til komin, að sögn Guð- bjargar Kristjánsdóttur, forstöðumanns safnsins, að 27 myndlistarkonur og skáldkon- ur frá Slésvík-Holstein í Þýskalandi sköpuðu samtímis ljóð og myndverk og hanga texti ljóða og myndimar hlið við hlið á sýningunni. Markmið sýningarinnar var að grafast fyrir um það með áþreifanlegri hætti hvað mynd- Morgunblaðið/Golli í AUSTURSAL er Ijóða- og myndlistarsýning 27 þýskra kvenna. Á myndinni er verk eftir Margit Huch og Therese Chromik. list og skáldskapur eiga sameiginlegt og hvernig þróa megi orðræðu þeirra á milli. „Hvað tækni og stíl áhrærir spanna mynd- irnar breitt litróf sem ber vott um tilrauna- gleði. í textunum ríkir sama fjölbreytni í tján- ingu og formi,“ segir í fréttatilkynningu. ÓLÖF Nordai og geirfuglinn í Gerðarsafni. Morgunblaðiö/Golli nordAl 13 VERK Ólafar Nordal á sýningu hennar í Vestursal eiga það sammerkt að vera steypt í ál. Þar vinnur hún með þemu úr fortíðinni og tengir þau þeim veruleika sem við búum við nú. í yfirskrift sýningarinnar nordAl 13 segist hún vera að tengja saman nafnið sitt, efnið í verkunum og landið sem þau eiga rætur sínar í. Stærsta verkið á sýningunni er byggt á Val- þjófsstaðarhurðinni, sem er frá því um 1200. „Valþjófsstaðarhurðin er ein af okkar mestu dýrgripum frá söguöld að handritunum frá- töldum," segir Ólöf og útskýrir hugmyndina að baki verkinu. „Hurðin er ekki eingöngu einn okkar mesti myndlistarlegi arfur heldur er hún einnig sönnun þess að hér bjó þjóð með reisn bæði í menningarlegu og efnahagslegu tilliti - þjóð sem var í nánum tengslum við um- heiminn á jafnræðisgrundvelli. Margir fræði- menn eru þeirrar skoðunar að hurðin sem státar af tveimur fagurlega útskomum hringj- um hafi verið þriðjungi hærri og að þriðji og efsti hringurinn hafi verið fjarlægður stuttu eftir siðaskiptin þegar mesta niðurlægingar- skeið þjóðarinnar gekk í garð og við misstum okkar efnahagslega sjálfstæði. Þá var ekki tii húsakostur sem hæfði svo stórri hurð og því er talið að hún hafi verið stytt. Þessi kenning vakti athygli mína og mig langaði til að vinna með hana. Þegar kom að því að útfæra verkið ákvað ég að fræsa frummyndina með tölvu- fræsara í tré og steypa svo í ál. Ég nota álið því það hefur ýmsar tilvísanir í íslensku sam- félagi. Þetta er nýtt efni og vísar til framtíðar- innar og jafnframt er það frumefni. í íslensku samfélagi tengist það efnahag. Það er trú manna að álframleiðsla geti bætt efnahag manna hér á landi enn meira. Ég nota álið því sem tákn um þá þrá eða óskhyggju okkar að verða aftur framsækin, frumleg og samkeppn- ishæf þjóð meðal þjóða heims.“ Innrammaðir Ijögurra blaða smárar Valþjófsstaðarhurðin tengist öðru verki á sýningunni sem er afsteypa úr áli af geirfugl- inum. Þeir sem hafa skoðað sýningu Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík, Strandlengj- una, þekkja verkið en þar hefur það staðið í fjöruborðinu. „Geirfuglinn er eitt af þeim dýr- um sem mannkynið hefur á samviskunni að hafa útrýmt og hafa íslendingar verið heldur en ekki stoltir af því að hafa drepið þann síð- asta,“ segir Ólöf. „Fuglinn var auðveld bráð veiðimönnum, ófleygur, sérlega gæfur og því varnarlaus. Hann var veiddur ótæpilega vegna kjötsins og í miklu meira magni en menn gátu mögulega torgað. Síðasti geirfugl- inn var drepinn af Islendingum í gróðaskyni í Eldey árið 1844 til að selja enskum hefðar- mönnum sem söfnuðu fuglshömum. Reyndar komst hamurinn aldrei til Bretlands heldur úldnaði einhvers staðar hér uppi á íslandi. Með því að steypa fuglinn í ál er ég að vísa til þess hvemig við fórnum náttúrunni fyrir efnahagslegt sjálfstæði okkar og endurreisn menningarinnar. “ Ólöf heldur áfram að útskýra verkin og hugmyndafræðina á bak við þau, sem hún segir að hafi verið að gerjast með henni i nokkur ár. „Þriðja verkið samanstendur af innrömmuðum fjögurra blaða smárum sem ég hef fundið á undanfömum tveim ámm en þeir eru gæfumerki. Ég tók smárana og rammaði þá inn í stóra álramma. Þama er ég aftur að nota álið sem tákn um ákveðna hugsun. Eftir 1000 ár, það er um það bil sá tími síðan Val- þjófsstaðarhurðin var gerð, verður lítið eftir af þessum fjögurra blaða smárum. Þeir munu með tímanum folna, þorna og verða að dufti en eftir stendur álramminn óumbreytanlegur. Að setja fram spurningar Ég er ekki að deila á eitt né neitt,“ svarar hún aðspurð, „heldur er ég að setja fram spumingar sem ég hef verið að velta fyiár mér. Það er svo áhorfandans að vinna úr þeim tilyísunum sem þama er að finna.“ Ólöf segir að sýningin í Listasafni Kópavogs sé framhald af tveim sýningum sem hún hefur haldið í Gerðubergi og Nýlistasafninu. ,Á fyrri sýningunni, sem var árið 1994 og ég nefndi Sjálfsmynd, sýndi ég stásslegar postulíns- styttur sem áttu að tákna ákveðnar kvení- myndir. í Nýlistasafninu árið 1996 sýndi ég styttur af hröfnum og „brjóstmyndir" af rjúpu og fálka og „andlitslágmyndir" af hvítabirni og ref, allt í gifsi. Eiga þessi dýr það sameiginlegt að tengjast okkur í gegnum tíðina auk þess sem þau eiga fastan sess í þjóðtrúnni. Þessar sýningar eru eins konar trflogía. Efnistök og hugmyndafræði tengja sýning- arnar saman. Þemu þeirra tók ég úr fortíð- inni, úr sögu og sögnum, þjóðtrú og minnum sem ég flétta við raunveruleikann eins og hann blasir við mér nú. Ég get nefnt þriðju sýninguna sem var í galleríinu Ingólfsstræti 8 í fyrra. Á þeirri sýningu, sem var opnuð í dymbilvikunni og stóð því yfir páskana, gerði ég afsteypu af líkamshlutum karlmanns úr súkkulaði. Súkkulaðikarlinn var bein tilvísun í súkkulaðieggin og árstíðina. Sýningargestum var boðið upp á að borða verkið. Það má geta þess að konur höfðu sérstaklega gaman af því að neyta súkkulaðsins því karlmaðurinn var afar fallegur. Nokkrir karlar urðu reiðir út af þeim gjörningi. Þannig getur efnið haft mis- munandi tilvísanir og vakið ólík viðbrögð,“ segir hún hlæjandi. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.