Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 12
LISTAMANNASKÁLINN í Kirkjustræti var lengi eini stóri sýningarsalurinn. Þar voru haldnar frægar sýningar, t.d. sýning Kjarvals 1945 þegar allt seldist á nokkrum mínútum. Þar hittust andans stórmenni og á myndinni má sjá Þórberg og Halldór Kiljan Laxness heilsast, en næstur þeim situr Jóhannes úr Kötlum. MENN koma og fara en lengst af á tfmabilinu 1940-1990 hefur Mokkakaffi verið athvarf lista- manna og hugsuða. Bóhemar og listamenn voru þar margir fastagestir og hægt að ganga þar að mönnum vísum. Á myndinni sem líklega er frá sjöunda áratugnum eru talið frá vinstri: Jón Laxdal Halldórsson leikari, Elías Mar skáld, Kristinn Gestsson, Sturla Tryggvason hljóðfæra- leikari og Dagur Sigurðarson skáld. er í frásögn Emils Bjömssonai-, síðar prests og fréttastjóra, af húsnæði því sem hann og fjöl- skylda hans, nýflutt til bæjarins, urðu að gera sér að góðu: „Þetta var einlyftur, járnvarinn timburkofi, svolítill þakhalli beggja vegna og enginn leki. Lengdin var 6 metrar með götu og breiddin þrír. Alls 18 fermetra vistarvera með tveimur smáherbergjum og eldhúsnefnu. Þetta var svo sem gott og blessað. En útgangurinn innan- húss var engu líkur. Ut vfir tók þó gólfmunstr- ið. Þarna virtist hafa verið safnað saman sýnis- hornum allra tegunda af gólfdúk, sem flust höfðu til landsins á þessari öld og hinni síðustu, og dúkpjötlurnar og bætumar voru negldar og límdar hver ofan á aðra jafn óreglulega og unnt var að upphugsa, líkast abstraktmálverki. Það var synd íaðra röndina að eyðileggja þetta „listaverk“ einbúans, sem þarna hafði haldið til.“ Fátækrahverfi eins og sjá má í sumum stór- borgum hafa sem betur fer aldrei verið til í Reykjavík. Vísir að slíku var þó ef til vill til í Pólunum, í braggahverfunum þar sem þúsund- ir manna bjuggu á árabilinu 1947-’57, og jafn- vel í Höfðaborginni þar sem lokið var við 48 íbúðir um jólaleytið 1941 og þar bjuggu nálega 600 manns. Fyrstu varanlegu íbúaðarblokkim- ar risu hinsvegar 1942 við Hringbraut; vönduð hús sem enn standa vel fyrir sínu. Um 1950 hvatti Fjárhagsráð til þess að fólk byggði hús sín sem mest sjálft ásamt skylduliði sínu. Þarmeð upphófst það sem síðan var lengi við lýði, að hver einasti heimilisfaðir varð að minnsta kosti einu sinni að ganga í gegnum þá eldraun að byggja þó hann hefði aldrei komið nálægt slíku. I bæjarstjórninni stuðlaði Sjálf- stæðisflokkurinn að þesskonar einkaframtaki en sósíalistar voru á móti því. Þessi munur kemur vel fram í orðum Gunnars Thoroddsen sem þá var borgarstjóri og sagði: „Það er glöggt hver er stefnumunur okkar sjálfstæðismanna og kommúnista í húsnæðis- málunum...Við viljum stuðla að því að fólkið geti búið ííbúðum, sem það á sjálft. Kommún- istar vilja að allir búi í leiguíbúðum og helst á bærinn sjálfur að vera leigusalinn..." Vinnukonur með drauma og þrór Það hét að ráða sig í vist og fyrr á öldinni var álitlegur hópur í þessari starfsgrein. Þær vora vinnukonur á heimilum; áttu að þrífa og vinna önnur heimilisstörf. í Sögu Reykjavíkur hefur Eggert Þór ekki gleymt þessum hópi sem var víst aldrei hátt skrifaður og er nú horfínn. I bókinni segir svo: „Dagur í lífí vinnukonu gat verið lýjandi. Fjölskyldur leigðu ekki ákveðið vinnumagn þegar vinnustúlkan var annars vegar heldur alla manneskjuna, og tilfinningin sem fylgdi því að lifa í nánu sambandi við fjölskyldu án þess að tilheyra henni gat verið þrúgandi. Flestar vinnukonur vora þéraðar, ýmist af gömlum vana eða til þess að gefa rækilega til kynna að þær væra ekki hiuti af fjölskyldunni. Vinnustúlkurnar vora þó misheppnar með hús- bændur. Þær sem áttu láni að fagna borðuðu með fjölskyldunni, voru þúaðar og taldar til heimilisfólksins. Stundum myndaðist ævarandi vinátta milli vinnukvenna og húsmæðra. Þær sem bjuggu við verri kost voru látnar borða einar frammi í eldhúsi og stundum það sem af- gangs var...“ Mig (langar) mest til þess að komast í verksmiðju", sagði ein vinnustúlkan haustið 1940, „þar er ákveðinn vinnutími. Þá gæti ég átt mitt eigið herbergi og kannski eignast húsgögn í það og þannig eignast heim- ili fyrir mig.“ Vinnustúlkumar áttu sína drauma og þrár og vildu láta óskirnar rætast." A stríðsáranum breyttist aðstaða vinnu- kvenna eins og margt annað og um miðja öld- ina var talað um vinnukonueklu í Reykjavík: „Undir lok stríðsins var svo komið að ungar stúlkur í Reykjvík litu vart við starfi inni á heimilum annarra, jafnvel þó í boði væri gull og grænir skógar, rúmgott herbergi, hátt kaup, fastákveðin frí og leyfi til að hafa kærastann hjá sér.“ „Andi hins nýjn tíma" Skemmtanalífið hefur verið með sínu lagi í Reykjavík allt frá því Jörundur hundadaga- konungur hélt dansiballið fræga, en tekið breytingum eftir tízku og tíðaranda. Hótel Borg hefur gegnt merkilegu hlutverki síðan 1930 og í Sögu Reykjavíkur er jafnframt getið um dansstaðinn Hótel Heklu við Lækjartorg, sem dátar nefndu stundum „honky tonk place“, en dansað var einnig í Listamannaskálanum við Kirkjustræti, í Iðnó, Ingólfscafé, Oddfell- owhúsinu og Gúttó (Góðtemplarahúsinu). Sjálf- stæðishúsið við Austurvöll kom svo til sögunn- ar 1946 og litlu síðar Þórscafé, Breiðfirðinga- búð og Röðull. Einn vinsælasti dansstaðurinn, segir í bókinni, var um svipað leyti í húsakynn- um Mjólkurstöðvarinnar ofarlega við Lauga- veg. En sá skemmtistaður sem hvað mest (og misjafnast) orð fór af á sjötta tugnum var Vetrargarðurinn í Tívolí í Vatnsmýrinni. En skemmtistaðir koma og fara og eftir 1960 var Glaumbær við Fríkirkjuveg í aðalhlutverki. Um skemmtanalíf sjöunda áratugarins segir Eggert Þór svo: „Árið 1965 vora alls ellefu almenn vínveit- ingahús í Reykjavík sem rúmuðu nærri 3.600 gesti. Aðsóknin var langmest um helgar eins og löngum fyrr... Fram undir 1970 gerðu skemmtistaðir í Reykjavík yfirleitt mjög ákveðnar kröfur um klæðnað og snyrti- mennsku gesta. Helst áttu þeir að vera prúð- búnir, piltar t.d. í dökkum jakkafötum, hvítri skyrtu, með bindi og í „spariskóm“, vel snyrtir og skegglausir. Stúlkur áttu einnig að vera í sínu fínasta „taui“, helst í sérstökum „ballkjól- um“. Fatatíska þeirra var þó breytilegri en piltanna og tillit var tekið til þess þegar hleypt var inn á dansstaðina..." „Verulegar breytingar fóra ekki að sjást í þessum efnum fyrr en um miðjan sjöunda ára- tuginn þegar tók að bera nokkuð á nýjum lífs- viðhorfum meðal ungs fólks í Reykjavík. í fyrstu varð þeirra aðallega vart á dansstöðum borgarinnar...“ „Menning æskunnar", sem hin- ir fullorðnu áttu takmarkaðan aðgang að, var byrjuð að láta á sér kræla og unga fólkið fór að krefjast þess að á það væri hlýtt...“ „Hylli Glaumbæjar helgaðist ekki síst af því að þar var reynt að nálgast breyttan smekk unga fólksins. Glaumbær varð að eins konar miðstöð þess ört stækkandi hóps sem aðhyllt- ist frjálslegan klæðnað og vinsæla popptónlist. Dyraverðir litu framhjá breytilegri hársídd gestanna, sinntu ekki bindisskyldunni og leyfð- ur var frjálslegri klæðnaðaur en á öðram skemmtistöðum borgarinnar, t.d. þótti það ekkert tiltökumál í Glaumbæ að stúlkur klædd- ust síðbuxum eða piltar peysum...“ „Um 1970 naut Glaumbær enn mikilla vin- sælda meðal unga fólksins og því urðu margir fyrir áfalli þegar hann brann í byrjun desem- ber 1971. „Fastagestir" vissu vart hvað þeir áttu af sér að gera þegar Glaumbær var allur. Þeir voru í sárum og stúlkur og piltar vítt um borgina grétu söltum tárum yfir örlögum þessa „annars heimilis" síns.“ Skáldin og bókmenntirnar, myndlistin og tón- listarlífið í Reykjavík á þessu hálfrar aldai' tíma- bili væra út af fyrir sig efni í margar bækur. Það er mikið vandaverk að standa frammi fyrir því að sigta út allt það mikilverðasta og koma því fyrir á síðustu 100 blaðsíðum verksins. Fljótt á litið virðist það hafa tekizt vel, en þegar farið er að nefna nöfn eins og vitaskuld verður að gera, þá er höfundinum vandi á höndum. Alltaf verða einhverjir settir út í kuldann vegna þess að þeir eru ekki taldir með. Af einhverjum ástæðum hefur Sverrir Haraldsson dottið upp- fyrir og var hann þó bæði áberandi og dáður listamaður í borginni um aldarfjórðungs skeið. Af öðram myndlistarmönnum í Reykjavík sem eingöngu unnu við list sína og ekki er getið um í bókinni má nefna brautryðjandann í abstrakt- málverki, Finn Jónsson, Ásgeir Bjarnþórsson, Jóhannes Geh, Gunnlaug Blöndal og Einar Jónsson frá Galtafelli. Það er hinsvegar vel við- eigandi að skreyta fyrstu opnu síðara bindisins með stórfenglegri ljósmynd af Jóhannesi Kjar- val í vinnustöfu sinni, svo hátt sem hann gnæfir í list sinni á þessu tímabili. SIGRÚN GÍSLADÓTTIR HULDU- KVÆÐI Það vorar í huliðsheimi, og huldumeyjar með bjarta brá barmaþrungnar af ástarþrá vilja eiga alla þá á heiði há, - er hætta á að vera þar á sveimi, - sveina í hulduheimi. Á heiði leynist hætta mörg, huldudrósum fylgja í björg halir af holdi og blóði. „Heyrðu vinurinn góði, nú bar vel í veiði þú villtist upp’ á heiði.“ Bergið opnast ofurhljótt. Uti dimmir, nálgast nótt, tóna má heillandi heyra. Hvíslar hún blítt í eyra: „Ljúfur láttu vel að mér, losta- ég kveiki bál í þér. “ Til einnar rekkju ganga rjóð riddari mennskur og álfafljóð, huldumeyja full af frygð og fríður sveinn úr mannabyggð. „Þérgefst ég því ég gh'nist þig, góður vertu nú viðmig.“ Við skulurn ekki hafa hátt, horfinn er dagur, komin nátt. Hvað elskendur ungir hafast að aðra varðar ei um það. I berginu ríldr sæla og sátt, sindra stjörnur um loftið blátt. Yngissveinar halda heim, er huldumeyjar sleppa þeim, en unaðsstundir allar gcyma og aldrei gleyma, - aldrei að eilífu gleyma. Höfundurinn er listmálari og kennari í Re/kjavík, VIRGINIA HAMILTON ADAIR ÆSKA HELGA K. EINARSDÓTTIR ÞÝDDI Á baugfíngi'i hef ég hring með sjö litlum demöntum og tveim til, örlítið stærri. Ég er ástfangin af að minnsta kosti tveim mönnum líka trompeti Louis Armstrong Ijóðum námi, helgisiðum, skautahlaupi í fímm gráða frosti, kampavíni í háum glösum dansi, vötnunum í Wisconsin og skógunum ástfangin af næstum öllu. Þó vofír háski yfír: Brúðkaup í júní; en það eru tíu mánuðir þangað til óratími endalaus. Úr Ijóðabókinni Maurar á melónunni, sem út kom 1996 í Bandaríkjunum og vakti at- hygli. Höfundurinn var þá 83 ára og þetta var fyrsta bók hennar, en Ijóð hafði hún ort alla ævina. Þýðandinn er bókasafnsfræð- ingur. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.