Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 9
ÓFEIMINN VIÐ AÐ TAKA ÁHÆTTU filmmúsík „fyrir alþýðuna". Beethoven er mesti listamaður sem uppi hefur verið og það voru vitanlega sálarraunirnar, hans innra stríð, sem þroskuðu hann, en ekki fátæktarbasl. Fátækt þroskar engan. Fátækt og list eru andstæður." Eftir stutta þögn: „Takmark allrar sannrar listar er að gefa mönnum þrek til að þola raunir lífsins, - gera menn sterkari.“ Svo fórum við að tala um ástina: „Konan inspírerar ekki fyrr en maður er hættur að elska hana. Við höfum ekki vald á efninu, fyrr en það hefur verið yfirunnið. Petta gildir um allt.“ „Landið líka?“ „Nei. Landið heltekur okkur ekki eins og ástin, og þess vegna þarf ekki að yfirvinna það. Það eina, sem hefur eitthvert gildi í lífinu, er ástin og listin. Allt annað eru hliðarbásar. Lífið væri ekki þess virði að lifa því, ef þetta tvennt væri ekki til. En listin og ástin eru ólíkar gyðjur á margan hátt. Listina getur maður alltaf átt og haft vald á. En ástin er eins og veðrið. Annars ættu listamenn aldrei að vera giftir og þó geta þeir sennilega ekki verið án þess.“ „Af hverju ættu þeir ekki að giftast?" „Það er tvöfalt átak og tvöföld sköpun að helga sig bæði listinni og konunni. Astin er sköpun líka. Konur listamannanna eiga ekki sjö dagana sæla, vegna þess að þær eiga svo sterkan keppinaut." „En af hverju geta listamenn þá helzt ekki verið ógiftir?" „Ja, manneðlið er svona sterkt. Bach var tvígiftur og átti 20 börn. En það var auðvitað rólegra þá en nú á dögum. Leipzig var lítill bær. Hann fór á fætur kl. 5 á morgnana að vekja strákana í skólann. Svo byrjaði hann að vinna. Eg vil líka helzt vinna á morgnana, ef ég vinn á annað borð; en ég fæ orðið aldrei neinn frið til að vinna. Eg elska einveru. Hún er uppspretta allrar listrænnar sköpunar. Bæirnir eni skolpræsi, en þau eru líka nauðsynleg, eins og þú veizt. Það er ósk mín að fá frið. Eg bið ekki endilega um viðurkenningu eða frægð, ég bið um frið. Sú viðurkenning sem maður fær í lifanda lífi, verðui- aldrei annað en aukaatriði. Eg sagði áðan að listin væri aristókratísk. Ef almenningur viðurkennir mann, er það aldrei nema í einhverjum parti eða aukaatriðum. Hver vill hlusta á seinustu kvartetta Beethovens? Þeir eru samt það bezta sem eftir hann liggur. Nei, Beethoven varð frægur á röngum forsendum. Það var ævisaga hans, en ekki músíkin, sem gerði hann frægan. Það var heyrnarleysið. Heyi-narlaust tónskáld hlýtur að vera ákaflega „interessant persóna“. En tónskáld með gleraugu vekur ekki meiri athygli en kýr með hala.“ „Hvernig stendur þú að vígi í þessum efnum?“ „Eg nota gleraugu." „Þá getur víst ekkert komið þér til hjálpar?" „0, ég veit það ekki. Nema Rússinn komi. Og þó efast ég um að það mundi duga. Þegar ég kom heim með Esjunni 1945, var ég handtekinn. Þá svelti ég mig í 24 tíma. Það dugar sennilega ekki heldur. Það þarf að vera eitthvað meira. Þegar ég var í Berlín á stríðsárunum, lá ég á maganum heilu sólarhringana til að missa ekki höfuðið í loftárásum. En það var vist misskilningur. Höfuðlaust tónskáld fengi sennilega viðurkenningu." „En til hvers „að fá viðurkenningu“?“ „Ég veit það ekki.“ „Er nokkurs virði að verða frægur eftir dauðann?" „Nei. En það er landið og forfeðurnir á bak við okkur, ekki sízt þeir sem dóu úr hungri. Þetta er kannski hefnd, uppreisn. Trá. Þetta gamla, sem hefur reynt að gera úr okkur menn. Allt þetta stóra, sem eggjar okkur. Zarathústra, Brandur Ibsens. Ég minntist á þjóðlögin áðan. Einar Benediktsson hafði mikla trú á þeim ekki síður en ég. Við hittumst í Berlín veturinn 1924-25. Hann trúði mér fyrir því, að rímnakveðskapurinn og þjóðlögin yrðu undirstaða íslenzki’ar tónlistai’. Hann sagði mér, að Benedikt, faðir sinn, hefði slegið taktinn með svipunni sinni á hnakkinn og kveðið við raust, þegar hann var á yfirreið um landið. Það þarf músík í marga liði til að jafnvirðulegir menn og Benedikt Sveinsson taki upp á slíkum hégóma. Ég hef aldrei efazt um, að þarna sé lögmálið, og trái því, að ég þekki það. Það hefur ýtt undir trá mína og öryggi, að ég hef aldrei misst neitt af verkum mínum, ekki einn einasti taktur hefur glatazt. Þó nótnaskrifararnir misstu allt sitt sumir hverjir og húsin brynnu ofan af þeim í loftárásunum á Berlín, þá fundust alltaf mín handrit. Ég er dálítið hjátráarfullur. Og mér finnst þetta bending um, að eitthvað af verkum mínum eigi að lifa.“ „Verkin þín, já, Edda?“ „Ég byrjaði að semja hana í Viðey 1935. Þá vann ég við útvarpið, átti að heita tónlistarstjóri. En ég vildi ekki koma nema annan hvern dag í vinnuna og fyrir bragðið rak Jónas Þorbergsson mig. Sigfús Sigurbjartarson var formaður útvarpsráðs og hann var líka afskaplega hneykslaður á hegðun núnni. Það er dálítið erfið stofnun útvaipið. Ég held það sé bara verra heldur en dagblöðin. Hér á landi er menningin ekki ræktuð nógu vel. Menn hafa ríka tilhneigingu til að setja arfann í blómstuipott í stofunni hjá sér, en fleygja rósunum. Listin er ekki nógu mikill þáttur af þjóðlífinu. Hún er ekki virt eins og áðm’. Forystumenn þjóðarinnar leggja hana til hliðar og segjast ekki nenna að hugsa um hana. Og svo er henni fleygt í einhvem Jónas frá Hriflu. En þú varst að spyrja um verk mín. Hefurðu heyrt Gretti og Glám úi’ Söguhljómkviðunni? Hún var samin í Þýzkalandi og Danmörku á árunum 1941^42. Þá höfðu nazistar sett mig í bann. Sinfónían var eins konar mótmæli gegn Hitlers- stjóminni og átti að sýna hið þrjózkufulla einstaklingseðli norrænna manna. En svo stendur fólk hér heima gapandi framan í mann og hrópar: „Þú varst nazisti!“ Undarlegir Islendingar.“ „Þeir segja þú notir potta og pönnur og allan fjandann í Sögusinfóníunni.“ „Jæja, segja þeir það. Nei, en ég nota steina og skildi, þar sem ég fjalla um Stiklarstaðaorrustu, og svo nota ég trjádmmb í Gretti og Glámi til að markera viðureignina sterkar og gera tóninn harðari. í tónlistinni er rám fyrir allan hávaða. Hljóðbylgjur, sem hægt er að drepa með dúfur og lækna gigt, er t.d. ekki hægt að nota í músík. Þær heyrast ekki.“ „Og hvað á ég að spyrja þig að lokum? Hefur þér liðið vel hér heima?“ „Nei, ekki get ég sagt það. En samt vil ég hvergi annars staðar búa. Mér leið vel nokkra daga á Þingvöllum, þegar ég vai- barn með föður mínum. Ég hef aldrei haft frið hér síðan.“ „Hvað gerðirðu á Þingvöllum?" „Ekkert. Ég gekk um hraunið með pabba og skoðaði fjöllin.“ „En fólkið? Hvernig líkar þér það?“ „Það hefur ekki eins mikið af karakter landsins og áður. Það er reisn yfir landinu. Það er stolt í þesum línum. Hándel á þessa reisn stundum. Hann hefur norrænt yfirbragð. Ég er þjóðemissinni. Ég álít, að Island hafi hlutverld að gegna í listinni. Það er að koma ný kynslóð, sem betur fer. Ég held að það sé töggur í henni. Ég var á listkynningu í Menntaskólanum um daginn. Þegai’ ég horfði á þessi fallegu, skörpu andlit fékk ég trá á framtíðina. Þetta fólk hlustai’. Það vill fræðast. Það er fordómalaust. Það vill kynnast því nýja í listinni. Það er sagt að við drekkum of mikið. En drykkjuskapur okkar er að mestu leyti afleiðing af of fábreyttu listalifi. Listhvötin hjá okkur er afskaplega sterk, en hún fær ekki útrás. Auðugra listalíf mundi draga úr di-ykkjuskapnum. En það er líka nauðsynlegt að dreypa á áfengi. Við höfum létt vín um hönd í Listamannaklúbbnum, svo menn segi stundum það sem þeir ætluðu ekki að segja.“ „Við töluðum um ástina áðan. Hvað um dauðann?“ „Mér finnst ég vera að byrja að skilja dauðann sem jákvætt og eðlilegt fyrirbrigði. Ég held menn yfirvinni dauðann í framtíðinni, þegar sálfræðin hefur útrýmt hysteríunni og gert okkur andlega heilbrigða. Kirkjan hefur gert of mikið úr dauðanum, notað hann til að ráða yfir fólkinu. En kirkjan og eilíft líf eru tvennt ólíkt. Ég held framtíðinni muni takast að milda dauðann, draga úr honum vígtennurnar. Sjáðu Japana. Þeir fagna dauðanum. Það er ekki heldur neitt að óttast. „Samvizkan í mínu eigin brjósti og stirndur himinn yfír höfði mér - það er lögmál minnar trúar,“ sagði Kant. Og forfeður okkar? Þeir voru ólmir í að komast í geimið í Valhöll, svínasteikina og bjórinn. Svo vildu þeir höggvast hverjan dag. Það er miðaldaúrkynjun að óttast dauðann. Þegar við yfirvinnum þennan ótta, höfum við líka unnið bug á miðöldunum og myrkrinu í sál okkar. Það eru einu ellimörkin, sem ég finn á mér, að ég þykist vera byrjaður að skilja dauðann. Reynsla, þroski? Auðvitað er það. Já, og sorg. Ég missti dóttur mína snögglega fyrir 12 árum. Hún var 17 ára. Hún drukknaði í Svíþjóð." Sænski plötuútgefandinn Robert von Bahr er vænt- anlegur hingað til lands í boði Sinfóníuhljómsveitar Islands, en hann hyggst gefa út öll verk Jóns Leifs. ÁRNI MATTHÍASSON tók Bahr tali og fræddist um BIS, útgófu Bahrs, sem fggnar 25 órg gfmæli um þessar mundir. Næstkomandi fóstudag heldur Sin- fóníuhljómsveit Islands sérstaka tónleika, en þá tónleika verður við- staddur í boði Sinfóníunnar sænski plötuútgefandinn Robert von Bahr, sem ein- sett hefur sér að gefa út alla tónlist Jóns og hefur þegar gefið út fimm diska. Stofnandi og eigandi BIS er Robert von Bahr, sem fengist hefur við margt um dag- ana, nam tónlist, lögfræði, hagfræði, tölfræði og ýmis tungumál og vann meðal annars sem farandsali, við silfurpeningabræðslu og sem leigubílstjóri áður en hann gerðist plötuút- gefandi fyrir aldarfjórðungi. Hann segist alls ekki hafa búist við því að fyrirtækið ætti eftir að lifa svo lengi, þótt hann hafi vitanlega ætl- að sér að gera það sem hann gæti með fyrir- tækið. „Ég sá ekki fyrir mér að BIS ætti eftir að verða 25 ára gamalt, ég átti ekki einu sinni von á því að ég myndi lifa svo lengi,“ segir hann og skellh’ upp úr. „I upphafi áttunda áratugarins vildi enginn gefa út plötur með sænskum listamönnum, sem mér rann mjög til rifja. Ég stofnaði því BIS öðrum þræði til að gefa út sænska lista- menn og enn hef ég sérstaklega gaman af því ef okkur tekst að vekja athygli á ungum lista- mönnum, þótt útgáfustefnan byggist orðið frekar á tónverkum en flytjendum. Best af öllu finnst okkur þó þegar okkur tekst að gera hvort tveggja; að gefa út plötur með ungum listamönnum að flytja spennandi tón- list. Við höfum lítinn áhuga á listamönnum sem vilja bara leika Schubert eða Beet- hoven.“ Stór hluti af útgáfu BIS er heildarútgáfa verka stakra tónskálda og hófst með heildar- útgáfu píanóverka Griegs. Bahr segir að sér hafi ævinlega fundist nauðsynlegt að gera heildarátgáfu tónskálda aðgengilega til að áhugasamir geti gert sér sem besta mynd af viðkomandi tónskáldi; það sé skylda útgef- enda að gefa út öll verk tónskálda, góð og slæm. Meðal stórverkefna BIS er heildarútgáfa á verkum Sibeliusar, 47 diskar komnir, og á þeim meðal annars fjölmörg verk sem ekki hafa heyrst áður. Einnig stefnir BIS að því að gefa út öll verk Bachs, sem verður gríðar- mikið verk, um 170 diskar, og einnig heildar- verk Carls Philipps Emmanuels Bachs, eins sona Johanns Sebastians, sem Bahr segir að hafi verið merkilegt tónskáld og ekki síður afskastamikill en faðirinn, líklega verði það ríflega 160 diskar og flest verkin óútgefin. „Það má segja að hann hafi goldið fýrir það að vera sonur fóður síns, því hann verður sí- fellt að þola samanburð sem ekkert tónskáld stenst.“ Fimm diskar eru svo komnir út í út- gáfuröð á öllum verkum Jóns Leifs, sá síðasti í vikunni, og væntanlegir eru tveir diskar til viðbótar á árinu. Smáfyrirtækin dafna Miklar sviptingar hafa verið í útgáfumálum á sígildri tónlist á undanförnum árum, smáfyrirtæki dafnað sem aldrei fyrr en stórfyrirtækin farið halloka. BIS og ýmis smærri fyrirtæki hafa náð árangri meðal annars með því að færa tónlistina nær kaupendum og áhugamönnum. „Við höfðum til fólks sem hefur áhuga á sígildri tónlist og langar ekki til að heyra sömu verkin leikin upp aftur og aftur. Stórfyrirtækin áttuðu sig ROBERT von Bahr, stofnandi og eigandi BlS-útgáfunnar sænsku. ekki á því að þau þurftu að endurnýja sig, ala upp nýja listamenn til að starfa með og hvetja ný tónskáld til að semja tónlist. Þau blinduðust af geisladiskavæðingunni þegar allir keyptu upp aftur það sem þeir áttu fyrir, og voru svo ekki viðbúin þegar markaðurinn mettaðist af Beethoven og Bach. BIS er gjaman talið með smáfyrirtækjum en það er vissulega stórt, við seldum á síðasta ári álíka mikið af plötum með klassískri tónlist og BMG og Decca samanlagt. Við höfum gefið út rámlega 1.000 titla sem allir eru á útgáfulista okkar og því er óhætt að telja okkur með stórfyrirtækjum, en sé litið til mannahalds og rekstrarkostnaðar erum við vissulega smáfyrirtæki," segir Bahr. Með þessu móti segist hann halda sambandi við kaupendur og tónlistaráhugafólk, en ekki skipti minnstu að BIS sé ófeimið við að taka áhættu, líkt og hann hafi gert með Jóns Leifs. Bahr segir að hann hafi í upphafi verið tregur til að kynna sér verk Jóns Leifs, enda ekkert þekkt til þeirra. „Kunningi minn, Carl-Gunnar Álén, tónlistargagnrýnandi Svenska Dagbladet, heyrði útsendingu þar sem verk eftir Jón Leifs var flutt og hringdi í mig reglulega eftir það til að hvetja mig til að hlusta á upptöku sem hann hafði gert úr útvarpinu og gefa út tónlist eftir Jón. Ég lét til leiðast og hlustaði á upptöku Áléns, en það var heldur slakur flutningur og ég heillaðist því ekki undir eins. Það var samt eitthvað við tónlistina sem snart mig og þegar verkin eru flutt almennilega heyra allir hversu stór- kostleg þau eru. Þannig kom út hjá okkur í vikunni diskm- frá okkur með Dettifossi og Orgelsinfóníunni, sem er hreint frábært verk. Tónlist Jóns Leifs er tónlist sem hlustandinn getur ekki leitt hjá sér, hann ýmist hatar tónlistina eða elskar hana.“ Bahr segist ekki gera sér grein fyrir því hversu margir diskamir eigi eftir að verða en hann ætli sér að halda áfram þar til verkinu ljúki. „Framan af var erfitt að selja diskana, en eftir því sem líður á röðina höfum við fengið gríðarlega góða dóma, sérstaklega í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Japan, þar sem menn hafa skrifað langt mál um það hversu einstök tónlistin er og hve sérstakt tónmál Jóns var. Við erum rétt að hefja heildarútgáfu á öðru sérlunduðu tónskáldi sem var líka vanmetið á sínum tíma, Grikkjanum Nikos Skalkottas, en Jón er enn sérstakari því það sem hann var að gera dró ekki dám af neinu sem menn þekkja annars staðar.“ Eins og getið er er Bahr væntanlegur hingað til lands í boði Sinfóníunnai’ í tilefni af afmælistónleikum Jóns Leifs næstkomandi föstudag, en hann hefur komið hingað nokknim sinnum áður. „Island er eitt af þeim löndum sem ég held mest upp á af þeim sem ég hef komið til. Mér finnst landið frábærlega fagurt og kann afskaplega vel við fólkið og ég hlakka til að kynna konunni minni landið. Það eru mörg afbragðs tónskáld á íslandi og þar á meðal eitt sem er snilldarhöfundur, Haukur Tómasson. Við gáfum út Fjórða söng Guðrúnar, sem er frábær tónlist flutt af frábærum listamönnum, en því miður hefur okkur ekki tekist að selja hana. Það mun þó takast, ég er sannfærður um að fólk á eftir að uppgötva Hauk.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 1. MAÍ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.