Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORCUNBLAÐSEVS - \IL\NII\G LISTIR 16. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Orkustöðin ísland Utanríkisviðskipti og endurtekningar sögunnar. í þessari grein eftir Ásgeir Jónsson er brugðið ljósi á eitt og annað sem kemur á óvart, t.d. að alþjóðaviðskipti voru mjög frjáls í upphafi aldarinnar og fram til 1914. Með alþjóða- samvinnu eins og tíðkaðist þá, telur Ás- geir að hægt hefði verið að afstýra krepp- unni miklu, sem breiddist út frá Banda- ríkjunum, m.a. vegna þess að fólk missti trú á frjálsa verslun. er undir fótum okkar í þessu merkilega landi, en það sem hér um ræðir er þó ekki úttekt á þeiri orku, heldur kynning á góðri hugmynd sem Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður hefur fengið. Hann hefur gert tillögu að risastóru líkani af því sem fram fer á sprungusvæðunum frá Reykjanesi norðaustur í Langjökul. Sýn- ingargesturinn gæti gengið inn í sýndar- veruleika og virt fyrir sér hvernig hraun- kvika og jarðhiti hafa áhrif á vatn. Þetta yrði einn helzti ferðamannasegull landsins og Sigurjón sér fyrir sér að nýta mætti Perluna fyrir þessa metnaðarfullu sýn- ingu. Gísli Sigurðsson hefur kynnt sér hugmyndina. Að halda til haga Við höldum til haga svo úr verði saga, segir Andrés Erlingsson skjalavörður í grein sinni um Borgarskjalasafn Reykja- vikur á tímamótum. Þau eru fólgin í því að safnið flyst nú í nýtt húsnæði í Tryggva- götu 15 og þar verða að auki Ljósmynda- safn Reykjavíkur og aðalstöðvar Borgar- bókasfnsins. Arthúr konungur og Arthúrssagnir í ótal myndum eru um- fjöllunarefni Baldurs Hafstað í grein hans. Þar riQar hann upp sagnir af þessum fornfræga konungi Breta og kemur víða við; í bókmenntum, sögu, myndlist, kvik- myndum og tónlist. Tilefni upprifjunarinn- ar er flutningur Kammerkórs Kópavogs, Barokksveitar Kópavogs og einsöngvara á ævintýraóperu Henry Purcells um Arthúr konung í Salnum annað kvöld. TÓMAS GUÐMUNDSSON MORGUNN VIÐ AFRÍKUSTRÖND í dag er eins og sólin sinni því einu að seiða fram ástljóð til vorsins í hjarta mínu, og það er eins og veröldin nenni ekki neinu nema því, sem hún aðhefst að gamni sínu. Þvíkornung ský fara í skemmtiferðir með blænum og skipin sigla um höfin í meiningarleysi og ströndin speglar borgir sínar í sænum. Þar sindra í musterisdýrð hin jarðnesku hreysi. Og loksins upp af landafræðinni minni, sem églas í bernsku en trúði ekki fyrr en núna, rísa þau, Atlasfjöllin, í forneskju sinni. Og falleg, skínandi þorp upp til hæstu brúna, gJóa sem leikfóng, er saklaus börn lrafa borið við barm sinn einn fagran dag út í sólina og vorið. FORSÍÐUMYNDIN er af forsal hins nýja listasafns, Museum of Modern Art í San Fransisco: Arkitekt hússins er ítalskur, Mario Botta. Ný listasöfn leggja áherzlu á að forsalir séu sem tilkomumestir. Þeir eru ekki hugsaðir sem sýningarrými, heldur til að laða að gesti. Tómas Guðmundsson, 1901-1983, fæddist ó Efri-Brú í Grímsnesi en fluttist ungur til Reykja- víkur þar sem hann lagði stund ó lögfræði og varð fyrstur aðkomuskólda til þess að lofsyngja fegurð Reykjavíkur og borgadífið. Hann varð borgarskóld og jafnframt þoð skóld sem tengist vorinu sérstaklega. Mörg Ijóða hans eru Iregafull, en um leið eru Ijóð hans rík af léttleika og gamansemi. RABB / A KJÖRDEGI SAGT ER að þegar kjósand- inn mundar blýantinn í kjör- klefanum og krossar við sé hann raunverulega með vald- ið í greip sér. Á kjördegi hafi lýðurinn öll tögl og hagldir. Skyldi það vera tilfinning þeirra kosningabæru karla og kvenna sem í dag munu fjölmenna á kjörstaði landsins? Víst er að margir líta á kosningadaginn sem hátíðlegan dag, aðrir hlakka til hans eins og spennandi íþrótta- viðburðar. Enn öðrum finnst þátttaka í kosningum líkist meira notkun almenn- ingssalemis en þungvægri pólitískri at- höfn. Hver þátttakandi lokar sig af inni í klefa, lýkur sér af og hraðar sér í burtu. Franski heimspekingurinn Jean Paul Sartre tók svo sterkt til orða að kosningar væru gildra fyrir heimskingja. Þessi orð hafa stundum komið mér í hug í kosninga- baráttu undanfarinna vikna þar sem nán- ast virðist vera gengið út frá því að kjós- endur séu ginningarfífl. Lítið virðist vera höfðað til þess að fólk hafi dómgreind til að meta samhengi hlutanna. Kosningabar- áttan er hönnuð af auglýsingastofum sem láta frambjóðendur tala mest í stikkorða- stíl. Imyndin skiptir öllu. Mörg mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar eru ýmist þög- uð í hel (gagnagrunnsmálið), afgreidd með loðnu tali um að leita þurfi sátta (fiskveiði- stjómarmál), eða stjórnmálamenn ákveða einhliða að taka þau út af dagskrá (Evr- ópumál). Kosningunum er snúið upp í kappleik með endalausum skoðanakönnun- um sem þó taka alla spennuna úr leiknum því hegðun kjósenda virðist vera fullkom- lega fyrirsjáanleg. Og við göngum í gildr- una tuðandi um að þetta sé nú allt saman orðinn hálfgerður skrípaleikur. Við gleymum því að sjálf erum við í raun aðalleikaramir á sviðinu. I lýðræðisríki er það nefnilega lýðurinn sem ræður. Að minnsta kosti á kjördegi. Nema það sé rétt hjá Sartre að á leiksviði stjórnmálanna sé- um við nánast strengjabrúður fjölmiðla og félagslegra afla. Og á þeim tímapunkti í kjörklefanum þegar við neytum valdsins þá sökkvum við dýpst í blekkingunni. Höf- uðgallinn við lýðræðið er þá sá að það er eina stjórnarformið þar sem almenningur telur sér trú um að hann ráði. Samlandi Sartres, Michel Foucault, kennir að lýð- ræði sé að því leyti varasamara en önnur stjórnarfonn að þau valdatengsl sem ein- staklingarnir eru bundnir séu dulin undir frjálsræðisyfirborði og því borin uppi af sjálfviljugum þegnunum. En valdið sem búi í samfélagskerfunum fari sínu fram hvað sem hver gerir. Jafnvel þótt svo ólík- lega færi að íslenskir kjósendur kæmu nú á óvart í dag og úrslit kosninga gengju þvert á skoðanakannanir, þá myndi það ósköp litlu breyta. Valdakerfið stendur óhaggað. Líkast til er þetta af hinu góða. Að öðr- um kosti væri hlutskipti okkar að mestu komið undir misvitrum ráðamönnum, líkt og leiguliðar lutu lénsherrum fyrr á tím- um. En ráðamennirnir eru sem betur fer jafnundirseldir valdakerfum samfélagsins og við þegnarnir. Það liggur nánast í eðli nútímalýðræðis. Þess vegna er það hálf- broslegt þegar stjórnmálamenn nú á dög- um tala um að komast til valda þegar þeir skipta um hlutverk. Þeir geta í besta falli náð að fínstilla samfélagskerfin þannig að þau virki á ákjósanlegan hátt. Það er líka fyndið þegar ráðamenn láta eins og upp- sveifla í efnahagsmálum ráðist af ákvörð- unum þeirra. Allir vita að ytri skilyrði þjóðarbúsins ráða hér mestu um, enda er skömminni réttilega skellt á þau þegar illa gengur. I góðæri þykjast menn vera ger- endur, en þeir verða umsvifalaust þolend- ur þegar illa árar. En hvað er þá til ráða? Séum við hæst- virtir kjósendur jafnmiklir leiksoppar og hér hefur verið gefið í skyn, skiptir þá nokkru máli hvað við gerum í dag? Ef valdið er ekki í höndum stjórnmálamanna heldur leynist í félagslegum kerfum, er þá til nokkurs að velja á milli þeirra? Þótt þau viðhorf til lýðræðis sem ég hef reifað eigi við rök að styðjast, þá er val á stjórn- málamönnum engu að síður þýðingarmik- ið vegna þess að þeir eru eitt helsta verk- færi okkar til að hafa eftirlit með samfé- lagskerfunum og stilla gangverk þeirra. Valdakerfin fela í sér sveigjanleika sem stjórnmálamenn geta nýtt sér til góðs eða ills fyrir þjóðina. Meginhættan sem stafar af ráðamönnum er að þeir trufli gangverk mikilvægra samfélagskerfa sem bera uppi bæði réttarríkið og velferðarsamfélagið. Lengst gengur þetta þegar ráðamenn ryðja úr vegi þeim lýðræðislegu leikregl- um sem veita valdakerfinu aðhald og reyna að að stýra því eftir eigin geðþótta. Við skyldum ekki vanmeta þennan mögu- leika á fasisma þótt hann virðist ef til vill fjarlægur hérlendis. Því sterkari stöðu sem einstakir stjórnmálamenn öðlast, þvi meiri alræðistilhneiginga gætir í fari þeirra. Frjóasti jarðvegurinn fyrir slíkar tilhneigingar eru andvaraleysi almenn- ings. Það hefur sýnt sig víða um lönd að stjórnmálamönnum hafa getað stór- skemmt bæði mennta- og heilbrigðiskerfi, svo dæmi séu tekin, þótt þeir virði fylli- lega lýðræðislegar leikreglur. Þeir geta líka tekið ákvarðanir sem stuðla að nátt- úruspjöllum eða ranglátri mismunun þegnanna. Með því að nota sér kosninga- réttinn getur almenningur verndað sig fyrir slíkum hættum. I því felst styrkur lýðræðisins. Það er því vissulega ábyrgð- arhluti að munda blýantinn á kjördegi. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MA( 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.