Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/RAX KAMMERKÓR Kópavogs á æfingu á óperunni Arthúr konungi eftir Henry Purcell. unnar er allur annar, saminn af leikrita- skáldinu John Dryden og fjallar um átök Breta og Saxa um yfirráð á Englandi. „Vinsældir óperunnar eru ekki síst Dryden að þakka. Hann skildi mikilvægi þess að textinn gæfi tónskáldinu færi á að semja fjölbreytilega tónlist og mismun- andi andblær og skarpar andstæður voru nauðsynlegar í tónlistinni án þess að gjá myndaðist á milli hennar og efnis leikrits- ins,“ segir Gunnsteinn. Söguþráðurinn er í sem stystu máli á þessa leið: Arthúr konungur Breta hefur sigur í orustu við Saxa en Oswald Saxa- konungur sendir drauginn Grimbald til þess að villa um fyrir óvinunum á flóttan- um. Oswald rænir Emmeline unnustu Arthúrs konungs. Arthúr freistar þess að frelsa hana úr haldi en galdrakarlinn Osmond hefur hneppt hana í álög. Loks tekst Arthúri að frelsa Emmeline, Bretar og Saxar friðmælast og horfa saman til fagurrar framtíðar lands síns. „Arthúr konungur var önnur semi- ópera Purcells af fimm. Tónlistaratriðin eru óvenjulega mörg, eða átta talsins. Persónur verksins skiptast eftir leik- og sönghlutverkum þannig að annars vegar eru persónur af holdi og blóði sem ein- göngu tala og hins vegar eru persónur annars heims sem aðeins syngja," segir Gunnsteinn. Aðalpersónur hins leikræna hluta koma því ekki við sögu í tónleika- uppfærslunni en Gunnsteinn hefur leyst þetta vandamál samhengis og framvindu með því að semja texta fyrir sögumann sem leiðir áheyrendur í allan sannleika um hvar þeir eru staddir í sögunni hveiju sinni. Ný barokksveit kemur fram Sérstök 14 manna hljómsveit, Barokk- sveit Kópavogs, hefur verið stofnuð í til- efni af flutningnum á Arthúr konungi. Fé- lagar í sveitinni koma víða að, frá Freiburg, Hamborg, París, Amsterdam og London auk þeirra sem búsettir eru hér á landi. Leikið er á sérstök barokkhljóðfæri sem samsvara hljóðfærum frá dögum Purcells. Á tónleikunum gefst m.a. tæki- færi til að heyra í fyrsta sinn hér á Iandi í tenóróbói en þó tekur Gunnsteinn fram að leikið sé á nútímatrompet og „...einstaka strokhljóðfæri er frá okkar túnum en búið girnisstrengjum líkt og barokkhljóðfæri." Tónleikarnir verða sem áður sagði í Saln- um í Kópavogi á sunnudagskvöld kl. 20.30 og verða síðan endurteknir á þriðjudags- kvöldið. á endurkomu Arthúrs. í öðru verki Geoffreys segir meira af dvöl hans á eynni Avalon þar sem gyðjan Morgan ríkir og er æðst níu systra. Miklar sögur gengu síðar af henni í Frakklandi (Morgan le Fay) og tengist hún m.a. hjónabandsraunum Arthúrs. Því má skjóta hér inn, áhugamönnum um norræna goðafræði til fróðleiks, að ekki er útilokað að systraveldi Morgan hafi mótað hugmyndir manna um systurnar níu sem sagðar eru mæð- ur Heimdallar. Arthúr vcrður „alþjóðlegur" Með hinum frönsku söguljóðum Chrétiens de Troyes á 12. öld má segja að Arthúr verði „alþjóðlegur" því að áhrif Chrétiens urðu geysimikil við hirðir Evrópu. Chrétien heillað- ist mjög af hinum keltneska arfi sem gaf verk- um hans dulmagnaðan svip. En í þeim hirð- bókmenntum sem bárust frá Frakklandi á 12. og 13. öld og settu svip á allt bókmenntalíf er Arthúr sjálfur ekki nándar nærri alltaf í aðal- hlutverki. I söguljóðinu um Perceval Chréti- ens (sem Þjóðverjar eiga í frægri gerð Wol- frams von Eschenbach (Parzival) og íslend- ingar þekkja í Parcevals sögu og framhaldi hennar Valvers þætti frá 13. öld) er Arthúr til- tölulega áhrifalítill og litlaus. Hið sama er að segja um franska ljóðið Le Mantel Mautaillié. Það er til í íslenskri prósagerð, Möttuls sögu frá miðri 13. öld, og einnig í Skikkju rímum sem ortar eru út af sögunni á 15. öld. Þar er reyndar augljós ádeila á siðspillinguna við hirð Arthúrs og konungurinn verður æði umkomu- laus því að það opinberast öllum að drottning hans hefur verið honum ótrú. Sá dýrðarljómi sem látinn er umlykja Artúr í upphafi Möttuls sögu verður því meira en lítið írónískur í ljósi þess sem á eftir fer. En upphafslýsingin er á þessa leið: „Artús konungur var hinn frægasti höfðingi að hvers konar fræknleik og alls konar dreng- skap og kurteisi með fullkomnu huggæði og hinum vinsælasta mildleik svo að fullkomlega varð eigi frægari og vinsælli höfðingi um hans daga í heiminum. Var hann hinn vaskasti að vopnum, hinn mildasti að gjöfum, blíðasti í orðum, hagráðasti í ráðagerðum, hinn góð- gjarnasti í miskunnsemd, hinn siðugasti í góð- um meðferðum, hinn tígulegasti í öllum kon- unglegum stjórnum, guðhræddur í verkum, mjúklyndur góðum, harður illum, miskunn- samur þurftugum, beinisamur bjóðendum, svo fullkominn í öllum höfðingsskap að engin ill- girnd né öfund var með honum og enginn kunni að telja lofsfullri tungu virðulegan göf- ugleik og sæmd ríkis hans.“ Þess sakar ekki að geta að fleiri íslenskar riddarasögur tengjast Arthúri (hann kallast Artús í íslenskum heimildum), einkum Ivens saga og Erex saga. Báðar eiga þær rætur að rekja til söguljóða Chrétiens. I síðasta verki Chrétiens, áðurnefndu Conte LA Morte D’Arthur eftir James Archer (1823-1904). Báturinn sem flytja á konunginn til Avalon liggur úti fyrir ströndinni. Einnig sést í engil sem heldur á hinu heilaga grali. Málverkið er frá árinu 1861. dei Graal eða Perceval, birtist „gralið" í fyrsta sinn. Þessi dularfulli hlutur hefur fylgt sögum af riddurum Arthúrs æ síðan. Hjá Chrétien er um að ræða fat eða disk með oblátu sem á að halda lífi í fiskikonunginum. En aðeins tíu ár- um eftir að Chrétien lést frá þessu verki sínu var farið að líta á gralið sem kaleik eða bikar með blóði Krists og barst þessi bikar til hirðar Arthúrs. í öðrum verkum er gralið dýrmætur eðalsteinn (sbr. Parzifal Wolframs von Eschenbach) en alls staðar fylgir því dulræn reynsla og töframáttur. Hjá listamönnum á borð við Wagner og T.S. Eliot er hið heilaga gral vettvangur baráttu milli góðs og ills. í ís- lenskri gerð sögunnar um Perceval er gralið kallað „graull“ eða „gangandi greiði" í 11. kafla: „Af því skein svo mikið ljós að þegar hvarf birta allra þeirra loga er í voru höllinni sem stjörnu birta fyrir sólar ljósi.“ Fyrr í sama kafla er gralinu líkt við „textus“ sem gæti verið sama og guðspjallabók. Við hringborðið voru allir jafnir Annar óaðskiljanlegur hluti myndarinnar af Arthúri er hringborðið þar sem riddarar hans sátu. I munnlegum sagnasjóði kelta mun hafa verið frá því greint að hetjur sætu í hring í kringum konung sinn eða yfirmann. En það er skáldið Wace frá Normandí sem fyrstur grein- ir frá hringborði Ai-thúrs; það var árið 1155 í söguljóðinu Roman de Brut. Wace segir að Bretar kunni margt að segja af hringborði Arthúrs og vísar þar til munnlegra heimilda. Arthúr hafi látið gera þetta borð af því að bar- ónar hans töldu hver og einn sjálfan sig öðrum fremri. En við hringborðið voru allir jafnir og enginn gat státað af að sitja ofar en annar. I 13. aldar verki sem samið er undir áhrifum frá Wace er greint frá því að smiður einn á Cornwall hafi smíðað sextánhundruð manna hringborð eftir mannjöfnuð riddaranna og blóðsúthellingar í framhaldi af honum. Enda þótt borðið væri allstórt var það auðvelt í burði og vel færanlegt. Sagnir af Arthúri hafa tekið á sig ótal form og myndir. Þær greina frá honum sem for- ingja í stríði, e.k. guðföður hirðbókmennta, rómantískri hetju, kokkáluðum eiginmanni, fyrirmynd óháðri tíma og stöðum og ódauðleg- um konungi. Hann birtist í textum ólíkustu þjóða, m.a. Japana, Serbó-Króata og Islend- inga. Þá er athyglisvert hve sagnir af honum spanna vítt svið tilfinninga og smekks. Harm- saga, riddaramennska, rómantík, ævintýri, dulúð, ádeila og háð: allt þetta og miklu fleira rúmast í þeim fjölmörgu birtingarformum sem Arthúrssagnirnar hafa tekið á sig í þúsund ár. Mikilvæg heimild: The Arthurian Encyelopedia. Rit- stjóri Norris J. Lacy. Peter Bedrick Books. New York 1986. BRÚÐKAUP Arthúrs og Guinevere eftir Guillaume Vrelant frá árinu 1468. Höfundurinn er dósent við Kennarahóskóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.