Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 10
! GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN Nýlega er út komið mil kið ritverk í tveim bindum, SAGA REYKJAVÍKUR 1. og II eftir Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðing. Samtals eru bækurnar 928 bls með ríkulegu mynde ifni og hafa margar þeirra mynda aldrei fyri r komið fyrir almenningssjónir. Útgef- and i er Bókaforlagið Iðunn. Hvernig verður sögunni bezt haldið til haga og hún sögð þannig að hún verði eftir- minnileg, sem fæst verði út- undan og að sem flest af því sem máli skiptir sé þar með? Á allra síðust árum hefur mat manna á þessu tekið breyting- um og okkur finnst nú að í kennslubókum í Is- landssögu hafí mannlífíð sjálft orðið útundan; kjör fólks og réttindi eða réttindaleysi, stétta- skiptingin, hugsunarhátturinn, aldarandinn, skemmtanir og afþreying, aðbúð og matarræði svo eitthvað sé nefnt. Góðar skáldsögur segja ókunnugum jafnvel meira um þetta en sögu- kennslan í skólunum á undanfómum áratug- um. íslandssaga 19. aldar og fram á þessa öld var að mestu leyti stjómmálasaga; þar yfir- skyggði sjálfstæðisbaráttan og önnur pólitísk barátta allt annað, en í þessum sögubókum fengum við takmarkaða mynd af lífí þjóðarinn- ar. I nútímanum hafa sagnfræðingar síðan far- ið að beina athyglinni að lífí einstaklinganna, m.a. með „einsögu“ sem svo er nefnd og getur falizt í því því að láta dagbækur einstaklinga segja frá daglegu lífi og lýsa þjóðfélaginu og ríkjandi hugsunarhætti. I nýútkominni Sögu Reykjavíkur á árabilinu 1940-1990 er hvorki byggt á einsögu né hinni gamalkunnu ritun kennslubóka í sögu. Segja má að höfundurinn, Eggert Pór Bernharðsson, vinni i senn að hætti sagnfræðinga og góðra blaðamanna. í þessa mósaíkmynd sem sagan er, viðar hann að sér sem flestum brotum. Þessvegna er þetta rit í senn afar skemmtilegt og fróðlegt. Eg hygg þó að flestum munu þykja kaflamir misjafnlega hnýsilegir. Sumt verður hreinlega að vera með í bók af þessu tagi, svo sem kafli um nýsköpun atvinnulífsins, nýsköp- unartogarana, skin og skúrir í útgerð og skut- togarabyltingu. Ég stóð mig að því að fara fljótt yfir það og sömuleiðis kaflann um kjör- búðir og sjálfsafgreiðslu, breytta verzlunar- hætti og búðaborg í Kringlumýri, eða um borg- aryfirvöld og eflingu iðnaðar. Þarmeð er sízt af öllu verið að gera lítið úr þessum lífsnauðsyn- legu þáttum, verzlun og iðnaði. Þar fyrir utan fjallar Eggert um segulmagn Reykjavíkur og flóttann á mölina, um bæjar- land og búandmenn, sveitamanninn á mölinni og átthagafélögin. Hann fjallar um útþenslu byggðarinnar, þar sem hvert nýtt hverfí verð- ur á stærð við kaupstað, hús með sál eða blokk- arbákn, græna byltingu og hugmyndir um þéttingu byggðar. Hann fjallar um húsnæðis- vandræðin í borginni fyrr á öldinni, þegar fjórðungur íbúða er sagður ónýtur, um smáí- búðir og séreignarstefnu; að hver maður byggi sjálfur sitt hús, um nýja tækni við byggingar, umgengnishætti fjölbýlisins og endurnýjun húsakostsins á hálfri öld. Stjómmál og stjórn- sýsla koma eðlilega við sögu, þar sem Reykja- vík er miðstöð landsins; einnig þjóðmálaátök, og bæjarstjórnarkosningar og fleira af því tagi. Það kemur hinsvegar meira á óvart og er óvenjulegt þegar sagan er skoðuð, að fjallað sé sérstaklega um líf og veruleika bama og ung- linga. Stór hluti síðara bindisins er um böm í borg og hugtök eins og „hefðbundið uppeldi", „frumbyggjabörn", „sjoppumenningu og jafn- aldrahópa“. Það er jafnvel fjallað um leiki sem flestir þekkja eins og snú-snú og parís að ógleymdu þrjúbíóinu. Unga fólkið í skólunum er hluti af þessari sögu, svo og hugtök eins og menntabylting, samræmt skólakerfi, landspróf, verknám og námsbrautir. Geysileg gerjun var í hugmynda- heimi ungs fólks um 1970. Áhrif frá skólaupp- reisnum í Evrópu bárust hingað; í klæðaburði varð bylting í kjölfar Bítlaæðisins, efast var um öll borgaraleg gildi, ný fatatízka greip um sig og þar fram eftir götunum. Þetta var sú kyn- slóð sem gjarnan vildi kenna sig við árið ‘68. Eggert þór fjallar líka um tómstundir og dans- staði unglinga, partýmenningu og biðraðir, Tónabæ, Hallærisplanið, kaffíhús og bjórkrár. Þungamiðjan í öllu þessu umróti var ný músík- menning. Síðara bindið endar á umfjöllun um hana, svo og listmenninguna í borginni og þar er af miklu að taka: Borgarskáldin og Reykja- víkursögurnar, myndlistin í borginni og at- vinnuleikhúsin. Kúabú og fjúrmenn á mölinni Myndefnið í Sögu Reykjavíkur er kapítuli út af fyrir sig; bæði ljósmyndir, skopmyndir og auglýsingar sem segja sína sögu. Sú saga hófst á þeim miklu tímamótum þegar brezkur her gekk á land í Reykjavík. Állt í einu hvarf kreppan eins og dögg fyrir sólu og vélaöldin gekk í garð. Það er fróðlegt að bera saman vel þekkt málverk Þorvaldar Skúlasonar frá Reykjavíkurhöfn á kreppuárunum laust fyrir 1940 og mynd í bókinni frá frá höfninni árið 1950: Nýr tími er runninn upp með röð af öfl- ugum jarðýtum, sem standa vandlega innpakk- aðar eins og jólagjafir frá Sámi frænda, enda hluti af Marshallaðstoðinni. En það voru raun- ar fleiri hliðar á þessari miklu tækni- og mann- lífsbreytingu um og eftir 1940. Nokkrar mynd- ir eru í bókinni af því sem þótti þá blettur á kvenþjóðinni, nefnilega „ástandinu". En þessar myndir eru sízt af öllu hneykslanlegar og sýna ekki annað en laglegar og vel klæddar stúlkur, oftast reyndar að dansa við hermenn og það þótti ekki til fyrirmyndar. Á öðrum myndum má sjá búskapinn sem stundaður var um allar trissur í Reykjavík og segir m.a svo í bókinni: „Enda þótt margir íbú- ar höfuðstaðarins nytu mjólkurafurðanna sem „Reykjavíkurbændur“ framleiddu var ánægja Reykvíkinga með kúabúskap í bænum um miðja öldina blendin á köflum. I upphafí sjötta áratugarins voru Reykjavíkurkýr 600 talsins en fór fækkandi þegar á leið, voru ríflega 400 árið 1961 og 250 þremur árum síðar en aðeins um tíu árið 1974.“ Það kemur spánskt fyrir sjónir núna, en í Sunnuhvoli við Háteigsveg var rekið kúa- svína- og hænsnabú 1945 og bærinn Bústaðir við Bústaðaveg stóð með útihúsum og heygai'ði framyfír 1969 að ógleymdu fjósinu hans Geirs í Eskihlíð, nálægt Miklatorgi, en þetta sama fjós varð síðan fæðingarstaður nýrra verzlunar- hátta hjá Pálma í Hagkaupi. Nýtt hugtak, stríðsgróði, varð til: „Áhiifa stríðsgróðans sáust m.a. glögg merki í verslun- um sem sagðar voru selja „munaðarvörur" eða „óþarfa varning“..“ Margur „óþarfí“ sem ekki hafði sést áður fór að sjást í hillum verzlana; ávextir þar á meðal. Líkingin við „gullgrafara- bæ“ var oft notuð um vöxt bæjarins, en þegar skoðuð er myndin sem tekin er neðst í Bakara- brekkunni af Lækjartorgi og Austurstræti í stríðsbyrjun, þá er meira undrunarefni núna, nærri 60 árum síðai', hvað lítið hefur breyzt. Morgunblaðshúsið var að vísu ekki komið við enda götunnar og Útvegsbankahúsið, sem nú hýsir Héraðsdóm, hefur hækkað. I miðbæ Reykjavíkur hefur tíminn staðið í stað. Þeir sem fluttu „á mölina" eins og það var kallað, virtust sjá meira eftir kindunum sínum en kúnum og jafnvel hestunum. Að vera fjár- maður var kjami þess að búa í sveit og að vera fjárglöggur var mikils metinn hæfileiki. Sumir aðkomumenn til Reykjavíkur reyndu að halda áfram að eiga nokkrar kindur og um það segir Eggert Þór: „Mörgum innflytjendum úr sveit fannst sjálfsagt að halda áfram dálítilli búsýslu eftir að þeir fluttust til bæjarins. Hægast var að eiga við fjárbúskap því ekki þurfti að hafa jafn- mikið fyrir honum og ýmsum öðrum búrekstri. íslendingar virtust góða stunda að átta sig al- mennilega á því að meirihluti þjóðarinnar bjó ekki lengur í sveit...Sumir gamlir sveitamenn söknuðu samvista við sauðkindina þegar þeir hurfu á mölina og gátu vart hugsað sér tilver- NOKKRAR Reykjavíkurmeyjar í saumaklúbb á stríðsárunum. Þá var stundum spurt hvers vegna „ísle laginu í voða með því að fara út fyrir sinn „áskapaða verkahring." Myndatextar NÝ KVENÞJÓÐ, 30 árum síðar. Rauðsokkur í kvennabaráttunni 1970. Talið frá vinstri: Silja Aðal- steinsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og María Jóna Gunnarsdóttir. FJÁRHAGSRÁÐ hvatti til þess með reglum 1950 að fólk byggði hús sín sem mest sjálft ásamt skylduliði sínu. Sú venja hélst síðan í áratugi og var manndómsvígsla hjá hverjum ungum heimilis- föður að byggja annaðhvort frá grunni, eða kaupa fokhelt og hella sér í múrverk og margskonar iðnaðarvinnu þótt menn hefðu aldrei nærri slíku komið áður. SEGULLINN MIKLI / 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 1999 d

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.