Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 4
BERGMAL ÚR HELVÍTI EFTIR KJARTAN GUÐJONSSON SKIP sem orðið hefur fyrir tundurskeyti frá þýskum kafbáti rís upp á endann áður en það sekkur. Málverk eftir þýska málarann Julius Caesar Schmitz-Westerholt Höfundurinn var ungur maður á leið til Ameríku. Árið var 1943 og það var stríð og siglt í skipalestum. Þegar dimmdi byriuðu Þjóðveriar að lykta af bráðinni oq hættu ekki fyrr en í birtinc,ú. Hann sepir: „Ofan þilja sá maður meir en heyrði djúpsprengjur, neðanþilja, eink- um undir sjólínu, var þetta eins og bergmá úr helvíti og ekki verandi þar stundinni lengur. Skipin voru al- myrkvuð. En ef skip varð fyrir skeyti var skotið upp frá öllum flotanum ókjörum af svifblysum svo að engu var líkara en gamlárskvöldi í Reykjavík/' AÐ kannast víst ekki margir við fjörð í Skotlandi, sem heitir Lock Yew. Ég hef aldrei komið því í verk að leita að honum á korti og er ekki einu sinni viss um að ég stafi nafnið rétt. A þessum firði urðu kaflaskil í lífi mínu, svo og margra annara. Þarna var ekkert þéttbýli sjáanlegt, lítill trjá- gróður, fáein býli, fé á beit, vindbarið land sem minnti á Island. Fjórum dögum áður höfðum við, 27 farþegar, lagt á stað með Goðafossi til Ameríku. A þessum firði var safnað saman, í skipalestir, sem voru í raun- inni ekki lestir heldur breiðfylkingar skipa sem raðað var niður í riðla, gjarnan sex í hverjum, og breiddin fór svo eftir fjölda skip- anna. I þetta sinn urðu þau 33. Svo var háttað herskipafylgd, að fremst fóru þrír tundur- spillar breskir en hliðanna gættu tvær amer- ískar korvettur. Aftast fór svo björgunarskip. Það var eins og komið væri í haustrétt, nema hér voru skip í stað kinda. Skipsflautur jörm- uðu í margradda kór einhver skilaboð og skiidu ekki aðrir en fagmenn. Merkjaflögg í öllum regnbogans litum voru dregin upp og ofan aftur. Morsljós tifuðu á herskipum í taugaveikluðum ákafa og það voru víst sein- ustu forvöð því að á hafinu var myrkvun alger og þeir áttu það til að skjóta er þeir sáu týru. Hundarnir í réttinni voru svo skipsbátar ým- iskonar á þönum milli skipa með borðalagða karla. Einhversstaðar í þvögunni lá svo Fjall- foss. Við töldum, og var það sennilegt, að við værum einu farþegamir í þessari skipalest. Árið var 1943, stríðið í algleymingi, og leiðin ekki beint greið fyrir aðra Evrópumenn. Frímann bryti lét þau boð út ganga, að nú væru seinustu forvöð að fá sér í staupinu væri einhver þess sinnis, á morgun gætum við gleymt því, að það væri til svo mikið sem lykt af áfengi. Brátt sáust menn á vappi haldandi á heilli flösku af dauða hver, lítið var um glös. Mannskapurinn var nú á byrjunarreit og söngstigið framundan, þegar lítill skoskur koladallur lagði upp að síðunni og lét setja fast. Það stóð oftast í jámum með að kolin entust hjá svo litlum skipum á svo langri leið og nú þurfti að bæta í eftir þessa siglingu að heiman. Einhverjum hluta af öðm plássi hafði verið bætt við kolaboxin. Skoski kafteinninn kom að lunningunni til að heilsa upp á mann- skapinn og það skipti engum togum, það stóðu á honum 4-5 stútar eins og fallbyssu- kjaftar. Þetta var kurteis maður sem gat ekki þegið góðgerðir af öllum í einu, svo að hann kaus að ganga á röðina og þakkaði fyrir sig með virktum, svo hvem stút á sínu fallega söngelska máli. I fyllingu tímans kom létt- matrósinn sem sá um sliskjuna og kallaði: „Full box cap’n“ „More coal,“ kallaði kafteinn- inn á móti. Léttmatrósinn fór nú í vandræðum sínum að tína niður eitt og eitt stykki með höndunum þangað til hann áræddi að kalla aftur „Box full cap’n“. „Shutup," svarði kafteinninn. Og nú var orðið svolítið erfíðara að skilja hið söngelska mál, en skildist þó, að öðm eins fólki og Islendingum hefði hann aldrei kynnst og mælti fyrir ævilangri vin- áttu. Skilnaður varð nú ekki umflúinn og tók hann nú kúrs á næsta kláf sem brenndi kol- um. Eitthvað var stýrið honum ekki þjált í hendi, því að hann fór á svig eins og skíða- maður í brekku. Fallegt norskt skip, líklega strandferðaskip, renndi hjá svo nærri að var í kallfæri. Ungur sjóliði í einkennisbúningi lands síns með riffil um öxl veifaði til okkar og kallaði, „hei Island". A Goðafossi var ekkert merki um þjóðemi en frændur þekkjast á fömum vegi án merkja. Og svo var lagt á stað, svo hægt að varla steinmarkaði. Flautukórinn var enn á háa G-inu. Þegar hvert skip var loksins komið á sinn stað, var sett á ferð sem halda skyldi skilyrðislaust alla leiðina, 6 mílur, ekki meira, ekki minna. Það kom fyrir að vél bilaði og skip hélt ekki ferð, eða stöðvaðist alveg. Þau skip vom skilin eft- ir. Sú saga var sögð, og veit ég ekki sönnur á, að Selfoss, sem kominn var til ára sinna og gekk illa í mótvindi hafi þannig orðið eftir. Þegar konvojinn, seint og um síðir, náði höfn í New York, var Selfoss þar fyrir og var búinn til heimferðar í öðmm félagsskap. Þá lét að- mírallinn hífa upp merkjaflögg: „Well done Selfoss". Við áttum von á þægilegri siglingu og ljúf- um byr. Af einhverjum ástæðum hafði að mestu tekið fyrir kafbátahemað þetta sumar. Löngu seinna mátti lesa í sagnfræði áranna eftir stríð m.a. í „Rise and fall of the Third Reich,“ að Þjóðverjar hafi beðið svo mikið tjón á kafbátum sínum að ekki þótti einleikið, Héldu þeir jafnvel að njósnum væri um að kenna. Bretar, sem fundu upp radarinn höfðu nú endurbætt hann svo, að herskip þeirra vom banvænni en nokkm sinni fyrr. Þjóð- verjar drógu til baka kafbáta sína, sleiktu sár sín og komu brátt með mótleik. Hvern dag var Maríublíða, fargþegar prómenemðu á prómenaðidekki, piltamir margir á gáfu- mannaaldri með höfuðið uppi í skýjunum og framtíðina í vasanum. Hvem dag var veislu- borð í þessu heillandi umhverfi gamalla skipa, fægður kopar, tréverk allt úr svellþykku ma- honí, fagurlega skomu og eins og eftirangan af vindlinum hans Einars Ben. og rautt pluss, sem varð með öllu óslítandi á stólum og hæg- indum. Eftir kvöldmat lék Jakob þjónn á fiðl- una sína herskabsmúsík í reyksal, hvíti jakk- inn var hans kjól og hvítt. Við áttum eftir að kynnast forgengileika matvæla úr kæli í gömlu skipi, sem ekki var ætlað til svo langra ferða. En saltketskynslóðin fékk ekki matar- eitmn. Og vel að merkja, skip. Þau seinustu sem áttu sér líf og sál vom gufuskipin. Þau liðu eftir sjónum með tígulegri mýkt kattar- ins, hljóðlaust eins og hann. í vélar stað var hjarta eins og í stóm dýri, sem sló þungt og hægt. Gufuskipið vaggaði manni í svefn eins og móðir, það steig dansinn við bámna örlítið titrandi eins og kona í faðmi elskhuga síns. Þegar díselvélar fóm að knýja áfram skip með frekjulegu urri þrælapískarans var að mestu úti um sjarma skipa, þó bjó þokkinn ennþá í tréskipunum, mað sínu braki, trausta- brestum og rennilega skrokk. Á þeim hafa verið haldnar opinberar galdrabrennur um árabil og ekki að vita nema takist að útrýma þeim alveg. Senn verður enginn eftir sem kann að gera við eikarbáta hvað þá smíða þá. En kannske verður hægt að kaupa svo sem eitt stykki af Færeyingum, grafa það í jörð upp að sjólínu og segja svo: „Sko bara fína bátinn, hann er bara eins og stofustáss!" Ein- hver hafði gaukað að mér íslandsklukkunni við brottför, en hún var nýkomin út. Ekki veit ég hvort við gerðum okkur grein fyrir hvílík bókmenntanna sprengja var hér á ferðinni en eins og menn vita átti þetta verk, í heild sinni, eftir að gleypa menn með húð og hári. Marg- ur vildi Arnas verið hafa og draumlyndir sveinar fundu aldrei sína Snæfríði í hópi meyja. En það fór í verra þegar strákar tóku að herma eftir Magnúsi í Bræðratungu. Að minnsta kosti einn maður trúði því að hann væri fyrirmyndin að Magnúsi og var stoltur af. Strákarnir vildu gjarnan drekka með hon- um. Svo var það á sjötta degi að mig dreymdi draum. Mér þótti ég vera í vegavinnu á Þing- völlum sumarið 1940, þriðja vika með linnu- laust slagviðri, ónýt hlífðarföt, ársgamalt salt- ket með sósu á sunnudögum; vatnsblönduð mjólk, tveir sykurmolar á dag, hræringur, haki, skófla, púkk, drulla, þrumari og maka- dúlla. Vegamálastjórn splæsti á okkur fæðinu. Mér þótti verkstjórinn Jón í Flatey vera að ræsa, „Góðan dag piltar, klukkan er sjö“. Hann var tveim tjöldum frá, auðna mín og hamingja, láttu hann ekki ná að okkar tjaldi - og þá hrökk ég upp með andfælum. Þetta var ekki Jón í Flatey, það var Frímann bryti sem gekk frá einum klefa til annars og hann bauð ekki góðan dag, hann sagði kómið upp. Klukk- an var ekki sjö heldur sex. Eitthvað heyrðist sem líktist þórdunum. Uppi var sama guðs- bamaveðrið, hæg norðan gola og sólskin. Eldsúr hræðslan læsti sig um maga og brjóst- hol og ólgaði þar eins og hver, við þá sjón sem nú blasti við. Tvö fremstu skipin í okkar riðli höfðu orðið fyrir skeytum. Bæði brotnuðu í tvennt og flutu partamir, en voru famir að síga. Þetta voru stór Libertyskip, kölluð þvottabalar af Islendingum. Þau vom rað- smíðuð, hraðsmíðuð, og hrákasmíð, duttu alltaf í sundur á sama stað við áföll, framan við brúna og sögðu skipverjar á Goðanum, að stundum þyrfti ekki nema þungan sjó til að kála þeim. Eitthvað var á sjónum sem líktist mávageri, en það reyndust vera menn í hvít- um bjargbeltum. Björgunarskipið kom fljót- lega og einn tundurspillanna sem rásaði um eins og rottuhundur á skarnhaug. Hann kastaði öðru hvom djúpsprengjum, að við héldum af handahófi. Við bjuggumst við í ein- feldni okkar, að þetta yrði nú bara tekið eftir röð, þriðja og svo við fjórða skip í riðli, en þannig var nú ekki sjóhernaðurinn í praxis. Og senn var þetta allt komið afturfyrir, stefna og sex mflur óbreytt, nema hvað sveigt var framhjá skipunum. Þetta var upphafið að gagnsókn Þjóðverja, og vora þeir líklega víð- ar en hjá okkur. Þeir komu nú á stórum kaf- bátum, sem gengu 15-20 mflur neðansjávar. Þeir höfðu litlar sjóflugvélar um borð, sem auðvelduðu þeim leitina að konvojum, ásamt nýjum og öflugri tundurskeytum, sem flugu gegnum byrðing og spmngu inni í skipunum. Churchill hélt ræðu í BBC af þessu tilefni. Það frétti ég síðar í bréfi að heiman. Vonandi hafa Belsebúb, Hitler og aðrar óheillakrákur fengið orð í eyra. Og nú kemur Óli tömmer til sögunnar. Þið skuluð ekki vera of kvíðin elsk- urnar mínar, þetta er lítið skip og úlfurinn bítur feitu sauðina fyrst, fái hann nokkru um ráðið. Svona krfli eins og okkur myndi hann ekki líta við nema í hallæri. Og nú skuluð þið setja á ykkur beltin, hnýtið svo fallegar slauf- ur eins og mamma kenndi ykkur þéttingsfast. Skiljið svo beltin aldrei við ykkur, ekki einu sinni á kamrinum, sagði hann, og leit útundan sér tfl kvennanna. Og ef svo ólíklega vildi tfl, að við yrðum að stökkva í sjóinn, piltar, skul- uð þið halda þéttingsfast með annrri hendi við korkið að ofan, með hinni haldið þið um pung- inn, og hér lækkaði hann róminn. Ef þið hald- ið ekki fast að ofan, getið þið í fyrsta lagi kjálkabrotnað og í öðru lagi hálsbrotnað. Eg ætla ekki að fara útí hvað gæti komið fyrir hittið ef þið haldið ekki vel að neðan. Hann leit hikandi á konurnar, og þið stúlkur, ríg- haldið með báðum að ofan. Ekkert bar frekar til tíðinda þennan dag. Við vomm farin að daðra við óskhyggjuna um að þetta hefði bara verið þýskur flækingskött- ur að næla sér í bita. Ég sé sjálfan mig í anda, pjattrófuna á gljáburstuðum skóm a-la-angla- is, buxur lagðar undir rúmdýnur til þess að halda brotunum egghvössum, Arrowskyrta, franskt bindi, enskur rykfrakki og að eignast slíkan búnað á þessum tímum var nánast kraftaverk. Og svo fór maður í það ljótasta, klunnalegasta og óþægflegasta bjargbelti, sem nokkra sinni hefur verið saumað. Ofaná öllum herlegheitunum trónaði svo stúdents- húfa. Og svo kom nóttin. Hræðsla er stundarfyrirbæri, hvati í fram- eðli til skjótrar undankomu. Kvíðinn aftur endist von úr viti. Og í þetta sinn máttum við þola tveggja vikna prófskrekk, líka í svefni ef það var þá svefn. Á daginn var oftast sæmi- legur friður, og hægt að halla sér niðri í ká- etu. Þjóðverjinn er löngum reglusamur, um leið og dimmdi byrjaði hann eins og hákarl að lykta af bráðinni og hætti ekki fyrr en í birt- ingu. Ofan þilja sá maður meir en heyrði djúpsprengjur, neðanþflja, einkum undir sjólínu, var þetta eins og bergmál úr helvíti og ekki verandi þar stundinni lengur. Skipin voru almyrkvuð, eins og áður segir. En ef skip varð fyrir skeyti var frá öllum flotanum skotið upp, samkvæmt skipun, þeim ókjöram af svifblysym, að engu var líkara en gamlárs- kvöldi í Reykjavík 50 árum síðar, og nú var hvert skip jafngott skotmark og endurnar á skotbakkanum í Tívolí. Þetta þótti okkur fá- vísum og vopnlausum undarlegt ráðslag. Það var von að sumum dytti í hug, að borðalagðir menn með hernað að atvinnu hefðu, ef ekki minni greind, þá minna ímyndunarafl, en ann- að fólk. Svo var það þvælingurinn um Atlants- hafið þvert og endilangt. I fyrra stríði var far- ið að villa um fyrir kafbátum með því að sigla í króka og fara ekki miklar sögur af árangri. Og þeir höfðu ekkert lært og engu gleymt. Eitt er víst, að þegar 20 mílna kafbátur var einu sinni búinn að finna 6 mflna konvoj, þurftu þeir ekki að hafa áhyggjur af krókum. Hversvegna var ekki stefnan tekin beint á New York? Einu sinni vorum við hrædd um að illa hefði farið. Fjallfoss var í sjónmáli all- langt undan á stjómborða. I myrkrinu sást skeyti springa mjög í þá áttina og við biðum kvíðin birtingar. Fjallfoss var svo á sínum stað, en norska skipið fallega var horfið. Hvað skyldu þeir hafa ætlað sjóliðanum unga að gera við riffilinn sem hann bar um öxl í Lock Yew forðum. Eitt skip, stór, gamall fragtari, dróst aftur úr, hvarf við sjóndeildarhring og sáum við hann ekki meir. Undarleg ósköp era það að fara ekki úr föt- um í þrjár vikur. Maður tekur svo sem ekki eftir því dags daglega, að húðinni er nauðsyn- legt að anda. En að finnast eins og húðin sé að 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.