Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1999, Blaðsíða 17
Hlín Agnarsd.: „Hvað er verið að gera og hvers vegna?“ aldrei fær styrk en elur með sér þann draum að koma upp sýningu. Það má ekki leggja þetta að jöfnu við eitthvað sem er úr- elt og gamaldags. Ég hef sjálf fengið synjun með verk sem ég vil koma á svið. Ekki bara hjá Leiklistarráði heldur líka hjá stóru leik- húsunum. Maður heldur áfram og lætur ekki slá sig niður þótt aðrir séu ekki sam- mála manni. Þórarinn: Mér finnst miklu meira vit í að tala um starf leikhópanna út frá þessari for- sendu. Utfrá listrænni sýn þeirra. Sem er jafn fjölbreytt og hóparnir eru margir. Hlín G.: Það er líka forsendan sem reynt er að leggja til grundvallar þegar styrkjum Leiklistarráðs er úthlutað. Það er allavega ekki meiningin að styrkirnir séu ætlaðir til að halda fólki uppi fjárhagslega. Þetta eru styrkir til listrænnar starfsemi. Hlín A.: Mér finnst líka gjörsamlega út í hött að ætlast til þess að hið opinbera haldi öllum sem útskrifast úr listaskólum uppi á styrkjum og starfslaunum. Eitthvað verður að koma á móti. Við tökum ákveðna áhættu með því að leggja út á þessa braut. En það er eitt sem gleymist alveg í þessari um- ræðu. Það er gott og blessað að fá styrk upp í kostnað við að setja upp leiksýningu. Én eftir frumsýningu tekur annað reiknings- dæmi við, rekstur sýningarinnar með aug- lýsingum, húsaleigu, launum til leikara og starfsmanna sýningarinnar o.s.frv. Blm: Þá koma væntanlega einhverjar tekj- ur á móti af seldum aðgangseyri. Hlín G.: Fólk gerir sér oft mjög óraunhæfar væntingar um viðtökur og aðsókn. Það hef- ur margoft komið á daginn. Ymsir hafa tek- ið bankalán til uppsetningarinnar í þeirri trú að miðasalan muni borga það upp. Þórarinn: Þetta er áhætta sem fólk tekur sjálfviljugt. Stundum gefur og stundum ekki. Hlín A.: Það eru oft talsverð vonbrigði því samfara að uppgötva að sýningin þín, „list- viðburðurinn sjálfur" er bara ein af þessum þrjátíu sem eru í gangi og almenningur tek- ur aðrar sýningar framyfir. Markaðurinn er heldur ekki það stór að hann geti staðið undir þessu. Bjartsýnin er oft ansi mikil. Þórarinn: Gæðin eru auðvitað mjög mis- jöfn. En markaðurinn er stór. Samanlagður Hlín Gunnarsd.: „Starfslaunin úr Listasjóði hafa breytt miklu.“ áhorfendafjöldi sjálfstæðu atvinnuleikhús- anna á síðasta leikári, 1997-98, var um 120 þúsund manns. Þetta gerist án þess að að- sóknin að stóru leikhúsunum minnki svo nokkru nemi. Markaðurinn hefur semsagt stækkað og áhorfendur vilja koma á sýning- ar sjálfstæðu atvinnuleikhúsanna. Hlín G.: í starfi leikhópanna má heldur ekki einblína á aðsókn sem endanlegan mæli- kvarða um listrænan árangur. Blm: Mikil aðsókn hlýtur þó að vera til marks um aukinn áhuga almennings á leik- listinni, þótt seint verði hægt að komast að niðurstöðu um gæðin, innihaldið og úthald- ið. Þakka ykkur fyrir spjallið. FIMM LISTAMENN í SÖLUM NÝLISTASAFNS VERK Peters Friedl. FIMM listamenn opna sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík í dag kl. 16. Á neðri hæðinni sýna þeir Eggert Pétursson, Kenneth G. Hay og Jyrki Siukonen. Á miðhæð sýna Sol Lyfond og Karin Schlechter á miðhæð og Peter Friedl í Súmsal. Eggert Pétursson hefur síðastliðin tíu ár nær eingöngu fengist við að mála olíuverk sem sýna íslenskar plöntur og sýnir nú nokkur nýleg málverk í þeim dúr. Eggert er nýlega fluttur til Is- lands eftir sjö ára dvöl í Leeds á Englandi. Kenneth G. Hay sýnir tölvuunnar myndir þar sem verur og gínur svífa um himininn. Kenneth er Skoti búsett- ur í Leeds, Englandi, þar sem hann er í forsvari fyrir listadeild háskólans. Hann starfar jöfnum höndum sem lista- maður, fyrirlesari og listgagnrýnandi. f list sinni fæst hann við málverk, ljós- myndun, tölvuunnin verk og fjöltækni. Hann hefur sýnt víðs vegar um heim og greinar hans hafa birst í fjölda tímarita. Jyrki Siukonen sýnir í Nýlistasafninu ljósmyndir og þrívíð verk. Hann segir verkin fjalla um hversdagsleg augna- blik undrunar framan við Iftil smáat- riði. Jyrki er finnskur listamaður sem setur saman verk sín úr margvíslegum efnum. Vanalega eru verk hans inn- setningar. Síðan á miðjum níunda ára- tugnum hefur hann oftsinnis sýnt í Finnlandi, á Norðurlöndunum og víða um heim. Jyrki hefur m.a. sýnt á Englandi, þar sem hann hafði vinnuað- stöðu í háskólanum í Leeds á vegum Henry Moore Foundation. Hann býr .nú í Tampere í Finnlandi. Jyrki hefur fengist töluvert við skrif um listir, heimspeki og fleira og um tíma var hann ritstjóri listtímaritsins Taide. Karin Schlechter og Sol Lyfond búa og starfa í Köln í Þýskalandi. Þau vinna hvort sína innsetninguna í Svarta sal og Bjarta sal. Þau hafa unnið að ýmsum listverkefnum saman í gengum árin og rekið galleríið Herzgehirn í Köln ásamt nokkrum listamönnum og tónskáldum. Um verk Karin segir svo í fréttabréfi Nýlistasafsins: „Ef henni tækist að halda sér nægjanlega lengi við rót upp- hafsins (þarna þar sem orðin verða til), þá myndi hún vinna fyrir stríðandi hreyfingu allra möguleika.“ Snjókarl úr pappír f Svarta sal sýnir Sol Lyfond mynd- bandsinnsetningu sem hann hefur sér- staklega hugsað fyrir sýninguna. Þar skapar verk hans ákveðna vísun til þess andrúmslofts er myndast á mörk- um þess sem er og þess sem ekki er. Það eru hin sérstöku landfræðilegu einkenni íslands sem hafa orðið hvat- inn að þessu verki en það leiðir áhorf- andann inn í einskonar míkrókosmos, sem minnir á tilraunastofu, segir í fréttatilkynningu. Peter Friedl er Austurríkismaður búsettur ýmist í Berlín eða New York. Hann hefur tekið þátt í fjölda alþjóð- legra sýninga í Evrópu og Bandaríkj- unum, m.a. átt verk á Feneyjatvíær- ingnum 1993, á Documenta X í Kassel 1997 og hefur verið valinn til að sýna á Feneyjatvíæringnum í sumar í skála Austurríkis. Verk hans eru ekki hrein- ar form- og fagurfræðipælingar heldur fjalla þau meir um afhjúpun eðlis hlut- anna. Skrift, lit og hlutföll nýtir hann sem efnivið í sjálfu sér. Efnivið sem samtengist hans eigin þróun sem lista- manns og fræðilegum hugtökum list- iðnaðarins." íslandsför hans er gamall draumur, draumur um að búa til snjókarl úr pappír innandyra og lætur hann drauminn rætast í Súmsalnum í Nýlistasafninu með aðstoð nokkurra barna. EIN tölvumynda Kenneths G. Hay. VERK eftir Eggert Pétursson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.