Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 16
 EÐLI KVENNA I RITUM HEIMSPEKINGA - SIÐARI HLUTI EFTIR SIGRÍÐI ÞORGEIRSDÓTTUR - Þótt niðurstöður greininga heimspekilegra rannsókna ó tilfinningum hafi grafið und- an tvíhyggju skynsemi og til- finninga, hafa klisjur þess- ara kenninga reynst lífseig- ar, og þær ganga iðulega aftur, eins og hugmyndir Gunnars Dal um hið kven- lega innsæi bera með sér. s Aður en skoðunum Gunnars Dal um eðli kvenna verður nánar lýst, er rétt að velta upp þeirri spumingu hvort tU sé eitthvað sem við getum sagt að sé eðli karla og kvenna eða bara eðli manns- ins yfirleitt. í þessu sam- hengi merkir „eðli“ tUtekna eiginleika kynj- anna sem eiga að vera þeim „eiginlegir“ og „náttúrulegir". Erw tilfinningor og skynsemi andstæðor? Fyrir það fyrsta ber að geta þess að tví- hyggjan sem eðlishyggja kynferðissldlgrein- inga byggir á fær ekki lengur við rök að styðj- ast í fræðunum. Heimspeki og vísindi 20. aldar samþykkja ekki lengur sundurgreiningu skyn- semi og tilfinninga annars vegar, og líkama og sálar hins vegar, með sama hætti og heim- spekihefðin gerði í meir en 2000 ár. Skynsemi og tilfinningar eru ekki lengur taldar jafn and- stæðukenndar og áður, eins og svokallaðar vitsmunakenningar um tilfinningar sýna fram á. Samkvæmt þessum kenningum er meira vit í tilfinningum, en við höldum, og skynsemi til- finningaþrungnari en oft er talið þar sem til- finningar eða geðshræringar (andstætt einber- um kenndum) eru ætlandi, hafa vitsmunalegt inntak og eru yrðanlegar. En þótt niðurstöður greininga heimspeki- legra rannsókna á tilfinningum hafi grafið undan tvíhyggju skynsemi og tilfinninga, hafa klisjur þessara kenninga reynst lífseigar, og þær ganga iðulega aftur, eins og hugmyndir Gunnars um hið kvenlega innsæi bera með sér. Ef tvíhyggja skynsemi og tilfinninga er ekki á rökum reist, hvemig er þá ástatt um hina hefðbundnu skörpu aðgreiningu sálar og líkama, sem hinar fornu og gömlu kenningar um kynjamismun byggja á? Niðurstöður _ rannsókna heimspekilegrar mannfræði og fyrirbærafræði líkama, líkamleika og líkam- legrar skynjunar á 20. öld hafa reynst drýgst- ar innan heimspekinnar í afbyggingu aðgrein- ingar sálar og líka. Sú aðgreining er aftur á móti oftast rakin til sundurgreiningar Deseartes á hinu hugsandi sjálfi og líkama. Eru fil karleðli eða kveneðli? En þótt við höfnum tvíhyggjukenningum um sál og líkama, skynsemi og tilfinningar, erum við þar með ekki búin að grafa undan eðlis- hyggjukenningum. Segir „heilbrigð skynsemi" okkur ekki að maðurinn hljóti að hafa eitthvert eðli? Hvers vegna er yfirleitt þörf á að grafa undan eðlishyggju? Hvað er slæmt við skil- greiningar á eðlislægu kynferði? Maðurinn hlýtur að hafa eðli, og konur og karlar sitt sér- eðli? Vissulega má til sanns vegar færa að ým- islegt er líkt með öllum mönnum og fráleitt að ætla að allt manneðli sé alfarið afurð félags- mótunar. Það er líka eitt og annað sem konur eiga sameiginlega og karlar líka. En hvar á að draga mörk mannlegs eðlis? Hvaða eiginleika viljum við skilgreina sem eðli mannsins, kar- leðli eða kveneðli? Flestar eðlishyggjukenning- ar standast ekki nánari skoðun því kenning sem kveður á um hvað er sameiginlegt með öll- um mönnum, öllum konum, öllum körlum reyn- ist röng ef hún á ekki við alla menn, allar kon- ur, alla karla. AUflestar konur frá kynþroskaaldri til tíða- hvarfa hafa á klæðum, eins og Gunnar Dal gengur út frá í sinni eðlishyggju. Það verður samt að hafa hugfast að reynsla kvenna af lík- amlegu fyrirbæri eins og blæðingum er ólík eftir menningarástandi og sögulegum tíma. P>ví er ógerlegt að alhæfa að sú reynsla geti veitt öllum konum og alls staðar tiltekna frumspekilega innsýn í grundvallarlögmál lífsins og náttúrunnar, eins og Gunnar heldur fram. Vissulega er þar með ekki verið að segja að reynsla af kyni og líkama geti ekki gert okkur næmari á lífið og stöðu okkar í heimi náttúrunnar. Líkamsskynjun tengir okkur flæði lífsins og náttúrunnar. Líkamleg reynsla, eins og t.d. öldrunarferlið, getur gert okkur meðvituð um endanleika og dauðleika okkar í efnisheiminum, á sama hátt og reynsla af fæðingu barns getur veitt hlutdeild í sköp- unarkrafti lífsins. Ef á hins vegar að alhæfa um séreðli kyns út frá vissri líkamlegri reynslu verðum við að spyrja okkur hver sé mælikvarðinn á eðlislæga eiginleika? Margir djúptækir eiginleikar sem okkur hættir til að telja eðlislæga eru að stærstum hluta menn- ingar- og sögulega skilyrtir. Og ef við höldum okkur frá menningarlegri og samfélagslegri mótun eiginleika þá eru aðeins fáeinir frum- eiginleikar eða grundvallareðlisþættir eftir, eins og t.d. sú staðreynd að fullnæging ákveð- inna frumþarfa virðist manninum eðlislæg. Slíkar skilgreiningar á frumþáttum mannlegs eðlis segja okkur afskaplega lítið um manninn og það er kunnara en frá þurfi að segja að það er ógerlegt að draga ályktanir um hvernig manninum beri að vera út frá slíkum frumeig- inleikum. Hvað er varasami við skilgreiningar á eðli? Niðurstaða mín er því sú að eðlisskilgrein- ingar séu ekki brúklegar kategóríur eða „kví- ar“ til að leiða af siðferðislegar ályktanir um hvemig konur eru, eða þekkingarfræðilegar ályktanir um hvernig konur hugsi öðruvísi en karlar. Reyndar efast fæstir um að svo kunni að vera. Það reynist einungis vandkvæðum bundið að alhæfa eitthvað um hvemig allar konur breyti í siðferðilegu tilliti eða séu öðru- vísi en karlar vitsmunalega séð. Það felur enn- fremur í sér að til sé einhver skilgreinanlegur hugsunarháttur allra karla. Kenningar um eðli mannsins eru þar að auki gallagripir ef þeim er beitt í þeim tilgangi að njörva manneðlið niður. Með því að lýsa eðlisbundnum frumeiginleik- um mannsins er manninum lýst eins og hann er og þar með er boðað hvemig maðurinn á að vera. Það er vandmeðfarið hvaða eiginleikar era taldir eðlislægir og hverjir ekki því þá er ákvarðað hvað telst eðlilegt og hvað telst óeðli- legt. Ef kona er ekki prýdd æskilegum dygð- um, er hún ekki „góð kona“ eins og Bjöm í Sauðlauksdal sagði. Þetta eru grundvallarmis- tök allra eðlishyggjukenninga, allt frá Aristótelesi til Gunnars Dal: Þar era forskriftir um hegðun og hlutverk leiddar af hinu líffræði- lega og samfélagslega eðli kvenna. En lítum nú á kenningu Gunnars til að sjá þetta samband eðlislýsingar og forskriftar. Gunnar Dal: Frá skynsemishyggju til andskynsemishyggju I kenningu Gunnars um eðli kvenna er hinni hefðbundnu tvíhyggju um kynin viðhaldið, en henni snúið við. Gunnar fullyrðir aftan á bókar- kápu að goðsagnir um kynin frá öllum tímum hafi verið skrifaðar af körlum til að viðhalda kynjamisskiptingu og veldi karla. Það er rétt, en með sinni bók býður Gunnar sjálfur upp á enn eina goðsögnina um eðli og hlutverk kvenna. Andstætt goðsögnum fyrri tíma vill hann hefja kveneðlið til vegs og virðingar á kostnað karleðlisins. Hið kvenlega (tilfinning- ar, líkamleiki kvenna sem gerir þær að mati hans og hefðarinnar nátengdari náttúrunni) er ekki hið ómerka, lítilsgilda (eins og það hefur verið í þeirri hefð sem hér hefur verið lýst), heldur hið merka. Og konur eru eitthvað alveg spes fyrir vikið. Gunnar Dal vill leiða ungar EDVARD MUNCH: Stúlkan og hjartað, trérista. Það er ekki nóg með að konan sé þjónn lífsins, heldur stjórnar náttúran henni og umbunar eða refsar. Vei henni ef hún svíkur líkamann og kveneðlið með því að lúta ekki valdi þeirra. f16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 1. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.