Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 4
LEYN DARDOAMR HOFSSTAÐAMINJA -BROT ÚR ÍSLENSKRI FORSÖGU- Ljósmynd: Garðar Guðmundsson (Fomleifastofnun íslands). Horft yfir hluta af uppgraftarsvæði úr norðri 1997. Fremst á myndinni er húsið D og lengst til vinstri sést í vegg tengibyggingar við skála sem graf- inn var upp 1908. Fjær eru sigti sem notuð eru til að sigta jarðveg úr uppgreftinum. Rústir víkingaaldarbæjar sem rannsakaðar hafa verið á Hofstöðum. Byggingar sem rannsakaðar hafa verið 1991-98 eru felidar ofan á grunn- mynd Daniels Bruun frá 1908. A og B er skálinn, C er afhýsi sem túlkað var sem „goðastúka" eftir uppgröftinn 1908 en er sennilega yngri bygging. D er lítið hús tengt skálnum með gangi, E1 er forskáli, E2 lítið stakt hús með óvissu hlutverki, G er jarðhús, elsta bygging á staðnum og X og Y eru byggingar sem komu í Ijós 1998 og eftir á að rannsaka. Norður er upp til vinstri á myndinni og skálinn með afhýsi er um 45 m EFTIR ADOLF FRIÐRIKSSON OG ORRA VÉSTEINSSON Rannsóknir ó tóftum fró landnómsöid ó Hofsstöð- um í Mývatnssveit, sem talda ir voru vera i minjar um hof, leiddi Ijós að þar hafói verið ævintýralega stór skóli og stærsta mannvirki fró víkingaöld sem þekkt i er ó íslam di. Uppgröfturinn leidc Ji einnig í Ijós margar fleiri vistarverur, þar ó meðal hús sem ekki er hægt að sjó til hvers var notað og hyrnda hauskúpu i af nauti sem líklega hefur verið komið fyrir utan ó bænum. EINU sinni var maður að grafa holu norður í Mývatnssveit. Það þótti sjálfsagt ekki í frásögur færandi, enda fara engar sögur af þessum manni. Maðurinn nafnlausi var fyrsti bóndinn á Hofsstöðum, efst í Laxárdal. Þrátt fyrir að hans sé hvergi getið í fomsögum eða sögu- legum heimildum er nú meira vitað um líf og starf þessa manns og hans afkomenda á fyrstu öldum íslandssögunnar en nokkurra annarra Islendinga frá þeim tíma. Holan sem maðurinn gróf var fyrsti bústaðurinn þar á bæ, jarðhýsi. Síðar risu þar fleiri hús og þegar Hofsstaða- bændur urðu vel aflögufaerir reistu þeir ævin- týralega stóran skála. Er það stærsta mann- virki frá víkingaöld sem þekkt er á Islandi. Skálinn stóri á Hofsstöðum er ekki aðeins elsti vitnisburðurinn um þingeyskt mont, heldur standa þar nú yfir umfangsmestu fornleifa- rannsóknir sem ráðist hefur verið í á forsögu- legum minjum á Islandi. íslensk forsaga Það er ótrúlegt en satt að við íslendingar vitum nær ekkert um hvað gerðist hér á landi fyrstu aldir íslandsbyggðar. Engar ritaðar samtímaheimildir eru til um þessa atburði og fomleifafræðingar hafa verið svo uppteknir við að reyna að færa sönnur á hvenær nákvæm- lega landnám hófst, að það hefur gleymst að skoða landnámið sjálft, hvernig það gekk fyrir sig. Lengst af höfum við látið okkur nægja landnámusögumar sem samdar vora í lok mið- alda, þar sem þulin eru upp mannanöfn og staða, ættir raktar og sagt frá einstaka erjum manna á milli. Það sem okkur vantar er forsag- an, sagan sem rakin er eftir vitnisburði forn- leifanna. Hvemig reiddi hinum fyrstu land- nemum af? Hvað gerðu þeir? Hvemig bjuggu þeir? Til að svara spurningum af þessu tagi þarf að leggja í miklar rannsóknir. Á síðustu árum hefur fjölmennur hópur fom- leifaíræðinga unnið á vegum Fomleifastofnunar Islands að rannsóknum á Hofsstöðum í Mý- vatnssveit í leit að nýjum vísbendingum. Rann- sóknimar hafa verið styrktar af Rannsóknar- ráði og ýmsum erlendum stoínunum og sjóðum, þ.á m. National Geographic, samtökum fom- leifafræðinga við Norður-Atlantshaf (NABO), Hunter College í New York og Stirling-háskóla í Skotlandi. Auk uppgraftarins vinnur Fom- leifastofnun að fomleifaskráningu í Mývatns- sveit í samstarfi við Skútustaðahrepp og hafa nú rúmlega 1.250 minjar verið færðar á skrá. Leynast því heimildir um líf og starf Mývetn- inga til foma þar víða undir sverði. Hofsstaöir i Mývatnssveit í lok víkingaaldar yfirgáfu íbúar stóra elda- skálans á Hofsstöðum bæinn og reistu sér ný hús nokkra tugi metra frá. Skálinn féll saman, varð að grasi gróinni tóft og saga fólksins sem þar bjó féll í gleymsku og dá. Þegar fornfræð- ingar fóru á kreik á 19. öld leituðu þeir einkum fornleifa frá söguöld og voru sérstaklega á höttunum á eftir sögustöðum; þingstöðum, dómhringum, haugum og hofum. Var þeim m-a- bent á þessa stóra tóft í túninu á Hofs- stöðum - var hún þá kölluð „hoftóft“. Árið 1908 var stóra tóftin grafin upp og var þá talið að hún væri leifar af hofi. Tóftin skipt- ist í aðalhús og afhús, var aðalhúsið talið vera veisluskáli en afhúsið goðastúka. Skammt sunnan við tóftina fannst undarleg, hringlaga gryfja. Grafnir vora prafuskurðir ofan í hana og kom þá í ljós að hún var full af ösku, dýra- beinum og eldsmerktum steinum. Á fyrri hluta 20. aldar var Hofsstaðatóftin frægasta íslenska tóftin og má sjá teikningar af henni í ýmsum ritum um fomnorræna menningu. En undir 20. öld fóra fræðimenn að efast um að þetta væra leifar af norrænu hofi. Ef lýsing og uppdrættir af henni vora bornir saman við uppgraftargögn frá rannsóknum af venjulegum híbýlum á norðurslóðum, þá var ekki hægt að sjá neinn sérstakan mun á „hofinu" og fornbæjum. Ekk- ert hafði fundist á Hofsstöðum sem gat snert forna helgisiði. Húsið var eins í lögun og íbúð- arskálar víkingaaldar, þar inni voru venjuleg eldstæði og þeir fáu gripir sem fundust vora ósköp hversdagsleg amboð: brýni og vaðstein- ar, hnífar og skæri og naglar. Kenningin wm hofbæina Á sjöunda áratugnum var gerð eftirminnileg úttekt á eldri fornleifarannsóknum á Islandi. Þá voru m.a. endurskoðaðar allar fyrri hof- rannsóknir og kom í ljós að á öllum þeim fjölda staða sem fomfræðingar 19. aldar höfðu talið sig finna hofminjar var ekki á öðra að byggja en munnmælum eða ömefnum. Hafa menn síð- an hætt að byggja fornleifafræðilegar niður- stöður á heimildum af þessu tagi og heldur reynt að lesa meira úr fornleifunum sjálfum. I kjölfar þessara viðhorfsbreytinga voru hugmyndir um fyrra hlutverk tóftarinnar fornu við Hofsstaði endurskoðaðar. Var gerð ný rannsókn á staðnum, að þessu sinni á gryfj- unni sunnan við aðaltóftina. Hugmyndin var sú að þó svo efast mætti um gildi hinna fjölmörgu sagna um hof hér og þar á íslandi, þá var enn mögulegt að skera úr um hvort leifarnar á Hofsstöðum hafí verið notaðar við heiðið helgi- hald eða ekki. Það var staðfest við nánari athugun 1965 að gryljan sunnan við skálann væri full af ösku og beinum og öðrum þeim úrgangi sem venjulega finnst í eldstæðum eða soðarholum í eða við foma bæi. Slíkar soðarholur eru venjulega hringlaga og um einn metri í þvermál, en gryfj- an við Hofsstaði er langtum stærri, eða um 7 metrar í þvermál. En þar var vísbendingin komin: stór hola, full af úrgangi sem þessum, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.