Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 20
KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR LEIKUR FJÖGUR VERK EFTIR JÓN LEIFS Á AFAAÆLISTÓNLEIKUM TVÖ VERK SEM ALDREI HAFA HEYRST ÁÐUR Morgunblaðið/Golli EINSÖNGVARARNIR á æfingu. í aftari röð standa Guðjón Óskarsson, Claudio Rizzi, sem aðstoðað hefur við æfingar, Rut Ingólfsdóttir, listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykja- víkur, Jóhann Smári Sævarsson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Bergþór Pálsson. í fremri röð eru Finnur Bjarnason, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Einar Clausen og Jóhanna Þórhallsdótt- ir. Fyrir framan þau situr stjórnandinn Johann Arnell. Níundi einsöngvarinn, sem ekki er með á myndinni, er Þórunn Guðmundsdóttir. Framlag Kammersveitar Reykjavíkur til hundrað ára afmælishátíðar Jóns Leifs eru tónleikar í Þjóð- leikhúsinu kl. 14 í dag, þar sem flutt verða fjögur verka tónskáldsins fyrir einsöngvara og hljómsveit. MARGRÉT SVEINBJÖRNS- DÓTTIR kynnti sér efnis- skrána og heyrði hljóðið í Rut Ingólfsdóttur og ? Jóhönnu Þórhallsdóttur á lokaspretti æfinga. TÓNLEIKARNIR eru jafnframt lokahnykkurinn á afmælisdagskrá Kammersveitar Reykjavíkur, en sveitin fagnar í ár 25 ára aftnæli. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveit- arinnar, segir þessa tónleika stærsta verkefnið sem sveitin hef- ur ráðist í hingað til. Aðgangur að tónleikunum í Þjóðleikhúsinu er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. A efnisskránni eru fjögur verk eftir Jón Leifs og hefur aðeins eitt þeirra, Nótt op. 59 fyrir tenór og baritón og litla hljómsveit, verið flutt hér á landi áður en það var á minningar- tónleikum um tónskáldið 1969. Annað verk, Guðrúnarkviða op. 22 fyrir mezzósópran, ten- ór, bassa og hljómsveit, var frumflutt í Ósló 1948, en hin verkin tvö hafa aldrei heyrst áður og verða því frumflutt nú. Þetta eru Helga kviða Hundingsbana op. 61 fyrir alt, bassa og litla hljómsveit og Grógaldr op. 62 fyrir alt, tenór og hljómsveit. Um hlutverk hljómsveitarinnar segir Rut að í öllum verkunum sé undirleikur hennar notaður til þess að undirstrika laglínuna og vera stuðningur og nokkurs konar leiktjöld bak við textann. Níu einsöngvarar taka þátt í flutningnum; þau Bergþór Pálsson, Einar Clausen, Finnur Bjarnason, Guðbjörn Guð- björnsson, Guðjón Óskarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Jó- hanna Þórhallsdóttir og Þórunn Guðmunds- dóttir. Stjómandi er sænski hljómsveitarstjórinn Johann Arnell, en hann hefur verið fastráðinn við Deutsche Oper í Berlín síðan 1980 og var áður m.a. aðstoðarmaður Herberts von Karaj- an. „Ég er mjög ánægð með stjómandann," segir Rut Ingólfsdóttir, ,;hann er alvanur að vinna með söngvurum.“ I sama streng tekur Jóhanna Þórhallsdóttir. „Það er ofsalega gam- an að fá tækifæri til að vinna með þessum stjórnanda, sem skilur svo greinilega söngvar- ana og veit nákvæmlega hvað við erum að ganga í gegnum. Hann styrkir mann svo vel,“ segir hún. Innblástur úr Eddukvseðum Islensk fornkvæði og fornsögur skipuðu stóran sess í huga Jóns Leifs. Margoft sótti hann innblástur í Eddukvæði, allt frá því hann samdi fyrstu sönglög sín árið 1924, Þrjú erindi úr Hávamálum, þar til hann lá banaleguna, Edda III - Ragnarökr. Sjálfur leit hann á verk sín sem viðleitni til þess að endurreisa hug- myndaheim fornbókmenntanna í tónum. Meðal þeirra verka Jóns sem byggð era á Eddukvæð- um era þrjú verk fyrir einsöngvara og hljóm- sveit, Guðrúnarkviða, Helga kviða Hundings- bana og Grógaldr, sem öll verða flutt á tónleik- unum í dag. Fjórða verkið sem þar verður flutt, Nótt, samdi Jón við texta skáldsins Þor- steins Erlingssonar, en það er eina verk Jóns Leifs fyrir einsöngvara og hljómsveit sem ekki er samið við texta úr Eddukvæðum. Elsta verkið á efnisskránni er Guðrúnar- kviða, en Jón hóf smíði hennar daginn sem Þjóðverjar réðust inn í Noreg og Danmörku og lauk verkinu rúmum mánuði síðar, 17. maí 1940. „Eftir að síðari heimsstyrjöldin hófst tók mjög að halla undan fæti fyrir Jóni og fjöl- skyldu hans í Þriðja ríkinu. Tónsmíðar Jóns vora æ sjaldnar fluttar á tónleikum, og hlutu þá yfirleitt slæmar viðtökur. Á þessum árum hafði Jón af því miklar áhyggjur að nasistar hygðust hertaka ísland, og fylgdist óttasleginn með framgangi nasismans á Norðurlöndum,“ ritar Árni Heimir Ingólfsson, doktorsnemi í tónvísindum, í ítarlegri grein í tónleikaskrá. í formála sínum að Guðrúnarkviðu segir Jón m.a.: „I tvo áratugi hafði ég gengið með þann ásetning í huganum að semja tónsmíð við Guð- rúnarkviðu, en sú áætlun hlaut ekki útrás fyi’r en sá atburður gerðist, sem hlaut að verða oss íslendingum þungbær og má segja að tónsmíð- in hafí verið rituð eins og til að hylla hinn óþekkta norska hermann." Nær hólf starfseewin milli Gudrúnarkviðu og hinna verkanna Þórunn Guðmundsdóttir mezzósópran syngur hlutverk Guðrúnar í Guðrúnarkviðu og sögu- menn era þeir Guðbjöm Guðbjömsson og Guð- jón Oskarsson. Guðrúnarkviða hefur aðeins ver- ið flutt einu sinni áður, á tónleikum Fflharmón- íuhljómsveitarinnar í Osló 29. september 1948. Nærri því hálf starfsævi Jóns skilur að Guð- rúnarkviðu og hin verkin á efnisskrá tónleik- anna. Um miðjan sjöunda áratuginn, þegar hann var að ljúka við Eddu II - Líf guðanna, sneri Jón sér aftur að smíði verka fyrir ein- söngvara og hljómsveit. Árni Heimir skrifar í fyrmefndri grein að í nokkrum verkanna frá þessu síðasta tímabili í tónskáldskap Jóns virð- ist hann vera að leita að nýjum leiðum til að endurnýja stflinn og brjótast úr viðjum vanans. Þannig skipi t.d. Nótt op. 59 að mörgu leyti al- gjöra sérstöðu meðal verka hans. „Nótt hefur miklu blíðari og mildari blæ en hin verkin. Reyndar er mikil sorg og mikill tregi í harm- kvæðunum, bæði Guðrúnai’ í Guðrúnarkviðu og Sigrúnar í Helgakviðu, sem mér finnst Jóni takast mjög vel að koma til skila, þessum kyrr- láta trega. Þeirra sorg er ekki í neinum átök- um, heldur þessari yfirvegun sem er líka þekkt í grísku harmleikjunum,“ segir Rut. Nótt hefur aðeins verið flutt einu sinni áður, á minningartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í maí 1969. Á tónleikunum nú syngja ein- söng í Nótt þeir Einar Clausen og Bergþór Pálsson. Með Helga kviðu Hundingsbana, sem hann hóf að semja í Helsinki haustið 1964, sneri Jón sér aftur að skáldskap Eddukvæða en erindin eru tekin úr Völsungakviðu inni fornu, sem segir frá ástum Helga Hjörvarðssonar og Sig- rúnar valkyiju. Hlutverk Helga syngur Jó- hann Smári Sævarsson og Guðrún Edda Gunn- arsdóttir fer með hlutverk Sigrúnar. Er í raun og veru ósyngjandi Næsta verk Jóns og það síðasta á efnisskrá tónleikanna, Grógaldr, sem hann samdi árið 1965, er mun viðameira en Helga kviða Hund- ingsbana. Kvæðið lýsir því þegar Svipdagur kemur að leiði Gróu móður sinnar. Hann biður hana að gala sér galdra sér til heilla, þar sem stjúpa hans hafí mælt svo um að hann megi ekki fínna ró fyrr en hann fmni fyrirheitna unnustu sína. Gróa galar honum þá níu galdra eða heil- ræði, til að verja hann gegn hættum. Eins og í kvæðinu er Gróa í aðalhlutverki í tónsmíð Jóns og eftir að hún hefur galdraþuluna er tenór- röddin aðeins notuð til að gefa einstökum orðum í ræðu Gróu aukna áherslu eða nýjan lit. Finnur Bjarnason syngur hlutverk Svipdags og Jó- hanna Þórhallsdóttir fer með hlutverk móður- innar Gróu, sem Rut segir það viðamesta og vandasamasta af öllum einsöngshlutverkunum á tónleikunum, þó að öll séu hlutverkin raunar ögran fyrir söngvarana. Hún segir líka að sér fínnist Grógaldur svolítið annars kyns en hin verkin, því þar sé stærsta hljómsveitin og það hafi yfír sér svolítið annan og harðari blæ. „Þetta er mikið gól og mjög átakamiklir galdrar," segir Jóhanna um hlutverk sitt í Grógaldri, sem hún stökk inn í með aðeins eins mánaðar fyrirvara. „Það era gífurleg átök að takast á við þetta naut, hann Jón Leifs," segir hún og hlær. „Laglínan stekkur upp og niður og er í raun og veru ósyngjandi. Samt er það svo skrýtið að þegar maður kemst lengra þá fer þetta að verða alveg ofsalega skemmtilegt,“ heldur hún áfram. „Þetta era geggjuð tónbil, maður stekkur niður stækkaðar ferundir og upp í litlar níundir, stórar sjöundir og ég veit ekki hvað og hvað. Svo virkar þetta allt svo einfalt þegar hljómsveitin er komin með. En ef maður er ekki alveg hundrað prósent öruggur getur allt klikkað. Þannig að maður tekur bara sénsinn - annaðhvort gengur þetta eða þá bara alls ekki,“ segir Jóhanna. AF forsíðu vefjarins um Jón Leifs sem opnaður verður í dag. JÓN LEIFS Á NÝJUM vef um Jón Leifs, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun opna í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 11, er að finna mikinn fróðleik um verk og ævi tón- skáldsins í texta, tali og tónum. Vefurinn er unninn í samvinnu tónlistardeildar Rík- isútvarpsins og íslenskrar tónverkamið- stöðvar. Auk þess leggja fjölmargir aðrir til efni, bæði sérfræðingar í tónlist Jóns Leifs og stofnanir sem geyma fróðleik tengdan honum og verkum hans. Slóðin er http://www.jonleifs.is. „Þarna er safnað saman alls konar efni; sem dæmi má nefna nýjar greinar sem eru skrifaðar sérstaklega af þessu tilefni og Á NETINU eldri greinar eftir fræðimenn sem hafa verið að rannsaka verk Jóns. Þá eru brot úr viðtölum við Jón Leifs úr safni Ríkisút- varpsins og tilþrifamikill upplestur hans á fornum textum, sem hann notaði mikið í verkum sínum. Svo eru þarna tóndæmi úr nokkrum verkum, nótur, sýnishorn af bréfum, Ijósmyndir, myndskeið úr kvik- myndinni Tár úr steini og skrá yfír verk og upptökur. Heyra má upptökur Jóns á þjóðlagasöng fslendinga frá þriðja ára- tugnum, sem nýlega voru afritaðar á Hljóðritasafninu í Berlín og einnig verður birtur kafli úr íslenskri þýðingu ævisögu Jóns Leifs eftir Carl-Gunnar Ahlen, en hún kemur út hjá Máli og menningu síðar á árinu,“ segir Sigríður Stephensen, dag- skrárgerðarmaður á Rikisútvarpinu, einn þriggja ritstjórnarmanna vefjarins um Jón Leifs. Með henni að verkefninu starfa þær Bergþóra Jónsdóttir, útgáfustjóri hjá Is- lenskri tónverkainiðstöð, og Anna Melsteð vefstjóri. < 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.