Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 16
EFTIRSOTTIR LISTAMENN í LEIKHÓPUNUM _ WÐMÆLENDUR eru Hlín K Agnarsdóttir, rithöfundur K og leikstjóri, Hlín Gunnars- K dóttir, leikmyndahönnuður K og formaður Leiklistarráðs 1997-99, og Þórarinn Ey- fjörð leikari, leikstjóri og ▼ formaður BAAL, Banda- lags sjálfstæðra atvinnuleikhúsa. Öll hafa þau starfað á flestum sviðum íslensks leik- húss, en í þessu spjalli var fyrst og fremst biðlað til reynslu þeirra af leiklist utan stóru leikhúsanna; starfi sjálfstæðu leikhópanna svokölluðu sem orðið hafa æ meira áberandi á undanfömum árum og standa að stórum hluta að baki því aukna framboði sem verið hefur á leiksýningum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Tilefni samtalsins er ekki annað en viður- kenning á því mikla leiklistarstarfi sem er í gangi útum alla borg. Auðvitað væri skemmtilegra að segja „útum allt land“ en sannleikurinn er einfaldlega sá að kjörlendi atvinnuleikhópanna er á suðvesturhominu. Þá vom í vetur samþykkt á Alþingi ný leik- listarlög og taka þau m.a. til breyttrar skip- unar Leiklistarráðs. Hvort sú breyting á eft- ir að hafa áhrif á úthlutanir til leikhópanna og þar með starfsemi þeirra kemur ekki í ljós fyrr en síðar. Blm: Hver er skýringin á tilvem leik- hópanna? Hvemig verða þeir til og hverjir em þar að starfa? Hlín A.: í leikhópana safnast yfirleitt fólk sem hvergi er annars staðar að vinna í þeim leikhúsum sem styrkt em af almannafé. Þetta er fólk sem hefur hlotið menntun og þjálfun en er ekki samningsbundið við opinbem leikhúsin, en hefur samt þráast við og viljað fremja einhvers kon- ar leiklist. Þetta er fólkið sem vill ekki detta út, vill halda sér við og vera sýni- legt. Þessu fólki verður að skapa gmndvöll til að starfa en hins vegar mætti spyrja hvort þörf sé á öllu þessu fólki, hvort það ætti allt að vera starfandi. Þórarinn: Ég er algjörlega ósammála þessari fullyrð- ingu. Það er engin einhlít skýring á því af hverju leikhópamir em til. Ef við horfum á leikhús eins og Loftkastalann sem er rekið eins og hvert annað fyrirtæki þá er ekki hægt að segja að þeir sem þar stjóma séu að reyna að halda sér á floti þar til eitthvað annað býðst. Það er langt í frá. Hlín A.: Loftkastalinn er öðravísi leikhús og getur varla talist frjáls leikhópur. Þórarinn: Loftkastalinn er líka frjáls leik- hópur. Rekstrarform sjálfstæðu leikhús- anna er innbyrðis mjög ólíkt. Ef við lítum á Möguleikhúsið þá hefur það mjög skýrt og afmarkað form, bæði rekstrarlega og list- rænt. Við getum líka litið á Hafnarfjarðar- leikhúsið sem hefur hvað sterkastan gmnn- inn í dag. Það var ákveðinn hópur sem stofn- aði þetta leikhús vegna þess að þau vildu reka atvinnuleikhús í Hafnarfirði. Hlín A.: Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að flóran hefur breyst mjög á und- anfomum tíu ámm eða svo. Sjálfstæðu leik- hópamir hafa smátt og smátt verið að breyt- ast og Hafnarfjarðarleikhúsið er gott dæmi um þetta. Það byrjaði sem leikhópur sem fékk styrk til eins verkefnis frá Leiklistar- ráði, en nú er það orðið að atvinnuleikhúsi sem fær rekstrarstyrk frá menntamálaráðu- neytinu í gegnum Leiklistarráð og nýtur einnig annarra styrkja m.a. frá Hafnarfjarð- arbæ og er í raun orðið bæjarleikhús. Blm: Er þetta ekki gott dæmi um hvemig lítill leikhópur getur vaxið og dafnað ef rétt er á haldið? Hlín G.: Jú. Þegar hópnum var veittur styrkur í fyrsta sinn var veðjað á þau óséð. I miðju íslenska góðærinu, í gósentíð menningar- og listalífsins, þegar gróskan er engu lík og skapandi smér ________drýpur gf hverri listaspíru fékk HAVAR______ SIGURJONSSON þrjá leikhúsmenn til að setjast yfir kaffibolla og vínarbrauð og ræða saman. Þórarinn: „Stundum gefur og stundum ekki.“ Morgunblaðið/Þorkell Hlín Agnarsd.: „Maður lætur ekki slá sig niður.“ Leikritið sem þau ætluðu að setja upp var ekki einu sinni búið að skrifa. Það var Himnaríki eftir Arna Ibsen. Allir þekkja sig- urgöngu þess og Hafnarfjarðarleikhússins í kjölfarið. Hlín A.: Loftkastalinn er annað dæmi um breytta þróun, því hann er fyrsta tegundin af einkaleikhúsi í Reykja- vík sem ber sig saman við opinbera leikhúsin eins og t.d. Borgarleikhúsið og gerir m.a. kröfu til þess að styrkir frá borginm sem hingað til hafa rannið til Leikfélags Reykjavíkur ættu frekar að fara til þeirra, á grandvelli aðsókn- ar. Þannig vil ég ekki taka Loftkastalann með í um- ræðuna um sjálfstæða leik- hópa því hann er annars konar leikhús, einkaleik- hús, sem lýtur allt öðmm lögmálum en leikhópamir." Þórarinn: Það hefur aldrei verið til neitt eitt yfirlýst markmið með rekstri leik- hópanna. Þeir hafa alltaf starfað eftir ásetningi og vilja þeirra sem stjóma þeim hverju sinni og markmiðið með starfseminni getur verið breytilegt frá einum tíma til annars. Hlín A.: Já, en upphaflega var rekstur hópanna algjörlega háður því að þeir fengju styrki frá Leiklistarráði. Núna hefur það breyst. Nú em veittir fleiri og lægri styrkir en gert var fyrir tíu ámm. Nú er gert ráð fyrir í styrkveitingum Leiklistarráðs að hóparnir leiti eftir kostun annars staðar líka. Áður þótti niðurlægjandi að fá ekki nægilega háan styrk til að geta sett upp leiksýningu. Hóparnir tóku sig meira að segja til eitt árið (1990) og skiluðu styrkjun- um í mótmælaskyni. Nú er eiginlega búið að beina fólki út á þá braut að leita eftir kostun annars staðar, væntanlega í einkageiranum, og ég er algjörlega sannfærð um að í flest- um tilfellum er það vonlaust. Ég þekki það bara af eigin reynslu. Það er blekking að telja sér og öðram trú um að atvinnufyrir- tækin bíði spennt eftir að taka þátt í kostun leiksýningar atvinnuleikhóps. Hlín G.: Samt segja fjölmargir þeirra sem sækja um styrk til Leiklistarráðs að styrk- urinn sé viðurkenning sem komi boltanum til að rúlla og þá séu aðrir tilbúnari til að leggja eitthvað af mörkum. Hlín A.: Hafið þið í alvöra orðið vör við að styrkur frá Leiklistarráði veiti aukna mögu- leika á að fá meiri peninga annars staðar frá? Þórarinn: Nei. Og það er fráleit stefna að veita leikhópunum svo lága styrki að þeir virka í stöku tilfellum sem hefndargjöf. Það sem við köllum eftir er framtíðarsýn sem gengur út á að skapa sjálfstæðu atvinnu- leikhúsunum eðlilegt og sanngjamt starfs- umhverfi. Hlín A.: Lágir styrkir gera hópunum erfið- ara fyrir. Þórarinn: Ég vil aðeins skýra nánar hvað leikhópunum gekk til á sínum tíma með því að skila styrkjunum. Það var einmitt verið að mótmæla því að styrkurinn dygði ekki til neins. Það var einfaldlega verið að krefja menntamálaráðuneytið um stefnumörkun sem byggði á augljósu framlagi sjálfstæðu atvinnuleikhúsanna til íslenskrar leiklistar. Blm: Lok þess máls urðu reyndar þau að Leiklistarráð endurúthlutaði til hópanna og þá fleiri og enn lægri styrkjum en áður. Mótmælin hrakku því skammt. Síðan hafa orðið umtalsverðar hækkanir á fjárveitingu menntamálaráðuneytisins til atvinnuleik- hópanna. Upphæðin hefur hækkað á undan- fömum áram úr 12 milljónum í tuttugu að viðbættum nær 10 milljónum sem koma úr Listasjóði í formi starfslauna til leik- hópanna. Þannig eru nú nærri 30 milljónir sem renna til atvinnuleikhópanna árlega. Þetta era umtalsverðir peningar. Hlín G.: Við verðum líka að horfa til þess að styrkjaumhverfið hefur gjörbreyst frá því sem var fyrir tíu áram. Styrkir era annars konar, við höfum aðgang að styrkjakerfi Evrópusambandsins og einnig hafa mörg fyrirtæki tekið upp ákveðna stefnu í slíkum málum, stofnað menningarsjóði mörg hver. Það er einmitt ekki óal- gengt að opinberir styrkir til ákveðinna verkefna í listageiranum séu aðeins ákveðið hlutfall endanlegs kostnaðar. Styrkjaáætlun Evrópuráðsins, Ka- leidoskope, gerir aldrei ráð fyrir að leggja til meira en sem svarar 25% af kostn- aðaráætlun hvers verkefnis. Það er gert ráð fyrir að umsækjandi afli 75% fjárins með öðram hætti. Ég held að fæstir sem sækja um til Leiklistarráðs ætli sér að setja upp sýningu sína fyrir styrkinn þaðan eingöngu. Hlín A.: Þessir lágu styrkir hafa valdið annarri þróun sem er mjög alvarleg. Þegar Alþýðuleikhúsið var og hét og naut árlegs styrks frá ríkinu var launastefna þess mjög einföld; það voru borguð 80% af taxta gild- andi samninga við leikara, leikstjóra, leik- myndateiknara o.fl. Þetta hefur riðlast al- Þórarinn: „Fólk sem gæti verið ' að vinna í hvaða leikhúsi sem er. Eftirsóttir listamenn." Hlín Gunnarsd.: „Væntingar um aðsókn eru oft óraunhæfar." gjörlega og í dag er fólk í leikhópunum að vinna fyrir lítil eða engin laun og það era allir samningar þverbrotnir. Enda ekki nema von því samningarnir era í rasli og enginn tekur orðið neitt mark á þeim í leik- hópaflóranni. Hlín G.: Starfslaunin úr Listasjóði hafa gert heilmikið í þá átt að breyta þessu. Þeim er ekki hægt að ráðstafa öðra vísi en sem laun- um til einstakra listamanna í hópunum. Hins vegar ættu leikarar, leikstjórar og leikmyndateiknarar almennt að fara að vinna betur saman hvað kjaramálin varðar. Hlm A.: Og höfundar. Gleymdu þeim ekki. Mér finnst líka alvarlegt af forsvarsmönn- um ákveðinna leikhópa að sjá ekkert at- hugavert við þetta ástand. Svo era komnir fram á sviðið alls kyns ævintýramenn sem kalla sig framleiðendur og era með voða fína útreikninga og tölvukeyrðar fjárhags- og markaðsáætlanir sem gleypt er við, en svo stenst ekkert af þessu þegar á reynir. Þetta er fáránlegt ástand. Hlín G.: Ég veit hvað þú átt við og leyfi mér að fullyrða að reynt er að fyrirbyggja að svona hlutir geti gerst. Þórarinn: Við skulum samt ekki gleyma því að á síðasta ári vora framsýndar 32 sýning- ar á vegum hópanna. Alls kyns sýningar, stórar og smáar, langar og stuttar. Þessar 30 milljónir, sem ráðstafað er til hópanna, era eins og dropi í hafið miðað við raun- veralegan kostnað hópanna við að setja upp þessar sýningar. Blm: Hvaðan koma þá peningarnir sem upp á vantar? Þórarinn: Þeir koma að stærstum hluta frá listamönnunum sjálfum í formi ógreiddrar vinnu. Hlín G.: Ég held samt að það séu bara draumórar að láta sér detta í hug að ein- hvern tíma geti allir hóp- arnir fengið nægilegt fé frá opinberam aðilum til að borga allan kostnað. Það er algjörlega óraun- hæft að ímynda sér það. Hlín A.: Við verðum líka að vera raunsæ hvað varðar starf hópanna og vera óhrædd við að segja að sumt af því sem hóparnir gera er ekki uppá marga fiska og á ekkert endilega að styrkja. Það er allt í lagi að fólk hópi sig saman og geri það sem það langar en það réttlætir ekki sjálf- krafa að það fái ríkisstyrk til þess. Við eram óskap- lega ánægð með hvað mik- ið er að gerast í leiklistinni og hrósum hvert öðru óspart fyrir það en við spyrjum mjög sjald- an tveggja lykilspuminga. Hvað er verið að gera og hvers vegna er verið að gera það? Þórarinn: Þeir leikhópar sem mest era starfandi era reknir sem fyrirtæki og eins og fram hefur komið njóta þeir takmark- aðra styrkja. Þeir verða því að reiða sig á að koma með sýningar sem njóta aðsóknar. Þetta hefur mörgum tekist en einnig hefur sprottið upp kynslóð leikhúsfólks sem er af- ar snjallt við að afla fjár til starfsemi sinn- ar. Við megum heldur ekki gleyma því að margir af þeim sem era fremstir í flokki í leikhópunum era þar af því þeir vilja vera þar en ekki af því þeir verða að vera þar. Þetta er fólk sem gæti verið að vinna í hvaða leikhúsi sem er. Eftirsóttir lista- menn. Blm: Er þá ásýnd leikhópanna orðin sölu- legri en áður var? Er hlutverk leikhópanna sem framúrstefnu- og tilraunaleikhús ekki lengur í gildi? Hlín G.: Það er alltaf nokkur hópur af fólki sem sækir um til Leiklistarráðs með hug- myndir að sýningum sem það hefur gengið með áram saman. Það hlýtur að teljast hug- sjón. Hlín A.: Auðvitað er það hugsjón. Fólk sem 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.