Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 17
ANDLIT OG NÁTT- ÚRUHRIF Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Islands í dag. Annars vegar gefst fólki kostur á að sjá Andlit að austan, teikningar Jóhannesar S. Kjarvals af austfirsku bændafólki, hins vegar Náttúruhrif sem byggist á verkum þekktra afstraktlistamanna sem unnið hafa út frá hughrifum frá náttúrunni. ✓ EIGU Listasafns íslands eru 53 and- litsteikningar eftir Jóhannes S. Kjai-val, sem hann gerði á árinu 1926. Myndflokk- urinn í heild sinni skipar sérstakan sess í íslenskri listasögu og er mikilvægur kafli í ævistarfi Kjarvals. Myndirnar eru innbyrðis um margt ólíkar hvað varðar tæknilega út- færslu, en sýna vel fágæta færni hans sem teiknara og bera með sér sterkt sálfræðilegt innsæi. Þegar Kjai*val gerði þennan flokk mynda á árinu 1926 vom átta ár liðin frá því að hann lauk formlegu námi sínu við Lista- háskólann í Kaupmannahöfn. Allt frá náms- árum sínum lagði Kjarval ríka stund á gerð andlitsmynda og frá dvöl hans á Italíu árið 1920 er varðveittur fjöldi andlitsmynda, bæði teikningar og vatnslitamyndir, sem hann sýndi á einkasýningu í Kaupmanna- höfn árið 1920. Það var fyrir afrakstur þessarar sýningar sem Kjarval var kleift að fara til Parísar og dvelja þar í nokkra mánuði á árinu 1928. Kynni hans af franskri list voru mikilvæg fyrir þann tíma sem síðar fór í hönd, en það var árið 1929, sem hann hóf að mála á Þing- völlum og markar það upphafið að marg- breytilegri landslagstúlkun hans. Sýningin í Listasafni Islands ber heitið And- lit að austan og skírskotar til þess að hann gerði þessar teikningar af fólki á æskustöðv- um sínum á Borgarfirði eystra. Hann sýndi þær í Reykjavík árið 1927 og í umsögnum MARGRÉT Jóhannesdóttir, 1926. HÖGNI Guðmundsson, Bakkagerði, 1926. um sýninguna er farið lofsamlegum orðum um teikningarnar. Halldór Kiljan Laxness skrifar í Alþýðublaðið 22. janúar 1927: „Vinnubrögðin í andlitsmyndunum era einnig sérstaklega eftirtektarverð. Þau votta skilning hámenntaðs listamanns á ís- lenskri náttúru, íslenskum kjöram og ís- lenskri sál betur en hægt er í nokkrum skáldskap." í Morgunblaðinu 14. janúar 1927 má lesa m.a. eftii’farandi eftir Valtý Stefánsson rit- stjóra blaðsins: „Eru andlitsteikningar þess- ar svip- og þróttmiklar og gerðar með lif- andi skilningi á svipbrigðum og sálarlífi vinnulúinna eljumanna - er óhætt að full- yrða að teikningar þessar eru með því besta, sem Kjai-val nokkru sinni hefir gert.“ Ný- stofnað Menntamálaráð, sem annaðist inn- kaup íyrir Listasafn íslands samkvæmt lög- um frá 1928 keypti þær allar, 50 að tölu, fyr- ir 5.000 kr. eða 100 kr. hverja mynd. Auk þess eru á sýningunni þrjár teikningar keyptar 1927 og ein mynd sem var gefin safninu síðar. NÁTTÚRUHRIF - ISLENSK NATTURA I AFSTRAKTLIST EFTIRSTRÍÐSÁRANNA VERKIN á sýningunni era úr eigu Listasafns fslands. Verkin era eftir marga þekktustu afstraktlistamenn landsins sem gjama hafa unnið út frá hughrifum frá náttúranni. Sýnd verða verk eftir m.a: Einar Þorláksson, Eirík Smith, Guðmund Benediktsson, Hjörleif Sigurðsson, Hörð Ágústsson, Jóhannes Jó- hannesson, Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Ragnheiði Jónsdóttur Ream, Steinþór Sigurðsson, Svavar Guðna- son og Valtý Pétursson. Sýningin Náttúrahrif í Listasafni íslands er á verkum úr eigu safnsins eftir þá kyn- slóð íslenskra afstraktmálara er á það sam- merkt að tjá í verkum sínum upplifun ís- lenskrar náttúra með einum eða öðrum hætti. Brautryðjandi þessa straums í ís- lenskri myndlist er ótvú’ætt Svavar Guðna- son, og á hann elstu verkin á sýningunni frá 1945. Annar forvígismaður þessarar listar er Kristján Davíðsson, sem markaði viss tíma- mót með uppgjöri sínu við strangflatarlist- ina á sýningu í Bogasalnum 1957. í kjölfarið koma Nína Tryggvadóttir og fleiri lista- menn sem höfðu mótast af skóla hinnar hreinu afstraktlistar en sneru nú við henni baki. Má þar nefna Ásgerði Búadóttur, Benedikt Gunnarsson, Eirík Smith, Haf- stein Austmann og Valtý Pétursson. Þá eru á sýningunni verk eftir þá Hörð Ágústsson og Hjörleif Sigurðsson, sem báðir leystu upp form og liti í verkum sínum á sjöunda áratugnum eftir að hafa verið skeleggustu fomgismenn strangflatarlistai’innar hér á landi um árabil. í kynningu um sýninguna Náttúrahrif - Islensk náttúra í afstraktlist eftirstríðsár- anna í Listasafni íslands segir ennfemur: „Þótt uppgjör þessai-a málara við formfestu og reglufestu strangflatarmálverksins sé oft á ólíkum forsendum, þá eiga þeir það sam- eiginlegt að snúa baki við þeirri grandvall- arhugmynd að litir og form hafi sjálfstætt sjónrænt gildi án nokkurrar tilvísunar í hlutveraleikann og reynslu okkar af honum. Draumurinn um hið hreina form hafði vikið fyrir hinni sterku upplifun náttúrannar.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.