Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 14
Ljósmyndir: Morgunblaðið/Árni Sæberg. ÞRJÚ AF FJÓRUM sprungukerfum Reykjanessins gerð sýnileg með því að láta þau vísa mishátt yfir yfirborð líkansins. Auk þess sér í þverskurðarsnið jarðlaganna austan við svæðið. ORKUSTÖÐIN ÍSLAND EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Hugmynd Sigurjóns Jó- hannssonar felst í að nýta Perluna fyrir stórbrotin lík- ön sem útskýra orkuna í iðrum landsins og gera ’ sýningargestum unnt með sýndarveruleika að gægj- ast undir yfirborðið og jgfnvel að ganga eftir sprungunum á sprungu- svæðunum og virða fyrir sér samspil heitra jarð- laga, hraunkviku og vatns. Upphaf þessa máls má rekja til þess að 1995 átti að auka við húsnæði Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og setja upp nýstárlegar fræðslusýningar um virkj- anir og orku. Að frumkvæði Guðjóns Magnússonar starfsmannastjóra Rafmagnsveitunnar var leitað til Sviðsmynda h/f, Einars Erlends- sonar ljósmyndafræðings, Sigurjóns Jó- hannssonar leikmyndahönnuðar og Gests Gunnarssonar tæknifræðings. Þeir veltu málinu fyrir sér og settu fram verklýsingu í plaggi sem ber yfirskriftina Orkustöðin ís- land. Þar stendur að lýst skuli grunnlög- málum rafmagns, en þungamiðja sýningar- innar verði líkan af því sem nefnt er „Orku- stöðin ísland“, að viðbættum sýningarhluta um frumeðli efnis og orku. Undirbúningshópurinn vann sameigin- lega að verkefninu. Lagt var upp með hug- mynd að sýningu sem væri frábrugðin því sem áður hefði verið gert; að sýningin styddist ekki við gamla muni, væri nýstár- leg, en engin skilyrði voru sett. Niðurstaðan varð sú að umfram allt skyldi byggt á upp- sprettum orkunnar. Það er síðan skemmst frá því að segja að verkefnið var talið verða of dýrt og það var blásið af án þess að það fengi frekari umfjöllun. Ný hugmynd: Enn stærri úriærsia „Hugmyndin vildi ekki yfirgefa mig“, sagði Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður, þegar ég hitti hann nýlega og þetta mál bar á góma. „Við Guðjón Magnússon héldum áfram samstarfinu um hugmyndina", segir hann. Sú hugmynd hefur, ef svo má segja, verið útvíkkuð og nú er þar að auki gert ráð fyrir henni í mun stærri útfærslu. Sýning af því tagi, sem Sigurjón sér fyrir sér og hefur gert módel af, er tröllaukið fyrirtæki. Öll fyrirtækin innan orkugeirans þyrftu að standa að henni, segir hann, eigi hún að komast í framkvæmd. En málið snertir ekki aðeins orkugeirann; sýning eins og Sigurjón hefur í huga yrði til dæmis stórfenglegur ávinningur fyrir ferðamannaþjónustuna með því að nýr og áhugaverður ferða- mannastaður yrði til og þar að auki yrði hún menntastofnun fyrir landsmenn sjálfa. Nú þegar ekki þykir frágangssök að byggja yf- ir knattspyrnuvelli ætti varla að standa í okkur að byggja hús við hæfi, nema það sé nú þegar til; hugmyndin er of góð til að salta hana til langframa. „Undir sama þaki ætti að koma á laggirn- ar fræðslusetri um alla orkuvinnslu í land- inu“, segir Sigurjón, en sú orkuvinnsla byggir á aðstæðum sem eru einstæðar í heiminum og felst í að plötuskil og svo- nefndur heitur reitur undir landinu vinna saman. Það er heillandi viðfangsefni að koma upp sýningu sem útskýrir þetta með allri tiltækri tækni og smálíkön duga engan veginn til að sýningargestir njóti þess til fulls. Mælikvarði líkananna yrði breytilegur, líklega frá 1:1000 til 1:5000 eftir áherslum efnisins og hverju verið er að lýsa. Reykja- nesið með vestara gosbeltinu norður í Langjökul, sem Sigurjón hefur lagt til grundvallar, er byggt á mælikvarðanum 1:12.500 miðað við líkan í 1:20 og yrði því 12 m langt og 8 m breitt. „Mér sýnist nær lagi“, segir Sigurjón, „að færa það uppí 1:5000 og láta nægja að fara norður fyrir Hengil til að lýsa fjórum meginsprungu- svæðum beltisins.“ Önnur áhugaverð landsvæði má á sama hátt taka fyrir út frá ólíkum forsendum. Virkjanakerfi Þjórsár er kjörið dæmi. Með yfirborðslíkani má byggja uppistöðulón og veituskurði, að- og frárennslisgöng, bæði byggð og óformuð, segir Sigurjón ennfrem- ur. Hekla mundi svo gnæfa yfir öll þessi mannvirki og hefur sýnt það áður að hún getur fært það allt í kaf með vikri og ösku eins og gosið sem auðkennt er með H4 er til vitnis um. í þessu sambandi er vert að minnast þess að hamfarir eru vinsælt spennuefni bíómynda. Vestmannaeyjar og gosið þar 1973 væru afar dramatískt dæmi um baráttu manns og náttúru. A þennan hátt má velja afmörkuð við- fangsefni og byggja líkön af völdum svæð- um í heppilegum mælikvarða fyrir það sem telst sérstakt og óvenjulegt á hverjum stað. Vatnajökull væri kjörinn til að lýsa þeim ógnarkröftum sem búa undir og í honum. Að lokum mætti taka landið í heild og sýna plötubeltin, rekbelti og misgengi ásamt heita reitnum, sjálfri aflstöðinni. Til þess að sýna 50 km langa landspildu þarf 10 m langt módel í skalanum 1:5000. Fyrir fimm líkön í þeirri stærð þarf stórt hús; þar duga ekki minna en 2000 fermetr- ar, en 3000 væru þó trúlega nær lagi. Ódýrasta lausnin eins og sakir standa væri líklega skemma sem liti þá út eins og flug- skýli. Sú hugmynd, segir Sigurjón, væri óþarf- lega metnaðarlítil. Ef á annað borð yrði ráð- izt í þetta, segir hann, yrði húsið sjálft að vera tilkomumikið, því þar yrði einhver fjöl- sóttasti ferðamannastaður landsins. Húsið þarf að rúma meira en jarðfræðilíkönin. Þar þarf að vera fyrirlestrasalur, veitingabúð og sölubúð fyrir allskonar ítarefni um Orku- stöðina ísland, svo og minjagripir sem tengjast efninu. Hraunsteinar eða hraun- molar á smekklegum stalli gætu hugsanlega orðið útgengilegir minjagripir á slíkum stað. Er húsið nú þegar lil? Þegar Sigurjón sagði að ný bygging væri líklega óþörf, því húsið væri nú þegar til, þá varð mér á að hvá. En viti menn; hugmynd- in er bráðsnjöll. Til er glæsilegt hús í Reykjavík sem mundi henta fyrir svo metn- aðarfulla sýningu sem Sigurjón hefur í huga. Það er Perlan á Öskjuhlíð; miðrýmið á jarðhæðinni að einhverju eða öllu leyti, svo og hitaveitutankarnir tveir sem ekki eru í notkun, hvor um sig 350 fermetrar. Ekki hefur til þessa legið í augum uppi hvaða hlutverk jarðhæð Perlunnar ætti að hafa og tankarnir standa ónotaðir. Ingimundur Sveinsson er arkitekt Perlunnar og eðlilega byrjaði Sigurjón á því að kynna honum hug- myndina. Ingimundur sagði í samtali við greinarhöfundinn, að sér litist vel á hug- myndina og framkvæmanlegt ætti að vera að gera innangengt í tankana tvo; einnig þyrfti smávægilegar breytingar til að full- nægja kröfum um öryggi. Hann sagðist síð- ur en svo hafa nokkuð á móti þessari hug- mynd. „Ég sé notkun á tönkunum í þessu augna- miði þannig fyrir mér“, segir Sigurjón, „að innangengt yrði í þá úr miðrýminu, en tank- arnir eru „black box“, eða svart rými eins og við segjum í leikhúsinu og þarmeð ákjós- anlegir fyrir líkön. En hvað með miðrýmið í Perlunni; hvernig mundi það nýtast? Þar verður að koma eitthvað sem er grípandi og stórkostlegt; heildarmynd landsins til dæm- is með áherzlu á heita reitinn. Þar að auki yrðu anddyri fyrir sýningarsalina í tönkun- um og sölubúðir með fagefni og varningi sem tengist sýningarefninu. Ekki yrði kostnaðarsamt að innrétta tankana, segir Sigurjón. Eða öllu heldur: Engar innréttingar þarf í rauninni og alls ekki falskt loft. Þar eru 10 m undir loft og það er einmitt ákjósanlegt til þess að koma fyrir þeirri ljósatækni sem nauðsynleg er. Með ljósatækni er hægt að gera ótrúlega hluti. Hægt er að sýna flókið samspil hraun- I 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.